Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
10.01.2007 at 00:40 #574774
Fínar breytingar hjá ykkur – Síðan er öll orðin hin glæsilegasta og á vefnefnd hrós skilið fyrir sína vinnu.
Benni
09.01.2007 at 21:36 #574466Jú miðað við 38" +
Annars fer þetta að verða spennandi, heyrst hefur að Skagfirðingar ætli að mæta og halda þessum bæjarlýð frá Miðjunni – enda er hún í þeirra sveit…
Svo var ég að frétta að það gætu komið einhverjir Eyfirðingar…
Sagan segir að Bæjarlýðurinn verði í Áfganga, Skagfirðingar í Skiptabakka og Eyfirðingar á Hveravöllum eða Laugafelli….. Síðan verði Setrið fyllt út úr dyrum á Laugardagskvöldi með tilheyrandi stórveislu og lygasögum.
Benni
08.01.2007 at 00:15 #574214Ég hef nú ekki mikið velt fyrir mér eyðslu annara bíla og er í raun nokk sama. Ég veit hins vegar hvað mínir bílar nota af eldsneyti og mér svo sem blöskrar ekkert í þeim efnum.
En nú segir einn mesti besservisser sem ég hef lesið skrif eftir hér á netinu að hans bíll eyði 1/3 af því sem stórir Fordar eyða. Það er held ég einhverskonar jeep á 38" ef ég man rétt.
Nú eyðir minn bíll 24 – 26 í blönduðum akstri á 49" hjólum – Eyða þessir jeep bensín bílar þá um 8 í blönduðum akstri ?
Á 46" hjólum og með 1,5 tonna fellihýsi í eftirdragi þá eyðir hann um 33 – þá eru jeeparnir væntanlega með um 11….
Nú svo eyðir minn bíll um 40 – 50 í Þungu færi og með um 3 pund í dekkjum – eru hinir þá með um 13 í svoleiðis akstri ?
Nú svo dró ég bíl í gær sem var jafnþungur mínum í mjög þungu færi – var fimm tíma með bílinn í fullri vinnu nánast allan tíman. Fór að vísu ekki nema um 30 km við þessar aðstæður og eyddi um 70 l við þessa vinnu – má þá leiða getum að því að jeep eyði 23 l við það að draga annan jeep við sömu aðstæður ?
Því ef þessar tölur standast þá er dísel golfinn minn til sölu og ég vill fá svona jeep í innanbæjarsnattið.
Benni
07.01.2007 at 14:30 #574322…
07.01.2007 at 14:30 #574320Síðasta vetur þá sendi stjórn klúbbsins erindi á Tryggingafélög þar sem að farið var fram á svör við ýmsum spurningum um utanvegakaskó og tryggingamál jeppa á fjöllum.
Það urðu mjög lítil viðbrögð við þessum spurningum og ef ég man rétt þá var eitt félag sem svaraði.
Þetta er mál sem hefur verið ofarlega á baugi með reglubundnu millibili og það hafa aldrei fengist fullnægjandi svör.
Ég held að ef að þessi mál eiga að verða eins og við viljum þá sé ekkert annað að gera fyrir klúbbinn en að semja við eitt félag um almennilega tryggingu fyrir félagsmenn sem tekur á ÖLLUM óhöppum á fjöllum. Ef þetta næst þá væri það best og það er vel reynandi að setja okkur í samband við þá á næstu vikum.
Benni
07.01.2007 at 14:13 #574164Það má vissulega velta þessum hlutum fyrir sér í allar áttir…
Nú er ég að aka um á Ford F350 á 49" hjólum og get nú eginlega ekki sagt annað en að öflugri og skemmtilegri bíl hef ég aldrei átt, ekið eða setið í.
Vissulega drífa þeir mikið og ég hef ekki enþá hitt fyrir færi þar sem ég dríf ekki meira en aðrir sem eru með í för. Og oftast hafa verið með mér bílar á 44" eða 46" – En svo verður líka að taka fram að ég er ekki búinn að vera lengi á þessum hjólum þannig að ég er ekki tilbúinn að dæma endanlega um þetta fyrr en eftir mun lengri tíma.
Vandamál við björgun… Það getur vissulega orðið mjög erfitt að bjarga svona bíl ef aðstæður eru þannig. En nú um helgina fengum við að verða vitni að því þegar 44" bílum var bjargað úr mjög erfiðum aðstæðum og mikið skemmdum. En þessir bílar sem þar voru eru ekki svo mikið minni eða léttari en þessir stóru – munurinn er minni en menn halda margir.
Önnur og kannski minna áberandi björgun átti sér einnig stað um helgina og þar var 46" Ford dreginn dauður frá Þursaborg og niður að Jaka í færi sem var mjög þungt fyrir öfluga 44" bíla og nánast ómögulegt fyrir minni bíla. Þar hnýttum við okkur saman tveir 350 Fordar, annar á 46" og hinn á 49" og dróum þann þriðja niður að Jaka. Ferðalagið tók um fimm tíma og var mestan tímann kúludráttur á 46" bílunum.
Það er því alveg ljóst að það er vel hægt að ferðast á þessum bílum, losa úr festum og draga þá bilaða – en það er það sama sem gildir í þessum stærðarflokki eins og öðrum – þú þarft jafnstóra bíla til bjargar. Það getur t.d. orðið erfitt fyrir 38" hilux að draga 44" patta, það vita allir – að sama skapi hefur vélarvana 44" patti ekkert að gera í 4,5 tonna bíla.
Hvað kerrur undir svona bíla varðar þá er að sjálfsögðu ekkert mál að flytja þessa bíla, það þarf bara stærri tæki en áður og því verður að notast við vélavagna eða sambærilegt.
Hvort þessir bílar séu að valda almennum fólksbílaökumönnum ótta – þá held ég að það sé ekki neitt frekar en 44" bílar. Og reyndar er það mitt mat, og hefur verið lengi, að bílar sem aki á 44" DC séu þeir bílar sem vekja mestan ótta og óhug meðal almennra ökumanna. Þessir bílar eru á dekkjum sem eru það vond að þeir eru oftar en ekki út um allan veg og bílstjórarnir ráða oft illa við þá. Ég hef margoft fengið athugasemdir um einmitt þetta að þessir stóru jeppar séu út um allan veg og það sé eins og að spila rússnenska rúllettu að mæta þeim…. Þannig að ég held að það séu frekar stórir jeppar sem rása um allt og hegða sér undarlega sem eru að valda mönnum ótta.
Varðandi reglugerðarbreytingar þá eru þær breytingar sem nú tóku gildi ekki tilkomnar vegna stærri dekkja – og eru sumar þessara breytinga löngu orðanar þó þær séu að taka gildi nú um áramót.
Hitt er svo allt annað mál að ég er þess fullviss að ef við ekki höldum vel á okkar málum og vinnum ekki vel í því að halda illa breyttum bílum, óháð dekkjastærð, af götunum þá endar með því að við fáum yfir okkur boð og bönn sem gætu gengið af okkar sporti dauðu. Það sama á við ef að við göngum í Evrópusambandið, þá er alveg ljóst að okkar ferðamennska mun líða undir lok á skömmum tíma og kafna undan reglugerðaroki frá Brussel.
Benni
05.01.2007 at 11:35 #573864Þú varst fljótari en ég – ég ætlaði að fara að setja þetta hérna inn
Ég mun allavega mæta þarna og fylgjast með þessu, það verður mjög áhugavert að heyra hvað þarna fer fram.
Benni
05.01.2007 at 10:24 #199295Ég ætlaði bara að benda á að vefnefndin var að setja inn nýjar færslur í atburðadagatalið.
Fullt af ferðum framundan og þær verða allar betur kynntar á næstu dögum, hér á vefnum og á félagsfundi þann 10. janúar.
En það er allavega hægt að fara að taka frá daga.
Benni
05.01.2007 at 00:38 #570678Og ef þú ert með viðskiptakortið getur þú látið opna fyrir aðgang að dælu sem er við Búrfellsvirkjun – en þar er sjálfsali sem ekki er hægt að komast í nema maður sé með viðskiptakortið.
Það eru víst fleiri slíkir um landið, einn á Klaustri held ég og kannski á fleiri stöðum – en þeir hjá Shell ættu að geta svarað þessu þegar menn sækja um.
Benni
05.01.2007 at 00:35 #570676Æi – ætli það sé ekki yfirlit yfir öll eldsneytiskaup sem kemur til manns… Ég er bara svo fastur í olíunni þar sem ég nota ekki hinn vökvann á mína bíla.
Benni
05.01.2007 at 00:34 #570674Sæll Otti,
Svona vandamál heyra vonandi sögunni til fljótlega þar sem við erum að vinna í því að færa alla innheimtu og félagatal landsbyggðadeilda inn til móðurfélags og þá mun skrifstofan sjá alfarið um að halda utanum öll þessi mál sem ætti að minnka líkurnar á mistökum, þó svo að sjálfsagt verði alltaf einhver slík í stórum klúbbi.
Þessi mál hafa fram til þessa verið á ábyrgð stjórna deilda og stundum hefur því miður gengið illa að koma réttum upplýsingum til skrifstofunnar. En vonandi tekst okkur að koma breyttu fyrirkomulagi á að fullu á þessu ári.
En auðveldast er ef þú sendir póst á skrifstofuna f4x4@f4x4.is og þá ætti að vera hægt að koma upplýsingum um þig í rétt horf og þú fengið póstsendingar til þín.
Benni
05.01.2007 at 00:18 #573712Góður Skúli – þú ert allur að koma til, en annars hélt ég að það væri skylda allra þeirra sem aka um a landbúnaðartækjum að styðja við bestu vini bændanna…..
Annars verður þessi vondi Framsóknarmaður, hann Einar Sveinbjörnsson á næsta félagsfundi og ætlar að segja okkur allt um það hvers vegna það er hætt að snjóa og fleira um veðurfar á fjöllum… Og hver veit nema að hann geti líka sagt okkur eitthvað um starfið í umhverfisráðuneytinu.
Benni
05.01.2007 at 00:14 #570668Ávinningurinn af því að vera með viðskiptakortið er
– Þú færð afsláttinn í sjálfsölum og hjá orkunni
– Þú færð yfirlit yfir olíunotkun (ekki víst að allir vilji það)
– Þú getur notað kortið sem greiðslukort hjá verslunum Shell þegar aðrar vörur eru verslaðar.
– Eitt kort í stað tveggja nú.
– kortið er tengt við kredit kort og færist úttektin á það mánaðarlega.
Þetta er svona ca það sem munar. Fyrst og fremst eru það sjálfsalarnir og að þú þarft ekki að muna eftir að framvísa félagsskírteininu með greiðsukortinu
Benni
02.01.2007 at 23:26 #573366Hlynur – þú mátt koma með mér sem kóari, þó að þú sért bara á skóm nr 42.
BM
31.12.2006 at 02:51 #573078Ég held að það séu fjölmargir að nota Dynex á sín spil – ég er allavega með svoleiðis á mínu 16,5 ti Warn spili.
Annars hef ég flutt inn nokkur Warn 9,5 TI spil og hef verið að fá þetta hingað á rétt um 100 þ.
Og ég verð nú að segja að eftir að hafa notað þessi spil mikið og jafnframt séð önnur no name spil í action þá segi ég nú að það borgar sig að varast eftirlíkingarnar. Ég myndi allavega ekki nenna að standa í að spara mér nokkra þúsundkalla og fá í staðinn allt vesenið sem ég hef séð menn lenda í með "ódýrari" spilin.
En auðvitað geta verið fínar græjur inn á milli þó svo að nöfnin séu óþekkt og ég tek það sérstaklega fram að ég hef aldrei séð eða prófað spilin sem TNT er með.
Benni
27.12.2006 at 23:33 #572546Þetta er nokkuð góð spurning hjá Ella – hvað tekur við á eftir FORD … Að vísu er þetta ekkert mál hja Lúdda, hann er bara kominn hálfa leið – bara 250 bíll á litu hjólunum.
En nú er ég á 350 bíl á 49" og hef velt því fyrir mér hvað verður svo ef mig langar að selja þenna. Hvert getur maður farið þegar maður er búinn að vera lengi á toppnum. Jú ein leið er að sjálfsögðu niður… En svo er alltaf möguleiki að hætta á toppnum – og þess vegna held ég að þegar svona bíll er til sölu þá er það annað hvort einhver braskari þar á ferð eða einhver hefur ákveðið að hætta á toppnum.
En að eyðslu þá er minn með um 26l – sem mér þykir ekkert voðalegt fyrir 4,5 tonna bíl á 49" hjólum með 450 hp í húddinu.
Benni
26.12.2006 at 15:54 #199233Ég var að heyra í Eyþóri í Trúðagenginu og hann er ásamt þremur öðrum bílum á leið í Setrið.
Hann sagði að Kjalvegur væri mjög mikið sundurgrafinn eftir vatnavexti undanfarið og víða væru djúpir skurðir sem gætu valdið miklu tjóni ef menn lenda illa í þeim og þeir sjást örugglega illa þegar farið er að skyggja. Þeir reyndur að hlaða steinum til að vara menn við.
Þannig að fariði varlega á fjöllum þessa dagana þar sem ástandið er örugglega svona víðar en á Kili.
Annars var svo til enginn snjór hjá þeim þegar ég talaði við þá – þá voru þeir staddir við Kerlingafjallaafleggjara.
Benni
26.12.2006 at 14:47 #572516Sko – Valla hefur ákveðið að selja dósina strax [url=http://www.bilasolur.is/Main.asp?show=CAR&BILASALA=10&BILAR_ID=915567&FRAMLEIDANDI=FORD&GERD=F250%20CREW%20CAB%204X4%2046:as4pykvz][b:as4pykvz] – Til Sölu – [/b:as4pykvz][/url:as4pykvz]
Enda var hún að tala við konuna mína og hún sagði henni að þetta væru allt of lítil dekk og svo væri þetta bara 250 bíll. Svo er hann líka bara 480 hp.
BM
26.12.2006 at 12:38 #572510Óskaplega er ykkur illt greyin mín…
Fenguð þið bara mjúka pakka þessi jólin ?
B
24.12.2006 at 16:42 #572470Ætlarðu að setja þá langsum eða þversum ?
Annars eru mínir frá Stillingu…
Benni
-
AuthorReplies