Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
25.01.2007 at 11:53 #577042
Sæll Heiðar,
Fór þarna síðasta sunnudag. Það er sáralítill snjór á leiðinni frá Kvíslárveituvegi og að Setri og vel fært öllum jeppum á 35" + (að því gefnu að menn geti hleypt úr – sem virðist stundum þvælast fyrir mönnum)
Bæði Þjórsá og Hnífá voru beinfrosnar og ísinn um 25 cm á þykkt þar sem við pjökkuðum í hann.
Við fylgdum vetrarleiðinni inneftir og snjórinn má alls ekki minnka neitt til að hún verði ókeyrandi.Á bakaleiðinni fórum við sem næst sumarleiðinni og í raun nokkuð vestar en hún á köflum. Þar var mun meiri snjór en á hinni leiðinni. Það er mikið af grjóti allstaðar uppúr þannig að ég mæli með því menn hafi stóru sleggjuna með til að rétta felgur og kaupi auka pakka af töppum
Annars verð ég á ferðinni á svæðinu á laugardag – ætla norður fyrir Nýjadal að sækja síðasta bíl frá Miðjuferðinni – aldrei að vita nema maður kíki á ykkur ef við erum tímanlega á ferðinni.
Þú getur svo líka hringt í mig ef það þarf að draga þig upp úr einhverjum pollinum þarna.
Benni
855 4696 / 898 6561
25.01.2007 at 00:41 #576922Það kom til umræðu í nýgerðum samningum við shell að gefa út ný skýrteini á hverju ári. Það hins vegar gengur ekki þar sem þessi kort eru í dag með segulrönd og verða fljótlega með örgjörfa líka. Það að gefa út slík kort kostar töluvert eða rúmlega tvær milljónir á ári fyrir alla félagsmenn 4×4. Þess vegna erum við að halda í kortin og nota límmiðana.
Varðandi debetkortið hjá nafna mínum þá gengur þetta ekki. Það þarf að vera félagsnúmer þegar nota á afslætti hjá sumum fyrirtækjum, þetta þarf að vera shell kort fyrir afslætti hjá þeim. Nú og ef þig langar að mæta á aðalfund og hafa kosningarétt þarftu löglegt skýrteini.
Benni
24.01.2007 at 10:24 #576980Núverandi bíll er með hlutföllin 57/43 á milli fram og afturhásingar. Þá er m.v. fulllestaðan bíl á leið á fjöll.
Kosturinn við það að hafa meiri þyngd á framhásingu er fjölþættur og Einar hefur þegar bent á nokkur atriði. Fleir atriði eru að þá þjappa framhjólin förin vel og afturhjólin fljóta betur og eru ekki að ryðja líka eins og á bílum sem eru afturþungir. Eins er það þannig að þegar þú ert kominn í festu á framþungum bíl þá áttu meiri möguleika á að bakka út úr festunni en á afturþunga bílnum sekkur afturendinn við það að bakka.
Pajeróinn minn var með þyngdardreyfingu 55/45 tómur og því var hann orðinn afturþungur fulllestaður og hlutföllin veru þá orðin ca þau sömu nema viðsnúin. Þetta háði mér oft í ferðum og þá sérstaklega við að bakka úr festum.
Benni
23.01.2007 at 10:25 #576620Ég hef prófað Yaesu, Icom og fleiri stöðvar. En ég er lang hrifnastur af stöðvunum frá Nesradío – Tait. Svo skemmir ekki fyrir að þjónustan sem ég hef fengið þar er rúmlega frábær.
Hingað til hafa Tait stöðvarnar hins vegar verið aðeins dýrari, en að mínu mati alveg þess virði og einn af stóru kostunum við þær er að geta tekið framhliðina af og komið henni fyrir í mælaborði en sjálf stöðin getur verið aftur í skotti ef menn vilja. Síðan eru þær með stóran og skýran textaskjá og fjóra takka sem hægt er að forrita til ýmissa aðgerða. Ég forritaði ýmsar scan grúppur í þessa takka hjá mér. Ef að þessar stöðvar eru orðnar á svipuðu verði og hinar þá mynd ég allavega ekki þurfa að hugsa mig tvisvar um.
Ég hef ekki prófað Kenwood og get því ekki dæmt um þær.
Benni
19.01.2007 at 11:56 #576088Jæja Einar nú erum við aftur farnir að verða sammála – Eins og við reyndar erum í mörgum öðrum málum. Það að kanna hlutina og rannsaka er það sem mér finnst að Tækninefnd eigi að vera að gera og ég fagna því að heyra að þið séuð að skoða þessi mál og hlakka virkilega til að heyra niðurstöður. Það er alveg rétt að ákveðin dekk hafa reynst hættuleg og þau hafa verið tekin úr umferð og vel kann að vera að fleiri slík séu á markaðnum og á því þarf að taka.
Hitt er svo annað mál að það er fjöldinn allur annar af hlutum er varða tæknimál og breytingar sem þarf að taka á. Það er allt of mikið um að á götunum séu bílar sem er breytt illa eða af vanþekkingu þannig að þeir geta við ákveðin skilyrði orðið hættulegir. Þetta er sem betur fer fáir bílar sem sleppa þannig í gegnum skoðun – en þeir eru til og síðast í gær skoðaði ég einn slíkan. Þarna er komið verkefni sem ég tel að sé í raun álíka brýnt eða jafnvel enþá brýnna að klúbburinn og tækninefnd hans taki á heldur en könnun á dekkjum frá erlendum framleiðendum. Það er mín skoðun að eitt alvarlegt slys þar sem kenna má um handvöm eða vondri hönnun við breytingu geti orðið til þess að valda þessu sporti okkar óbætanlegum skaða.
En að forsvarsmenn klúbbsins gangi erinda ákveðina fyrirtækja kannast ég ekki við – en hins vegar hef bæði ég og aðrir forsvarsmenn sett ofaní við menn þegar þeir hafa gengið of langt í að hallmæla ákveðnum fyrirtækjum hér á spjallinu – slíkt var fyrst og fremst gert til að forða klúbbnum frá hugsanlegum málsóknum og skaðabótaskyldu. En það hefur oftar en einu sinni komið upp að klúbbnum hafi verið hótað málsókn út af slíkum skrifum félagsmanna á netið… Það er vandlifað….
En Einar, svo þurfum við bara að fara á fjöll saman bráðlega – Þú þart að sanna fyrir mér að Ginness lagist eitthvað við að fara upp fyrir 500 m – og verði við það drekkandi.
Benni
19.01.2007 at 11:01 #576082Það eru einmitt svörin sem maður fær sem snúast um það að aðrir sjá ferðamáta okkar sem ferðast um á stórum bílum allt til foráttu sem fá mann til að fara niður á sama level í svörum.
Ég held að ef að hér á að fara út í það hver er málefnalegur og hver ekki þá ættu menn að líta í eigin barm.
En svona bara til að ljúka þessari umræðu af minni hálfu – þá er ég búinn að prófa alla flóruna, líka létta og öfluga bíla á minni hjólum. Þannig að ólíkt öðrum sem hér og víðar hafa haft sig mikið í frammi þá hef ég prófað allar stærðir og veit því af eigin raun hvernig hlutirnir eru. Ekki af því sem mér sýnist eða get mér til. Og af því að ég hef prófað þá skil ég vel hvað menn sjá við léttu bílana og ég skil líka hvað menn sjá við tröllin – af því að ég hef prófað…
Ég hafði mjög gaman af hinum ferðamátanum og hef ekkert á móti einum né neinum ferðamáta – menn sníða sér einfaldlega stakk eftir vexti og áhuga.
En Einar ég nota ekki hvert tækifæri sem gefst til að hallmæla ákveðnum gerðum bíla eða dekkja líkt og þú virðist á stundum gera. Og reyndar finnst mér það vera vert skoðunar að formaður Tækninefndar 4×4 klúbbsins skuli með reglulegu millibili skrifa hér á vefinn skoðanir sem á köflum má líkja við níð um ákveðna dekkjategund – án þess að þar liggji nokkrar rannsóknir að baki.
Annars er alltaf gaman að sjá að þegar að ákveðnum aðilum hér er svarað, hvort sem það er málefnalega eða á sama leveli og þeir skrifa að þá er það dæmt sem persónulegt skítkast og árásir. Ef menn búa við svo dapra málefnastöðu þegar þeir byrja að skrifa að þeir þoli ekki svör á sama leveli þá eiga þeir einfaldlega að láta það vera að skeiða fram á ritvöllin.
Og svo væri nú gaman að því að sjá málefnalega pistla hér – en eins og ég sagði áðan þá hef ég allavega húmor fyrir hinum skrifunum líka, annars myndi ég ekki gera mér að leik að fara niður á sama level til að svara.
Benni
19.01.2007 at 10:28 #576162Nei nú sé ég þetta… þetta voru 326 l en ekki 226…..
Legg af stað í túrinn með alla tanka fulla – ca 450 l
BM
19.01.2007 at 10:09 #576158Já Sæmi – þetta eyðir bara því sem maður setur á þá… Og allt í réttu hlutfalli við skemmtanagildið.
En annars var ég að heyra að það ´seu líkur á að þinn eyði engu um helgina… Ekki á ég að draga þig eins og við gerðum við Lúdda þegar hann var að spara olíu ?
Annars eru fleiri búnir að fatta að það skiptir okkur engu að hengja eina eða tvær svona dósir aftaní okkur og Bjarni gerði þetta um helgina. Laumaði spotta aftaní mig á Þingvöllum og húkkaði þannig far í bæinn – ég skildi bara ekkert í því hvað hann var alltaf nálægt mér og það var alveg sama hvað ég gaf í hann var alltaf þarna – Reyndar vissi ég að Pajeró væri hrikalega öflugur en samt….
Benni
19.01.2007 at 09:58 #576076Ég veit að Einar mun seint skilja það, eða vill ekki skilja það að stóru þungu bílarnir bara drífa meira en litlu léttu bílarnir við flestar aðstæður.
Ég hef nú þegar keyrt stóran þungan bíl í flestum mögulegum færum – líka þunnri skel með sykri undir. Og furðulegur fjandi er að litlu léttu bílarnir enda nánast alltaf ofaní förunum mínum ef þeir hafa einhvern áhuga á að halda í við mig.
Og núna um helgina – í þessu púðri þar sem ég á að sögn Einars að hafa ekið á harða undirlaginu undir – þá flaut nú hlunkurinn, allavega sukku gangandi menn stundum upp í klof við hliðina á bílnum. En líklega hefur það verið tilviljun – ég verið á vegi og skurðir beggja vegna við…..
Og varðandi Rótasandinn – þá ók ég þar um og þar var víða púður upp undir stuðara að því er mér sýndist. En það hefur væntanlega verið missýn fyrst fjarmælingar og skygnigáfa Einars segir annað.
Svo er það þetta með Besservisserana – hvar væri spjallið án þeirra…. Keep up the good work…
Benni
19.01.2007 at 09:34 #576150Stúdentakortið = 20.000 notendur
f4x4= 3000 notendurSami afsláttur…..
Ég var allavega ekki ósáttur við okkar niðurstöðu – en sem fyrrverandi forystumaður námsmannahreyfinganna á Íslandi og í Evrópu þá fannst mér lélegt hjá þeim að fá ekki meira með 20.000 manns á bak við sig. En svona er þetta… En svo greiðir shell klúbbnum líka hátt í milljón á ári fyrir utan þetta….
Benni
18.01.2007 at 23:40 #576066Ég var þarna á ferð á sunnudaginn, að vísu norðan við Skjaldbreið og fór inn á Hlöðuvelli og þaðan upp á Miðdalsfjall í átt að Laugarvatni.
Færið var ansi skemmtilegt, nokkuð þungt fyrir léttu bílana á litlu dekkjunum en hlunkarnir á stóru hjólunum fóru tiltölulega létt með þetta. Þetta var púðursnjór, víðast um 1 – 1,5m á dýpt en fór þó í að vera allt að 3 m sumstaðar.
Við vorum þarna á einum 49" Ford F350, Tveimur 44" bílum og einum 38" og frekar léttum bíl. Í þessu færi átti litli bíllinn ekkert erindi út fyrir för, þrátt fyrir að vera vel búinn og með góðan og vanan bílstjóra undir stýri. Og reyndar gekk léttum 44" bíl ekkert sérlega vel á köflum. Hins vegar átti þyngri 44" bíll á Super Swamper TSL mun auðveldar uppdráttar. Og fyrir mig á 49" Super Swamper Irok og fimm tonna bíl var þetta létt færi.
Við létum loftið ekkert vera að þvælast sérstaklega fyrir okkur og var ég lengstum í 3 pundum og hinir í svipuðu reikna ég með.
Þannig að svona getur nú færið verið misjafnt sitt hvoru meginn við sama fjallið, eða skyldu það vera bílstjórarnir – eða jafnvel sá sem segir frá ???
Benni
18.01.2007 at 23:07 #576136Það er nú kannski ekki sanngjarnt að bera þetta saman við fyrframkeypta olíu á Akranesi þar sem núna er 6 krónu afsláttur frá hefðbundnu ÓB verði. Ef það er það sem við eigum að miða okkur við þá er ég nokkuð klár á að enginn félagasamtök geta fengið slíka afslætti.
Svo má nefna að 4×4 fékk sama afslátt og 20.000 manna samtök – þannig að þrátt fyrir að ná ekki að jafna afsláttartilboð á fyrirframgreiddri olíu þá erum við bara nokkuð sátt.
En svo ættu menn að reikna dæmið til enda á þessum ÓB Frelsi eða hvað það nú heitir – það nefnilega kostar að borga fyrirfram, ef þú borgar fyrirfram með krítarkorti ertu að borga um 20% vexti ofaná fyrirframgreiðsluna (um 2 kr á líter) – nú og ef þú áttir peninginn sem þú lést olíufélagið hafa fyrirfram þá ert þú að tapa vöxtum – sem ættu að vera um 14 % í dag á óbundnum reikningi ( og á meðan græðir olífélagið sömu eða betri vexti)…..
En af því að menn voru farnir að reikna þetta út hjá mér þá tók ég nákvæmlega 326 lítra og borgaði 108,50 fyrir líterinn eða rúmlega 35 kkr.
Benni
18.01.2007 at 17:42 #576104Engin mistök þarna… Enda vil ég að þetta með félagsgjöldin verði búið að síast það vel og vandlega inn þegar að aðalfundi kemur þannig að tillögur renni smurðar í gegn.
En hér skiptir engu hvað ég skrifa því það man það hvort eð er enginn
En svo ef maður umreiknar afsláttinn í klassískann gjaldmiðil sem allir kannast við, bjórinn, þá verður þetta ansi áhugavert. Ég nefnilega dæli allatf um 300 l á bílinn fyrir helgarferðir og fæ um 1600 í afslátt. Ég kaupi líka venjulega eina stóra (10stk) kippu af Calsberg til að hafa í skála og hún kostar um 1600.. Af þessu leiðir að bjórinn er í boði Shell og þeir sem eru á eyðslugrannari bílum – t.d. Cherokee sem skv öðrum þráðum gengur á loftinu einu saman – Þessir menn fá aldrei nema eina eða tvær dósir í boði Shell….
Benni
P.S – Muna svo að það á aldrei að nota eldsneyti og innihlad baukana saman… Blandast illa, hvernig sem það er gert.
18.01.2007 at 17:03 #199428Ég verð nú eiginlega að fá að deila með ykkur því sem ég gekk í gegnum í dag. Svona svo að maður fái nú líka aðeins að stæra sér af þessum fína samning sem stjórnin gerði fyrir okkur öll við Shell.
Ég fór sem sagt að gera mig og bílinn kláran í Fjallaferð Stjónrar sem er um helgina. Þá fór ég m.a. og lét smyrja bílinn og það gerði ég hjá Shell á Laugavegi 180. S’iðan fór ég og tók olíu fyrir túrinn ca 330 l
Fyrir þetta borgaði ég alveg ógeðslega mikið af peningum – enda á stórum bíl. En í bæði skiptin sem ég reiddi fram debet kortið þá rétti ég líka félagsskírteinið mitt. Og viti menn – á smurstöðinni fékk ég 3692 kr í afslátt og við bensíndæluna fékk ég 1634 kr í afslátt. Samtals 5326 kr bara í dag út á þennan samning. Og félagsgjöldin eru 4200 !!!
Við þetta má svo bæta ca 3000 kr sem ég er búinn að fá í afslátt af olíu frá áramótum og um 3000 kr í bílanaust af Ýmsum vörum.
Ég er semsagt búinn að fá andvirði félagsgjaldsins u.þ.b. þrisvar til baka á fyrstu 18 dögum janúar……
Það er alveg ljóst í mínum huga að hver sem er á jeppa, ja sem bara gerir út bíl, á að vera í klúbbnum og stórgræða á því.
Hitt er líka annað mál að þetta segir mér að mér er óhætt að leggja til töluverða hækkun á félagsgjöldum á næsta aðalfundi án þess að skammast mín – enda veitir víst ekki af því að fá meira í kassann ef klúbburinn á að fara að borga allan talstöðvarskatt félagsmanna….
Benni
18.01.2007 at 16:52 #576092Sendu póst á skrifstofu móðurfélagsins í Reykjavík f4x4@f4x4.is – þar er m.a. haldið utanum félagatölin.
Það er algengur misskilningur að skrifstofan sé bara fyrir okkur hér í Reykjavík en hennar starf er fyrir allan klúbbinn – enda ekki til neitt sem heitir Reykjavíkurdeild
Benni
15.01.2007 at 23:16 #575084Ég hef svolitlar áhyggjur af honum Atla – er hann farinn að sjá fréttir aftur ?
Mér finnst voðalegt til þess að vita ef hann er einangraður þarna úti í sveit og fær engar fréttir…
BM
15.01.2007 at 22:08 #575580Lúther minn – þú mátt alveg sjá um að fara með gumsið uppeftir ef þú vilt.
Sendu mér bara skriflega umsókn í þríriti og þá skal ég fara yfir málið….
Benni
12.01.2007 at 18:04 #575192Þetta fæst ekki hér. Ég keypti tvö pör af þessu á ebay fyrir tvemur árum. Kostuðu heilan helling, 27000 minnir mig að parið hafi kostað. Notaði þetta sem vinnuljós á Pajeró.
10.01.2007 at 16:37 #574470Það er stefnt norður Þjóðveginn og í Áfanga….
En hvernig er með þessa firðinga þarna fyrir norðan, bæði Skag- og Ey…. Ætla þeir ekkert að melda sig og mæta ?
Þið vitið að það er pláss fyrir 25 manns í viðbót í Setrinu á Laugardeginum, sérstaklega tekið frá fyrir ykkur…
En fyrir hina þá er bara að keppast við að skrá sig í kvöld – þetta verður áræðanlega ferð ársins, ja allavega fyrsta ferð ársins á vegum klúbbsins.
Svo hef ég heyrt því fleygt að það verði allavega tveir svona Vörubílar með í för – þannig að nú gefst kjörið tækifæri til að sjá þá bila í umvörpum og drífa minna en 38" Jeep.
Benni
10.01.2007 at 16:29 #574840Jú þú átt að fá það – Það á að berast þér í pósti nokkrum dögum eftir skráningu. Borgar sig að gefa þessu allavega viku – 10 daga til að berast.
Ef þetta hefur ekki borist á þeim tíma skaltu senda póst á f4x4@f4x4.is og þá mun Agnes án nokkurs vafa leysa málið fljótt og örugglega.
Benni
-
AuthorReplies