Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
27.02.2007 at 01:57 #581756
Þessi fyrirspurn fór framhjá mér…
En þetta er í mínum huga ósköp einfalt. Þegar menn ganga í félagsskap sem þennan þá ætlast þeir til að fá ýmis fríðindi og þjónustu frá þeim félagsskap. Í staðinn er ætlast til þess af þeim að sinna einum hlut – Borga félagsgjöldin !
Ég borga alltaf á gjalddaga og það gera langflestir. Frá þeim tíma sem ég borga þá fær klúbburinn vexti af innistæðunni – þannig vaxa peningarnir mínir í þágu klúbbsinns. Skussarnir sem ekki borga á gjalddaga eru því í raun að hafa peninga af félagskapnum, mér og öllum hinum sem borga á tilsettum tíma – er það sanngjarnt ? Mér finnst það ekki.
Síðan er það næsti punktur – Innheimta félagsgjalda kostar um 700.000 á ári – og hver borgar hana ? Félagsmenn !! Skiptir þá einhverju hvort það er í formi seðilgjalda eða líður ykkur betur ef þessi kostnaður er falinn fyrir ykkur og klúbburinn borgar bankanum bara aurinn… ??
Svo eru það þeir sem ætla að sleppa því að borga þetta árið af því að þeir eru blankir…. Væri þá ekki sjálfsögð kurteisi að láta klúbbinn vita svo að ekki sé verið að eyða peningum og vinnu í að senda þeim rukkun ? Það eru þó nokkuð margir sem hafa fengið senda rukkun á hverju ári án þess að borga – slíkar árangurslausar rukkanir kosta klúbbinn – okkur hin sem borgum – töluverða peninga.
Þannig að ég sé bar einfaldlega ekkert að því að innheimta gjöldin með innheimtukostnaði og vöxtum ef menn ekki greiða. Þetta eru frjáls félagasamtök og þeir sem koma hingað inn af fúsum og frjálsum vilja gangast undir þá sjálfsögðu kröfu að greiða félagsgjöldin á tilsettum tíma.
Hafi menn hins vegar ætlað sér að borga ekki framar er sjálfsögð og eðlileg kurteisi að segja sig úr félagskapnum og losa sig þannig undan kröfunni um greiðslu gjalda. Þannig hafa fjölmargir haft samband núna eftir að þeim var send ítrekun og kröfur á þá verið felldar niður um leið og þeir hafa sagt sig úr klúbbnum.
Láti menn hins vegar hjá líða að láta vita finnst mér einfaldlega eðlilegt og sanngjarnt að þeir greiði þann kostanð sem klúbburinn verður fyrir við að reyna að innheimta gjöld sem þeir lofuðu að borga með því að ganga í klúbbinn.
Hafi menn hins vegar greitt og ekki fengið miða eða blöð send þá eru þar mistök og við erum líka mannleg og gerum nokkur slík. Þannig að ef einhverjir telja sig eiga eftir að fá eitthvað sent þá er einfaldast að senda póst á skrifstofuna á f4x4@f4x4.is og sjá hvort að ekki sé hægt að leysa vandann.
Benni
23.02.2007 at 17:03 #581988Hvað ætlarðu að gera ? Þarftu að breyta þeim í PDF eða á hvaða formi les Mapsource þetta ?
Viewcompanion virkar fínt í það að taka .plt og breyta í .pdf
Þú getur sent mér plt skrána og ég get breytt henni í pdf ef þú vilt
benni
20.02.2007 at 16:21 #581014Það var nú mér að kenna að komið var við á Blönduósi – ég var að skutla hestakerru fyrir einn 4×4 félaga upp í Húnaver og ferðafélagarnir ákváðu að fylgja mér.
Benni
20.02.2007 at 13:17 #581004Það er alltaf gaman að svona ….
En annars þá eyðir minn Ford ca 24 – 26 í langkeyrslu á 49" dekkjum. Og ég er fullkomlega sáttur….
Nafni… Ég fór einu sinni á fjöll með þér á henni Snæfríði… Og ég sá ykkur bara í baksýnisspeglinum.
Og svo má reyndar halda því til haga að ég er búinn að fara 26 ferðir á fjöll á mínum Ford síðan ég eignaðist hann þar af voru farnar 7 ferðir á 46" og 19 hafa verið farnar á 49". Bíllinn hefur einu sinni bilað á fjöllum – þá braut ég öxul. Það var í annari ferðinni á 49" þannig að nú eru komanar 17 í röð án bilana og aldrei hef ég þurft aðstoð við að komast heim aðra en þá að fá senda þá hluti sem þurfti til að redda öxlinum sem brotnaði. (það hafa hins vegar nokkrir fengið að hanga aftaní mér heim í spotta eða á kerru)
Ég veit ekki til þess að aðrir 46" eða 49" bílar hafi verið að bila á fjöllum þannig að þurft hafi að aðstoða þá heim – að rafmagnsbiluninni hjá Lúther undanskilinni.
Benni
17.02.2007 at 19:46 #579598Er ekkert ad fretta fra thessari ferd ?
kvedja fra Bratislava.
Benni og Oskar ABBA
14.02.2007 at 10:03 #580320Orginal er hann 325 hp og 773 Nm
Og auðvitað er þetta rétt hjá Hafsteini að þetta er ekki eðlilegur samanburður nema að taka þyngd inní. En þá spyr maður hvaða þyngd – Hér á þessu spjalli hættir mönnum til að gefa upp hinar sérstökustu þyngdir á bílunum sínum – t.d. er 2200 kg 44" 80 cruser til og svipað þungur Patrol á 44" og allir fullbúnir á fjöll
En Fordinn er um 4 tonn með fullan aðaltank en tómur að öðru leiti. Fullbúinn í fjögura daga fjallaferð með tveimur köllum í er hann 4700 kg.
Það gera þá 0,12hp/kg tómur og 0,10 hp/kg fullbúinn.
Til samanburðar var 44" Pajeró 0,056 hp/kg fullbúinn og 44" Patrol er um 0,045 miðað við þær tölur sem ég hef séð. 44" 80 Cruserinn sem ég átti var lítið betri en Pattinn
Benni
14.02.2007 at 08:59 #580314Sko Þið eruð ekki einu sinni með afl á við startarann hjá mér…..
Ford F350 árg 2005 – 6,0 l Powerstroke V8. Stækkaður cooler og sveruð rör, 4" púst. Banks power Six Gun disel tuner og speed loader… og eitthvað fleira….
Þetta er bara að skila 463 hp@3300rpm og 1087 Nm@2000rpm út í hjól (ath flestar japönsku dósirnar gefa upp hp við vél)
Benni
07.02.2007 at 11:22 #579012Þetta mál er á dagskrá hjá stjórn og verður m.a. rætt á félagsfundi í kvöld. Þar mun stjórn bera upp ályktun um málið.
Þannig að nú er um að gera fyrir þá sem áhuga hafa að mæta og láta ljós sitt skína. Og ég minni á að félagsfundir hjá Móðurfélagi í Reykjavík eru öllum félagsmönnum opnir nú sem fyrr.
Benni
05.02.2007 at 11:54 #579134Já það var rólegt hjá okkur í Setrinu.
Hins vegar var annar hópur góðra manna og kvenna sem blótaði þorra í Kerlingafjöllum. Við komum aðeins þar við og þar hefði verið dálítið af krapa að þvælast fyrir þeim á kili – Það mikill á kafla að hann náði upp á húdd á 49" Ford. En þeir komust þó auðvitað á áfangastað. En í þessari ferð gerðist þó eitt það markverðasta um helgina, það var nefnilega lítill fugl sem sagði mér að Hlynur Snæland hefði verið hálfa leiðina í bandi aftaní 49" ford….
Benni
P.S.
Það gleymdist auðvitað í upptalningunni hjá Val að minnast á einn tíndan vélsleða, skíði undan einum vélsleða og sá tíndi fluttur á líkbörum heim eftir að hann fannst aftur.
01.02.2007 at 10:44 #577256Jæja þá er loksins búið að finna nógu hugaðan mann, já og konu til að fara með matinn uppeftir.
Einar Sól og Stefanía slóu ykkur öllum við og voru þau einu sem höfðu hugrekki í að feta í fótspor Lúthers of ferja matinn uppeftir.
Reyndar er Einar með mikkla reynslu í hákarlsflutningum og hefur gert þetta í áraraðir þannig að ég held að við séum nokkuð örugg með að fá að borða í þetta skiptið.
Benni
01.02.2007 at 10:40 #578354Það er þorrablót í Setrinu um helgina og húsið allt bókað undir það.
Ef þið ætlið uppeftir um helgina þá er nauðsynlegt að skrá ykkur og borga gistigjöld fyrirfram eins og aðrir blótsgestir – því það eru væntanlega töluvert fleiri að koma uppeftir heldur en eru skráðir í matinn.
Benni
31.01.2007 at 18:42 #577242Helvíti ætlar að verða fámennt hjá okkur í ár.
Ég sakna þess að sjá ekki Lúther og alla hina kappana sem ég hitti upp á Bílamiðstöð – þeir ætluðu allir á sleðum uppeftir, en úr því að þeir eru ekki búnir að borga þá hljóta þeir að ætla að taka nesti með sér og sofa á sleðunum.
Þeir sem ætla að mæta en ekki borða Þorramat (sem mér finnst til skammar) þurfa að láta vita af sér svo við vitum fjölda í húsinu.
Annars var ég að fá þær fréttir frá mönnum sem voru við Setrið í gær að þar væri nánast autt og því sem næst fólksbílafært inneftir – þannig að áhugasamir þurfa nú ekki að óttast færið.
Benni
31.01.2007 at 13:21 #577238Bara að benda mönnum á að í gær var síðasti séns til að greiða þátttökugjöld.
Þeir sem ætla að fá eitthvað að borða og ætla að sofa innandyra verða því að vera búnir að greiða fyrir kl 20:00 í kvöld. KL 20:01 hringi ég í kokkinn og panta fyrir þann fjölda sem er greiddur.
Maturinn verður klár á föstudag kl 16:00 og mig vantar sjálfboðaliða til að taka hann með sér.
Benni
29.01.2007 at 16:54 #577832Þetta umrædda kvöld var ég á leið heim og var um tima á scani. Þá heirði ég kallað á 46 og þá var ég staddur rétt austan við Selfoss. Síðan heyrði ég aftur í stöðinni og þá á rás 44. Sá sem þar talaði sagðist vera á Hlöðuvöllum og ég heyrði mjög vel til hans.
Hitt er annað mál að það er rétt sem Einar segir að þetta svæði er verulega dapurt hvað NMT varðar og það er enganveginn hægt að treysta á það kerfi sem öryggistæki lengur, ef það hefur þá nokkurntíman verið hægt.
VHF kerfi 4×4 fer mun nær því að vera öryggiskerfi fyrir okkur þó svo að það dugi ekki heldur eitt og sér. Reyndar held ég að það mætti bæta þetta svæði verulega með endurvarpa á Hlöðufelli og Skálafelli.
En svo er það mín skoðun að eina örugga fjarskiptatækið sem er í boði í dag fyrir almenning er Iridium sími og ég tók ákvörðun fyrir um ári að fá mér svoleiðis, þrátt fyrir mikin kostnað – Sem eru þó smáaurar miðað við það sem getur verið í húfi.
En að mínu mati er nausynlegt að í hverjum hóp sem fer á fjöll sé a.m.k. ein VHF stöð og einn NMT sími. Í þessu tilviki var það VHF sem dugði til að koma boðum í bæinn. Þegar þau boð bárust var að vísu búið að vekja allnokkra 4×4 félaga sem voru í startholunum að leggja af stað á móti hópnum – Ég var m.a. kominn á lappir og búinn að ræsa olíumiðstöðina í bílnum og var því mjög feginn þegar var hringt og ég rekinn aftur í rúmið….
En að setja upplýsingar hér inn eða að fara að skrá upplýsingar um ættingja held ég að sé kannski ekki hlutverk klúbbsins eða þeirra sem skipuleggja ferðir í hans nafni. Það er þannig að í ferðum klúbbsins ferðast hver og einn á eigin ábyrgð og því eiga viðkomandi að vera búnir að láta vita áður en lagt er af stað hvert á að fara og hvenær er áætlað að koma heim. Nú eða vera með nauðsynlegan búnað til að láta vita um sig – að ég tali nú ekki um í svona tilvikum þegar menn ákveða að fylgja ekki skipulögðu ferðinni og halda áfram upp á eigin spýtur.
Benni
Benni
29.01.2007 at 11:20 #577742Þetta hefur verið gaman hjá ykkur… Flott að fá smá ævintýri.
En annars var ég að skoða myndirnar og mér sýnist þær flestar vera af honum Lauga vini mínum – Og alltaf skal hann vera fastur á þessum myndum….
Laugi minn, gerðist ekkert annað í þessum túr ?
Benni
28.01.2007 at 00:41 #577648Ég, Danni, Óskar og Teddi vorum komnir í bæinn fyrir um hálftíma eftir vel heppnaðan björgunartúr. Það tók um tvo tíma að laga bílinn hans Danna og síðan þurfti að gera um klukkutíma pitstop til að stilla stýrið betur og herða út í framhjólalegu.
Á uppeftirleið var mikil hálka og var Óskar ónegldi út um allan veg. Á leiðinni til baka hafði hlánað það mikið að malbikið var orðið autt frá Hrauneyjum.
Lítill snjór er á Kvíslárveituvegi og í raun má segja það sama um leiðina frá Stíflu og að bílnum, en hann var skammt frá vaðinu á Bergvatnskvísl. Og snjórinn hefur minnkað frá því um síðustu helgi. Færið í sköflunum var þó á köflum þungt og hefði þessum með allt loftið í dekkjunum eflaust tekist að festa sig um allt líkt og um síðustu helgi – Okkur gekk þó mjög vel og þurftum hvergi að slá af svo heitið gæti.
Á bakaleiðinni hafði hlánað mikið og var neðri hluti Kvíslárveituvegar og sprengisandsleiðar orðinn að vaðandi krapaelg og lítið spennandi að ferðast þarna núna.
Það þarf að frysta og snjóa duglega á svæðinu ef að það á að verða eitthvað gaman að keyra í Setrið næstu helgi.
Benni
26.01.2007 at 22:33 #577210Þetta er algerlega óskipulagt og hver fyrir sig kemur sér á staðinn – Reyndar er nú venjan að menn hópi sig saman hér á vefnum fyrir ferð.
En Hlynur – ætlar þú ekki að koma núna ?
Benni
26.01.2007 at 16:03 #577514Þetta er vandamál í öllum félagasamtökum sem stækka og ég hef orðið vitni að þessu áður. Ég er reyndar búinn að sjá þetta oft, enda er ég búinn að vera í stjórnum hjá vel á annan tug félaga og fyrirtækja undanfarin 15 – 20 ár.
Hvað er til ráða – oftast er það einmitt það sem Tryggvi bendir á, að fara að láta þjónustuna kosta og borga þeim sem vinna á einhvern annan hátt en að bjóða þeim út að borða einu sinn á ári.
Þetta kann vel að verða þróunin hjá 4×4 og reyndar er ég talsmaður þess að félagsgjöld verði hækkuð umtalsvert – þannig að þau dugi til að halda úti 1,5 – 2 stöðugildum hjá móðurfélagi (sem sinnir líka landsbygðinni í dag og væntanlega enn frekar ef fjölgar starfsmönnum)
Starfið innan klúbbsins hefur undanfarið verið borið uppi af fáum og hafa ákveðin gengi verið áberandi – á tímabili voru það rotturnar síðan voru það Sóðarnir og í dag eru Trúðarnir allstaðar… Þetta gengur ekki lengi svona.
Reyndar verð ég að segja að þegar við auglýstum eftir aðilum til að sjá um Þorrablótið þá átti ég von á einhverjum áhuga… En eftir viku var ekki svo mikið sem ein fyrirspurn um það hvað ætti að gera.
Þetta er svo sannarlega félagsmönnum til skammar og sýnir bara hversu miklir neytendur þeir eru —– Gamla máltækið er greinilega breytt í dag og flestir virðast hafa það að leiðarljósi að það sé "sælla að þiggja en gefa"…..
En þrátt fyrir þetta þá ætla ég að halda áfram að gefa klúbbnum og félagsmönnum mína vinnu – allavega fram í maí og það gera líka þeir aðilar sem eru að bera uppi starfið í dag… En með þessu áframhaldi þá verður efiðara og erfiðara að manna þessar ca 100 stöður sem þarf að manna á hverju vori hjá móðurfélagi og deildum.
Benni
26.01.2007 at 00:46 #577440Eins og kom fram hér að ofan verður líka farið að sækja bíl norður fyrir Nýjadal á laugardag og ég er í þeirri ferð – En ef þetta verður tómt vesen hjá ykkur þá get ég komið á sunnudag og reynt að draga.
Og svo svona fyrir Ofsa vin minn þá langar mig bara að minna hann á hver það var sem ruddi fyrir allar hinar dósirnar um síðustu helgi – Og með hverjum hann fékk far heim….. Það var allavega ekki Patoyero eða hvað þetta nú heitir
Benni
25.01.2007 at 16:40 #577180Það þorir greinilega enginn í þetta þannig að ég og Agnes erum búin að græja matinn og skráninguna.
Ætli endi svo ekki með því að ég verði að skutla matnum líka uppeftir þar sem að það finnast engir félagsmenn sem ÞORA því.
Benni
P.S.
Ef það eru einhverjar hetjur eftir þarna úti þá er hægt að senda póst á f4x4@f4x4.is. Annars fæ ég bara Trúðana með mér í lið til að klára þetta – enda hafa þeir séð um þetta undanfarin ár og virðist mér sem þar séu síðustu hetjurnar….
Benni
Trúður
-
AuthorReplies