Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
17.03.2007 at 22:35 #585020
Ég tek undir það með Skúla að það að SAMÚT hafi fengið fulltrúa í svæðisráð og áheyrnafulltrúa í aðalstjórn er mjög mikilvægur áfangi, þó svo að betra hefði verið að hafa atkvæðisrétt.
Nú þegar hefur verið samið um það innan SAMÚT að Ferðafélag Íslands fái þrjá af fjórum fulltrúum í svæðisráðum og líklegast að JÖRFI fái þann fjórða. Það verður því krafa okkar í 4×4 að fulltrúinn í aðalstjórn verð frá 4×4. Enda slíkt eðlilegt þar sem að umferð Jeppa um þjóðgarðin er gríðarlega mikil og hagsmunir okkar mjög miklir á svæðinu. Sérstaklega þar sem að ekki tókst að koma í veg fyrir möguleg akstursbönn á ákveðnum svæðum.
Vissulega er það þó kostur að það skildi takast að koma í veg fyir þá vitleysu að skilgreina ákveðnar akstursleiðir en í staðin eru þetta aksturssvæði. En því miður þá er ég nú ekki alveg jafn ánægðpur með þetta og Skúli því að ég lít á þetta sem möguleika á akstursbanni á stórum svæðum – en ekki á hinn veginn.
Þess vegna er alveg kristaltært að 4×4 verður að eiga fulltrúa inni í þessari stjórn til að gæta okkar hagsmuna – sem eru gríðarlegir.
En að öðru leiti en þessu þá held ég að þessi þjóðgarður sé hið besta mál og í raun mikil framför fyrir okkur sem viljum halda hálendinu okkar að sem mestu ósnortnu til að geta notið þess áfram.
Benni
17.03.2007 at 20:05 #584954Ég var að tala við Sæma. Hann var kominn langleiðina í Reykholt og hópurinn ekki langt fyrir aftan hann.
Þetta gekk misvel og var Sæmi á kafla að Ryðja púðri upp fyrir húdd – Þeir skildu einn bíl eftir en hann var á full litlum dekkjum fyrir þetta færi.
En í heildina var þetta flott ferð, þó svo að Sæma hafi þótt spottinn mikið á lofti…
En sem sagt allir komnir á malbik.
Benni
17.03.2007 at 15:39 #584948Ég var að heyra í Sæma áðan – þá var hann búinn að vera ð ryðja fyrir hópinn og var púður upp á stuðara á 46" Ford.
38" bílarnir áttu í mesta basli og var Sæmi í því að draga þá, að ekki sé minnst á 35" bíla sm voru víst fastir í 8 pundum og svo að sjálfsögðu öllu öðru líka.
En eitthvað var talað um að þetta væri að verða alvöru basl – opin húdd og skóflur á lofti og ég veit ekki hvað…..
Benni
P.S.
Íris, ef það hefur verið eitthvað Basl á Sæma á Ford þá hefur það bara verið af því að hann er á of litlum dekkjum…..
17.03.2007 at 00:44 #584900Elli …. Ekki láta mig hlaupa svona hratt út á innkeyrslu aftur ….
En bíllinn er þar og ég búinn með marga bauka líka þannig að hvorki ég né bíllinn erum að fara neitt..
Benni
16.03.2007 at 22:44 #584868HA… Hver á alvöru bíl í Heimsgum ? Eða koma einhverjur gestir með …….
16.03.2007 at 22:33 #584894Ég talaði við Heiðar í Jeppaþjónustunni. Hann var ásamt fríðum hópi Skagfirðinga í Setrinu í nótt. Þar var mikill snjór kominn g þungt færi, bæði norður fyrir Kerlingafjöll og eins um Sóleyjarhöfðann.
Þegar ég talaði við hann um kl 16 þá var hann kominn í 1400 m upp á Tungnaárjökul á leið á Grímsfjall. Alla leiðina frá Setrinu var 40 – 50 cm púður og þungt færi….
Maður situr bara heima eins og aumingi og drekkir sorgunum í öli…. Önnur helgin á árinu heima, skelfilegt
Benni
16.03.2007 at 21:28 #584746Þetta er að sjálfsögðu óþolandi þjónusta og ætti ekki að láta menn komast upp með svona bull.
En af því að menn kvarta yfir því að aðilum sé ekki hrósað. Þá hef ég farið með Fordinn upp í Kópson á Höfðanum – til Nafna míns þar…
Topp þjónusta, topp vinna og fínt verð… Þannig að það er alveg óhætt að mæla með þeim… (Það er ekki hver sem er sem tekur bíl eins og minn og bónar toppinn :-))
Benni
16.03.2007 at 14:42 #584692Ég held að menn verði nú aðeins að gæta að sér og spara stóru orðin hér, og það á jafnt við um háskólamenn og aðra.
Þegar lög um HA og reglugerð um RHA er lesin kemur berlega í ljós að RHA er sjálfstæð stofnun innan HA sem lítur stjórn sem skipuð er af deildum HA og háskólanefnd HA.
Tengsl RHA og HA eru því það mikil að það er að mínu mati svipað og að afneita eigin barni sem hefur gert illa í sig að Háskólamenn séu hér hver um annan þveran að afneita RHA.
En ég verð þó að snúa mér að efninu sem er þessi skýrsla. Ég er í flestu, ef ekki öllu, sammála Jóni um að þetta er illa unnið og hroðvirknislegt plagg sem er RHA til skammar og kastar um leið rýrð á þá ágætu stofnun sem rekur RHA, nefnilega Háskólann á Akureyri. Hvort þau orð sem hér hafa fallið eiga rétt á sér skal ég ekki dæma um – menn verða að eiga það við sjálfa sig.
Það er þó alveg klárt að ef ég væri stjórnandi hjá HA myndi ég fara vandlega ofaní sauman á þessu máli og kanna hvernig skýrsla sem er svona unnin, meira að segja full af mál- stafsetningarvillum auk staðreyndavilla fer frá stofnun skólans sem vill láta taka sig alvarlega.
En að lokum þá hvet ég ykkur alla til að reyna að vera málefnalegir í skrifum.
Benni
15.03.2007 at 13:34 #199926Þetta erindi barst stjórn:
_____________________________________ég er að reyna að sjá hvort að gamli bíll Rögga kokks gamalls meðlims sé enn í umferð. Það var Hvítur 2dyra 4runner með 5,9 L chervolet vél.. langar mikið að finna þennann bíl og verða uppi á eigandanum, veit ekki fasta nr-ið bara gamla og það er Q 3673, https://old.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=oldsite/460/2666 hérna er linkuur á mynd af bílnum.. ÉG er sonur Rögga og langar rosalega að hafa uppi á þessum bíl.. endilega ef þið getið hjálpað mér að hafa uppi á honum.. veit að pabbi myndi vilja sjá hann aftur..
Gylfi
____________________________________
13.03.2007 at 22:32 #584302Áður en við endurnýjuðum samning við Shell var það þannig að klúbburinn fékk 2 kr af hverjum lítra sem félagsmenn keyptu hjá Shell. Það er skemmst frá því að segja að áhuginn á því að styrkja klúbbinn á þennan hátt var það lítill að það varla þekktist að menn notuðu kortið til að eyrnamerkja 4×4 peninginn.
Benni
13.03.2007 at 21:16 #584418Talaðu við Þröst í Rottugenginu – hann er búinn að gera þetta með góðum árangri.
Benni
13.03.2007 at 13:03 #584284Einar – Í útópísku félagsstarfi þer sem þorri félagsmanna leggja sitt af mörkum þá gengur vel upp að byggja starfið á sjálfboðaliðum eingöngu. En því miður þá er nú raunin sú að virkir sjálfboðaliðar innan 4×4 eru af skornum skammti – og margir þeirra sem þó gefa kost á sér í nefndir og önnur störf, sitja síðan þar og taka að sér verkefni en vinna þau ekki…. Slíkt er meira hamlandi á starfinu heldur en skortur á sjálfboðaliðum.
Síðan er það einfaldlega þannig að eftir því sem samtökin stækka þá aukast kröfur félagsmanna um leið og að oft fækkar þeim sem vilja starfa – hugsanahátturinn breytist úr félagslegri hugsun yfir í stofnanahugsun.
Það kann vel að vera að auðvelt væri að skera niður til að mæta öðrum kostnaðarauka – en hvað á að fara, skálarnir, VHF kerfið, Húsnæðið í bænum, fækka félagsfundum, Loka heimasíðunni, hætta að gefa út Setrið, leggja niður klúbbinn ?? Hugmyndir óskast
Nafni – hvað er óskað oft eftir fólki til starfa af skálanefnd á sumrin ? Í fyrra gekk mjög illa að manna sumar vinnuferðir – þrátt fyrir fríja gistingu, frítt að éta og drekka… Sjálfboðaliðarnir voru allir uppteknir
Og varðandi afslætti þá veit ég vel að menn versla mis dýra hluti – En bara hlutir eins og ódýrari gisting í skálum klúbbsins og hjá ferðafélaginu, smá afsláttur af olíu, o.s.frv. er fljótt að skila sér.
Gummij – Þú verður að útskýra þetta betur fyrir mér… Ég veit vel að úrtakið er kannski ekki svo stórt, en miðað við aðsóknina hér að síðunni þá held ég að ansi stór hluti félagsmanna eigi kost á að svara – ef þeir ekki gera það þá er þeim væntanlega alveg sama um niðurstöðuna.
Trausti – Á aðalfundi Móðurfélagsins eru allir félagsmenn í klúbbnum kjörgengir, óháð því í hvaða deild þeir eru. Formaður er kosinn sérstaklega og er hans kjörtímabil eitt ár í senn.
Svo að lokum þá verða menn að reyna að skilja að það er mjög erfitt og tímafrekt að fá sjálfboðaliða til starfa, sérstaklega þegar áhuginn á því að láta eitthvað annað en röfl af hendi rakna er lítill – menn eru almennt mjög öflugir þyggjendur.
Ég og fleiri stjórnarmenn eru að leggja fram allt að 20 – 30 tíma vinnu í hverri viku. Þó svo að það gangi upp hjá mér er ekki þar með sagt að margir séu í þannig aðstöðu og því verður að fá hér fleiri starfsmenn ef menn vilja að starfið eflist enn frekar. Það er mitt mat að við séum kominn á endimörk þess sem að hægt er að leggja á fáa sjálfboðaliða.
Benni
13.03.2007 at 12:18 #584368Voðalega fer það í suma að bent sé á staðreyndir.
Það er um það bil fernt markvert sem kemur fram, og ég sagði, í greininni í mogganum:
1. Ég sagði að það væri alveg út í hött að rukka menn fyrir björgun og aðstoð.
2. Ég sagði að vanbúnir og óreyndir aðilar ættu ekki að fara af stað í aðstæðum eins og voru um helgina.
3. Ég sagði að innan raða jeppamanna væru mjög reyndir aðilar á bílum sem væru öflugri en flestir ef ekki allir björgunarsveitabílar og gætu vel tekist á við aðstæður eins og um helgina
4. Ég benti á að veðurspár væru SPÁR og hefðu ekki alltaf gengið eftir eins og í minni ferð um helgina. Og veðurfræðingarnir hamra alltaf á því sama – bara spár en ekki heilagur sannleikur.
Fyrstu tvö atriðin virðast menn ekkert hafa út á að setja – En hin tvö, sem þó eru bara upptalning á staðreyndum, virðast sumir ekki þola að sé talað um.
Er það þannig í þessu að maður verður að mýkja staðreyndir og fara í kringum hlutina eins og köttur í kringum heitan graut ? Að mínu mati skipta staðreyndir máli og það er ekkert að því að horfast í augu við þær.
Að lokum vil ég að það sé alveg á hreinu að ég er ekki að sýna neinum vanvirðingu og allra sýst björgunaraðilum. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir þeirra óeigingjarna starfi og hef meira að segja í tvígang þurft að leita eftir þeirra aðstoð á fjöllum. Í báðum tilfellum var ég ekki nógu vel búinn til að ráða við aðstæður og hef lært af því og búið mig betur. Ég get samt vel átt eftir að lenda aftur í aðstæðum sem ég ekki ræð við og þá þykir mér gott að vita af bæði góðum félögum og öflugum björgunaraðilum til að leita til – Og komi til þess þá met ég það eftir aðstæðum í hvorn ég hringi.
Benni
13.03.2007 at 10:05 #584356Það er nú þannig að ég var ekki á nokkurn hátt að gera lítið úr einum né neinum. Það sem ég hins vegar bennti á var að innan raða jeppamanna eru mjög vanir menn (oft líka björgunarsveitarmenn) og eru sumir hverjir á bílum sem eru mun öflugri en björgunarsveitarbílar – þessir aðilar hafa mikla reynslu til að takast á við nánast hvaða aðstæður sem er á fjöllum, og farartækin eru með þeim öflugri á landinu. (ATH Töfraorði hér eins og í greininni er "nánast", ekki allar)
Að bera saman jeppa og snjóbíl er álíka gáfulegt og að bera saman epli og appelsínu. Og auðvitað henta tæki misvel við mismunandi aðstæður.
Varðandi veðrið þá benti ég bara á það augljósa – þetta eru veðurSPÁR og ganga því miður ekki alltaf eftir, og reyndar þykir mér að í seinni tíð gangi þær sjaldnar eftir en hitt (án þess þó að ég hafi neina vísindalega mælingu) Og þessu til stuðnings benti ég á að á því svæði sem ég fór um um helgina var mun betra veður en spáð hafði verið, og þannig hefur það verið í flestum ferðum mínum í vetur (sem eru orðnar á þriðja tug).
Það kann vel að vera að einhverjir vilji túlka það sem kemur fram í greininni sem vanvirðingu gagnvart veðurfræðingum og/eða björgunarsveitarbílum… Það var ekki mín meining – Ég benti bara á staðreyndir.
Það er líka rétt hjá Árna að tækin gera ekki allt – þó svo að vissulega skipti þau máli. Það sem skiptir máli er að vera rétt útbúinn á allan hátt og þá á ég við að menn þurfi að sjálfsögðu að hafa öll nauðsynleg tæki og kunna á þau, fatnað við hæfi og til skiptana, hefðbundin sjúkragögn, verkfæri og varahluti, svefnpoka og tjald… o.s.frv. Að sjálfsögðu geta menn aldrei verið við öllu búnir, en það getur verið töluverður munur á milli útbúnaðar hjá mönnum. Síðast en ekki síst þurfa menn að hafa reynslu ! og það er það sem fjölmargir jeppamenn hafa mikið af og því eru þeir í stakk búnir til að takast á við flestar aðstæður sem upp koma (ATH flestar!! Ekki allar og því eru björgunaraðilar jafnmikilvægir og raun ber vitni).
En útgangspunkturinn í þessu hjá mér átti að vera að sumir aðilar eru það reyndir og vel útbúnir að þeir geta vel haldið á fjöll í brjáluðu veðri – á sama hátt og björgunarsveitir eru að gera. En hins vegar eiga þeir sem ekki eru jafn reyndir eða vel útbúnir minna erindi í veður eins og var á Langjökli um helgina. Og auðvitað geta allir lent í aðstæðum sem þeir ekki ráða við, reyndir jafnt sem óreyndir og björgunaraðilar líka.
Benni
13.03.2007 at 00:57 #584242Goggi … Það þýðir lítið að bera sig saman við þessa 250 bíla… Ég hélt að þú vissir að þá vantar 100 uppá að verða fullorðnir…..
BM
12.03.2007 at 22:43 #584258Nafni – það verða laus tvö sæti í stjórn í maí, og ætli sé þá ekki rétt að ég hypji mig líka fyrst þessi stjórn vinnur ekki eins og stjórn og kann þetta greinilega ekki.
Og ekki afsaka þig með staðsetningu – fjarfundabúnaður er ódýr og einfaldur í notkun…. VIð hljótum allavega að geta fjármagnað svoleiðis búnað með því að virkja félagsmenn – sem eru samt á móti því að virkja, bæði sjálfa sig og annað….
Benni – nett pirraður núna….
12.03.2007 at 22:36 #584086Varðandi kostnað við björgun þá væri það algerlega út í hött að fara að láta menn borga kostnað eða hluta af honum. Eins fékk ég símtal í dag frá blaðamanni sem spurði mig hvort ekki væri réttast að sekta þessa aðila sem var leitað að um helgina… Þvílíkt bull
En varðandi kostnað sem fellur á ríkið þá tala menn um kostnað vegna þyrlna. Þegar við fengum heimboð til LHG fyrir nokkrum árum þá var okkur sagt að þyrlusveitin fengi peninga fyrir ákveðið mörgum flugtímum á ári óháð útköllum. Og okkur var líka sagt að þeir notuðu alla sýna tíma – ef það væri ekki útkall þá færu þeir í sendiferðir eða almennar æfingar. Þannig er enginn aukakostnaður fyrir ríkið þó svo að allar þyrlurnar fari á loft og leiti – það er þegar búið að borga flugtímann…
Þess vegna hvöttu þeir hjá gæslunni okkur til að kalla út þyrluna ef við teldum minnstu þörf á – allavega láta kostnaðinn ekki stoppa okkur.
Hins vegar veit ég nokkur dæmi þess að menn hafi verið í vanda staddir en ekki hringt í 112 til að forðast fjölmiðlasirkusinn og fordómana sem virðast fylgja því að hringja eftir aðstoð. Röflið og bullið í kringum þetta er orðið það mikið að ég er algerlega klár á því að ef að ég lendi í þannig aðstöðu að þurfa á aðstoð að halda þá hringi ég frekar í félagana heldur en 112, allavega ef að ekki er um slys á fólki að ræða, enda eru félagarnir margir hverjir á mun öflugri bílum en björgunarsveitirnar eiga og reyndari í að nota þá.
Ég tek þó fram að með þessu er ég ekki að setja út á björgunarsveitirnar og þeirra starf – enda það á heimsmælikvarða og verður þessum mögnuðu sjálfboðaliðum seint þakkað fyllilega fyrir sitt framlag. Það er fjölmiðlasirkusinn og röflið í sófariddurunum sem er að skemma fyrir.
Benni
12.03.2007 at 13:47 #199901Vill vekja athygli á nýrri könnun sem ég var að setja inn um félagsgjöld í 4×4.
Það liggur fyrir að við þurfum að hækka gjöldin talsvert á næsta aðalfundi til að mæta auknum kostnaði við rekstur klúbbsins, eins og t.d. af VHF kerfinu.
Eins er það þannig að gríðarlega mörg hagsmunamál eru uppi á hverjum tíma og má nefna núna málefni eins og Vatnajökulsþjóðgarð, Kjalveg, ýmis tæknimál, tryggingar, fjarskiptin o.m.fl.
Í öllum þessum málum þarf að vera að vinna og því miður er það þannig að 50% starfsmaður, fimm manna stjórn og mis virkar nefndir eru ekki að ráða við þetta í sjálfboðavinnu.
Þess vegna er það mín skoðum að klúbburinn þurfi að ráða framkvæmdastjóra í 100 % starf og annan starfsmann með í 100 %. Klúbburinn þarf tvö stöðugildi til að geta staðið undir öllu því sem vinna þarf.
Þess vegna er þessi könnun komin fram – til þess að fá að vita hug ykkar til þess hversu há félagsgjöldin meiga vera.
Þess má svo að lokum geta að afslættir sem félagsmenn fá hjá Shell, Bílanaust, Frumherja o.fl borga félagsgjaldið upp hjá flestum á mjög stuttum tíma – Það tók mig eina ferð í Bílanaust að fá félagsgjaldið endurgreitt í formi afslátta.
Benni
12.03.2007 at 13:40 #584114Sælir
Þetta er verkefni sem þarf að fara í – þ.e. að fá nákvæmlega upp frá Símanum hvað virkar og hvað ekki.
Nú um helgina varð ég var við að NMT síminn minn datt út á Mosfellsheiðinni (veginum) og var úti í töluverðan tíma þar sem hann hefur alltaf virkað áður. Ég var reyndar að halda að þetta eldingavesen um helgina hefði kannski skemmt eitthvað á Skálafelli
Benni
12.03.2007 at 13:15 #583696Ferðin heppnaðist í alla staði frábærlega og voru gestir okkar í sjöunda himni eftir ferðina.
Við fengum í raun sýnishorn af flestu því sem getur komið upp í hefðbundnum jeppaferðum, gott færi og afleitt færi, frábært veður og skygni og svo algera andstæðu þar sem ekið var eftir tækjum. Upp komu minniháttar bilanir og aðrar óvæntar uppákomur…. Og svo var að sjálfsögðu stórkostleg máltíð framreidd af Agnesi og hennar aðstoðarkokkum…. Sem sagt frábær ferð.
Hvað alla þá sem boðið var varðar þá voru menn ýmist uppteknir eða veikir. En flestir voru þó harðir á því að reyna að komast í næstu ferð. Og þessar tvær ferðir sem þegar hafa verið farnar eru það vel heppnaðar, þrátt fyrir misjafna mætingu, að það er öruggt að þetta verður að verða að árvissum atburði.
Benni
-
AuthorReplies