Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
28.03.2007 at 20:35 #586442
Jú mér skilst að þessar vélar hafi verið eitthvað að stríða og þá einmitt vélar sem eru eldri en 2004.
Mér hefur hins vegar ekki gengið neitt sérstaklega vel að fá upp úr mönnum hvað það er sem á að vera gallað. Einhverjir tala um hedd, aðrir um heddpakkningar.
Það eina sem ég hef fengið staðfest er að Túrbínur í þeim eiga það til að festast ef þær eru lítið notaðar.
Ég þekki til á annars tug bíla sem eru með þessar vélar.Flestir eru þeir annað hvort mikið breyttir eða eru í vinnu við að draga þungar kerrur. Ég veit ekki til þess að það hafi verið neinar vélarbilanir í þessum bílum.
Reyndar man ég núna eftir vandamálum með intercoolerrör og hosur, sérstaklega í bílum sem búið er að setja kubba í. Ég sprengdi sjálfur nokkrar. Lausnin hjá mér fólst í Banks intercooler En það eru líka til rör frá Ford úr járni sem ættu að leysa vandann.
Síðan kom fram lítilsháttar olíusmit frá öndun á ventlaloki hjá mér…
Þetta er allt sem ég man eftir.
Benni
28.03.2007 at 13:47 #586426Á ég að bjóða þér í bíltúr…..
Benni
28.03.2007 at 13:36 #586420Stefanía er flott myndaskáld…. Og sem slík hefur hún skáldaleyfi…. Rosalega er hægt að gera margt með myndavél, hugbúnaði og hugmyndaflugi…
Benni
P.S.
Sæmi – Ja, ég ætlaði á fjöll… En svo kom upp smá bilun… Ekki í Ford, heldur mér…
28.03.2007 at 12:22 #586408Stefanía…
Þetta eintak sem þú sýnir mynd af er á of litlum dekkjum… Það hefur legið fyrir lengi.
BM
28.03.2007 at 11:43 #586384Nýr, nýlegur eða gamall bíll….. Það bara skiptir engu máli, það er alltaf hægt að bæta við, betrumbæta eða breyta.
Ég er búinn að gera þetta við tvo Pajeró bíla og svo Ford… Og listinn er Laaaangur.
Og Fordinn…. hann er hvergi nærri búinn…
Benni
28.03.2007 at 11:40 #586404Sko Teddi er búinn að selja þennan cruser og er bara að klára hann fyrir afhendingu…
Hann ku víst hafa fengið greitt í upphækkunarsetti, milligír, læsingum og 49" dekkjum…. Undir Ford
Enda vitið þið hvernig það er – þegar maður er búinn að forsmekkinn af því hvernig er að vera á toppnum – þá er erfitt að sætta sig við að klífa bara upp í miðjar hlíðar….
Benni
28.03.2007 at 11:35 #586308Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að það sé beint samhengi á milli hraðaksturs og greindarvísitölu.
Þeir sem eru með greindarvísitölu undir 100 þurfa að bæta sér það upp með því að vera yfir hundrað á öðrum sviðum.
Ég gerði mér bara ekki grein fyrir að það væru svona margir sem hér skrifa í þessum tölum þ.e. +-100
En það skýrir svo sem margt annað sem maður hefur orðið vitni að hjá þessum einstaklingum hér á vefnum og annarstaðar.
Benni
27.03.2007 at 20:05 #5862105,13 hjá mér – og reyndar flestum hinum Fordunum líka. Ekkert mál að brjóta þetta ef maður vill og reyndar treysti ég mér til að brjóta 4,88 líka…
Dana 60 er einfaldlega í veikari kantinum fyrir þessi hjól – spurning um eitthvað öflugra. Eða setja 10,25" köggul að framan…
Benni
25.03.2007 at 15:58 #586076Ég er líka að lenda í þessu…
En ég veit að strákarnir í vefnefndinni vita af þessu og hafa eitthvað verið sð skoða málið….
Benni
25.03.2007 at 15:54 #585836Þetta er flott… Svona eru mengunarvarnir í hnotskurn.
En þetta er annars kostulegt að þurfa að eyða eldsneyti í að brenna upp sótagnir í útblæstri – eru mengunarvarnirnar ekki að verða komnar í hring…
Annars hlítur þetta að vera forrit frá Microsoft sem stillir brunann – allavega er þetta víst tölvubilun sem veldur…
En svona afterburner system er cool – mig langar í svona á Fordinn minn
Benni
25.03.2007 at 00:40 #585674Tómur fæ ég ca 1,55….
En ég þekki ekki af eigin raun mun á radial og diagonal dekkjum af sömu stærð… Þess vegna var ég að velta þessu fyrir mér og var að spá í hvort það væri einhver vísindaleg skýring á þessu.
En þetta með stuðulinn 2 – þá segi ég bara ekkert annað en … Gott svar…
Benni
24.03.2007 at 23:28 #585668Þessi tafla er ansi skemmtileg til samanburðar á dekkjastærðum og þyngdum.
Það sem kom mér þó á óvart miðað við umræðuna var að ég fæ stuðulinn 1,85 m.v.4500 kg á 49" og 2000 kg bíll á 38" mudder er með stuðulinn 1,93..
sem sagt að skv þessari töflu á ég að vera með betri floteiginleika í vatni.
En þó þetta sé skemmtilegt til samanburðar þá held ég að þetta segi lítið um getu bíla í snjó.
Eins þætti mér gaman að fá nánari útskýringar, ef til eru, á tveimur fullyrðingum:
Diagonaldekk henta ver til snjóaksturs en radial.
Bíll með stuðul yfir 2 hentar illa til snjóaksturs (flestir algengustu 38" bílarnir fá um 2,5)
En gaman að fá að skoða þetta. Ég gerði einhverntíman einhverja svona útreikninga – ég held að það hafi verið þegar ég var að reyna að sannfæra sjálfan mig um að 38" væri nóg… En ég fann ekki þá útreikninga núna – enda er ég síðan þá búinn að komast að því að það eru svo margir faktorar sem ekki er hægt að taka á vitrænan hátt inn í útreikning á drifgetu og floti í snjó, Það eina sem virkar er reynslan…
Benni
24.03.2007 at 23:11 #585952Þetta hlýtur að eiga vera kennslumyndband í því hvernig á ekki að gera þetta…..
Ég hef sett dekk frá 35" og upp í 44" á felgu með fini dælu – vandræðalaust og án þess að leggja mig og aðra nærstadda í stórhættu. (38" á 13, 14 og 15" felgu og 44" á 16" og 18")
Og svo sé ég ekki betur en að þarna séu menn að gera þetta inni í anddyri á Grímsfjalli – og í búningum frá Slysavarnafélagi – það var lítið um slysavarnir í þessari aðgerð……
Ég vona að menn fari að hætta að nota svona úreltar og hættulegar aðferðir við þetta og beyti smá skynsemi…
En þetta er flott ef menn eru mikið fyrir showið…
Benni
24.03.2007 at 20:34 #585662.
24.03.2007 at 20:33 #585660Sértrúarsöfnuður – já kannski bara, en það eru slíkir hópar til hvað allar bíltegundir varðar.. Hlynur er til dæmis æðsti prestur í Patrol söfnuðnum. Svo eru til ofsatrúarhópar eins og Léttapiltarnir á jeep dósunum…
En annars þá er taflan hjá Gunnari ekki óvitlaus framanaf en þó þykir mér hann gera lítið úr floteiginleikum stærri hjólana.
Þessi tafla hefur verið notuð um árabil hjá Útivist og sambærileg hjá 4×4 með góðum árangri:
[url=http://www.utivist.is/utivist/ferdaaaetlun/vidmidunartafla/:3izz1gtr][b:3izz1gtr]Tafla[/b:3izz1gtr][/url:3izz1gtr][img:3izz1gtr]http://www.utivist.is/utivist/upload/images/templates/vidmidunartafla-jeppar.gif[/img:3izz1gtr]
24.03.2007 at 15:09 #585822Banks kit (Big hoss bundle) fyrir 6,0 l Powerstroke kostar með öllu 350.000
Það er með ísetningu hjá GK viðgerðum í Mosó.
Og þetta bara virkar og það alveg rosalega…..
Var áður með Superchip tunetölvu sem kom líka vel út en þar vantaði alla aukafídusana.
Banks dótið kemur með nýjum intercooler, öllum intercooler rörum sveruðum upp í 3", púst í 4" frá turbínu. Tunetalva og Palm talva til að stýra.
Kunningi minn er með tunekit frá Edge í 7,3 bíl og virkar flott.
Kjartan og Hákon í GK í moso eru svo báðir með Banks við sínar 7,3 vélar – held ég.
Benni
P.S.
Ford F350 er sex manna bíll og með húsi eða loki á pall þá rúmar hann allan normal farangur. Með sex manns er hann þokkalega rúmur þó svo að hann jafnist ekki á við Excursion.
24.03.2007 at 14:23 #585812Exursion er ekki lengur framleiddur. Ég bölvaði mikið þegar ég komst að því því að ég ætlaði að taka svoleiðis bíl með 6,4 l vélinni og setja á 49"….
Varðandi F350 þá er þetta að standa sig alveg eins og við var búist og jafnvel enn betur… Ég nenni þó ekki að fara nánar út í þá sálma því að þá rísa hér upp á afturlappirnar þeir sem trúa því að létt og kraftmikið sé það eina sem virkar….
En varðandi bilanir þá eru þær allar tengdar framhásingu og stýrisendum. Enda skipti ég út stýrisendum strax, enda orginal dótið ekki nógu gott. Spindlar eru daprir og verður að skipta orginal út strax fyrir smyrjanlega spindla frá Ljónsstöðum. Það sama á við um krossa – en skv. einhverri andsk. evrópusambandsreglugerðinni þá er allt orðið ósmyrjanlegt í dag. Koppafeitin mengar víst svo mikið.
Framhjólalegur eru sambyggðar í dana60 eftir 2004 og því þarf að breyta því yfir í gamla systemið og það er til bolt on hlutir frá Dynatrac til þess. Við það lengist líka ytri öxullinn og það ætti að auka styrkinn.En heilt yfir þá er þetta nokkuð bilanalítið það sem af er og ég er mjög sáttur – aflið er hins vegar mikið og dekkin stór og með miklu gripi og því þarf að læra að slá af til að brjóta ekki og bramla framhásinguna. En svo ef það brotnar þá er þetta ódýrt í þetta Dana dót.
Benni
20.03.2007 at 11:47 #493112Þetta er nokkuð rétt hjá Sigga. Nema að afslátturinn er 10 kr frá listaverði ef þú dælir sjálfur en 8 kr frá listaverði ef þú lætur dæla fyrir þig.
Afslátturinn er svo misjafn eftir því hvaða lítraverð er í boði á viðkomandi stöð.
Verðlistaverðið í dag er
119,80 fyrir 95 oktan bensín
119,70 fyrir DiselFélagsmenn eiga að fá 10 kr afslátt frá þessu verði ef þeir dæla sjálfir og 8 kr ef um fulla þjónustu er að ræða.
Dæmi:
Disel á Selekt við vesturlandsveg er í dag á 114.70 í sjálfsafgreiðslu og því væri afslátturinn 5 kr á líter frá því verði – eða 600 kr af 120 lítrum.
Ef hins vegar keypt er sama magn í Skógarhlíð þá er afslátturinn 60 kr – það er vegna þess að þar kostar líterinn 110,20
Fari menn síðan upp í Úthlíð í Biskupstungum og kaupi þar 120 lítra væri afslátturinn 960 kr þar sem að líterinn kostar 117,70 þar
En á öllum stöðunum ættu menn að greiða 13.164 fyrir 120 lítra.
Benni
20.03.2007 at 11:47 #488062Þetta er nokkuð rétt hjá Sigga. Nema að afslátturinn er 10 kr frá listaverði ef þú dælir sjálfur en 8 kr frá listaverði ef þú lætur dæla fyrir þig.
Afslátturinn er svo misjafn eftir því hvaða lítraverð er í boði á viðkomandi stöð.
Verðlistaverðið í dag er
119,80 fyrir 95 oktan bensín
119,70 fyrir DiselFélagsmenn eiga að fá 10 kr afslátt frá þessu verði ef þeir dæla sjálfir og 8 kr ef um fulla þjónustu er að ræða.
Dæmi:
Disel á Selekt við vesturlandsveg er í dag á 114.70 í sjálfsafgreiðslu og því væri afslátturinn 5 kr á líter frá því verði – eða 600 kr af 120 lítrum.
Ef hins vegar keypt er sama magn í Skógarhlíð þá er afslátturinn 60 kr – það er vegna þess að þar kostar líterinn 110,20
Fari menn síðan upp í Úthlíð í Biskupstungum og kaupi þar 120 lítra væri afslátturinn 960 kr þar sem að líterinn kostar 117,70 þar
En á öllum stöðunum ættu menn að greiða 13.164 fyrir 120 lítra.
Benni
19.03.2007 at 20:42 #199959Eftirfarandi Bréf sendi ég á alla helstu fjölmiðla í dag:
_________________________________________
Ágæti fréttamaður,
Helgina 10. – 11. mars gekk slæmt veður yfir landið lentu nokkrir útivistarmenn í hremmingum þá helgi þannig að björgunarsveitir þurftu að aðstoða þá. Um var að ræða hóp vélsleðamanna við Skjaldbreið og síðan hóp jeppamanna á Langjökli, síðar hefur komið í ljós að þessir jeppamenn óskuðu ekki eftir aðstoð heldur var þar um aðstandanda að ræða sem ekki náði sambandi við mennina.
Í kjölfarið á þessum atburðum var mikið fjallað um þetta í fjölmiðlum og var umfjöllunin að flestu leiti á þá leið að þarna hefðu verið á ferðinni óvitar sem önuðu af stað í slæmri veðurspá og illa búnir í þokkabót. Og eina af þeim umræðum sem kom upp var að réttast væri að sekta þetta fólk sem fór svona óvarlega og var mikið fjallað um þann gríðarlega kostnað sem björgunarsveitir urðu fyrir og jafnvel talað um milljónatjón á tækjum þeirra.
Nú í gær skall svo aftur á vitlaust veður á hálendinu, og var reyndar búið að spá því líka. Nú bregður hins vegar þannig við að almennir vegfarendur á þjóðvegi 1 og víðar lenda í hremmingum og þurfa á aðstoð björgunarsveita að halda. Ég beið því nokkuð spenntur eftir því að heyra umfjöllun fjölmiðla um þessa atburði í dag. En þar er ekki minnst einu orði á það að fólk sé að halda vanbúið upp á fjallvegi þrátt fyrir vondar veðurspár, það er ekki heldur fjallað um að það hafi verið byrjað að vara við slæmri færð og skyggni snemma dags í gær en fólk hélt eftir sem áður af stað á illa búnum farartækjum. Og síðast en ekki síst, það er ekkert fjallað um að það eigi að sekta þetta fólk fyrir að fara vanbúið af stað í slæmri veðurspá og þrátt fyrir viðvaranir. Og það er ekkert talað um kostnað björgunarsveita í þetta skiptið.
Reyndar er þetta líka á þennan vegin þegar björgunarsveitir þeytast um borgina í fyrstu haustlægðunum og negla þök, týna saman garðhúsgögn og binda niður trampolín. Þá er ekkert rætt um að sekta skussana sem ekki gættu að sér og sínum hlutum – og þá er ekki heldur fjallað um kostnað sem af þessu hlýst fyrir björgunarsveitir.
Það sem ég er að reyna að benda á með þessu er að umfjöllun fjölmiðla um það þegar útivistarfólk á í vanda eru oft uppfullar af, að því er virðist fordómum í garð þeirra er kjósa að ferðast um hálendið að vetri. Þessi fréttaflutningur hefur nú þegar orðið til þess að fólk veigrar sér við að hringja í björgunaraðila þegar á þarf að halda til að forðast fjölmiðlasirkusinn sem því fylgir – ég þekki nokkur dæmi um slíkt nú þegar og það er ljóst að fréttaflutningur síðustu vikuna er ekki til að bæta ástandið.
Að lokum vil ég svo geta þess að um síðustu helgi veit ég um hátt í 100 jeppa sem voru á fjöllum, og áræðanlega hafa þeir verið fleiri. Eins sá ég til vel á fimmta tug vélsleða á Gjabakkavegi og í kringum Skjaldbreið í gær (sunnudag). Þetta var á sama tíma og allt var lokað á Hellisheiði.
Í gær var ekki leitað að neinum Útivistarmanni né þurfti að aðstoða þá á nokkurn hátt. Svona er þetta um nánast allar helgar ársins, þrátt fyrir að oft séu þúsundir á fjöllum, og því verður að telja útivistarfólk á Íslandi nokkuð vel búið og að það kunni sitt fag fyrst ekki þarf að kalla eftir aðstoð oftar en raun ber vitni.
Kveðja,
_____
Benedikt Magnússon
Formaður Ferðaklúbbsins 4×4
-
AuthorReplies