Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
28.04.2007 at 19:04 #589190
Fundarboð var afhent til dreifingaraðila á fimmtudag og telst því komið í dreifingu sjö dögum fyrir aðalfund – en venja er að póststimpill gildi sem sönnun fyrir því hvenær fundarboð var sent út.
En í 3.gr. laga stendur :
"Fundurinn skal boðaður félagsmönnum skriflega með minnst sjö daga fyrirvara og
með auglýsingum í blöðum."Þar er ekki kveðið sérstaklega á um að fundarboð skuli hafa borist félagsmönnum sjö dögum fyrir fund.
Benni
26.04.2007 at 18:01 #589030Þarna hitti Maggni naglann á höfuðið … Það er einmitt þetta:
"Aðalatriðið er að samstarfshæf stjórn náist, sem getur haldið; öflugri hagsmunabáráttu, góðum heildarsamtökum saman, kostnaði innan skikkanlegra marka, (svo ekki fari fyrir okkur eins og ríkisútgjöldunum) og er góður málsvari fyrir okkur"
Og svo vantar að bæta við að viðkomandi hafi tíma til að sinna starfinu. En venjulegur stjórnarmaður verður að reikna með að hafa a.m.k. 10 klukkustundir á viku aflögu fyrir klúbbinn og geta eytt a.m.k. einni helgi á mánuði í hann. Svo eru til aðrir stjórnarmenn sem taka Ofsalega á í starfinu og tvö, eða þrefalda þetta vinnuframlag. Formaður þarf svo að reikna með a.m.k. tvöföldu á við venjulegan stjórnarmann eins og er í flestum stjórnum.
Hins vegar er ég ekki sammála því að menn eigi ekki að kynna sig og segja hvað þeir standi fyrir og hvað þeim langar til að gera.
Ég þekki ekki allt þetta fólk:
Val þekki ég mjög vel og hef þekkt lengi og veit því nákvæmlega hvaða kosti hann hefur að bera fyrir stjórnina.
Barböru þekki ég lítilega og veit að hún hefur unnið vel fyrir klúbbinn í vetur.
Nóna þekki ég líka bærilega og veit að þar fer mjög öflugur jeppamaður sem hefur verið lengi í jeppamennsku og ferðast nánast á alla bletti á landinu.
Tryggva þekki ég lítið og hef hitt nokkrum fundum og farið í eina ferð – hann hefur hins vegar sett flotta kynningu á netið sem gefur mér fína mynd af honum.
En margir vita ekki einu sinni hvaða fólk þetta er og því er nauðsynlegt að fá smá kynningu – það finnst mér allavega.
Benni
26.04.2007 at 17:35 #589462Við erum soddan templarar sem erum í stjórninni að við vorum bara að hugsa um að bjóða upp á súpu og brauð í hádeginu…
En það er spurning hvað skemmtinefndin segir…. við sendum þessa hugmynd bara austur fyrir fjall, með viðkomu í Grafarholtinu…
Benni
26.04.2007 at 11:06 #589022Mikið væri nú gaman ef menn annaðhvort færðu rök fyrir ásökunum eins og þeim sem Marteinn setur hér fram eða létu það annars vera.
Það er að mínu mati ómerkilegt að skella fram rakalausum ásökunum um mál sem þeir vita jafnvel – og greinilega – ekkert um.
Benni
26.04.2007 at 09:11 #589018Bara til að það sé á hreinu þá eru varamenn kosnir sérstaklega – sjá 5. gr laga klúbbsins:
5. grein.
Stjórn félagsins skal skipuð fimm mönnum, formanni, ritara, gjaldkera, og tveim
meðstjórnendum. Ár hvert skal formaður kosinn sérstaklega til eins árs. Auk þess
skulu kosnir tveir meðstjórnendur til tveggja ára. Kjósa skal einn varamann fyrir
hverja tvo meðstjórnendur sem kosnir eru á sama aðalfundi. Kosningar skulu vera
skriflegar sé þess óskað. Meðstjórnendur verða þeir tveir sem flest atkvæði hljóta.
[b:3ogvnevk]Varamaður er kosinn sérstaklega.[/b:3ogvnevk]
Forfallist formaður skal ritari taka sæti hans, en að öðru leiti skiptir stjórnin með sér
verkum. Formaður getur boðað varamenn á stjórnarfundi, þegar þess er talin þörf.
______________________________________Að þessu sinni þarf að kjósa tvo varamenn þar sem að báðir varamenn í stjórn sögðu af sér á þessu tímabili. Því verður annar varamaðurinn kosinn til eins árs en hinn til tveggja. Agnes gefur kost á sér til eins árs en Theodór til tveggja.
Benni
25.04.2007 at 15:03 #589336Sæmi, 49" dekkin eru helst til lítil – ég hef þurft að hjakka tvisvar eða þrisvar..
Að maður tali nú ekki um litlu 46"… Þannig þetta gæti verið málið
Benni
25.04.2007 at 10:13 #589356Ég er reyndar sammála ykkur með Norðlingaöldu – ég hélt að það hefði verið komið úr umræðu og ég tók bara ekki eftir henni þarna.
Hins vegar eru margir af þessum kostum þegar komnir vel af stað. Sbr. Þeystareyki, Kröflu, Hellisheiði o.s.frv. Og það er það sem ég er hlyntur – að klára það sem byrjað er á en láta annað vera líkt og Skaftá o.fl.
Þannig er ég mjög ánægður með þetta á þeim forsendum að þarna eru menn að setja rauðan punkt á staði sem aldrei verður hróflað við – en líkt og Skúli þá myndi ég vilja hafa rauðu punktana aðeins fleiri.
Benni
24.04.2007 at 23:50 #200190Hvað finnst mönnum um þetta – Er þetta eitthvað sem menn geta sæst á í virkjanamálaum ?
Mér líst nokkuð vel á þetta – nema að ég er ekki hlyntur neinum virkjunum í Skaftá.
24.04.2007 at 21:29 #589006Í núverandi lögum er ekkert fjallað um réttindi og skyldur aukafélaga. Hins vegar hafa aukafélagar tekið þátt í kosningum´hingað til líkt og um aðalfélaga væri að ræða og einnig hafa aukafélagar setið í stjórn og nefndum klúbbsins. Reyndar situr einn aukafélagi í stjórn núna.
Þannig tel ég að það sé komin hefð á að aukafélagar hafi sömu réttindi og aðalfélagar.
Hins vegar liggur fyrir lagabreytingartillaga sem tekur á þessum þætti.
Benni
24.04.2007 at 21:25 #589316Þetta er glæsilegt dekk og mig langar að prófa….
En ég er sammála með að þá myndi maður vilja styrkja framhásinguna á Fordinum því að ég er þegar búinn að brjóta slatta á 49".
En það má lengi styrkja.
En hvað með þetta munstur – hefur einhver prófað að keyra á þessu Bogger munstri, er ekki skelfilegt að keyra þetta á malbiki ? Og hvernig virkar þetta í snjó ?
En eins og eru þessi dekk bara til fyrir 20" felgu en eru væntanleg fyrir 17" – ég myndi ekki vilja þetta nema fyrir 17" felgu.
Svo viktar hvert dekk ekki nema 95 kg !
En nú er bara að skora á Ása að flytja inn ein gang þegar þetta er komið fyrir 17 " – og sv er bara að klippa smá úr Ford og prófa.
BEnni
24.04.2007 at 21:17 #589268Þar sem ekki fékkst næg þátttaka þá verður ratleikurinn felldur niður.
Hver veit nema að við reynum aftur seinna í vor eða næsta vetur.
Annars sýnist manni að jeppamenn séu ekki nógu ævintýragjarnir – eða kannski bara hræddir við óvissuna.
Því að í fyrra þegar farin var óvissuferð var líka léleg þátttaka og núna er það sama uppi á teningnum – menn eru greinilega ekki tilbúnir að ana úr í óvissuna. Ekki hefur það verið veðrið sem fældi frá – Siggi stormur að spá flottu um helgina….
En kannski hafa menn bara verið hræddir um að það kæmi í ljós að þeir rötuðu ekkert, kynnu ekki á gps og þekktu ekki örnefni….
En hver sem ástæðan er þá var þátttaka of lítil til að það tæki því að fara af stað í þá miklu vinnu sem þurfti til að undirbúa þetta og því fór sem fór.
Benni
24.04.2007 at 15:08 #589002AÐALFUNDUR FERÐAKLÚBBSINS 4X4
Verður haldinn laugardaginn 5 maí kl 11.00
Í Húnabúð, Skeifunni 11 – Hjá Fönn
Benni
24.04.2007 at 01:13 #588990Tek undir þetta Maggi
X-Stef…..
23.04.2007 at 23:56 #588976Ég vil bara taka það fram að stjórn skiptir sjálf með sér verkum á fyrsta fundi og það er enginn sem býður sig fram í önnur embætti en Formann klúbbsins. Það er því algerlega ótímabært og óraunhæft að frambjóðendur eða einstakir stuðningsmenn séu að skipta verkum stjórnar fyrir fyrsta fund hennar.
Látum kjósa í stjórn áður en verkum er skipt….
Benni
X-….. Ja, það er nú það. En B kemur sterkt inn.
P.S.
Ég mun ekki birta neinar framboðsræður né opna raunverulegar eða sýndarverulegar kosningaskrifstofur – ég geri bara eins og félagar mínir á öðrum vetvangi og segi :
[b:1o4n0800]"Árangur áfram – Ekkert Stopp"[/b:1o4n0800]
23.04.2007 at 15:22 #200175Um síðastliðna helgi var haldin flott sýning í Fífunni og þar var ferðaklúbburinn 4×4 með bás og kynnti starfið.
Básinn var reglulega flottur og eins voru þrír jeppar fyrir utan sem gáfu skemmtilega mynd af þeirri fjölbreitini bíla sem eiga heima innan 4×4.
Þeir sem þarna stóðu vaktina alla helgina unnu frábært starf fyrir klúbbinn – þetta voru:
Agnes
Barbara
Halli (Dittó) og Gunna Magga
Jóhannes (JÞJ)
Kiddi í litlunefnd
Maggi (magnum)
Magnús Birgisson (35″ willys)
Óskar Erlings
Stebbi Trúður
Þóra og LenaKærar þakkir fyrir frábæra helgi – Framlag eins og ykkar er ómetanlegt fyrir klúbbinn.
Benni
23.04.2007 at 14:24 #589222Maggi – þú færð það sem þú borgar fyrir í þessu tilviki sem og flestum öðrum – ég mæli með Warn enda topp spil sem ég hef ekki séð klikka enþá.
Hins vegar ertu kominn með Warn 9,5 ti til landsins fyrir rétt rúmar 100 þ.kr. ef þú flytur þetta inn sjálfur.
Benni
23.04.2007 at 13:14 #588618Já það er þetta með veðrið…
En eins og Einar bendir á þá er hægt að fara víða án þess að hætta sé á náttúruskemmdum – jafnvel í bleytu líka.
Og hver sagði að við ætluðum upp á hálendið ?
Benni
23.04.2007 at 01:07 #588610Síðasti séns til að skrá sig í Ratleikinn er á þriðjudaginn kl 20:00. Lágmark er að fimm hópar séu skráðir til að af ferðinni verði og því vantar nú tvo hópa.
Verðið er 6.000 kr á mann og innifalið í því er gisting í tvær nætur, einn morgunverður og einn kvöldverður.
Skráning á f4x4@f4x4.is
Fyrsta Vísbending hefur þegar verið birt hér á vefnum – næsta verður sett á vefinn annað kvöld.
Nefndin
23.04.2007 at 00:37 #589184Mæting á aðalfundi hefur síðustu ár verið það lítil að fundargestir hefðu rúmast vel í Risinu – enda tekur það a.m.k. 50 manns og sjálfsgt fleiri ef vel er raðað. Salurinn niðri er upptekinn.
Nú stefnir hins vegar í kosningar til stjórnar og spurning hvaða áhrif það hefur á mætingu….
Benni
23.04.2007 at 00:03 #588950Bara til að það sé á hreinu þá hefur einungis þurft að greiða atkvæði um eitt málefni innan núverandi stjórnar – þá var það gert skriflega og einungis aðalmenn gerðu það líkt og lög gera ráð fyrir. Hins vegar hafa varamenn átt kost á að sitja fundi hingað til þrátt fyrir að skv. lögum eigi þeir ekki að gera það nema að vera sérstaklega boðaðir til þess af formanni
Endurskoðun laga klúbbsins hefur verið í vinnslu og liggja nokkrar lagabreytingartillögur fyrir sem verða sendar með fundarboði.
Benni
-
AuthorReplies