Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
16.08.2007 at 14:49 #594706
Hvað segirðu Jón – Komstu sem sagt einhverntímann upp úr nálakörfunni ?
En annars er ekkert að marka þessar netaveiðar og standast engan samanburð við þá alvöruveiðimennsku sem að hanga í öðrum endanum á priki er…. Enda slíkt bara ætlað harðjöxlum og mestu hreystimennum. Þó er það ekki prikið sjálft og slagurinn við bráðina sem dregur mesta máttinn úr mönnum… Nei það er víst áfengisflóðið sem jafnan rennur eftir bökkum betri laxveiðiáa þessa lands. Enda skilst mér að bankarnir eigi að minnsta kosti aðra hverja á á landinu og leigi hinar. Þeir hafa síðan sett upp svokallaðar "happy Hour" stöðvar víðsvegar um árnar og fellt út hina hefðbundnu veiðistaði…
Já það er sko ekkert grín að fara í laxveiði í dag – þannig að þetta síðutogaralíf á nálapúðanum hefur bara verið lúxus…
Benni
03.08.2007 at 09:27 #594188Auðvitað eiga hestamenn ekki að vera undanskildir í þessari umræðu og þessa mynd ætti að senda öllum fjölmiðlum og benda á þetta – en umræðan yrði áræðanlega ekki mikil.
En svo er þetta alltaf spurning hvar á að draga mörkin – á ekki að banna rollurnar á hálendinu – þær skilja jú eftir stíga, og svo eru það Gummij og hinir smalarnir sem keyra um allt að sækja skeppnurnar….
Og svo gönguliðið… Reyndar kom ég keyrandi niður frá Mikklafelli, austan Laka nú í síðustu viku. Þar er gríðar mikill mosi sem varla má anda á án þess að ummerki sjáist – þar sá ég vel "för" eftir einn mann og hund sem höfðu gengið út í mosann út frá veginum… Þetta var alveg skelvilegt og líklega ætti að banna lausagöngu manna og hunda á viðkvæmum svæðum….
Nei þessi utanvegaumræða og kæru / kvartanavitleysa er komin út í svo miklar öfgar og bull að ég held að þetta fari að snúast gegn markmiðinu. Ég veit allavega um menn sem eru orðnir það þreyttir á þessu að þeir eru frekar farnir að keyra utanvega en áður.
Og með akstur í fjörum – þvílík vitleysa að slíkt sé bannað – enda ók ég niður í Háfsfjöru um daginn og var hálft í hvoru að vonast eftir þyrlu svo að hægt væri að fara með svona bull fyrir dómstóla.
Benni
30.07.2007 at 10:35 #594230Jú hann er til á 38" – pabbi félaga míns er með svoleiðis bíl (staðsettur í eyjum) og ég sá hann um daginn. Helvíti flottur en mér skilst þó að það sé ekki mikil reynsla af honum í snjóakstri – og reyndar held ég að það hafi verið töluvert af vandamálum í kringum þessa bíla, allavega þessa sem ég þekki til á 35" og eitthvað hefur verið að stríða þessum 38"
Benni
21.07.2007 at 11:10 #593358Ja – ekki mæti ég og tek undir allt sem Hlynur hefur skrifað…. og auk þess er ég ekkert fyrir svona fylleríissamkomur
Benni
28.06.2007 at 12:05 #592976Mikið ofboðslega er ég sammála þér núna Skúli. Það er nefnilega þannig að allar mannana framkvæmdir í náttúrinni eru til þess fallnar að hafa á hana áhrif og það á líka við um gróðurrækt.
Þó svo að öræfin séu víða ekkert annað en sandar og grjót – þá myndi ég telja það skemmdarverk af verstu gerð að græða þá upp og eyðileggja með því sérstöðu svæðanna.
Eins hefur skógrækt á tíðum haft neikvæð áhrif á lífríkið sbr. ræktun grenitrjá í nágrenni stöðuvatna t.d. á Þingvöllum.
Þannig ætti stórfelld skógrækt ekki að vera undanþegin umhverfismati – eins og Jón Gunnar bendir réttilega á.
Ég er mjög hrifinn af íslenskum frumskógum – þ.e. birkikjarri og finnst lítið gaman að uppröðuðum víðiafbrigðum og grenitrjám sem standa í beinum línum í hlíðum hóla og hæða – líkt og t.d. í þjórsárdal… Skógrækt af skynsemi er það sem innleiða þarf.
Og svo með blessuð Aflátsbréfin – þá hefur mér þótt þessi hugmynd góð og skil ekki af hverju ég fékk hana ekki – flott leið til að græða á landanum og gefa stórfyrirtækjum möguleika á að menga meira….
Benni
26.06.2007 at 20:53 #592782Jú sennilega er það nú rétt hjá þér nafni að þessi tæki eru mun flottara en 32xx tækin – enda munar miklu um þennan skjá. Þó svo að ég gefi nú ekki mikið fyrir hann til að spila DVD.
En ég er þó nokkru spenntari fyrir þessum tækjum sem eru með snertiskjánum þ.e. 5008 eða 5208. Mér sýnist að það séu að flestu leiti sömu fídusar og í 4008 nema að snertiskjárinn kemur og fyrir vikið er maður laus við alla takka og fær tæki sem er örlítið minna um sig.
En varstu búinn að skoða hvort það eru eitt eða fleiri slot fyrir SD kort ? Ef það eru tvö þá væri hægt að nota annað fyrir gögn og hitt fyrir landakortið.
Annað – Veistu hvort að íslensku kortin (landakortin) virka í þessum tækjum ? Þau virka allavega ekki í þessi navigation system sem eru að koma með nýjum amerískum bílum
En ég væri alveg til í að skoða þetta með þér – þ.e. þá 5008 tækið
En annars eru tæki eins og 292 og forveri þess, 192 mjög góð tæki. Ég á svona 192 tæki sem ég notaði áður en ég fékk mér 3206 og var mjög sáttur við það – nema skjástærðina..
Benni
26.06.2007 at 15:20 #592772Af hverju ertu að spá í þetta tæki ?
Þetta er allt of lítið að hafa bara 20 Routes og 1500 waypoints.
Ég er að nota 3206C í dag með 50 Rútur og 4000 punkta og finnst það pirrandi lítið.
Svo eru nýrri tækin það eina sem hafa eitthvað umfram 32xx línuna – það er 5xxx en þau eru með snertiskjá – en samt bara með svona fáránlega fáum rútum og punktum í minni.
En það er að vísu kostur að þau nota SD kort sem minniskort sem þú getur geymt gögn á – en þarft líka að hafa kortin á svoleiðis þar sem að það er ekkert innra minni í þessum tækjum.
Kveðja
BenniP.S.
En láttu mig vita ef þú ert að panta frá þessari verslun – ég gæti viljað fá að fljóta með í pakkanum með annað dót.
18.06.2007 at 11:40 #592582Samstarf FÍ og 4×4 er miklu min víðtækara og meira en menn grunar.
Þessir VHF endurvarpar á rás 42 eru bara einn hluti og raunar var það þannig að FÍ borgaði stóran hluta af uppsetningu þeirra og hefur greitt kostnað að hluta vegna þeirra fram til þessa. Og í raun líta margir innan FÍ á þessa rás sem þeirra eign en ekki 4×4 og reyndar er rás 42 skráð á FÍ hjá Póst og Fjar.
En samstarf við FÍ er á mikklu mun fleiri sviðum bæði sýnilegt og einnig innan "útivistarpólitíkurinnar".
Síðan hefur 4×4 klúbburinn búið svo til leigulaust hjá FÍ í fjölda ára og núi nýverið gert samning um mun stærra húspláss á afar hagstæðum kjörum. Síðan er væntanlega enþá í burðarliðnum að koma á samstarfi um uppbyggingu og rekstur hluta af skálum FÍ t.d. í Nýjadal.
Þannig að ef að menn þola illa að heyra spjall skálavarða FÍ á VHF rásunum þá er ekkert annað að gera en að slökkva á scaninu eða láta taka rás 42 út hjá sér.
Benni
13.06.2007 at 12:00 #592430Verkfræðistofan Samrás er að selja mjög góða digital afgashitamæla – og verðið var mjög fínt þegar ég keypti á sínum tíma. Mælisviðið var 0 – 1200 °C minnir mig.
Samrás er á Eiðistorgi, Seltjarnarnesi.
Benni
30.05.2007 at 11:51 #591680Hvaða vél og hvaða árgerð er þetta hjá þér ?
En það eru fáir kubbar ef nokkur sem gefur þetta afl einn og sér. Banks Power kitið er það eina sem gefur þetta í raun(sem ég veit um) – eða um 150 hp út í hjól með því að setja allt kitið í bílinn – þ.e. Loftinntak, intercooler og rör, púst, kubb og stjórntölvu.
Ég var með superchips við 6,0 l 2005 Powerstroke og það gefur mest um 50 – 60 hp.
Er í dag með allt Banks kitið og maður finnur vel fyrir muninum – enda upp á ca 100 hp.
Benni
08.05.2007 at 01:36 #590584Það er dálítið gaman að sjá þennan þráð. Jón kemur með ágætis byrjun á einhverju sem gæti orðið skemmtileg umræða.
Síðan svarar Gummij eins og honum er von og vísa og svo sem ekkert hægt að gera annað en að brosa út í annað líkt og venjulega þegar hann hefur upp raust sýna – jeppamaðaur íslands líka, eða var það breytingasnillingur íslands – ég bara man ekki… Hann er alltaf jafn hlægilegur…
Nei það eru margar ástæður fyrir því að kjósa – hvað hins vegar verður fyrir valinu er án efa erfitt fyrir flesta að velja.
En ég get þó sagt ykkur það að ef þið viljið styðja við þá sem hafa á síðasta kjörtímabili veitt okkur jeppamönnum mesta athygli og besta aðstoð þá er það Framsókn með Þær Siv og Jónínu í fararbroddi þar.
Það er alveg kristaltært í mínum huga að ef að næsti umhverfisráðherra, sem að skiptir okkur öllu, verður úr röðum vinstri grænna eða samfylkingar að þá getum við farið að semja minningargreinina um jeppasportið eins og við þekkjum það….
Kveðja frá Oslo
Benni
04.05.2007 at 21:19 #589082í Umhverfisnefnd
02.05.2007 at 21:33 #590016Lella –
Það er hér eftir sem hingað til skylda félagsmanna að tilkynna um veru sína í klúbbnum – ef þeir ekki láta vita um úrsögn tímanlega er eðlilegt að þeir greið heimsenda gíróseðla, eða a.m.k. kostnað vegna þeirra.
Benni
02.05.2007 at 20:03 #590010Lella – það yrðu auðvitað ekki sendir tveir seðlar – bara hærri upphæð á þennan eina þar sem það ætti við….
Benni
02.05.2007 at 19:06 #590006Seðilgjöld eða annra kostnaður vegna innheimtu er að sjálfsögðu ekki innifalinn í félagsgjaldi. Enda er það fullkomlega óeðlilegt að það fyrirkomulag sé á hlutunum.
Innheimtukostnaður á hvern aðila síðastliðin áramót var að mig minni 275 kr. Þá var klúbburinn búinn að fá um 70 % afslátt af þessu gjaldi fyrir félaga sína – ég tel það vera nokkuð gott framlag til lækkunar fyrir félagsmenn.
En það er mín skoðun að fyrir næstu útsendingu greiðsuseðla eigi að gefa félagsmönnum kost á að millifæra félagsgjaldið beint á reikning klúbbsins án kostnaðar – þannig er öllum sem vilja frjálst að greiða u.þ.b. mánuði áður en greiðsuseðlar verða sendir og losna við þann kostnað sem slíkri innheimtu fylgir. Hinir sem kjósa að bíða eftir seðlinum verða einfaldlega að greiða kostnaðin sem af því hlýst sjálfir.
Ég hef að vísu ekkert um þetta að segja þegar þar að kemur en ég legg þetta þó til við næstu stjórn – enda er þetta einfalt í framkvæmd og gefur öllum valmöguleika á að losna við gjöldin til bankanns.
Benni
02.05.2007 at 18:58 #590004Siggi – þarna fannstu lausnina.. Ég held meira að segja að það sé eitt sæti laust enþá. Annars fer þetta að verða spurning um að einhver í stjórninni geri sér ferð með blaðið til þín – póstuburðarmaðurinn virðist allavega vera of hræddur við hundinn til að koma nálægt lúgunni hjá þér… Áttu annars ekki hund ?
Stefanía – það er alveg ljóst að fjöldi og umfang þeirra hagsmunamála sem þarf að berjast í eru ekki í neinu hlutfalli við félagsmenn – það mætti ferkar segja að þau væru í hlutfalli við jeppaeign/ferðaáhuga landsmanna.
En ég þykist nokkuð viss um það að á næsta kjörtímabili verði ráðist í gríðarmikla kynningu á klúbbnum – það hefur verið markmið hjá þessari stjórn að efla klúbbinn og reyna að auka félagafjöldan og það hefur tekist bærilega á þessu ári – enda hafa nokkrir bæst við í hverri viku. En hins vegar á klúbburinn nú mörg góð sóknarfæri sem við höfum verið að búa að í vetur og verður hægt að nýta í markaðssókn næsta vetur og spilar stærra húsnæði og fjölgun stöðugilda þar stóra rullu. Þannig er ég þess fullviss að þrátt fyrir að félagsgjöld verði hækkuð þá eigi eftir að fjölga enn meira í klúbbnum á næsta ári en verið hefur í vetur.
Svo má líka benda á að í núverandi lagabreytingatillögum eru breytingar á þá leið að þeir félagsmenn sem komnir eru á eftirlaun fá fría aðild að félaginu svo lengi sem þeir segja sig ekki frá því eða falla frá.
Einnig eru aukafélagar skilgreindir í breytingatillögum, en þeir hafa verið óskilgreind stærð til þessa. Þar er rætt um að þeir eigi að greiða 25 % gjald á við aðalfélaga og að aukafélagi geti einungis verið maki eða barn aðalfélaga. Það væri kannski til að gera mönnum þetta léttbærara ef að við breyttum þessu þannig að aukafélagar greiddu ekki neitt. Þannig myndi félagsgjaldið í raun gilda fyrir tvo – þar sem að það ætti við.
Ég reyndar geri ráð fyrir að slík tillaga muni berast til breytinga á fyrri breytingatillögu og ég er ekki frá því að ég sé hlyntur slíku – enda er það klúbbnum til framdráttar að fá aukafélaga skráða í félagaskrá.En nóg raus í bili – ég verð að fara að semja langa ræðu fyrir aðalfundinn.
Benni
01.05.2007 at 22:27 #589974Mér finnst alveg magnað að lesa það hér að mönnum finnist þetta of mikil hækkun.
Ef að Klúbburinn hefði ekki staðið vörð um okkar hagsmuni undanfarin ár þá er harla ólíklegt að við værum að stunda þetta sport eins og við gerum í dag. Og ég er þess fullviss, sérstaklega eftir þetta starfsár sem er að líða, að ef við ekki stöndum vaktina áfram og af meiri krafti en áður þá er þess ekki langt að bíða að við fáum á okkur boð og bönn sem skerða ferðafrelsi okkar verulega.
Forsenda fyrir því að hægt sé að standa vörð um okkar hagsmuni af einhverri alvöru er að hafa fólk í fullri vinnu við þetta. Ég hef, ásamt öðrum í stjórninni verið að vinna undanfrið ár fyrir klúbbinn með okkar hefðbundnu vinnu. Flestir eru þannig settir að þeir geta ekki verið frá sinni föstu vinnu á daginn, en hins vegar er það einmitt á þeim tíma sem sinna þarf flestum fundum, t.d. gagnvart ríkinu. Ég er þannig settur að ég stjórna mínum tíma sjálfur og því gat ég farið frá þegar hentaði – en það er ekki sjálfgefið að svo sé alltaf. Auk þess er til mikils ætlast að ætla formanni að gefa 20 – 30 tíma vinnu á viku við að sinna störfum sem góður framkvæmdastjóri gæti allt eins gert.
Ég hef stýrt mörgum félaga- og hagsmunasamtökum í gegnum tíðina og Ferðaklúbburinn 4×4 er lang tekjulægsta og undirmannaðasta félagið sem ég hef komið nálægt – en gegnir samt hagsmunagæslu fyrir gríðarlega stóran hóp.
Svo er gaman að segja frá því, úr því að menn minnast á það að þeir hafi greitt atkvæði með 5.000 kr í tillögunni. Þá sat ég að spjalli með nokkrum af upphafsmönnum klúbbsins í fyrra og þeir voru allir á því að það ætti að hækka félagsgjöldin upp í a.m.k. 10.000 og hætta að reka klúbbinn með sníkjum og afsláttarhugsun eins og gert hefur verið hingað til. Og ég er algerlega sammála þeim – enda greiddi ég atkvæði með "hærri upphæð"
En svo ef maður skoðar þetta aðeins frá annari hlið,þá er verið að leggja til hækkun upp á 1.800 kr frá því sem nú er. Þetta samsvarar um 15 lítrum af eldsneyti – já eða tveim bjórkippum
Ég hef ekki trú á því að það sé nokkur heilvita maður sem mun segja sig úr klúbbnum vegna þessa – viðkomandi hefur þá fallið illa í stærðfræði því að afsláttur af eldsneyti á fjölskyldubílinn einan ætti að duga til að endurgreiða árgjaldið.
Benni
01.05.2007 at 11:08 #589938Tillagan er tilkomin vegna fjölmargara þátta.
Einn þeirra er að félagsgjöld hafa ekki fylgt verðlagsþróun og voru t.d. 2500 kr árið 1989 en eru 4200 kr í dag. En það er ekki ástæða ein og sér.
Það sem er megin ástæðan eru auknir útgjaldaliðir og meira vinnuálag á skrifstofu og stjórn með stækkandi klúbbi.
Einnig fjölgar þeim stöðugt þeim hagsmunamálum sem klúbburinn þarf að sinna. Sem dæmi má nefna nú nýverið er umfjöllun um Kjalveg, Vatnajökulsþjóðgarð, utanvegaakstur, ferlasöfnun, breytingar … o.s.frv.
Þetta er farið að verða það mikið að félagsmenn geta einfaldlega ekki ætlast til þess lengur að það sé unnið að öllum þessum málum í sjálfboðuavinnu fyrir þá.
Þess vegna þarf klúbburinn að hafa tekjur sem standa undir rekstri hans og því að hafa tvo starfsmenn í fullu starfi á skrifsstofu.
Einnig þarf klúbburinn að eiga ákveðna fjárhæð aflögu á hverjum tíma til að geta brugðist við brýnum hagsmunamálum, eins og t.d. að greiða lögfræðikostnað, láta fara fram rannsóknir o.s.frv.
Þessi klúbbur er bærilegasti hagsmunagæsluaðili í dag – en hann þarf að vera, og getur orðið mikklu mun öflugri ef að við sjáum sóma okkar í að greiða eðlileg gjöld fyrir þá þjónustu sem hann hefur og mun veita jeppamönnum.
Þetta var bara hagsmunagæslan – Svo er það nú einfaldlega þannig að hver einasti félagsmaður ætti að fá félagsgjaldið til baka í formi þeirra afslátta sem eru í boði – það tekur mig ekki nema þrjár áfyllingar á bílinn að ná þessu í dag. Þannig á ég óskaplega bágt með að trúa því að félagsmenn muni ekki fagna, og samþykkja þessa tillögu umyrðalaust á aðalfundi og fá mun öflugri klúbb í staðinn.
Aukinn kostnaður er líka til staðar – Við erum komin í stærra og betra húsnæði, en þurfum að sjálfsögðu að greiða fyrir það. Nú VHF málið er eitt – þar eigum við von á að þurfa að greiða rúma hálfa milljón umfram það sem áður var og síðan eykst rekstrarkostnaður að sjálfsögðu í samræmi við aukin félagafjölda.
Benni
30.04.2007 at 20:04 #590034Hér með tilkynnist það að Hlynur Snæland drífur ekki neitt, ekki það að þetta séu neinar fréttir – mig langaði bara að vera með í ekki frétta þræðinum
[img:3pckrby4]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5423/42293.jpg[/img:3pckrby4]
[img:3pckrby4]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5423/42313.jpg[/img:3pckrby4]
[img:3pckrby4]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5423/42318.jpg[/img:3pckrby4]
Meira að segja fastur fótgangandi.
Benni
30.04.2007 at 18:32 #200233Sæl öll,
Nú er svo komið að ég hef þurft að taka mjög erfiða ákvörðun. Þannig var að um helgina urðu talsverðar breytingar á mínum högum sem hafa það í för með sér að ég hef nánast engan tíma aflögu fyrir utan mína vinnu.
Fyrir vikið neyðist ég til að draga framboð mitt til formanns til baka.
Ég vil nota tækifærið og þakka öllum þeim sem ég hef fengið að starfa með í vetur – þetta hefur verið mjög gefandi og skemmtilegur tími.
Benni
-
AuthorReplies