Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.03.2013 at 00:04 #759213
hmm… Ef þú sérð ekki jökulinn á þessu svæði stopparðu hvort sem er – þetta er ekki svæði sem menn keyra blindir – nema þekkja þeim mun betur til…
En Ég er að vinna upp einhverja ferla – allt að koma
08.03.2013 at 17:22 #759207Ég skal bæta ferlum meðfram jökli inn á það sem ég set inn á sunnudagskvöld / mánudag… Annars er sú leið ekki flókin – maður fylgir bara jöklinum En það þarf að hafa augun opin þegar maður nálgast flæðurnar – þar kemur svolítið gil sem var hægt að stinga sér ofaní…
Svo verðum við í Bílabúð Benna á morgun og getum spjallað við þá sem vilja um þær leiðir sem hægt er að fara. Ég verð fram að hádegi og svo taka Rabbi og Kalli við eftir hádegi…
Afhendum líka límmiða á bílana þar og svo verðum við líka á félagsfundinum á mánudaginn og þar geta þeir sem ekki komast til Benna fengið miða.
En fyrir þá sem fara í Dreka þá finnst mér skemmtilegast að fara þvert yfir hraunið norðan Trölladyngju ef að snjór er til þess (sem að ég held að sé núna) eða yfir dyngjuna sem er líka mjög gaman – flott útsýni..
Benni
08.03.2013 at 01:16 #759201Sælir
Það er flott að fara upp hja kistufelli….. Beinn og breiður vegur vestan við fellið…. Erfiðara austan við.
Siðan eru fínar leiðir ca. mitt á milli kistufells og sigurðarskála og örugglega víðar….
En ætla menn að fara að þræða utan jökuls í skála.? Bjóst fyrirfram við að flestir færu yfir jökul…
Við setjum inn einhverjar rútur til viðmiðunar á mánudag… Ef einhverjir eru að spá í einhverjar spes leiðir þá er um að gera að hafa bara samband… Við eigum ferla af ansi mörgum leiðum á og yfir jökul en þær verða ekki gefnar út, en ekkert mál að láta hvern sem er hafa ef hægt er að fara yfir varasama punkta á vikomandi leið þegar hún er send.
Benni
07.03.2013 at 23:12 #759197Sælir
Það var ekki fyrirhugaður neinn sérstakur kynningarfundur fyrir ferðina, hins vegar verðum við í Bílabúð Benna á laugardaginn kemur og munum afhenda þar límmiða á bílana og getum svarað öllum spurningum sem menn kunna að hafa.
Viðmiðunarferlar verða gefnir út á mánudagskvöld en þá verðum við búnir að fá nýjan feril niður af jökli fyrir austan sem verður tekinn næsta sunnudag…
Benni
03.03.2013 at 23:47 #759185Nú er allt ljóst – sjá nánar í frétt á forsíðu….
Var svo að fá fréttir af mönnum í krapa og basli í Kverkfjöllum núna um helgina… En fram að stórferð er spáð brunagaddi á hálendinu og því verður þetta væntanlega allt eins og malbik ef fer sem horfir…
http://www.yr.no/place/Iceland/Nor%C3%B … /long.html
01.03.2013 at 09:10 #759183Sælir
Endanlegur listi og röðun í skála verður opinberuð um helgina…
Nú er orðið ljóst hverjir hafa borgað og þá er ljóst að þetta eru um 180 manns á um 100 bílum sem að eru að leggja í hann þessa helgi.
Benni
28.02.2013 at 14:11 #763981Sammála síðustu ræðumönnum og þá sérstaklega þeim síðasta…
En það á og verður að gagnrýna, annars breytist ekkert… Það verða heldur engar framfarir án tilrauna og því var bara flott hjá vefnefnd að prófa aðrar útfærslur.
Hins vegar þótti mér mál til komið að ráða einhvern í vinnu við að forrita og sjá um síðuna fyrir mörgum árum…
Þessi síða er andlit klúbbsins og á að vera, verður að vera flott og virka óaðfinnanlega…
Benni
P.S.
Síðan væri eina vitið að sameina spjallið hér og Jeppaspjall.is – og hafa heimild fyrir alla til að skrifa hér… Það er hálfkjánalegt að jafnlítill (og ört minnkandi) hópur og jeppamenn eru séu að spjalla um hlutina á tveimur stöðum… Ég fer afar sjaldan inn á jeppaspjall og hef t.d. aldrei nennt að taka þátt í spjalli þar þó ég hafi séð að ég hefði svör við spurningum sem settar eru fram þar…. Ég veit að þetta á við um ansi marga af þeim sem eru eldri í sportinu.
24.02.2013 at 15:27 #759177Eru ekki örugglega allir sem ætla með búnir að borga ?
Benni
11.02.2013 at 23:26 #75916507.02.2013 at 18:00 #759159Já þú segir nokkuð Jón eða Rúnar eða hvað þú nú heitir aftur…
"Í förum eftir Ford" kom nokkuð sterkt inn…
En svo þótti okkur vissara að láta þetta heita "Vatnajökull þver og endilangur" til að það væri alveg á hreinu að umhverfisstofnun, ráðuneyti og allir þessir gerðu sér grein fyrir því að við ætlum að keyra yfir þennan skafl á 100 bílum … Og verandi Óforbetranlegur síbrotamaður með einbeittan brotavilja þá mun ég hvork spyrja né tilkynna nokkrum að þetta standi til – nýti Ferðafrelsið á meðan það er enþá í boði…..
Og þar sem að aðsókn er mun meiri en við áttum von á þá höfum við það til skoðunar að tjalda – Samkomutjaldi meira að segja þar sem það er örugglega bannað
Benni Glæpur
06.02.2013 at 22:56 #759153Já Há… Þarna er sko hver klíkan á fætur annari á ferð
Hvar er þín skráning Birkir ? Eða farið þið félagarnir ekkert nema það sé verið að elta skemmdan mat ?
Annars talandi um Klíkuskap – nú fer að líða að því að við þurfum að raða niður á skála og þá byrjar nú fjörið – Margir óskuðu eftir sama skálaunum á föstudagskvöldi – þannig að við tökum við mútum fram eftir næstu viku vegna þess….
Benni
06.02.2013 at 21:44 #759149Já Ofsi – VIð leggjum gildrur hvar sem við komum… Vittu til það eiga margir eftir að sitja fastir í spólförum eftir 49 og 54" þegar við crúsum þarna yfir….
En hvað gerðist – mér dauðbrá þegar ég sá skráningar flæða inn og undir miðnætti í gær tóku að birtast allskyns uppvakningar og fannst mér ég sjá bregða fyrir framliðnum nagdýrum sem ég hélt að væru öll búin að grafa sig sex fet undir….
Svo frétti ég að því að Hlynur og hinn óþverrinn sem er eftir ætli bara að taka strætó á Höfn þar sem að tveir er ekki hópur (nema skv. Guðna Ágústs – en við erum lögnu hætt að taka mark á honum)
Bíð bara eftir að Fúlagengið láti á sér kræla og þá fer nú að verða vel mætt af gömlum og góðum gengjum….
Benni
06.02.2013 at 16:41 #759145Nú erum við búnir að yfirfara skráningar og leiðrétta fjölda hjá þeim sem misskráðu hann.
Það eru því í dag 181 skráður í ferðina á 94 bílum
Þar af eru þeir síðustu 61 sem skráðu sig formlega á biðlista í dag (allir sem skráðu sig eftir 23:52 í gærkvöldi). En við erum að vinna í lausn á þessum biðlista og vonum að við getum birt endanlega hámarkstölu á morgun
Þangað til langar mig að biðja alla Hópana um að skipa tengilið hópsins og senda okkur línu á tuttugengid@sk3.is um það hver hann er, síma og e-mail hjá viðkomandi.
Þá mætti líka láta fylgja með hvort að hópurinn hafi yfir einkarás á VHF að ráða eða hvort hann óski eftir að fá úthlutaða eina af rásum 4×4.
Benni
06.02.2013 at 13:40 #759141Sæll Hjalti,
Við vissum af þessum fundi – tími skráninga var hins vegar ákveðinn og auglýstur með um mánaðar fyrirvara og flestir hefðu því getað gert ráðstafanir. Skil ekkert í mönnum að boða fund þegar skráningar í aðalferðina eru á dagskrá Ég komst t.d. ekki á fundinn þar sem að ég varð að sitja við tölvuna og vera klár í að leiðbeina mönnum….
Hins vegar er ekki ástæða til að örvænta alveg strax – skrá sig heldur á biðlista þar sem að við erum að vinna hörðum höndum í því að koma fleirum í ferðina – og horfur eru góðar
Markmiðið er að allir sem vilja komist með – vonum það besta…
Benni
06.02.2013 at 13:09 #759137Hæ hó… Maður rétt skreppur í vinnuna og það verður allt vitlaust
Ég taldi þetta nú vera nokkuð skýrt og meira að segja stendur í skráningarforminu "muna að skrá fjölda"
Eins hafa verið birtar 3 fréttir á forsíðu og haldnar tvær kynningar… En það má öruggega alltaf gera betur..
Þetta var alla vega skýrt fyrir okkur tæknimönnunum sem stöndum að baki þessu (allir verk/tæknifræðingar ) – Þetta kannski þvælist fyrir lögfræðingum
En ef einhver ætlar að skrá fleiri en einn þá verður að skrá sig út af vefnum til að það sé hægt – þetta er einhver lapsus í kerfinu sem að við höfum engin skil á.
Ef menn hafa gleymt að skrá fjölda farþega þá er bara að senda póst á tuttugengid@sk3.is og við reddum því…
Við erum svo að vinna hörðum höndum að því að auka við gistipláss á fjöllum þannig að sem flestir fái gistingu. Húsrúm á Höfn er nægjanlegt. Fjöldinn er hins vegar orðinn það mikill að við munum þurfa að borða í 2 – 3 hollum, en það getur varla orðið vandamál.
Ef einhverjir hafa hugsað sér að sofa í sínum bílum á föstudagsnótt þá væri mjög gott að fá meldingu um það þar sem að það er gistipláss það kvöld sem að er takmarkandi fyrir fjölda ferðalanga.
Benni
06.02.2013 at 00:16 #759113Jæja það tók slétta 3 tíma að fylla öll 120 plássin sem voru í boði til að byrja með…
Ég bið þó alla sem ekki "náðu inn" að skrá sig endilega á biðlista og það fyrr en seinna því við munum reyna hvað við getum að fjölga plássum – svo detta alltaf einhverjir út…
Benni
05.02.2013 at 23:15 #759111Sæll
Fyrirkomulag ferðarinnar er þannig að menn ferðast saman í hóp sem að er sjálfstæður og á eigin ábyrgð. Það er engin eiginleg fararstjórn í svona ferð – engir undan- eða eftirfarar líkt og í nýliða- eða litlunefndarferðum hjá klúbbnum.
Þar sem að leiðin sem að fyrir liggur er krefjandi og ef veður eða færi er okkur óhagstætt gæti hún beinlínis orðið mjög erfið. Hóparnir þurfa því að vera a.m.k 3 – 4 bíla að okkar mati (2 er ekki hópur) til að vera nokkuð safe með að bjarga sér.
Þeir sem eru stakir núna verða því að reyna að hópa sig saman eða koma sér inn í skráðan hóp til að vera gjaldgengir í ferðina.
Svo minni ég á að það er undir hverjum hóp komið að meta hvort bílar eru nægjanlega vel búnir í svona ferð. En alger lágmarksbúnaður í hverjum bíl er GPS tæki og öruggt fjarskiptatæki (HF, VHF, Tetra, eða gervihnattasími – önnur eru ekki örugg á þessari leið) Og að sjálfsögðu kunnátta í að nota tækin.
Benedikt
05.02.2013 at 22:02 #759107Skráningin komin á fullt…
Snilldar viðbrögð og á fyrsta klukkutímanum voru 73 skráðir í ferðina á 40 bílum….
05.02.2013 at 20:46 #759105Frábært að heyra að það sé áhugi fyrir Austan og voanandi að sem flestar deildir sendi hóp.
VIð erum líka með aðgang að Drekagili ef einhverjir Norðan eða austanmenn vilja taka fyrstu nóttina þar…
Benni
05.02.2013 at 18:27 #759103Skráningar í stórferð 2013 hefjast í Kvöld kl 21:00
Fyrirkomulag ferðarinnar er það sama og hefur áður verið kynnt í fréttum og á fundum
Sjá nánar hér:
https://old.f4x4.is/index.php?option=com_con … Itemid=443
Og Hér:
https://old.f4x4.is/index.php?option=com_con … Itemid=443
Og hér:
https://old.f4x4.is/index.php?option=com_con … Itemid=313
Ferðatilhögun og nánari upplýsingar í viðhangandi kynningu sem að flutt var á félagsfundi í gær.
Viðhengið – PDF skjal:
https://old.f4x4.is/attachments/1855_St%C3%B … 3_rev5.pdf
-
AuthorReplies