Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
21.12.2007 at 18:05 #607472
Sendum öllum 4×4 félögum og jeppamönnum/konum bestu jóla og nýjarskveðjur – tökum nýjárskveðjurnar núna svona ef ske kynni að maður hafi það ekki heim úr jólaferðinni, hefur stundum verið tvísýnt
Benni og Sigrún Magnea
P.S.
Sérstakar jólakveðjur til Agnesar og stjórnarinnar – þið eruð búin að standa ykkur frábærlega…
20.12.2007 at 14:00 #605648Einar, þetta eru tölur sem miðað við varmaþörf húsa við 20°C innihita og -15°C útihita, eins og krafa er um að sé uppfyllt skv. byggingarreglugerð.
Í Setrinu og reyndar öllum öðrum húsum er meðaltalsorkunotkun væntanlega allt önnur þar sem að við búum ekki við stöðugt hitastig úti. Og því gætu þær tölur sem þú bendir á sem meðaltal vel átt við. Hitt er annað mál að það hitakerfi sem er í húsum þarf að anna orkuþörfinni við verstu skilyrði og við það þarf að miða þegar hitagjafar eru valdir. En það má vel sjá fyrir sér að einn hitagjafi dugi fyrir meðalþörf og svo sé annar sem kemur inn til að taka toppa – t.d. webasto og gas í tilfelli setursins.
Varðandi stærðir hússins þá held ég að nafni minn fari nokkuð nærri lagi í sínum tölum enda er ég klár á að það hefur ekkert verið skráð af viðbyggingum hjá fasteignamati.
Benni
20.12.2007 at 13:17 #607378Mér hefur lengi þótt Land Rover vera hlægilegt farartæki – en aldrei meir en nú…. Takk fyrir þetta Skúli..
Benni
20.12.2007 at 12:46 #605636Það er fljótgert að varmatapsreikna húsið ef að teikningar liggja fyrir – tekur ca klukkutíma.
En ef húsið er 250 m3 og við gefum okkur að það sé vel einangrað þá er varmatapið að öllum líkindum um 25 W/m3 (meðaltal uppgefið af RB) sem gefur 6.250 W
Einhvern veginn þá hef ég á tilfinningunni að húsið sé eitthvað stærra en hér hefur verið nefnt og einnig hef ég ákveðnar efasemdir um það hversu vel einangrað það myndi teljast í samanburði við önnur hús – en hef þó ekkert fyrir mér í því annað en myndir frá byggingu hússins.
Benni
19.12.2007 at 02:26 #606590Þessar reglur áttu að taka gildi hér um síðustu áramót og virtist sem að það hefi farið framhjá öllum sem hagsmuna eiga að gæta í þessum málum. Bæði 4×4, breytingaraðilum og söluaðilum grinda.
Þegar þetta kom upp var boðað til fundar af frumkvæði Arctic Trucks þar sem farið var yfir málið og í framahldi herjað á Umferðarstofu og Samgönguráðuneyti um að fella þetta ákvæði úr gildi. Niðurstaðan var að gildistöku var frestað um ár til þess að hægt væri að skoða sérstök ákvæði fryrir Ísland. Vinna átti að málinu í samvinnu við þá sem hagsmuna eiga að gæta varðandi þessar reglur. Mest mæddi á Skúla í AT í þessari vinnu en hann lét af störfum þar á miðju ári og fór annað – ég hef trú á að þessi vinna hafi þar með sofnað úr því að 4×4 hefur ekkert heyrt um málið.
Það er alltaf gott að sitja á hliðarlínunni og æpa á þá sem eru inná vellinum þegar þeir missa marks eða gera ekki eins og maður hefði sjálfur viljað. En það er rétt sem Einar segir að það er margsinnis búið að ræða þetta bæði á vefnum og félagsfundum og því ætti þetta ekki að koma mönnum á óvart.
Það er mitt mat að til þess að geta sinnt þeim brýnu málum sem munu herja á okkur á næstu misserum þá þurfi tækninefndin að vera gríðarlega öflug – eiginlega mun öflugri en hún getur nokkurntíman orðið með sjálfboðaliðastarfi og því þarf klúbburinn að leita samstarfs við aðra hagsmunaaðila líkt og bretingaverkstæði um varnaraðgerðir í þessu sporti okkar. Þessar hugmndir viðraði ég á fundum með breytingaraðilum í byrjun árs og var þeim vel tekið og eiginlega slæmt mál að þeim hafi ekki verið fylgt eftir – kannski er lag núna.
Benni
19.12.2007 at 01:35 #607300Ef þú átt við svona blöðru til að lyfta bíl þá veit ég að þeir í Jeppaþjónustunni Breyti fluttu nokkra svona inn.
Benni
18.12.2007 at 11:27 #605592Þessi hugmynd Einars er alls ekki slæm og væri vel þessi virði að skoða nánar.
Eitt þarf þó að hafa í huga að Wbasto miðstöðin þarf örlítið rafmagn eins og Einar bendir á – en hún þarf töluvert meira í startinu, ég hef ítrekað lent í því að svona miðstöð vill ekki í gang vegna þess að spenna á geymum er ekki full.
En annars skil ég ekki af hverju það þarf að vera með heilt orkubú þarna uppfrá. Í mínum huga væri nóg að þarna væri rafstöð sem réði við að halda ljósi á þessum örfáu perum sem þarna eru, hita hitaþræði á lögnum og snúa vatnsdælunni úr því að menn vöru að leggja hitakerfið þannig að það getur ekki verið sjálfrennandi. Ég sé ekki að það þurfi að vera önnur raftæki eins og rafmagnsofnar, örbylgjuofn og kaffivélar. Ég held að menn séu algerlega búnir að missa sig í "þægindavæðingunni".
Einhverntíman heyrði ég talað um að það væri hugsunin að fá stærri vél af því að menn ætluðu hugsanlega að stækka Setrið í framtíðini.
Er eitthvað að frétta af þeim stækkunarhugmyndum ? Var eitthvað gert í að hefja framkvæmdir í sumar ? Voru settar undirstöður og fengin úttekt á þeim eins og Byggingafulltrúinn talaði um að þyrfti til að halda í leyfið ? Þessi velviljað byggingafulltrúi hættir vegna aldurs nú um áramótin.
Benni
16.12.2007 at 16:12 #606870Ég ætlaði bara að taka undir það sem Jón segir hér um forsvarsmenn Neyðarlínunar og Tetra. Ég hóf samskipti við Þórhall um þessi mál þegar ég sat sem formaður og það er algerlega ljóst að þar var engum þrýstingi beitt nema þá ef væri af minni hálfu að fá aðgang að þessu kerfi fyrir 4×4.
Enda er það mín staðfasta skoðun að félagsmenn eigi að hafa sem víðtækastan valkost í þessum efnum sem og öðrum.
Ég er með VHF, NMT og Iridium í dag. Ég mun hins vegar pottþétt fá mér CDMA þegar og ef það verður að þeim veruleika sem menn vonast til. Ég mun væntanlega líka fá mér Tetra fljótlega upp úr áramótum og ég stefni líka á HF stöð eftir að ég hef lokið námskeiði….
En ég er svo sem græjuóður – en það eru það bara margir aðrir líka og því er bara gott að hafa alla möguleika opna….
Benni
15.12.2007 at 21:55 #605554Sæmi það hlítur að leka hjá þér tankurinn – minn ford eyðir ekki nema 5 – 8 l….
En 30 KW Deutz rafstöð eyðir 6 l/klst miðað við 50 % álag og tæpum 11 l/klst við 100%. samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda. Þetta er sambærilegt við flestar aðrar 30 kW rafstöðvar sem ég fann upplýsingar um.
Benni
15.12.2007 at 19:42 #605548Ég verð að vera sammála því að það er alger fjarstæða að setja þessa vél þarna niður EF að þessar eyðslutölur eru réttar. Fimmföldun á olíunokun er ekki forsvaranleg – jafnvel þó svo að vélin hafi verið ódýr….
Benni
11.12.2007 at 15:16 #605008Ég er svona aðeins að spá í það sem Heiðar Sigurjónsson segir um verð á gervihnattasímum og að þeir séu í allt öðrum verðflokki.
Nú tók ég upp á því að bera saman þetta tvennt og tók þá full verð á báðum kerfum. En 4×4 gæti án efa samið um ágætan afslátt af tækjum hjá RS líkt og Hátækni býður á Tetra og svo hefur ekkert verið reynt á verðtilboð hjá Símanum.
Öll verð eru með vsk.
Iridium:
Símtæki með loftneti uti/inni : 174.000
Símkort: 1.600
Stofnkostnaður alls: 175.600
Mánaðargjald: 2.800
Símtal: 82 kr/mínTetra:
Bílstöð: 74.000 (~95.000 ef handstöð með vöggu)
Loftnet: 29.000
Ísetning á radíoverkstæði: 15.000
Stofnverð þjónustu: 3.860
Stofnkostnaður alls: 121.860
Mánaðargjald: 1.450
Símtal: Hvergi hægt að fá upplýsingar um verð.Af þessu sést að Iridium er um 54.000 kr dýrari en Tetra en með Iridium ertu með nánast öruggt samband – hvar sem er. Ég hef verið með Iridium í rúm tvö ár og hann hefur alltaf virkað þegar ég hef þurft að nota hann. Talgæði eru að vísu ekkert æðisleg en alveg nóg fyrir neyðarsamskipti.
Þannig held ég að úr því að menn eru svona svartsýnir á útbreiðslu Tetra þá væri nær að snúa sér að Iridium – klúbburinn ætti kannski að setja sig í samband við Landsímann og R.Sigmundsson og fá gott pakkatilboð fyrir jólinn.
Benni
06.12.2007 at 10:38 #604954Niðurstaðan er s.s. að bíða fram yfir áramót og þá verði komin flottari tæki.
Annars er ég alltaf að hallast meira og meira í átt að því að láta Iridium símann duga sem öryggistæki og vera bara með VHF/NMT og fá mér svo SSB í viðbót…. langar að geta talað við Snorra hvar sem er á landinu
Benni
04.12.2007 at 20:27 #605138Hvað ertu með stór dekk og undir hvernig bíl ?
Þyngd bíls skiptir nokkru um það hvort ég myndi velja litla eða stóra nagla.
Ég notaði fólksbílanagla í 44" DC undir ca 3 tonna bíl og setti um 150 nagla í dekk. Virkaði flott til að gera bílinn stöðugann á vegi en gerði lítið gagn í klifri á blautum jökli
Í dag negli ég með jeppanöglum af stærri gerðinni og set 2 nagla í hvern kubb – alls 120 nagla í dekk. Þetta er í 49" undir F350 – ég microsker miðjur.
En negling er að mínu mati algerlega nauðsynleg og í raun tóm þvæla að spara sér hana ef bílli á að notast utan höfuðborgarinnar. Það þarf ekki nema eitt skipti til að borga upp neglinguna…
Benni
04.12.2007 at 18:45 #605442Þetta er flott mál – gott að hægt var að fá enn betri kjör fyrir félagsmenn. Til hamingju með þetta Agnes
Feginn er ég að ekki var farið að skipta yfir í viðskipti við N1 – það er svo vont kaffið þar.
Ég nennti ekki á fundinn – var eitthvað rætt um húsnæðismál ? Er klúbburinn að fara að flytja og þá hvert er stefnt ?
Benni
29.11.2007 at 13:21 #605036Þetta verður án ef gríðarlega flott græja hjá honum.
Síðast þegar ég vissi var verið að tala um 44" DC undir bílinn – enda er hann fisléttur.
Benni
29.11.2007 at 10:10 #201281Hvaða Tetra stöð á maður að fá sér ? Er einhver ein sem er betri en önnur – eða er kannski ekki komin nein reynsla á þetta hjá mönnum.
Benni
28.11.2007 at 01:04 #604770Teddi á svona vélarstand sem stendur inni í skúr hjá honum og hefur gert lengi – og mun sjálfsagt halda eitthvað aðeins áfram að vera þar.
En Teddi….. Af hverju bara eina svona rellu þegar þú getur fengið tvær:
[img:2fpov1xf]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5745/46422.jpg[/img:2fpov1xf]
27.11.2007 at 16:12 #604686Takk fyrir þetta Tryggvi
27.11.2007 at 10:55 #604682Sæll
Hvenær eru þessi námskeið haldin ? Kvöld/helgar ?
Og veistu hvað þetta tekur langan tíma og hvað þetta kostar.
Langar að skella mér á þetta – svona úr því að maður hefur fullt af tíma til að eiga eigið líf eftir 4×4….
Kveðja
Benni
22.11.2007 at 23:16 #604254Það var viðbúið að að þessu kæmi – enda hafa þingmenn úr flokki flutningsmanns sjaldan verið feimnir við að skara eld að eigin köku.
Ég held að það þyrfti að benda fjölmiðlum á það hversu fáránlegt er þegar þingmaður misnotar aðstöðu sína á þennan hátt.
Hins vegar er þetta kannski ekki alslæmt – þarna er um að ræða ályktun um að fela ríkistjórninni að kanna ákveðna hluti sbr. texta:
"Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að kanna þjóðhagslega hagkvæmni þess að leggja heilsársveg yfir Kjöl. Jafnframt verði gerð forkönnun á umhverfisáhrifum og könnuð samfélagsleg áhrif framkvæmdarinnar, m.a. á atvinnustarfsemi og byggðir landsins. Ríkisstjórnin skili Alþingi skýrslu um málið fyrir 1. apríl 2008."
Þetta er kannski bara hið besta mál, því ef menn eru vandir að virðingu sinni og vinna þessa vinnu vel og hlutlaust, en ekki eins og Háskólinn á Akureyri gerði, þá ætti niðurstaðan að verða sú sem fjölmargir í þjóðfélaginu hafa bent á – við þar á meðal.
Hitt er svo enn annað mál að ég óttast að jafn óprúttnir náungar og fyrsti flutningsmaður eigi eftir að gera sitt ýtrasta til að slá ryki í augu almennings og ráðamanna til að koma þessu gæluverkefni sýnu á koppinn.
Og svo er bara að kaupa sér sportbíl til að fara að spyrna á nýjum Kjalvegi 2010….
Benni
P.S.
Spurning um að fá þá til að sletta malbiki á restina af leiðinni inn í Setur – klára láglendisvæðinguna alveg….
-
AuthorReplies