Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.02.2008 at 16:37 #613460
Þetta er bara hið besta mál ef að menn ná að auka útbreiðslu gsm á landinu og miðunum. Það er jú þannig að allir þessir túristar sem eru á ferðinni eru flestir með gsm og eru ekki að fara að fá sér neitt annað fyrir eina ferð yfir Kjöl eða inn í Öskju.
Hins vegar er það slæmt ef að þetta verður til þess að pælingar um CDMA2000 verða lagðar á hilluna því að ég held að það sé flottasta langdræga farsímakerfið sem að okkur gæti boðist, bæði hvað langdrægni, talgæði og gagnaflutningsgetu varðar. Ég veit að það er verið að prufukeyra kerfið núna og samkvæmt þeim heimildum sem ég hef innan símans þá er þetta kerfi að fara í loftið innan skamms – en svo getur það sjálfsagt allt breyst.
En þetta breytir ekki þeirri afstöðu minni að TETRA er alger snilld hvað þennan talstöðvarmöguleika varðar þó svo að ég gefi ekki mikið fyrir þetta sem síma – en virkar þó.
En meira er betra og þess vegna fær maður sér bara allt sem er í boði….
Benni
P.S.
Gsm sambandið náði víst ekki í gegnum veggi Setursins en slapp úti á hlaði – Þannig að hugsanlega má túlka það þannig að Ofsi haldi símanum.
09.02.2008 at 16:19 #613398Fyrstu bílar komu í setrið rétt fyrir kl 3 í dag og gekk bara nokkuð vel nema síðustu 2 km en þar var færið orðið töluvert þyngra
Heyrði í Ægi en hann var að leggja af stað við annan mann frá Selfossi og reiknað með því að reka lestina og sjá til þess að allir kæmust uppeftir
Tetra samband hélst uppeftir um 99 % af leiðinni með handstöð og er glimrandi gott samband inni í húsi uppfrá.
Benni
P.S.
Það er líka komið Vodafone gsm samband á hlaðinu.
09.02.2008 at 13:42 #613392Jæja þá er maður loksins kominn á vaktina aftur.
Var að heyra í Þorgeiri í Tetra – Hann er með handstöð inni í bíl án loftnets úti. Sú stöð hefur haldist inni nánast alla þessa leið
Hópurinn (10 bílar) átti um 1 – 2 km í Setrið og gekk mjög vel. Kvíslárveituvegur var auður og færi fram að þessu gott en var að þyngjst mjög verulega.
Veðrið var bærillegt, nokkur vindur og lágrenningur með honum og 7 stiga frost.
Benni
08.02.2008 at 20:15 #613378Núna var hópurinn að ljúka við að renna niður lambasteik í Hrauneyjum og er þar í góðu yfirlæti en töluvert hvasst er orðið þar.
Þau ætla að leggja af stað kl 10 á morgun og því geta þeir sem ætla að fara á morgun bæst í hópinn þá.
Hlynur – þetta er góð hugmynd hjá þér…. En þú skalt samt ekki treysta á að við Sæmi getum alltaf verið búnir að gera för fyrir þig þegar þú ætlar yfir heiðina…. Reyndar duga förin greinilega ekki alltaf því að síðast fundum við einn svona 44" patta fastann í förunum eftir Ford, en það er svo sem ekki í fyrsta skipti sem það gerist – og á líklega eftir að gerast aftur…
Benni
08.02.2008 at 18:07 #613364Hópurinn er snúinn við í annað sinn í dag en Gljúfurleitin voru alveg jafn vonlaus og hin leiðin Veðrið kolvitlaust og lítið sem ekkert skygni.
Óskar Abba fór fremstur fyrir hópnum og var greinilega eitthvað að misskilja nafn leiðarinnar – Hélt að Gljúfurleit stæði fyrir að hann ætti að leita að gljúfrum eða giljum. Hann keyrði víst beina leið ofaní eitt gilið á leiðinni og var rétt oltinn og þurfti hópurinn að hanga utaná bílnum til að halda honum á réttum kili.
Lítilega hefur fjölgað í hópnum og eru þetta núna átta bílar sem eru þarna á ferð. Förinni er semsagt heitið aftur í Hrauneyjar og skildist mér að ekki yrði reynt frekar í kvöld, nema þá við bjórdæluna í Hrauneyjum – Enda 29 m/s í Þúfuveri og slær hátt í 40 m/s í hviðum.
Benni
08.02.2008 at 17:06 #613356Var að spjalla við Þorgeir og hópurinn er lagður af stað inn á Gljúfurleitaleið og ætlar að gá hvernig veðrið og færið er þar – enda mun meira spennandi en að sitja í Hrauneyjum…
Galdurinn við að sitja í vinnunni er eins og Ofsi sagði að ég er með handstöðina mína við hliðina á mér. Líkt og ég er með núna kominn heim.
Ég keypti þessa handstöð ásamt mikrafón og dockingstation í bílinn og sett í hann útiloftnet – heildarverð komið í bílinn var rétt innan við 100 þ. Nesradíó sá um að koma þessu fyrir í bílnum fyrir mig.
Axel við erum á F4x4-1 og númerið mitt er 641 2100
Benni
08.02.2008 at 16:06 #613342Veðrið í Hrauneyjum:
[img:23qru68t]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5908/48348.jpg[/img:23qru68t]
Spáð í spilin:
[img:23qru68t]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5908/48349.jpg[/img:23qru68t]
S.. riddarar á fjöllum:
[img:23qru68t]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5908/48350.jpg[/img:23qru68t]
Teddi kominn í gírinn:
[img:23qru68t]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5908/48351.jpg[/img:23qru68t]
08.02.2008 at 14:49 #613330Hópurinn er kominn í Hrauneyjar og ætlar að halda kyrru fyrir fram eftir degí í það minnsta. Þar er blíðskapar veður og ekkert í líkingu við lætin þar rétt fyrir ofan.
Þorgeir talaði um að tveir 38" patrolar hefðu snúið við frá Laugum vegna ófærðar og væru líka komnir í hús í Hrauneyjum.
Benni
08.02.2008 at 13:50 #613318Núna er hópurinn í tómu veseni og ekkert gengur að komast til baka – 44" bílarnir fóru víst niður einhverja brekku sem ekkert gengur að komast upp aftur og skygnið er orðið þannig að menn vita víst varla hvort þeir eru að koma eða fara…. Bara gaman…
Eitthvað voru þau farinn að eigja jafnvel von um að komast uppúr seinna í dag eða kvöld ef að það nær að hlýna það mikið að kófið hætti – ekkert að því að keyra uppúr í smá roki ef að eitthvað sést út.
Benni
08.02.2008 at 13:20 #613312Hópurinn snéri við skammt ofan við Vatnsfell – skygni ekkert og varla stætt fyrir utan bílana.
Stefna á að vera komin aftur í Hrauneyjar eftir klukkutíma eða svo og verða væntanlega þar til morguns nema veðrið gangi niður.
Þorrablótið verður engu að síður haldið og þá í Hrauneyjum ef annað býðst ekki.
Etthvað var orðið af festum hjá þeim þrátt fyrir að þau væru ekki komin lengra og Þorgeir kvaddi með þeim orðum að hann ætlaðu út að hnýta í Stebba.
En djöfull er ég hrifin af þessum talstöðvarfídus í Tetra – að geta setið hér við tölvuna í vinnunni og spjallað við fólk uppi á hálendi í viðlíka gæðum og það sæti við hliðina á mér (og það án nokunargjalda)… BARA SNILLD !!
Benni
P.S.
Einar – Tetra hélst inni alla leið í Setrið um daginn og eins töluvert meira en NMT norðan við Bláfellsháls síðast þegar ég var þar… Auðvitað eru í þessu göt – en þetta er frábær fídus þessi talstöðvarmöguleiki.
08.02.2008 at 13:12 #613308Vara að heyra í Þorgeiri – Djöfulls snilld þetta Tetra !
Eitthvað hefur veðrið breyst hjá þeim því að þau eru rétt kominn upp fyrir Vatnsfell og skygnið orðið 0 m enda um 20 m/s þar og meira í hviðum.
Einhver rekistefna er hjá hópnum um framhaldið….
En Bjarki – læknast menn af Nissanpestinni með því að ferðast í Toyotu ? Er það ekki svona úr öskunni í eldinn dæmi…
Benni
08.02.2008 at 12:32 #613300Var að tala við Þorgeir í TETRA og hann var að leggja inn á Kvíslárveituveg í fínu færi og góðu veðri og skygni.
Engin ástæða fyrir menn að hanga heima í blíðunni…
Benni
08.02.2008 at 11:18 #201822Ég var að tala við Óskar og Þorgeir núna rétt í þessu. Fyrstu bílar sem lögðu af stað í morgun eru að verða komnir í Hrauneyjar.
Þar eru Gísli og Teddi á patrol 44″ , Óskar og Einar á Patrol 44″, Sterbbi á pajeró á 38″ og 38″ Tacoma sem ég man ekki hver keyrir, en maturinn er víst í þeim bíl. Svo eru Þorgeir og Lella á puttanum þarna einhverstaðar líka.
Benni
P.S.
Þorgeir er með Tetra stöðina opna og því hægt að ná fínu sambandi við hann þá leiðina – Tetra er Gargandi snilld !!!
06.02.2008 at 12:07 #612406Jú Baldvinn, þetta er alltaf bilað og aldrei minna en milljón í viðhald á mánuði…..
Benni
P.S.
6 l Powerstroke framleidd fyrir 11/2004 hefur verið að bila mikið. Nýrri vélar hafa gengið vel – bílarnir okkar Sæma eru 2005 árgerð.
05.02.2008 at 11:43 #611678Komumst ekki með um helgina…
Benni og Sigrún
04.02.2008 at 17:35 #612980ég hef alltaf sagt það – þeir eru stórskrítnir þarna fyrir norðan…
Benni
04.02.2008 at 17:31 #612368Þetta er bara glæsilegt – til hamingju með breytinguna Gulli.
Mér skilst að þetta hafi virkað æðislega um helgina…. Nú fer maður bara að leita að unimog hásingum…
Hvort þetta er of stórt eða annað röfl – það er bara sami söngur og hefur komið við allar nýjar dekkjastærðir og ég er líka alveg viss um að það verða margir á þessu ef þetta kemur til með að reynast vel. Sjáiði bara 49" – fyrst 2 – 3 bílar, svo vorum við 5 – 6 á þessum hjólum í fyrra og núna veit ég um hart nær 20 bíla á 49" og á annan tug í breytingu… Þannig verður líka með þetta ef þetta virkar vel.
Svo er það líka þannig að ef að menn ætla á annað borð að breyta Dodge þá þarf hvort sem er að skipta um hásingar ef eitthvað vit á að vera í breytingunni. Ég er allavega farinn að verða hrifinn af hugmyndinni um Megacab á 54"………
Svo þetta taut með of þungt o.s.frv. þá hljóta talmenn léttu bílana á litlu dekkjunum að fara að þagna – nóg er búið að refsa þeim undanfarna vetur…..
Benni
30.01.2008 at 00:14 #612190Renniverkstæði Ægis og Skerping gera þetta líka held ég.
29.01.2008 at 19:04 #612156Sæll
6,0 vélin var með svona prógram sem að ég held að sé virkt alveg fyrstu 20.000 km. Mér kæmi mjög á óvart ef að það væri eitthvað öðruvísi í 6,4.
Annars geturðu losnað við þetta með því að fá þér tunekit við bílinn. Ég veit um menn sem hafa sett upp kit frá Superchips í þessa bíla og það er að virka rosalega flott.
Kanta ofl færðu ódýrasrt með því að panta sjálfur frá USA.
Kíktu hvað er til hérna : http://www.pickupspecialties.com/
annars er bara google…
Benni
28.01.2008 at 23:37 #611632Hvernig á þetta að geta gengið upp :
Lella, Þorgeir, Ármann, Stebbi, Goggi, Ægir, Valur, Helgi, Teddi, Gísli, Bjarki, Skari…… Jesús minn almáttugur og allir englarnir…
Ég verð að fá að sjá að allt þetta lið hafi það upp í Setur um sömu helgina….
Ægir – Skráðu okkur Sigrúnu því á þetta fr…show…..
Benni
-
AuthorReplies