Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
11.03.2008 at 17:04 #616508
Ég er reyndar sammála Gumma (aldrei þessu vant ) með það að þetta dót er ekki jafn mikið gæðadót og menn hefðu kannski haldið.
En svo er það nú þannig að ég hef séð ansi mikið af heimskulegum aðferðum við að draga bíla úr festum þar sem eitthvað hefur gefið sig. Í þeim tilvikum hefur nánast allt slitað eða brotnað sem að brotnað getur – nema þessi títt um ræddi bolti – hann hef ég aldrei séð brotinn.
Meira að segja hef ég séð Cherokee jeppa dreginn upp úr krapa á svona krók, hann hélt…. En framhásingin varð eftir…
Benni
07.03.2008 at 11:43 #615876Ég veit að þetta umrædda kvöld/nótt var fólk í Árbúðum – um 15 manns og því verið laus á milli 15 og 20 rúm þar, ef eftir því hefði verið leitað.
En það að ferðast með börn – ég held nú að þeir sem hafa hátt um að ekki eigi að gera það eigi annað hvort ekki börn eða ferðist lítið – ég hef ferðast með mín börn frá því að þau voru nokkurra mánaða og tel ekki meiri hættu fólgna í því heldur en að fara með þau til útlanda – svo dæmi sé tekið, þar sem heilbrygðisþjónusta er bágborinn og maður talar jafnvel ekki mál innfæddra.
En af þeim Kerlingafjallabændum þá hef ég ekki nema góða sögu að segja og ávalt fengið þar frábærar móttokur hafi ég leitað þangað – en auðvitað getur orðið misskilningur og á öllum málum eru fleiri en ein hlið – það er því flott að fá pistilinn frá Snorra líka…. Annars hélt ég að nánast allir sem þvælast eitthvað á fjöllum vissu af vélsleðamótinu í Kerlingafjöllum um þessa helgi…
Benni
06.03.2008 at 16:51 #616652Ég er nú þeirrar skoðunar að þeim mun stærra – því betra. Það er nefnilega hægt að festa litla og létta bíla almennilega – og ef að menn eru á annað borð að fá sér spil þá ættu menn að horfa á 8 – 9500 fyrir bíla sem eru á bilinu 2 – 3500 kg.
Sumar festur geta nefnilega verið alvöru og um síðustu helgi togaði ég upp tvo "létta" bíla þar sem að í annari festunni dugði ekkert minna en Warn 16500 punda spilið mitt. Og helgina þar áður voru slíkar festur svo margar að ég var hættur að telja.
Og svo er ekkert mál að geyma spilið aftur í bílnum þar til að þörf er á því – enda er það miklu gáfulegara uppá endingu á spilinu – að maður tali nú ekki um vesenið þegar spilið er komið á kaf með framendanum og engin leið að færa það aftaná bílinn til að toga hann upp
Alvöru festa – léttur bíll, Warn 16,5ti að toga:
[img:f94u7vdd]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5967/49099.jpg[/img:f94u7vdd]Benni
P.S.
Svo hafa bílarnir tilhneygingu til að stækka hjá manni – og þá er ágætt að geta fært spilið á milli bíla
06.03.2008 at 16:42 #616688Þeir eru svona tímanlega í þessu
Nei ég get ekki sýnt minn bíl – hann er notaður á fjöllum um flestallar helgar, líka þessa.
En flott mál að hafa nafn klúbbsins á lofti þarna – bara snilld…
Benni
06.03.2008 at 16:31 #202035Ég sá í fréttablaðinu í dag að það er auglýst jeppasýning á vegum 4×4 á laugardaginn. Sýningin er auglýst í tengslum við Skrúfudag Stýrimannaskólanns….
Er þessi sýning staðreynd eða … ? Maður er bara svolítið hissa að hafa ekkert heyrt um þetta, svona þegar tveir dagar eru í þetta…
Benni
04.03.2008 at 20:24 #616106Auðvitað er maður með.
Benni
28.02.2008 at 20:53 #615148Alveg er mér sama hvað þið gerið við þennan þráð, en ég sé svo sem engan tilgang í því að færa hann eða breyta – enda það sem að ég skrifaði hér skrifað með fullri vitneskju um að þráðurinn væri öllum opinn og því stend ég við hvert orð sem ég hef hér skrifað – ef að menn hins vegar telja sig þurfa að svara en geta það ekki á opnum þræði þá ætti þeim að vera frjálst að stofna nýjan þráð í Innanfélagsmál.
Annars getiði líka bara hringt í mig – það er best að ná í mig í Tetra símanum mínum.
Benni
28.02.2008 at 17:58 #615128Ég get það mjög auðvellega, en ætla ekki að gera það hér á opnum vetvangi.
En þetta snýst síður en svo bara um þennan þráð Einar.
28.02.2008 at 17:22 #615122Ég held að þú ættir að lesa eigin skrif áður en þú heldur áfram – ég hef engan kallað hálfvita, en þú ert aftur á móti búinn að lýsa því yfir að ég viti ekkert um hvað ég er að tala – þú ert ágætur…..
En ég ætla ekki að halda áfram að svara þessu hjá þér (enda ekki svara vert lengur) og skemma með því annars ágætan þráð.
Benni
28.02.2008 at 16:28 #615118Það er aldeilis að það er uppi typpið á besservisserum norðurlands – og gott til þess að vita að við Snorri vitum ekkert í okkar haus – þó báðir tæknimenntaðir og rekum sitt hvora Verkfræðistofuna…..
Og nafni – því miður þá veit ég um hvað ég er að tala þegar ég segi að þið hafið skaðað klúbbinn……
Og ég var væntanlega að vinna gegn hagsmunum klúbbsins þegar ég gekk erinda hans sem formaður hans á síðasta ári – m.a. til Þórhalls til að vinna að því að við fengjum aðgang að Tetra.
Og að lokum þá er ég félagsmaður í þessum klúbb og ég man ekki til þess að hafa kosið þig til að gæta hagsmuna minna – enda tel ég að það þjóni mínum hagsmunum ágætlega að hafa VAL á milli þeirra fjarskiptakerfa sem ég Kýs að nota !
Benni
28.02.2008 at 15:47 #615114Það er gaman að þessu spjalli og fínt að koma fram með sem mestar og bestar upplýsingar.
Þó skemmir það verulega spjallið að menn eins og Einar og Benni nafni minn virðast vera í heilagri herferð gegn ákveðinni tegund fjarskipta af svo mikilli heift að það er farið að valda klúbbnum skaða – enda er ég hættur að nenna að taka mark á þeirra skrifum fyrir vikið.
Ég hef hins vegar eigin reynslu af Tetra og NMT – enda með bæði kerfin í bílnum, bæði með útiloftnet. Og ég ferðast mikið og nokkuð víða – og ég er algerlega Sammála Snorra með það að Tetra er oftar inni og í betra sambandi en NMT, enda hefur NMT kerfinu hrakað mjög verulega á þeim tíma sem ég hef notað það, eðlilega þar sem því er ekki haldið við lengur. (Og Einar síminn minn er í góðu lagi – og reyndar hef ég verið með 3 mismunandi síðustu 4 árin).
Ég er hins vegar á því – Eins og Agnar og fleiri að Tetra mun aldrei koma í staðin fyrir VHF í samskipti á milli bíla – enda hentar það einfaldlega ekki nema að menn séu með einkatalhóp (sem mér finnst spennandi kostur ef að allir ferðafélagarnir fá sér tetra – enda notum við einkarás á VHF)
Þannig að eins og ég hef áður sagt þá finnst mér Tetra vera frábær viðbót við þá flóru sem við höfum úr að velja – gsm á hálendið, frábært mál – en þar munu gróðasjónarmið alltaf ráða ferðinni en ekki öryggis.
Meira er betra….
Benni
27.02.2008 at 17:30 #615432Farðu bara nokkur hundruð metra austur fyrir Hellu og farðu inn á Syðra fjallabak hjá Keldum – fínt svæði þar uppfrá og þú ferð bara eins langt og farartækið sem þú ert á býður uppá.
Þú þarft að vera félagi til að auglýsa – allavega held ég það. Þannig að það kostar þig félagsgjaldið að fá þá heimild, sem ætti að skila sér margfalt til baka til þín ef að þú nýtir afslætti af eldsneyti og öðru sem í boði er – að ekki sé minnst á alla hina kosti aðildar…
Benni
26.02.2008 at 22:28 #613512Nú er síminn farinn að auglýsa að þeir séu með stærsta dreifikerfið – Mér skilst á mönnum þar að það sé verið að skipta þeirra sendum yfir á "long range" og verið að bæta við sendum til að slá vondafone við…
En ég komst þó að því áðan að þegar gsm cellurnar eru settar á langdrægnina þá fækkar samtímanotendum úr 8 í 4, sem er það sama og hjá Tetra og kverúlantarnir hér hafa básúnast mikið yfir að það sé allt of lítið í tetra…. Merkilegt að símafyrirtækin skuli sætta sig við það…..
Síðan veltir maður því fyrir sér hvort að þetta gsm brölt á vondafone og símanum núna hafi ekki þau áhrif að síminn seinki eða leggi CDMA hugmyndir á hilluna.
Benni
25.02.2008 at 11:18 #615036Ég er nú á því að þeim mun fleiri fjarskiptakerfi sem við höfum möguleika á að nota, því betra.
Ég er með dellu á þessu sviði og er með NMT, VHF, Tetra, Iridium, og GSM frá símanum og Vodafone….. Samt náði ég illa símasambandi í Landmannalaugum á miðvikudaginn – gekk loksins með Iridium og útiloftneti (eftir þó nokkrar tilraunir) – annað virkaði ekki.
Á leiðinni inn í laugar var ekin Valagjárleið inn á hefðbundna leið við enda hraunsins og þaðan voru þræddar hlíðar inn að Tjörvafelli og síðan ekin hefðbundin vetrarleið í inn að skálum.
Á þessari leið var Tetra lengst inni af þeim fjarskiptatækjum sem ég hef – reyndar var ekki kveikt á Iridium símanum, enda nota ég hann bara þegar ég þarf nauðsynlega að hringja og annað virkar ekki. Þess ber þó að geta að samanburðurinn er kannski ekki fullkomlega sanngjarn hvað Vodafone varðar því að ég er ekki með útiloftnet fyrir gsm en það er fyrir NMT og Tetra.
Ég er mjög hrifinn af talstöðvarfídusnum í Tetra eins og komið hefur fram í öðrum þráðum – ef að hægt er að virkja sambærilegan fídus í VHF kerfinu þá væri það alger snilld og myndi væntanlega verða til þess að jeppamenn hefðu lítið sem ekkert við Tetra að gera.
En ef að þetta er hægt – og hefur verið hægt lengi að því er mér hefur skilist – hvers vegna hefur þá ekkert verið gert í málinu ? Að mínu mati er það vegna þess að VHF kerfi 4×4 er borið uppi af takmörkuðum fjárráðum klúbbsins og starfi sjálfboðaliða (sem hafa unnið frábært starf). Af sömu ástæðum held ég því miður að góð fyrirheit frjarskiptanefndar eigi eftir að fjara út í rólegheitum þar sem að þeirra tími (og fjárráð) fer að mestu í að halda við þeim endurvörpum sem að nú eru í notkun – nema að til komi að rekstur VHF kerfisins verði færður úr sjálfboðastarfi og settir í þetta alvöru peningar. Ef ekki þá er VHF kerfið CB kerfi framtíðarinnar – flott á milli bíla.
Benni
P.S. Er GPRS virkt á langdrægum sendum Vodafone ? Ég hef ekki fengið það til að virka… s.s. engin gagnaflutningur í langdræga gsm kerfinu, allavega ekki hjá mér….
18.02.2008 at 18:47 #614562Jeppaþjónustan Breytir gerði þetta fyrir mig á sínum tíma – þeir hafa líka sett púða undir hjólhýsi veit ég.
Af hverju púða spyr elvar – maður helður mis miklu af drasli inni þessi hús þannig að þyngdin getur verið mjög breytileg og eins er í þessu 200 l vatnstankur sem ýmist er tómur eða fullur. Svo er alger snilld að geta stillt hæðina á þessu rétta aftaní hvaða bíl sem maður er að nota í það skiptið.
Að maður tali nú ekki um að stilla þessu af á mishæðóttum tjaldsvæðum með púðunum… Alger snilld og kostar að mig minnir í kringum 200 -250 þ.
Benni
18.02.2008 at 11:50 #614408Nú þekki ég ekki V10 vélina sjálfur en þó hef ég heyrt frá mönnum sem eru að nota þessa bíla að þær eyði dálítið hraustlega – sérstaklega undir álagi á breyttum bíl.
6.0 l vélina þekki ég vel og það er rétt sem Hlynur segir að Spíssar eru viðkvæmir í þeim – en það fer þó fyrst og fremst eftir meðferð og þeirri diselolíu sem við erum að fá. Bílar sem að reglulega er skipt um síur í og passað upp á að fjarlægja allan raka úr olíunni hafa enst og enst – en svo lenti ég í því að missa 4 spíssa núna um daginn og kenni vatni í olíunni algerlega um það, og ekki hjálpaði til að hráolíusíur voru komnar á síðasta snúning. Túrbínublöðin eiga það til að festast ef bílarnir standa lengi og þá er lítið mál að redda því. En mér skilst þó á mönnum sem þekkja vel til að þessar vélar séu í raun ekki að bila meira en aðrar, við heyrum bara meira af því heldur en öðrum þar sem að það er tíu sinnu meira af þessum vélum í umferð hér en öðrum sambærilegum – nú og svo líka hitt að ef þetta bilar þá er stórmál að laga því að það er engin leið að komast að neinu í þessu húddi nema að taka boddýið hreinlega af….
7,3l Powerstroke er einfaldlega ein af bestu díselvélum sem framleidd hefur verið fyrir bíla af þessari stærð, en hún er hávaðasöm og er ekki að skila nema 250 hp – sem er ekki nóg ef það á að vera gaman að vera á 46" eða stærra á svona þungum bíl.
Benni
P.S.
Þetta vatnsvandamál og drulla í olíunni hefur verið að hrjá mjög marga undanfarið og ég veit um slatta af Fordum, bæði 6.0 l og 7,3 l sem hafa skemmt spíssa og líka heyrt af Toyotum, Dodge, GMC, o.fl – spurning hvort að við verðum ekki að fara að sparka í þessi olíufélög…
14.02.2008 at 10:32 #6140564:88 eru hlutföllin sem koma orginal og flestir eru með í þeim jafnvel þó að komið sé á 38" dekk og jafnvel 44"
Það er mjög erfitt að fá lægri hlutföll í þessa bíla – eru reyndar til úr 2,5 bílnum en þá ertu kominn með veikara drif. Ný kosta þessi hlutföll hægri og vinstri handlegg í Heklu.
Benni
09.02.2008 at 18:29 #613406Var að spjalla við Þorgeir – í Setrinu er verið að undirbúa mat og fjörið rétt að komast af stað. Lítilega hefur fjölgað og standa nú 14 bílar á hlaðinu.
Fastur og félagar eiga um 10 km eftir í hús og Ægir er væntanlega dálítið fyrir aftan þá.
Benni
09.02.2008 at 18:14 #613466Það er nú það skemmtilega við öll þessi tæki að það er hægt að slökkva á þeim ef manni langar til að vera sambandslaus….
Og ég hef nú heyrt um vana fjallamenn sem hafa setið fastir á láglendi – eða svo gott sem, Heyrði meira að segja af nýlegu dæmi þar sem að 44" patti sat fastur og var þá sem betur fer í gsm sambandi og gat hringt eftir hjálp……. Þannig að það er nú greinilega ekki alltaf ávísun á betri færð að vera í gsm sambandi
Benni
09.02.2008 at 16:43 #613402Já ég talaði við Ægi núna fyrir um hálftíma og þá var hann að leggja af stað frá Selfossi og taldi sig vera með síðustu bílum uppúr.
Eitthvað hafði hann þó haft fréttir af hópum sem voru að snúa við en taldi þó að þar væri einhver misskilningur á ferðinni og við voru sammála um að dagur viðsnúninga hefði verið í gær….
Benni
-
AuthorReplies