Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
22.05.2008 at 22:45 #623324
Aðferðin sem að Valur lýsir er sú skásta sem ég hef kynnst og sú hættuminnsta. Ég hef sett flestar stærðir af jeppadekkjum á felgu með þessari aðferð án vandræða og hefur felgubreidd aldrei skipt verulegu máli – þó vissulega sé auðveldara að setja dekk á mjórri felgu.
Erfiðasta dekkið var 46" á 18" breiða felgu í brjáluðu veðri og affelgað báðumeginn. Þá var startspreyið reynt hvað eftir annað af mönnum sem margoft höfðu notað það en virkaði ekki – sennilega þar sem rokið var það mikið að það hreinsaði spreyið úr dekkinu áður en tókst að kveikja í. Aðferðin hans Vals virkaði hins vegar flott með einni fini dælu…
þannig að ég mæli nú frekar með því að menn æfi þá aðferð heima í skúr og séu klárir á því hvað skal gera frekar en að æfa sig í því að sprengja gúmí – þó það sé flott…..
Benni
22.05.2008 at 14:25 #623348Góður Atli…
Annars er ég kominn í hóp "stoltra" toyotueigenda þar sem að við konan vorum að eignast einn svona 120 bíl sem að er og verður óbreyttur (þ.e. 35" eða minna)
Þetta eru fínir malbiks snattarar – en um leið og fer að stefna í malarveg eða snjó þá fer maður á Ford…
Benni
22.05.2008 at 11:11 #623344Ég þekki þetta ekki nákvæmlega sjálfur en félagi minn var lengi með svona bíla (árg 2004 og 2006) Mér skildist á honum að 18 – 19 væri algengt í langkeyrslu og Miklu meira innanbæjar…..
Annars prufukeyrði ég svona bíl um daginn, að vísu dísel – var að spá í þetta sem aukabíl með Fordinum til að nota í sumarferðir og innanbæjar…. Þvílík vonbrigði… Þetta stóðst engan samanburð við Fordinn, haugmáttlaust og þröngt… Og kostar svo fáránlega mikið miðað við að þetta er sáraómerkilegt. 120 bíllinn er miklu skemmtilegri sem snattari..
Ég skil ekki hvers vegna menn halda ekki vatni yfir þessum bílum.
Benni
06.05.2008 at 13:40 #622480Það er alveg kórrétt hjá þér að það er óþoland ef að mikil ölvun skemmir fyrir öðrum… Og slíkt gerist eflaust enþá í einhverjum hópum, þó svo að ég hafi ekki orðið var við það.
Síðan eru ákveðnar ferðir eða uppákomur sem að eru annálaðar fyrir fyllerí – líkt og Þorrablót 4×4 og ef maður er ekki tilbúinn í slíkt þá lætur maður þær ferðir bara vera.
En við getum verið algerlega sammála um að þessi fréttaflutningur núna undanfarið og sú umræða sem að hefur fylgt er okkur jeppamönnum ekki til framdráttar. O reyndar þykir mér vont að sjá jafn færan mann eins og Pál Guðmundsson hjá FÍ láta hafa eftir sér að mennirnir hafi verið ölvaðir þrátt fyrir að engar sannanir liggi fyrir slíku og að vitni beri annað.
En það sama á við þegar koma fram lítt rökstuddar fullyrðingar um að almennt sé ölvun á fjöllum að aukast – ég er ekki sammála því og hef ekki orðið var við það. og slíkar fullyrðingar hér á vefnum eru lítið betri en vanhugsaðar fullyrðingar í blöðum.
Ver kann að Páll hafi sínar heimildir frá hinni ágætu. þýskættuðu konu sem var skálavörður í laugum nú eftir áramót. En hún hefur nú ekki meira álit á jeppamönnum en svo að hún sagði í erlendu blaðaviðtali að þeir væru álíka þroskaður og 4 ára drengir….
06.05.2008 at 12:22 #622254Skv. 3.gr laga klúbbsins skal senda allar tillögur sem að ætlast er til að bornar séu undir atkvæði með skriflegu fundarboði. Þetta er algerlega skýrt og hefur tillögum verið vísað frá áður á aðalfundi vegna þess að þær voru ekki sendar.
Frávísunartillögur á tillögur sem að hafa verið kynntar félagsmönnum með fundarboði eru allt annars eðlis og eiga samkvæmt öllum eðlilegum fundarsköpum ekki að þurfa að vera kynntar félagsmönnum sérstaklega áður. Enda geta tillögur sem að hafa verið kynntar bæði hlotið samþykki eða verið synjað. Ég sem félagsmaður á val um að mæta á fund til að fjalla um tillögur sem mér hafa verið kynntar í fundarboði. Ég á ekkert val um tillögur sem að koma fram á fundi og skv. lögum klúbbsins er slíkt ólöglegt og það er mjög eðlilegt að svo sé.
Fundarstjóri hefur ekki heimild til að breyta út frá algerlega skýrum lögum klúbbsins um þessi efni og hafi hann gert það sýnir það svart á hvítu að hann hafi ekki kynnt sér lög klúbbsins til hlýtar og því tæplega verið starfi sínu vaxinn.
Benni
06.05.2008 at 11:50 #622474Það er nú svo sem alltaf eins að fréttamenn hér á landi eru ekkert endilega að kafa ofaní málin, grípa hlutina bara beint eins og þeim er sagt frá þeim án þess að gera nokkuð í að meta sannleiksgildið.
Ég trúi því að menn séu saklausir uns sekt er sönnuð og það hefur ekkert komið fram sem að sannar að þarna hafi verið ölvaður ökumaður – og reyndar hef ég heyrt í vitnum að þessum atburði sem að fullyrða að hann hafi verið bláedrú.
Það er hins vegar mjög auðvelt að koma sér í vandræði þarna á milli húsana og það munaði mjög litlu að ég lenti þarna ofaní í vetur en þá brotnaði undan bílnum hjá mér. Ég var bara á bíl með 500 hp í húddinu (sem vantar í patrol) og ég notaði þau öll til að rífa mig upp og komast hjá því að leggjast utaní þennan kamar – bláedrú kl 9 að morgni….
Eftir að starfsmannahúsið var sett þarna niður þá er bara vont að fara þarna á milli í svona miklum snjó eins og var í vetur.
Benni
P.S.
Svo var dálítið hjákátlegt að lesa það hér á öðrum upphrópunarþræði út af þessu, frá mönnum sem viðurkenndu að ferðast sama og ekkert, að ölvun á fjöllum væri að aukast.
Ehh … ég ferðast mikið og hef sjálfsagt gist um 30 nætur í fjallaskálum í vetur og svipað síðustu árin og ég get fullyrt að þar sem að ég hef verið hefur áfengisneysla verið í góðu hófi og áberandi ölvun manna nánast engin. Og ég hef ekki séð neinn aka undir áhrifum í vetur, en sá það þó einu sinni eða tvisvar í fyrra og oftar árin þar á undan.
06.05.2008 at 11:35 #622250Þetta er að verða stórskemmtilegt….
Það er rétt sem að bent er á hér að ofan að tillaga Halla Gulla var ekki send með fundarboði og því ólöglegt að bera hana undir atkvæði á aðalfundi og því hefur sú ákvörðun ekkert gildi. Sama á við um allar aðrar tillögur sem að kunna að hafa verið bornar upp á fundinum en voru ekki með í fundarboði….
Hafi þetta hins vegar verið ályktun eða sambærilegt sem að komið hafi fram undir önnur mál þá er það gott og gilt en hefur enga þýðingu í stjórnsýslu klúbbsins.
En varðandi atkvæðisréttinn og mismunandi vægi á milli landsbyggðar og R-svæðis þá er þetta vissulega til staðar og að mörgu leiti ekki réttlátt – þó svo að mér finnist þessi túlkun á 19. gr vera útúrsnúningar.
En lausnin er til – aðskilnaður Reykjavíkurdeildar og móðurfélags myndi leysa öll þessi mál og því legg ég til að hin nýja stjórn fari að vinna í slíkri lausn strax enda mjög margt sem mælir með því annað en þessi atkvæðisréttur á aðalfundi.
Benni
05.05.2008 at 16:09 #620708Óx klubburunn eitthvað og dafnaði að ráði fyrr en með tilkomu vefsins og spjallsins ?
Ég vissi allavega ekki að hann væri til fyrr en ég kynntist honum á netinu – og þannig veit ég að er með fjölmarga.
Nýja vefnefndin verður aldeilis að taka sig á í að fylla vefinn af áhugaverðu efni þegar að spjallinu verður lokað – allavega ef að hann á að draga fólk að klúbbnum…
En svo er ekkert víst að menn vilji endilega fleiri félagsmenn – maður hefur heyrt raddir sumra "eldri" félagsmanna sem vilja bara fækka í klúbbnum… Fá svona gömlu góðu dagana aftur þegar það voru 500 í klúbbnum og öll dýrin í skóginum voru vinir…. eða þar um bil
Benni
03.05.2008 at 20:26 #621370Hver er þessi Marteinn ?
Benni
28.04.2008 at 22:23 #621724Það er 135 í efri brún ljóss og auk þess meiga ljós ekki vera innar en 40 eða 45 cm frá ytri brún ökutækis.
Menn hafa leyst þetta á ýmsan hátt – en það verður að setja önnur ljós neðar á bílinn og tengja þau við aðalljósarofann. Einnig að blinda orginal ljósin. Sumir hafa sloppið með að taka perurnar úr á meðan að aðrir hafa verið skikkaðir í að hylja þau með hlífum.
Nýu aðalljósin verða að vera viðurkennd sem slík – E merkt minnir mig að það sé kallað.
Benni
24.04.2008 at 00:04 #621306Þetta er allt hið besta mál að menn sé sestir að "samningaborðinu"
En það er nú rétt, held ég, sem að Haffi segir að það sem hefur gengið á undanfarið er bara lítill hluti alls þess vanda sem að klúbburinn á í raun við að stríða.
Og að mínu mati á sú staða sem nú er upp komin mjög langan aðdraganda – jafnvel nokkur ár. Og ef að menn eru nýlega farnir að fylgjast með þessu drama öllu saman þá er ekki nema von að þeim komi þetta undarlega fyrir sjónir nú á síðustu vikum. Og það versta er að allt það sem gengið hefur á í gegnum árin sést ekki lengur á vefnum þar sem mjög miklu af skrifum var eytt út.
En það er svo sannarlega Krabbamein í klúbbnum og ég held að það taki langan tíma og mikið af lyfjum til að lækna það – alla vega ef að menn skera ekki meinið í burtu að fullu núna.
Benni
12.04.2008 at 11:46 #620360Það er allur munur á Ford og dodge – Svona eins og bens og skódi – Fordinn sem um ræðir er á leið í breytingu – síðast þegar ég vissi var beðið eftir hásingum frá unimoglandinu.
Benni
05.04.2008 at 10:41 #619458Þessir aðilar fá oft styrki beint frá ákveðnum ráðuneytum eða af "einkaeyðslufé" ákveðina ráðherra – og þá er gott að maður þekki mann o.s.frv. Það er sjaldgæfara að þeir séu beint á fjárlögum.
En hvar sé hægt að finna upplýsingar um slíka styrki veit ég ekki – kannski í ársuppgjörum ráðuneytana.
Benni
05.04.2008 at 09:56 #619448Alveg er þetta dæmigert fyrir þennan H.vita hjá FÍB – það er alveg með hreinum ólíkindum hvað hann gegnur langt í að reyna að ófrægja 4×4.
Síðan var alveg einstakt að hlusta á bullið sem vall uppúr honum á Bylgjunni um daginn, þar sem hann sagði beint út að landsmenn yrðu bara að sætta sig við þetta verð og að í mesta lagi væri svigrúm til að lækka um 9 – 12 kr og að þessir mótmælendur ættu ekki að vera að mótmæla ríkinu heldur OPEC og heimsmarkaðsverðinu. Síðan klykti hann út með því að segja frá því að hann hefði kannað það og komist að því að álögur ríkisins hér væru þær lægstu á norðurlöndum og að líterinn væri sá ódýrasti hér. Svo þykist þessi maður vera að vinna fyrir bíleigendur…. En ég hef sjaldan eða aldrei séð hann vinna á nokkurn hátt fyrir bíleigendur en mun oftar gegn þeim…
Hvað fær FÍB stóran styrk frá ríkinu á ári ?
Benni
P.S.
Félagsmenn 4×4 eru örugglega vel á 6Þ. með aukafélögum, enda var sú tala í nágrenni við 5þ þegar ég gáði síðast fyrir rúmu ári.
31.03.2008 at 11:03 #618756Þetta er flott dagsetning…. Ég hugsa að ef að þetta væri í dag þá myndi ég mæta… Og líka hinn daginn…. En á morgun mæti ég ekkert nema í vinnuna….
Gleðilegan 1. apríl
En svona munu án efa 85 % (meiri tölfræði) hugsa enda íslendingar ekki mjög áfjáðir í að láta plata sig og því án efa fáir sem munu taka marka á svona kalli á þessum degi – hvort sem hér er um gabb að ræða eða ekki.
Benni
23.03.2008 at 00:53 #202162Ég er aðeins að pæla þessa dagana…..
Er einhver sem að þekkir Dana 80 hásingar. Þá er ég fyrst og fremst að leita að upplýsingum um sverleika á öxlum, rillufjölda, gerð hjöruliðskrossa o.fl. Og þá sérstaklea í samanburði við Dana 60.
Eins væri gaman ef einhver veit um staði í USA sem selja svona hásingar eða sambærilegar.
Benni
P.S.
Bara til að svara forvitnum strax þá er ekki vesen á Dana 60 undir Ford…. En það eru til stærri dekk en 49″
22.03.2008 at 12:34 #615688Það er rétt hjá Haffa að ég er ekki með neina gamla rellu – Þó svo að það sé eldri lappinn minn…. 1 Gb í minni og sæmilegasti örgjörfi.
En ég er að keyra útgáfu 6,xx af nobeltec sem mér finnst alltof oft frjósa eða vera með einhver almenn leiðindi.
En ég fékk mér almennilegt gps með stórum skjá og eftir það hef ég ekki nennt að nota tölvuna nema í undantekningartilfellum. Ég er með öll trökkin mín flokkuð eftir landshlutum og því tekur það mig ekki nema nokkrar mínútur að skella inn þeim trökkum og rútum sem ég þarf í gps tækið.
Ég hef notað mapsorce helling í að vinna trökkin o.þ.h. en ég hef ekki keyrt eftir því (eða enroute)
En auðvitað hafa menn þeir þetta eins og best hentar hverjum og einum – en ég var mjög sáttur þegar ég losnaði við lappann úr mælaborðinu og fékk snertiskjáinn og var þar með laus við hættuna á að fá hann í andlitið ef loftpúðar færu af stað.
Síðan hefur þetta þróast út í það að ég nenni ekki einu sinni að setja upp þennan skjá lengur enda finnst mér mikklu þægilegra að keyra eftir gps – enda kortin orðin frábær eins og Haffi sagði.
Annars er þetta nú líka svolítið eins og Hlynur sagði "Alvöru fjallamenn þurfa ekki gps, Þeir rata !"
Benni
21.03.2008 at 22:29 #616946Ég skrapp upp á skjaldbreið í dag – ók frá Gjábakkavegi hjá Bragabót. Færið fínt upp í um 850 m hæð en lóló færi eftir það og ekki margir sem kláruðu sig alla leið upp – ég hefði sjálfur snúið við ef að ég hefði ekki verið með fólk í bílnum sem aldrei hafði komið þarna.
Ég heyrði í mönnum víða um land, bæði á VHF og Tetra. Það sama virtist vera uppi á teningnum á Langjökli, Mýrdalsjökli og Hofsjökli – þ.e. Þungt færi ofan við 8 – 900 m en flott þar fyrir neðan.
Benni
21.03.2008 at 22:22 #615676Það er fyrirtæki hér í borg sem heitir [url=http://www.leidir.is:39cbvjb7][b:39cbvjb7]Leiðir ehf[/b:39cbvjb7][/url:39cbvjb7] . Þeir eru með allar mögulegar og ómögulegar lausnir fyrir okkur jeppamenn. Það var fín kynning frá þeim á félagsfundi síðasta vetur og sjálfsagt hafa einhverjir prófað græjurnar frá þeim eftir það. Þeir eru allavega að græja bíltölvur í helling af fyrirtækjabílum veit ég – ruslabíla, flutningabíla og eitthvað fleira.
Ég er sjálfur með 10,4" snertiskjá frá þeim og nota bara gamla Dell lappann minn við hann og hef hann í vasanum aftaná sætinu mínu – bara svínvirkar og hefur þann kost að geta tekið tölvuna með inn í skála ef með þarf.
Annars nota ég tölvuna nú orðið bara til að skipta út trökkum í gps tækinu mínu – ég nenni ekki að hafa þessa skjái uppi nema í neyð. Mikið betra að fjárfesta í almennilegu gps heldur en þessu tölvudrasli – það klikkar alltaf þegar á reynir, sérstaklega þetta Nobeltec forrit.
Benni
17.03.2008 at 14:41 #617800Er þá ekki spurning um að kaupfélagið fari að finna alvöru gsm bílasíma með mögnurum og alles ?
Annars var ég að heyra af gsm símum sem eru fyrir tvö sim kort – þannig er hægt að vera með bæði síman og vondafon í sama tækinu og hámarka möguleikana á sambandi….
Benni
-
AuthorReplies