Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
10.09.2008 at 08:44 #629082
Hnútuvirkjun átti að verða 2,5 MW og átti ekki að fara í umhverfismat. Verndunarsamtök kærðu og unnu og virkjunin var skikkuð í umhverfismat. Það kostar helling og því ákváðu eigendurnir að stækka virkjunina úr 2,5 MW í 15 MW til að standa undir kostnaðinum…
Aldeilis sigur fyrir umhverfið þar….
Benni
P.S.
Ég held að það sem Skúli segir sé alveg rétt – þessi virkjun verður aldrei að raunveruleika, en hún verður sett fram til að nota sem skiptimynnt.
04.09.2008 at 16:38 #628756Ég hef ekki átt 100 bíl sjálfur en þekki þó aðeins til þeirra. Þetta eru mjög skemmtilegir bílar, ágætlega aflmiklir (disel – þekki ekki bensín) og vel rúmgóðir. Það sem að mér finnst þeir hafa á móti sér er að verðið er allt of hátt miðað við sambærilega bíla af öðrum tegundum og að þeir eyða slatta, enda stórir og þungir.
LC 120 þekki ég betur þar sem að ég á svoleiðis bíl, óbreyttann. Bíllinn sem ég er á er VX útgáfa, árg 2006. Mjög skemmtilegur og lipur bíll í innanbæjarsnattið og hefur líka dugað mér vel í að draga hjólhýsið í sumar – hef þó nánast ekkert farið út fyrir malbik á honum, enda nota ég Ford í það. Eyðslan er ca 10 innanbæjar og fer niður í 8,5 – 9 í langkeyrslu. Bíllinn er á loftpúðum að aftan og fjöðrunin er hreint út sagt frábær og ég hef ekki keyrt óbreyttann jeppa/jeppling sem fjaðrar betur og hef þó keyrt ansi margar tegundir. Verðið á LC120 er líka fáránlega hátt en að mínu mati er hann þó frekar þess virði heldur en sá stóri.
Benni
25.07.2008 at 10:55 #626416Þarf ekki að setja alla þessa fjallagrasaræktun í umhverfismat ?
Benni
P.S.
Þetta lið og málstaður þess er orðin svo þreyttur að ég hef ekki nennt að fylgjast með því hvað það er að röfla núna… Og hef því fátt málefnalegt til að leggja.
25.07.2008 at 10:54 #626412Ég óska Húsvíkingum til hamingju með afmælið og ykkur sem farið góðrar skemmtunar.
En ég nenni bara ekki að keyra yfir hálft landið til að detta í’ða – allavega ekki að sumarlagi
En þó ég nennti því þá kæmist ég samt ekki….
Góða skemmtun
Benni
14.07.2008 at 12:49 #625734Ég tek undir það með Skúla og Hlyn að það er litlu fórnað með því að klára framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun en það er líka rétt að þá eru líkurnar á að farið verði Norðlingaölduveitu orðanr meiri.
En annars var Össur "froðusnakkur" Skarphéðinsson að lýsa því yfir nú í fréttum að hann ælaði að leggjast gegn því af fullum þunga að af Norðlingaölduveitu yrði og á sama tíma að Þjórsárver verði alfriðuð… Spurning hvort að þau orð eru einhvers verð…
Benni
03.07.2008 at 13:51 #625256….
03.07.2008 at 13:51 #625254Þetta er bara snilld…
Frábært framtak hjá Sigga og félögum í ritnefnd – takk fyrir…
Benni
03.07.2008 at 13:48 #625314Einhverjar myndir hérna:
[url=http://www.flickr.com/photos/breytir/sets:1a0d5dk8][b:1a0d5dk8]http://www.flickr.com/photos/breytir/sets[/b:1a0d5dk8][/url:1a0d5dk8]
Ég er þó ekki viss um að allra nýjasta bodýið sé þarna. Ég man reyndar ekki eftir að hafa séð svoleiðis bíl á 38" þó það kæmi mér á óvart ef ekki væri búið að breyta nokkrum.
En eins og Valur sagði þá er líklega best fyrir þig að tala við Aron eða Bigga í Jeppaþjónustunni Breyti til að fá upplýsingar um þetta og einnig verð – þeir eru án efa reyndastir í að breyta þessum bílum. Mér kæmi þó ekki á óvart að fullt verð losaði 2 Mkr.
25.06.2008 at 16:08 #624898Ég er með þetta undir Ford. Þetta eru vinnuvélaljós að mig minnir frá Hella með höggþolnu gleri og plasthúsi. Er búið að vera undir bílnum í þrjú ár og aldrei bilað.
Er staðsett aftan á bita undir miðjum bíl.
Benni
25.06.2008 at 16:06 #624910Er það Síminn eða Vodafone sem virkar þar ?
Og var farið í einhverjar séraðgerðir til að fá samband þar eða "kom þetta bara" með stækkun kerfisins ?
Virkar Tetra í Kerlingafjöllum ?
Benni
24.06.2008 at 16:19 #624852Ég er alveg sammála því Dagur að menn eiga að hafa leyfi fyrir þeim tækjum og tólum sem þeir nota – en stöðvar líkar þeirri sem hér var auglýst eru töluvert algengar og ganga kaupum og sölum eins og menn vilja. Ég átti svona stöð sem ég keypti eftir blaðaauglýsingu – fannst svo hundleiðinlegt að nota hana og seldi aftur…
Hvert greiða amatörar fyrir sínar stöðvar ? Ég greiði ekkert fyrir mína, en greiði tíðnigjald í eitt skipti fyrir þær rásir sem settar eru í mína stöð. Greiða Amatörar til póst og fjar fyrir þær tíðnir sem þeir vista í sínum stöðvum ? Spyr sá sem ekki veit…
Síðan finnst mér amatör prófið mjög góðra gjalda vert og flott að sem flestir séu með og ég ætla mér í þetta þegar ég hef tíma til að sitja námskeiðið – en undirritaðaur þagnareiður sem að ekkert eftirlit er með er lítils virði – ef menn vilja hlusta þá hlusta þeir… Og blaðra…
Benni
24.06.2008 at 14:29 #624796Það eru skíthælar allstaðar – það eru til sniðugir boltar fyrir spil og króka sem eru með læsingum. Sá að Arctic Trucks var að selja þetta.
Annars er ég með þetta dót boltað fast þannig að menn þurfa allavega verkfæri til að ná króknum – auk þess er hann það síður að það eru fáir sem geta notað minn krók – nema kannski sem ripper.
Benni
24.06.2008 at 14:22 #624838Ég legg til að við bönnum bílaauglýsingar hér á vefnum þar sem að hingað koma inn aðilar sem ekki hafa bílpróf og lesa vefinn..
Það væri vítavert kæruleysi af vefnefnd að leyfa að slíkt væri borið á borði fyrir próflausa og jafnvel barnunga lesendur vefjarinns.
Að maður tali nú ekki um auglýsingar stórglæpamanna sem bjóða meiraprófsbíla til próflausra eða próflítilla einstaklinga hér á vefnum.
Svo legg ég til að Dagur fái notendanafn á Barnalandi…
Þvílíkt bull
Benni
12.06.2008 at 09:09 #624286Svona af því að það er búið að stela þessum þræði einu sinni þá er ég að hugsa um að gera það aftur.
En ég er sammála því að þessir "blessuðu" túristar eru bara til vandræða hérna og ætti að setja veruleg takmörk á ferðalög þeirra á eigin vegum.
Í gær kom keyrandi inn í reykjavík stór hópur bíla af Rover gerð, bæði Land og Range. Allir voru þeir með stýrið vitlausu megin og hlaðnir af farangri og ég giskaði á að þeir væru að koma frá Dópflutningaskipinu fyrir austan. En það var svo sem ekki það sem kom mér á óvart heldur hitt að þetta voru allt óbreyttir bílar, en þó búnir snorkelum og spilum o.fl. sem gæti átt heima á jeppa og þeir voru Drullugir upp fyrir topp líkt og þeir hafi verið að keyra drulluflögin í torfærukeppni. Ég fór því af þessu tilefni inn á vef Vegagerðarinnar til að sannfæra mig um að það væri búið að opna hálendið – en viti menn svo var ekki. Þessir bílar gátu hvergi hafa komist í svona drullu á þjóðvegi 1 frá Seyðisfyrði – því þykir mér líklegt að þeir hafi ekið annað hvort Kjöl eða Sprengisand – lokaða.
Ég hef líka margoft komið að Unimog trukkum eða sambærilegu með útlendinga um borð lengst úti í móa….
Ég er sammála Ólsaranum með það að tekjur af erlendum ferðamönnum á íslandi eru og hafa alltaf verið stórlega ýktar og sá skaði sem þeir valda með átroðningi á landinu er vaxandi vandamál.
Benni
03.06.2008 at 10:36 #623890Það er allt gott og blessað við þetta – eða þannig…
Það er alltaf sama sagan hér(og sjálfsagt annarstaðarí heiminum líka) að það er ekki litið á heildarmyndina. T.d. hefur verið sýnt fram á að hybrid bíll eins og t.d. Toyota Prius mengar meira en sambærilegur díselbíll þegar allt er tekið – þ.e. framleiðsluferlið, líftíminn, orkunotkunin og förgun í lok líftíma.
Og á þá að hvertja fólk til að nota t.d. rafmagnsbíla til að minnka útblástur CO2 – vissulega gerir það gagn hér – en hvað með aðra mengun t.d. blýmengun við förgun geyma ?
Heildarmyndin er aldrei skoðuð.
Ég er sammála val að þetta verður aldrei annað en pólitísk leikfimi í kringum þetta og mun snúast meira um peninga í ríkiskassann en umhverfisvernd þegar upp er staðið – hvaða skoðun sem menn hafa á þessu eða ekki…
En niðurstaðan er og verður sú sama – eldsneytisverð mun halda áfram að hækka næstu misserin og verður án efa komin upp undir 250 kr/l áður en það fer að lækka aftur vegna minnkandi eftirspurnar. Og í þessu samhengi skiptum við íslendingar (allir 300þ) afar litlu máli – eins og í hnattrænni mengun með CO2.
Benni
30.05.2008 at 16:11 #623724Ekkert… Er ekki líka komið sumar bara …
26.05.2008 at 14:36 #623510Fyrir tveimur vikum var snjór á jökulheimaleið orðinn mjög lítill og engin fyrirstaða fyrir breytta jeppa á þeirri leið að jökli.
Núna er væntanlega orðið alveg autt og Tungná væntanlega eini mögulegi farartálminn.
Benni
25.05.2008 at 00:55 #623394Ásgeir Skrifar :
"Mig minnir að hann eigi að vera með sama drifbúnað og LC og þal. með alvöru hásingu að framan, en ég er ekki viss með vélina."uhh…
Hvaða tegund af LC er það sem er með "alvöru" hásingu að framan ?
Benni
"stoltur" LC eigandi
24.05.2008 at 13:37 #614982Já Hlynur hún er svakaleg þessi sænska – ég er nú ekku hugaðari en svo að mér finnst hún hálf skelfileg, mér dettur einna helst í hug að hún hafi átta að leika í StarTrek – einhverskonar skeppna frá annari pláhnetu…
En var hann ekki á Nissan þessi í byrjuninni á þýska laginu ? Ég sá ekki betur…
BM
23.05.2008 at 08:36 #614958Júróvision er málið…. en maður á ekkert að láta þessa keppni koma í veg fyrir að fara á fjöll – bara að hafa sjónvarpið með…
Í fyrra horfðum við á júróvision og kosningasjónvarpið á Grímsfjalli – Tókum með gervihnattadisk og skjávarpa og breyttum bílnum hans Vals í festingu fyrir diskinn – bara svínvirkaði.
Benni
-
AuthorReplies