Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
11.11.2008 at 09:15 #632594
Teddi
Maður fer bara á Fjöll og hefur þetta "live"
Farðu nú út í skúr að skrúfa frekar en að vera í þunglyndi hér á vefnum…..
Benni
10.11.2008 at 11:30 #632534Núna er allt svo til autt á hálendinu og því hægt að fara nánast hvert sem er á 35" bíl.
Var um helgina inni í Landmannahelli og fór m.a. inn í Laugar, Hrafntinnusker, Reykjadali og víðar. Allstaðar á þessu svæði er fært fyrir 35" bíla – þó ég mæli nú með að menn séu allavega tveir saman þar sem að það er slatti af sköflum í lægðum og vegirnir víða fullir af snjó.
En þetta er staðan eins og hún var í gær, færð og veður breytast þó fljótt.
Benni
05.11.2008 at 10:45 #632102Þórður…
Það er allur munur á því að hristast um hálendið á óbreyttum bílum á vondum vegum að sumarlagi eða að aka um á bílum á stórum hjólum, að maður tali ekki um í snjó.
Ég á tvo jeppa, nýlegann óbreyttan Landcrusier 120 VX – sem er af mörgum talin fjaðra frábærlega – Þessi bíll er samt eins og argasta hestakerra í samanburði við hinn bílinn sem er Ford F350 á 49" dekjum og með loftpúðafjöðrun.
Enda það þannig að ég myndi tæplega bjóða mínu fólki upp á að keyra kjöl að sumarlagi á Toy dósinni – börn eða ekki….
Á bíl á 38" eða stærri hjólum og með sæmilega fjöðrun og í 10- pundum á malarvegi finna farþegar ekki mikið fyrir ósléttum vegum.
Þessi umræða hefur oft komið upp hér áður. þ.e. hvort óhætt sé að ferðast með börn á fjöllum. Og nánast alltaf er það sama sagan að þeir sem hafa hæst um að vera á móti því virðast annað hvort ekki eiga börn, ekki eiga breyttan jeppa eða hafa afar takmarkaða reynslu af vetrarferðum á breyttum jeppum.
En varðandi upphaflegu spurninguna um staðsetningu á bílstól þá er það almennt talið að börn séu öruggari í bílstól sem snýr baki í akstursstefnu. Það er líka fullkomlega löglegt og talið öruggt að bílstóllinn sé framí ef að ekki eru loftpúðar, eða að hægt er að slökkva á þeim.
Benni
05.11.2008 at 08:44 #632032Bara til að upplýsa menn þá tók Tækninefnd klúbbsins þetta upp í vor og hefur þegar vakið athygli ráðamanna á okkar áhyggjum. Þó svo að þar sé hvergi nærri nóg gert.
Við munum að sjálfsögðu halda áfram að vinna í þessu máli og munum án efa nýta okkur marga af þeim fínu punktum sem komið hafa fram í þessari umræðu hér.
Um að gera að halda umræðunni áfram.
Benedikt Magnússon
Formaður tækninefndar
05.11.2008 at 08:40 #632096Ég skil aldrei þetta tuð um að hafa börnin ekki með á fjöll.
Það eina sem heldur mér frá því að taka börnin með er þegar farið er í skála eins og Setrið eða aðra þar sem von er á öðrum hópum. Því tilitsleysið við þá sem eru með börnin með er alveg stórmerkilegt – fyllerý og hávaði fram á nætur, sem er akki alveg það sem að ég vil ala börnin mín upp við.
En ég er þrátt fyrir þetta búinn að ferðast með mínar dætur frá nokkurra mánaða aldri og aldrei lent í neinu veseni með þær og sé ekkert að því að ferðast með ung börn, svo framarlega sem að notaðir eru almennilegir bílstólar og passað upp á að leyfa þeim að hreyfa sig reglulega.
Benni
31.10.2008 at 18:31 #631824Bara svona rétt til að fyrirbyggja misskilning þá er rétt að menn geri sér grein fyrir að hér er verið að gera grín af því að Sæmundur nokkur þurfti að skilja bílin sinn eftir á fjöllum í nágrenni við Skála FÍ í Hrafntinnuskeri.
Benni
28.10.2008 at 14:07 #631822Nú komstu Ferðafélaginu í vandræði Ofsi – þeir ætluðu að reyna að lauma þessu nýja útihúsi niður þarna í upphafi vetrar, án allra leyfa líkt og var reynt annarstaðar á fjallabakssvæðinu í vor.
En þar sem að athygli var vakin á þessu hér á spjallinu þá bruggðust yfirvöld fyrir austan ókvæða við og kröfðust þess að viðbyggingin yrði fjarlægð hið snarasta. Ég leigði því vörubílinn minn út í morgun í það verkefni að koma þessu til byggða á nýjan leik.
Því bendir flest til þess að Sæmundarsel muni verða fært til og reynt að fá stöðuleyfi í öðru bæjarfélagi.
Benni
23.10.2008 at 10:10 #631626Ég tek það strax fram að ég hef aldrei keyrt á svona hjólum sjálfur.
En ég hef ferðast með bílum á svona og heyrt ýmsar reynslusögur sem eru ekki góðar. Bæði það að það sé vont að aka á þessu á malbiki (bæði 44" og 39,5") og að þetta virki ekkert æðislega í snjó.
Ég hef keyrt með bílum á svona hjólum og mér fannst þeir ekki vera að gera neitt umfram sambærilega bíla á 44" DC. En þetta eru mun þyngri og stífari dekk og því er þetta held ég ekki að gera neitt neima að auka eyðsluna umfram 44" DC.
Eini maðurinn sem ég veit um að er hrifin af þessu er Gunni Egils.
Benni
20.10.2008 at 16:15 #631398Skruppum tveir saman inn í Setur á laugardag, Ég og fjölskyldan á 49" Ford og Helgi á 38" 90 cruiser. Reyndar var ferðinni upphaflega heitið inn í Kerlingafjöll en strax og lagt var af stað úr bænum fórum við að huga að öðrum möguleikum. Við vissum af því að Aron í Jeppaþjónustunni Breyti var á leið í Setrið með hóp af kunningjum sínum og voru sumir bílarnir í þeim hóp óbreyttir. Þeir ætluðu að fara Klakk og lögðu af stað tveimur tímum á undan okkur úr bænum. Við tókum því það upp hjá okkur að fara í kapp við þá uppeftir og ákváðum að fara Gljúfurleitaleið.
Fljótlega eftir að við fórum framhjá Sultartanga var orðin alhvít jörð og við Gljúfurleitaskála var snjódýpt orðin um 10 – 15 cm jafnt yfir. Sá snjór jókst jafnt og þétt og var á köflum um 30 cm og djúpir púðurskaflar á milli. – Bara gama og kúludráttur á 49" á köflum :-). En þegar lagt var af stað úr bænum var ekki gert ráð fyrir nema smá föl á leiðinni og því var maður varla útbúinn í vetrarakstur – eiginlega bara heppni að snjógallin var tekinn með.
En það gekk eftir að við vorum langt á undan Aroni og félögum í Setrið, enda ekki að undra þar sem að hann var með um 15 bíla á eftir sér og þar var meirihlutinn á 35" eða minni dekkjum. Reyndar gekk þeim ótrúlega vel og minnsti bíllinn sem var Range Rover Vouge á low profile sumardekkjum var ekki skilinn eftir fyrr en í nánd við Klakksskála. En áður hafði lítið breyttur econoline verið skilinn eftir með brotið afturdrif.
Þegar við Helgi komum í Setrið voru þar fyrir fjórir bílar sem komið höfðu um Kerlingafjöll í fínum snjó á þeirri leið. Eftir stutt kaffistopp ákváðum við að fara á móti hópnum sem var að koma Klakkinn og við mættum þeim efst í brekkunum fyrir ofan Kisubotna. Þá var eins og áður sagði búið að skilja eftir Econoline með brotið afturdrif og Range Rover á Low profile dekkjum. Í brekkunum var svo óbreyttur Pajero líka skilinn eftir og gott ef að ekki var einn annar óbreyttur af Land Rover kyni skilinn eftir þarna einhversstaðar.
En á endanum komust þó allir inn í Setur þar sem að grillað var og sungið eitthvað fram á kvöld.
Á sunnudeginum var veðrið ekki alveg jafn gott og deginum áður – örlítð farið að blása og snjóblinda töluverð. Við Helgi ákváðum að fylgja hópnum til baka um Klakk, enda var þarna einn 38" Suburban með óvirkt framdrif sem að þótti sýnt að þyrfti aðstoð upp erfiðustu brekkurnar og þá væri ekki verra að hafa þungan og aflmikinn bíl eins og Ford til að draga.
Það gekk eftir að aðstoða þurfti Subbann í nokkrum brekkum en að öðru leiti komust allir þessir bílar hjálparlítið til baka. Bílarnir sem skildir voru eftir voru svo hirtir upp einn af öðrum og ferðinn gekk nokkuð vel þangað til komið var að Litla Lepp. Þar Affelgaði Range Roverinn eitt af Low profile dekkjunum og svoleiðis dekk er ekki hægt að setja á felgu með þeim aðferðum sem tiltæk eru á fjöllum. En sem betur fer var hann með varadekk. Á sama stað skemmdi óbreyttur Discovery bíll tvö dekk og hvorugt var hægt að laga þarna uppfrá. Það endaði því þannig að hann var skilinn eftir á meðan að farið var niður að Flúðum og dekki reddað. Aron og félagar fóru svo aftur uppeftir og náðu honum heim og voru síðustu bílar að koma í bæinn um klukkan tvö í nótt.
Í heildina frábær ferð sem átti að verða haustferð á svo til auðu, en endaði sem flott vetrarferð með frábæru veðri og passlega miklu brasi.
Benni
14.10.2008 at 14:06 #631068Það verður þá ekki merkileg sería – en ég á hins vegar stórar seríur af öllum sem hafa tjáð sig hér um mínar festur… Þar sem viðkomandi eru ýmist fastir eða hangandi í spotta eða spili frá FORD….
You have been warned…..
Benni
13.10.2008 at 21:42 #631054Sæmi
Það er nú ekkert að marka það sem kemur frá Þér og Hrönn – enda bæði búin að taka Photoshop námskeið bara til að geta reynt að búa til falsaðar myndir af mér…
Manstu þegar Hlynur dró þig ?
Benni
13.10.2008 at 21:32 #631050bara svo að það sé alveg á hreinu að ef að þið fáið svo mikið sem eina mynd af mér föstum þá er öruggt að hún er photoshoppuð og þar af leiðandi ekki skemmtinefnd sæmandi að birta slíkar falsanir.
Benni
02.10.2008 at 11:26 #63005670 -80 % félagsmanna búa á Höfuðborgarsvæðinu.
Síðustu tvær árshátíðir hafa verið á landsbyggðini
Allar Sumarhátíðir eru á landsbyggðinni.Ef gæta á jafnræðis þá ættu næstu 6 – 7 árshátíðri að vera á höfuðborgarsvæðinu.
Og hana nú….
Benni
P.S. Hveragerði er nú samt varla á landsbyggðinni… Sú árshátíð var flottasta skemmtun sem ég hef farið á í áraraðir…
01.10.2008 at 10:33 #630036Það er bara snilld að það skuli vera einhver sem nennir að skipuleggja árshátíðina fyrir okkur – skemmtinefnd eða ekki og nafnlaus eða ekki… skiptir bara nákvæmlega engu máli..
Það er bara klárt mál að þeð verður gaman á árshátíðinni og ég ætla allavega að mæta – sérstaklega þar sem að þetta er núna í Reykjavík…
Benni
30.09.2008 at 10:05 #629986Hvernig er það ert þú ekki búinn að fá kaffið þitt í morgun …..
Ég fæ nú ekki að bjóða mönnum í kaffi til Ölmu, hvað þá annað… Nafni sér alveg um það.
Kveðja
Benedikt Magnússon
Reykjavík – Ekki Kaupfélagsstjóri Norðurlands
30.09.2008 at 09:54 #630016Ég gef mér að þú sért að tala um nýja bodyið sem kom fyrist í lok árs 2000.
Ég notaði einhverntíman Mussó felgur undir Pajeró og eins voru einhverjar aðrar Kóreufelgur sem að pössuðu. Þetta snérist aðalega um stærðina á miðjugatinu.
Pajeróinn þolir mjög mikið backspace miðað við aðra sambærilega bíla og mig minnir að ég hafi verið með 125 mm backspace á mínum 44" bíl.
Ég hef ekki hugmynd um hvað kemst undir hann óbreyttann, örugglega 32" og jafnvel 33".
En það er mjög auðvelt að hækka bílinn örlítið upp og þá ætti að vera hægt að setja 33" sérstaklega ef þú smíðar felgur með meira backspace til að dekkin standi ekki útfyrir. Þú getur hækkað bílinn aðeins með klossum undir gorma – færð þá há Hellu málmsteypu (reyndar á ég eitthvað af þeim líka sem ég gæti látið þig hafa – man þó ekki hvað þeir eru þykkir) svo gætirðu líka hækkað hann með því að fá aðra Gorma – Jeppaþjónustan Breytir á örugglega aðra gorma fyrir þig. Svo þarf bara að hjólastilla eftir hækkun.
Benni
29.09.2008 at 20:03 #629980Ég veit nú ekki nákvæmlega um þessi dekk en fyrir 49" hef ég prófað bæði 18 og 20 " breidd og mér líkar betur við 18".
Svo er Örn Ingvi á 17" að ég held og það er ekki á nokkurn hátt munur á því hvernig dekkin hjá honum virka í samanburði við mín – hvort heldur sem er á 20" eða 18"
Ég lenti í þónokkrum vandræðum með 20" felgurnar þar sem að dekkið rifnaði á belgnum og eina rökrétta skýringin sem við fundum var að breiddin væri það mikil að dekkin þyldu ver þau átök sem þeim er boðið uppá á 5 tonna bíl með lóló og ca 1200 Nm tog.
Annars á ég auka sett af 18" breiðum felgum með beadlock frá Ægi ef þú vilt skoða það.
Benni
17.09.2008 at 11:35 #629522Það eru nokkrir aðilar að vinna í felgum sem ég man eftir. hvort sem það er breikkun, mjókkun, rétting, beadlock eða hvað eina.
Það eru Maggi – felgur.is
Skerping í Hafnarfirði
Renniverkstæði Ægis.
og örugglega fleiri.Ég hef sjálfur alltaf skipt við Ægi, bæði með 15" og 17" felgur í breikkunn, mjókkun, botnaskipti og beadlock. Topp vinna og þjónusta þar.
Þú lætur sandblása þegar allt annað er búið, enda þarf að hreinsa suður o.fl.
Ekki gleyma að láta bora fyrir auka ventlum / krana áður en felgurnar eru málaðar.
Benni
16.09.2008 at 16:14 #629478Dekkjadeildin hjá Heklu er með umboðið og þau eru til fyrir 15"
11.09.2008 at 09:10 #629166Ég ók þessa leið í fyrra haust – fín leið og gaman að fara hana.
Hins vegar kom mér á óvart að við veginn upp að Laka var slóðinn merktur í bak og fyrir með skiltum um að allur akstur væri bannaður á þessum slóða. Skiltin handskrifuð að mig minnir og búið að hlaða smásteinum á veginn.
Ég ákvað að láta þetta ekki á mig fá enda með kort sem sýndi slóðann, bæði í gps og á pappír.
Seinna komst ég að því að líklega væri um að ræða verk og ákvörðun landvarðar á svæðinu að loka þessum slóða…
Gjörsamlega óþolandi þegar aðilar sem hafa ekkert vald til að loka slóðum ákveða að gera það samt upp á sitt einsdæmi… en það eru víst nóg af dæmum um slíkt og ég hunsa allavega slíkar lokanir ef ég hef kort sem sýnir slóðann.
Benni
-
AuthorReplies