Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
29.12.2008 at 09:35 #635440
Hvernig er það, eru þeir að fara sömu leið og Gunni Egils fór eða er þetta eitthvað annað ?
Benni
28.12.2008 at 21:52 #203424Hverjir eru í því að herða stál ?
Benni
25.12.2008 at 17:15 #635314Nafni,
300 þ er fullt verð með öllu. Það er nýjar tunnur frá N1, breikkun, beadlock að utan, soðinn kantur að innan, sandblástur, polyhúðun og kúlulokar.
Sama felga kostaði ekki minna hjá Magga – en er örugglega ekkert verri, notaði felgur og bedlock frá honum einu sinni og fannst það ágætt – en var þó ekki með stýringum sem var galli.
En ég hef séð samskonar nudd bæði á beadlock frá Magga og eins á innfluttum beadlock sem AT var að selja. Það er allstaðar sama vandamálið – of mjór og hvass kantur að ofan.
Þetta vandamál virðist magnast eftir því sem að dekkin eru stærri – enda er meiri hliðrafærsla þegar hærra er frá felgubrún út á banann.
Benni
25.12.2008 at 15:01 #635308Ég þekki dæmi um að beadlock hringir skemmi bæði 44" 46" og 49" – þekki þessi dæmi af eigin raun .
Það sem gerist er að þegar ekið er á úrhleyptu þá nuddar brúnin á hringjunum ytra gúmílagið á dekkjunum í sundur og inn í striga og dekkin fara að leka eða í versta falli rifna.
Þetta er að gerast vegna þess að brúnin á ytri beadlock hringnum er of hvöss og líka vegna þess að hringirnir eru helst til of litlir – í að minnsta þeir sem ég var að nota síðast á 49".
Ég er með beadlock frá Ægi sem er að mínu mati það besta sem er í boði – og við erum búnir að vera að vinna í því að finna lausn á þessu vandamáli og ég tel að hún sé fundin, en ætla þó ekki að fullyrða það fyrr en við erum ég er búinn að fara nokkra túra í viðbót.
Lausnin felst í því að valsa 10 mm rúnstál og sjóða utaná ytri beadlock hringinn og búa þannig til góða og rúnaða brún sem dekkið leggst á og stækka í leiðinni hringinn.
Ég myndi aldrei láta valsa felgur nema fyrir dekk sem eru klárlega of stór á felgurnar – enda þekki ég mörg dæmi um að "passleg" dekk hafi vírslitnað við að vera sett á of stórar felgur.
Varðandi innbyggðan beadlock þá virðist það vera að virka hvað það varðar að skemma ekki dekkin. Reyndar veit ég bara um tvo bíla á svoleiðis sem eru eitthvað notaðir á fjöllum, aðrir sem ég veit um á svoleiðis eru breyttir malbiksbílar. En það hefur verið haugur af veseni á þessum felgum. Þær íslenski hafa lekið fyrir allan peninginn og þær innfluttu sem ég veit um voru skakkar og snúnar þegar þær komu hingað og þurfti töluverða vinnu á renniverkstæði til að ná þeim g´ðum.
Þannig að allt hefur þetta kosti og galla.
En varðandi verð þá kostuðu 17" felgur breikkaðar í 20" með beadlock frá Ægi – sandblásnar og polyhúðaðar um 300 þ. En á sama tíma kostuðu felgur frá Skerpingu með innbyggðum beadlock rúmlega 400 þ
Benni
22.12.2008 at 03:16 #635092Mér sýnist bara að upphafsmaður þráðarinns sé einn um að finnast gjaldið of hátt….
Benni
22.12.2008 at 03:12 #635144NUVI virkar ekkert af viti á fjöllum.
18.12.2008 at 22:51 #634944Ég myndi ekki treysta því að það væri hægt að fá eldsneyti á Hveravöllum.
Í fyrra sá björgunarsveitin á Blönduósi (held ég) um skálana og að dæla eldsneyti. Og þessi þjónusta átti að vera í boði allar helgar skv. upplýsingum frá rekstraraðila staðarinns.
Ég kom þó þarna í þrígang um helgi og þar var ekki nokkur hræða og enga olíu að fá. Og það sem kannski verra var að skálarnir eru orðnir ömurlegir og virðist manni helst vera að það sé nákvæmlega ekkert viðhald né nokkuð annað þarna.
T.d. gátum við ekki hitað okkur kaffi í gamla skálanum þar sem að þar var ekkert gas að hafa og einungis rafmagnshelluborð í boði en ekkert rafmagnið þar sem að enginn staðarhaldari var þarna til að ræsa ljósavélina.
Það er sorglegt að sjá hversu illa er haldið utanum skálana og aðbúnaðinn þarna á Hveravöllum eftir að reksturinn var tekinn af Ferðafélagi Íslands.
Benni
17.12.2008 at 08:51 #634790Örn Ingvi Jónsson hefur keyrt þetta sem sumardekk undir F350 í þrjú ár held ég. Þú gætir haft samband við hann og spurt um endingu.
17.12.2008 at 08:46 #634658Regluverk evrópusambandsins má finna [url=http://eur-lex.europa.eu:3nvnubg3][b:3nvnubg3]hér[/b:3nvnubg3][/url:3nvnubg3]
En það er ekki von að Ofsi finni mikið um jeppabreytingar í Svíþjóð – enda væntanlega lítið til af reglum um þær þar. Það sama á við um önnur lönd – þessar reglur eru almennt ekki til.
En hitt er annað mál að reglugerðir ESB um bíla eru mjög opnar á báða enda, líklega samdar af framsóknarmönnum ESB. En hins vegar hafa aðildarríkin hvert um sig sínar sérreglur. Þetta á við um bílabyggingar / breytingar. En eins og ég sagði áður þá má byggja bíl frá grunni í a.m.k Svíþjóð og UK en mér er t.d. ekki kunnugt um að slíkt sé mögulegt í Danmörku eða Frakklandi.
Um skoðun bifreiða gilda líka sitthvorar reglurnar eftir því í hvaða land þig ber niður.
Það sem þetta segir mér er að innan ESB gilda mjög margar og mismunandi reglur um gerð og búnað bifreiða og skoðun þeirra. Þess vegna hef ég ekki lengur svo miklar áhyggjur af okkar sporti og iðnaði í jeppabreytingum ef að við förum inn í ESB.
Ég hef hins vegar mun meiri, og í raun töluvert miklar áhyggjur af íslenskum embættismönnum sem virðast nota hvert tækifæri til að setja undarlegar reglur um jeppabreytingar og manni virðist sem að sumir þeirra hafi mikin áhuga á að koma þessum bílum af götunum. Þannig hef ég áhyggjur af því að slíkir embættismenn muni nota ESB sem skjól til að koma sínum reglum að – þó svo að engin krafa um slíkt kæmi frá Bullsel.
En ég get upplýst það hér að á næsta félagsfundi sem að verður 12. janúar verður umfjöllun um þessi málefni á vegum tækninefndar.
Benni
13.12.2008 at 16:16 #634614Fínt mál að vekja athygli á þessum málum hér og það hefur verið gert áður.
Tækninefnd byrjaði að skoða þessi mál í upphafi skipunartíma síns, en þó ekki af krafti fyrr en nú í haust.
Í því tilliti erum við meðal annars að skoða þær reglur og prófanir sem að þarf að uppfylla í svíþjóð og bretlandi. Í báðum þessum löndum má smíða bíla frá grunni og skrá á götun að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Við höfum þegar átt fund með Arctic Trucks mönnum og höfum einnig látið áhyggjur okkar í ljós við samgönguráðuneytið og væntanlega munum við reyna að fá mann þaðan til að fara yfir þessi mál með okkur á félagsfundi.
En það er klárt mál að við þurfum að hafa okkar á hreinu og koma okkar sjónarmiðum allstaðar að þar sem að við á.
Kveðja
Benedikt Magnússon
Formaður tækninefndar
11.12.2008 at 08:51 #634464Menn hafa talað um að nota einn líter af tvígengisolíu á móti 100 l af eldsneyti, vélartegund skiptir litlu þar.
En síðan er alger óþarfi að nota tvígengisolíu, það er alveg jafngott að nota bara ódýrustu mótorolíu sem þú finnur.
Benni
11.12.2008 at 00:16 #634424Ég var að skipta um allar olíur á Ford:
Sjálfskiptivökvi: 1.244 kr/l
Mótorolía 10/40: 1.164 kr/l
Gírolía 80/90: 1.109 kr/lSvo fór ég og keypti full sythetiska gírolíu á drifin 75/90 og hún kostaði 2.605 kr/l
Benni
05.12.2008 at 16:47 #634234Helgi minn – Valur er á 44" bíl…
EN varðandi spurninguna þá er það allavega mín skoðun að þeim mun meira loft sem þú kemur í dekkin fyrir malbiksakstur því betra. Bíllinn verður léttari og þessi hestöfl sem hann hefur nýtast betur.
En vandinn við þessi DC dekk er að þau eru svo illa kringlótt og hoppandi að það eru fá eintök sem eru nógu góð til að þola mikið loft. Ég hef sjálfur náð að keyra þetta í 25 – 27 pundum mest þegar ég var á þessum hjólum. En algengar var að það væri nær 20 pundum – bara til að þetta væri til friðs.
Svo er það jeppaveikin – ef að það er eitthvað slíkt til staðar þá magnast hún oft við meiri þoftþrýsting…
Svo getur munurinn á eyðslu hlaupið á nokkrum lítrum við það að ná nokkrum pundum meira í dekkin.
Og ef að bíllinn stendur mikið til þa´hefði ég takmarkaðar áhyggjur af missliti dekkja, líklegt að þau verði ónýt af fúa í hliðum áður en munstrið hverfur.
Benni
03.12.2008 at 23:04 #634178Þetta er mjög sennileg skýring hjá Lárusi. Hef séð þetta á 6,0 l Ford nákvæmlega eins og út af þessu.
Hjá mér taka olíumiðstöðvarnar olíu rétt aftan við síuna sem er undir bílnum og ná þannig ekki að mynda neinar "loftbólur" í olílögnum eða síum.
Benni
03.12.2008 at 22:58 #634048Það er alveg rétt að expedition og F150 eru ekki í boði með díselvélum. Ég hef hins vegar lesið að það hafi í það minnsta staðið til að slíkt yrði boðið 2010 eða 2011. Allavega í F150. Svo veit maður ekkert hvaða áhrif þrengingarnar hjá bílaframleiðendum þarna úti hafa á þessi áform.
En ég var búinn að gleyma því að ég átti til skamms tíma 2006 explorer með 4,6 l V8 vél. Hann eyddi um 18 l/100 óbreyttur. Expedition er með 5,4 l Triton og ég held nú tæplea að hún sé neitt sparneytnari.
Hlynur – ég veit að það er sárt að sjá svona svart á hvítu að Fordinn eyðir lítið meira en pattinn en er samt svona miklu miklu meiri bíll….. Fær heilmikla menn til að fara bara út í 44" patta hróið sitt og gráta – en svona er þetta bara…. Ætlarðu svo ekki að fara að koma þér á fjöll með mér ?
Benni
03.12.2008 at 17:10 #633894Tvær villur Ingi….. Heitir vélin ekki DurAmax ?
Prentvillupúkinn
P.S.
Annars hef ég ekki orðið var við neinn Chevy, eða nokkuð annað á undan mér á fjöllum…….
03.12.2008 at 09:38 #634040Ég hef ekki enþá séð neinn Expedition á stærri hjólum en orginal.
Þeir fordar sem menn hafa verið að breyta fyrir stór hjól eru fyrst og fremst Excursion, Econoline og F350.
Excursioninn hætti árið 2005 – því miður.
En eyðslutölur sem að ég þekki eru á 6,0 l Powerstroke vélinni og eru ca 22 l/100 á F350 á 46" og ca 26 l/100 á F350 á 49" (malbikskeyrsla)
6,4 l powerstroke vélin er að eyða svolítið meira en 6 l vélin, allavega ef að marka má minn samanburð og svo skrif á bloggsíðum í USA.
V10 vélin er svo að eyða enþá meira að því er ég les á vefnum í USA – en hef þó nákvæmlega enga reynslu af því sjálfur.
Benni
01.12.2008 at 17:31 #633786Mér hefur alltaf fundist að menn væru gjörsamlega að missa sig í þessum felgubreiddum fyrir ekki neitt.
Ég prófaði sama bílinn (ca 3,3 tonn) á 44" DC og felgubreiddir 14", 15" 16,25" og 18".
Niðurstaðan – engin marktækur munur á floti, en verulegur munur á aksturseiginleikum bílsins. Bílinn var bestur á 15 og 16,25"
Við erum að keira 46 og 49" bílana í dag á 17 – 20" felgum. Ég er sjálfur með 18" fyrir 49" Irok og það er að virka flott – er búinn að prófa 20" þar líka og fann nákvæmlega engan mun á floti eða drifgetu, en mikinn mun á álagi á allan búnað bílsins.
Sem sagt að ef að ég væri að smíða mér bíl í dag sem ætti að keyra á 44" DC þá myndi ég nota ca 16" breiðar felgur – óháð þyngd bíls.
Benni
17.11.2008 at 16:24 #632958Talaðu við [url=http://www.f4x4.is/new/profile/default.aspx?file=2694:5muy6c94][b:5muy6c94]Rúnar[/b:5muy6c94][/url:5muy6c94] í tækninefndinni. Hann er með mjög vel breyttan svona bíl og er búinn að stúdera þetta vel.
[url=http://www.f4x4.is/new/profile/default.aspx?file=3051:5muy6c94][b:5muy6c94]Freysi[/b:5muy6c94][/url:5muy6c94] er líka með flottan 44" hilux.
Benni
15.11.2008 at 19:04 #632790Ég kveikti rétt aðeins á Tetra stöðinni og heyrði að hópurinn sem var á leið í Setrið átti 20 km eftir og gekk vel.
Benni
-
AuthorReplies