Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
26.03.2013 at 14:29 #764539
Sælir
Þetta er þekkt vandamál hjá mönnum sem hafa ekkert spáð í hvernig á að nota tækin.
Það eru ansi mörg ár síðan það varð ofaná að nota WGS84 hér á landi – önnur vörpun var þá lögð til hliðar. En það kemur hins vegar ekkert á óvart að stór hópur, sérstaklega yngri jeppamanna hafi ekki spáð í þessu.
Þetta getur skipt máli í kortagrunnum og ferlum, uppgefnum punktum og mörgu öðru…
Kannski klúbburinn þurfi að halda námskeið í þessu – það færi vel á því. Rikki í Garmin væri örugglega til í slíka kennslu.
Hvað landsbjörg varðar þá getur varla verið vandamál fyrir stjórnstöðvar þeirra að taka við hnitum á hvaða formati sem er og umreikna í það sem þeim hentar – trú ekki öðru en að slík kunnátta og forrit séu staðalbúnaður í stjórnstöðvum.
25.03.2013 at 12:05 #764529Það voru engir 49" bílar eða þaðan af stærri í vnadræðum… Flestir 44" bílar keyrðu þetta vandræðalaust og hópar sem að innihéldu eingöngu 38" bíla óku líka vandræðalaust niður á Höfn og voru komnir snemma í hús… Menn eru voðalega snöggir að gleyma því að um 50 bílar fóru bara alveg sjálfir niður á höfn… aðrir 20 notuðu för eftir Troðarann sem var fenginn til aðstoðar af 4×4. 10 bílar fóru tvisvar um svæðið !
Það var eitthvað allt annað en dekkjastærð sem olli því að menn komust ekki áfram og hefur margt af því verið tíundað hér að framan og í öðrum þræði.
Það var því að mínu mati nákvæmlega engin ástæða fyrir allri þeirri móðursýki sem að gaus upp og þá aðalega hjá öllum öðrum en voru í þessari ferð eða á jöklinum sjálfum… Og í því samhengi þykir mér margt mjög gagnrýnivert og væri full ástæða til að fara gaumgæfilega yfir allan sirkusinn sem var ræstur og bullið sem var lekið í fjölmiðla – en þetta er ekki vetvangurinn til þess og ætla ég því ekki að ræða það frekar hér á opnu spjalli….
En Þannig keyrðum við algerlega vandræðalaust niðreftir eftir að fók hafði verið sótt úr biluðum bílum og höfðum ljósin á Höfn fyrir augunum – mjög flott útsýni þarna af jöklinum… Það var nú allt veðrið þarna undir lokin.
Það að fjarstýra mönnum á Jökli er í besta falli fyndið… Maður spyr sig – hvað með gönguhópinn sem var líka á Jöklinum – var hann líka sóttur og snúið við – eða vélsleðakallarinir sem voru að leika sér á svæðinu ? Eða jeppahópurinn sem var að þvælast þarna og var ekki tengdur þessari ferð, var hann líka rekinn heim ?
Benni
23.03.2013 at 13:38 #764523Flott ferðasaga og myndir Aron…
Þetta hér finnst mér hins vegar alveg stórkostlegt og ástæða til að ræða sérstaklega ef satt er:
[b:3v8mjl6i]"þá er nær björgunarsveitin í okkur og meinar okkur að halda áfram og segir okkur að fara til baka,"[/b:3v8mjl6i]
Eru björgunarsveitir virkelga farnar að skipta sér af frjálsri ferðamennsku hér á landi og farnar að vera með fjarstýrða umferðarstjórnun á hálendinu – Þeir geta vissulega ráðlagt mönnum að halda ekki eitthvað vegna aðstæðna og er það vel…
En að mönnum sé meinað að fara afturábak eða áfram af björgunarsveit finnst mér vægast sagt með ólíkindum ef satt er – framtíðin í íslenskri ferðamennsku er sannarlega svört ef rétt er – og þá ekki bara vegna Svandísar og forræðishyggju hennar heldur vegna forræðishyggju sem nær langt út yfir allt velsæmi.Benni
23.03.2013 at 13:18 #764727Það er margt til í því hjá Friðfinni að það megi halda betur/öðruvísi utanum hlutina. En þá þarf líka algera kúvendingu í hugmyndafræði þessara ferða og þá að fara aftur til halarófuhugmyndafræðinar sem var við líði í 100 bíla ferðinni og krapa 2000… Þar gekk það einfaldlega ekki upp að hafa "heildarfararstjórn" og síðan þá hafa verið farnar fjölmargar stórar ferðir með núverandi fyrirkomulagi og allar (þessi líka) gengið vel. Hjá þeim sem héldu utanum skráningu voru til fjölmargar upplýsingar um þátttakendur en eftir þeim var ekki óskað og ekki þörf á þeim.
Síðan er ágætt að menn átti sig á uppbyggingu ferðanna – hún er ekki á nokkurn hátt önnur en ef einn eða tveir sjálfstæðir hópar væru á ferð á jöklinum eða annarstaðar á hálendinu – menn vita af hvor öðrum og kalla jafnvel til nærstaddra eftir einhverri aðstoð ef á þarf að halda. Telji hóparnir hins vegar að þeir ráði ekki við aðstæður – sem að mínu mati þýðir að einhver er slasaður, alvarlega veikur eða í annarri lífshættu þá kalla menn eftir aðstoð þar til bærra aðila eins og björgunarsveitir eru í sumum tilfellum.
Í þessu ákveðna tilfelli var undirbúningshópurinn búinn að gera ráðstafanir til að fá snjótroðara á móti ef þannig bæri undir, sem það svo gerði og fellur kostnaður vegna þess á ferðina. Aðkoma björgunarsveita að þessari ákveðnu ferð var að halda utanum fjarskipti, sem var ljómandi gott, og þess utan var einn björgunarsveitar patrol á staðnum sem fór upp með hinum 9 bílunum frá 4×4 félögum.
Einnig var snemma ljóst að neyðarkall kom frá einum og sama aðilanum sem að kallaði á öllum rásum – þar með talið 46. Það var því ansi langt seilst að ætla að fara að hefja leit að hópum sem voru einfaldlega á leið yfir jökulinn og ekki í neinum vanda svo vitað væri.
Þessi hugmyndafræði að eitthvað sé að uns annað fréttist finnst mér einfaldlega röng og ég veit fyrir mína parta að ég myndi ekki sætta mig við að hafin yrði leit að mér eða mínum félögun án þess að við eða aðstandendur hefðu óskað þess.Allt fór þetta nú ljómandi vel og hefði líka gert það án utanaðkomandi aðstoðar – og enn eina ferðina sýndi það sig og sannaði að ef að menn kalla eftir aðstoð björgunarsveita þá fer í gang þvílíkur fjölmiðlasirkus að hann einn og sér veldur meiri ursla heldur en veðrið sjálft gerði – þannig eyddi ég hálfum sunnudeginum í að vinda ofanaf fréttum (hvaðan sem þær nú komu) um að þarna hefðu ungabörn, konur og menn í tugatali nánast legið fyrir dauðanum.
Þessi viðbrögð eru ástæða þess að mjög margir (allir sem ég þekki) jeppa-, sleða- og aðrir ferðamenn kalla ekki eftir aðstoð snemma heldur fresta því jafnvel þangað til allt er komið í verri stöðu en ella og gerir öllum erfiðara fyrir. Þetta er atriði sem ég tel að landsbjörg þyrfti að taka sérstaklega til athugunar.
Benni
20.03.2013 at 18:53 #764715Nú Vantar LIKE takk hér – Like á Kjartan !!
Ég er sjálfur með 2 VHF + Handstöð og tvö gps tæki + gps í S’imanum sem dugir vel til að finna hnit á manni sjálfum…
Maður er aldrei of vel búin tækjum…
Benni Græjufíkill
20.03.2013 at 18:50 #764513Bílarnir sem að voru skildir eftir á Skálafellsjökli voru allir sóttir í dag. Veðrið hafði skipt algerlega um ham og nú var logn og sól á jökli.
En sem sagt allir komnir niður og komast því væntanlega heim áður en langt um líður. Hornafjarðardeild 4×4, Björgunarfélag Hornafjarðar og Ferðaþjónustan í Jöklaseli aðstoðuðu eigendur bíla við þetta verkefni og kunnum við í undirbúningsnefndinni þeim allra bestu þakkir fyrir…
Benni
20.03.2013 at 15:00 #764711Það er algerlega rétt hjá Óskari að það er af og frá að ferðast án þess að allir séu með GPS… Enda voru það einu kröfurnar sem við settum að í hverjum bíl væri GPS og fjarskiptabúnaður. Þannig gætum við alltaf náð sambandi við og fundið fólk.
Það kom margoft fyrir hjá hópunum að menn urðu viðskila og óku þá í uppgefna punkta. Þetta gerðist einu sinni í mínum hóp.
Auðvitað ferðuðust menn áður en leiðsögutæki komu og það er vel hægt. En þá fóru menn heldur ekki yfir Vatnajökul með 100 bíla á einum degi. Þá stoppuðu menn og biðu af sér veðrið ef það versnaði… Nú eða jafnvel bundu bíla saman til að týna ekki hver öðrum. Í dag höfum við hins vegar þessa tækni og tækin eru bæði ódýr og einföld og eru því sjálfsagður hlutur í jeppa sem á að nota á hálendinu og á að vera eitt af því fyrsta sem menn kaupa í breyttan jeppa.
Benni
19.03.2013 at 23:05 #764693Það þurfti allavega þegar ég fékk fyrir okkur fyrir 5 – 6 árum. Veit ekki hvort það er skilda í dag.
Benni
19.03.2013 at 21:46 #764689Sælir
Þetta með talstöðvarrásirnar er vissulega vandamál og nú er lag að fjarskiptanefndin láti breyta þessu og fjölgi um leið rásum klúbbsins. Það er ljóst að svona stórferðir krefjast þess að klúbburinn hafi yfir fleiri rásum að ráða.
Þannig tel ég að klúbburinn þurfi að bæta 4 – 5 rásum við og fá þær allar á sitt hvorri tíðninni – þetta hefur örugglega ekki litið út sem vandamál á sínum tíma þegar menn voru að koma þessu í gagnið en þetta er klárlega orðið vandamál í dag.
Annað – Bergur setur fram nokkrar góðar spurningar sem að menn ættu að vleta fyrir sér með sinn bíl – Hvernig ver maður loftinntak… Sumir setja nælonsokkabuxur yfir inntakið, aðrir leiða loftinntak á heitan stað eða stað þar sem snjór kemst ekki að. Sjálfur tek ég loft á heitum stað og því kemst snjór aldrei í síur. Þegar svo allt er vont má bara taka síuna úr – flestir bílarnir þola það vel að vera síulausir í kófi, gengur allavega vandræðalaust á Ford… Svo er að sjálfsögðu góð latína að vera með aukasíu í bílnum ef þetta er þekkt vandamál – Ég var alltaf með aukasíu í Pajero þangað til ég breytti loftinntakinu á honum – hef aldrei þurft aukasíu í Ford.
Annað mikilvægt atriði er að vera með nýjar hráolíusíur til að það vaxi síður olían. Svo er grundvallaratriði að blanda steinolíu eða ísvara í olíuna – ég nota rakavara frá shell og er að öllu jöfnum með um 30% steinolíu í svona túrum. Var að vísu ekki með steinolíu í björgunarleiðangrinum þar sem að ég fyllti á díseldælu á Höfn.
Hvað varðar bensínbíla þá verða aðrir að svara því – hef ekki notað bensínbíl á fjöllum frá því ég var 17…
En allt eru þetta atriði sem jeppamenn og konur eiga að læra og vita eftir fyrstu ferðirnar – þetta er svona "jeppamennska 101" … Góð jeppabók er til frá Arctic Trucks og eins önnur sem heitir Jeppar á Fjöllum… Báðar heill hafsjór af fróðleik sem ljóst er að einhverjir þyrftu að rifja upp…
Svo tek ég undir það að það væri bara afturför ef menn ætluðu að fara að nota CB – þessu var hent út af ástæðu…
Einkarás á VHF kostar ca 17.000 á ári …..Benni
19.03.2013 at 11:05 #764747Tækninefnd 4×4 hefur fyrir allnokkru skoðað þessi mál og önnur sem tengjast okkur og ESB.
Niðurstaðan í öllum þeim málum hefur verið sú að aðild að ESB eða upptaka reglan vegna EES hefur ekki áhrif á sérreglur sem að gilda hér á landi um okkar sport.
Það er samt engin ástæða til að sofa á verðinum og Tækninefndin og aðrir öflugir félagsmenn þurfa að vera vakandi fyrir því að ekki verði einhverjum reglum lætt inn.
Kveðja
Benni
Tækninefnd 4×4
19.03.2013 at 10:39 #764509Fyrstu sex bílar komnir niður af Jökli, en þeir voru sóttir í gær. Það voru Eyjahópurinn og HFH sem eru komnir niður.
Gert í umsjá 4×4 á Höfn og með aðstoð Bjarna á Snjótroðaranum. Veðrið er enþá slæmt á jöklinum og það verður reynt við hina sem eru á Skálafellsjökli seinna í vikunni.
Benni
18.03.2013 at 23:55 #764673Það er rétt Logi að velta þessu öllu fyrir sér og spá í hvað fór úrskeiðis hjá þeim sem voru í veseni. Þannig læra menn jú.
Skipulag ferðarinnar var allt eins og það átti að vera og hóparnir ferðuðust jú allri á eigin ábyrgð og eiga að sjálfsögðu að vera með það á hreinu að allir sem eru í hópnum séu með sjálfsagðan búnað eins og GPS og kunni á tækin. Mér þótti því með hreinum ólíkindum að heyra af bílum án GPS í ferðinni. Það er vægt til orða tekið kæruleysi að samþykkja svo illa búin bíl í hóp sem fer í ferð þar sem allt getur gerst, og gerðist !
Sama má segja um að setja saman hópa úr aðilum sem þekkjast lítið eða ekkert, það var ekki gert í þessari ferð og við sem vorum að skipuleggja ferðina þvertókum fyrir að gera það þrátt fyrir ýtrekaðar beiðnir um það og að hafa fengið yfir okkur fúkyrði fyrir að hafa ekki sett menn saman í hóp. Við erum búin að ferðast á þessum jökli og hálendinu öllu árum saman og höfum margoft lent í svona veðri og aðstæðum áður, jafnvel bara lagt okkur í bílunum meðan djöfulgangurinn er sem mestur og haldið svo áfram þegar lagaðist. Þá skiptir bara öllu máli að hóparnir séu vel samstilltir og þekki hvern annan vel. Þannig hef ég og aðrir í mínum hóp þurft að taka ákvörðun um að skilja bíla eftir – það var einföld og auðveld ákvörðun þegar hún var tekin þar sem allir vita að hópurinn stendur saman í að sækja tækin án utanaðkomandi aðstoðar um leið og færi gefst.
Stærð hópa – hú skiptir vissulega máli og það er ekki gott að vera með stóra hópa þegar jafnvel eru óvanir í hópunum sem gengur ver að drífa eða eru á lakari bíl en aðrir og stoppa þess vegna hópinn hvað eftir annað. Þetta var augljóslega að gerast í sumum hópanna sem voru í basli og var jafnvel ástæða þess að þeir komust ekki alla leið hjálparlaust. Síðan voru aðrir hóapar sem voru vel samstilltir og með öfluga bíla sem keyrðu þetta vandræðalaust. Túttugengið var t.d. með 11 bíla og var með einn í bandi alla leið frá Gæsavötnum. Þannig að stærðin er kannski ekki höfuðatriði, en það er höfuðatriði að allir í hópnum séu á svipuðu "leveli" þegar kemur að búnaði, reynslu og getu til að takast á við erfiðar aðstæður, færi og ákvarðanir.
En það var í sjálfu sér ekkert varðandi þetta sem kom okkur sem skipulögðum á óvart og við höfðum gert ráð fyrir þeim möguleika að vonskuveður eða slæmt færi kæmi og myndi hugsanlega koma í veg fyrir að einhverjir kæmust á leiðarenda. Það eina sem kom á óvart var að það skyldu vera svona margir sem væru í basli með þessar aðstæður.
Þannig var 4×4 á Höfn búin að ræða við Snjótroðaramanninn um að vera til taks ef bras yrði, eins vorum við búin að gera ráðstafanir með Hótelið ef menn væru að koma í hús undir morgun. Eins vorum við með backup plan ef menn kæmust bara alls ekki yfir jökul og aldrei á Höfn (sem einn hópur gerði).
Hins vegar kom það mér á óvart hversu margir bílar áttu í gangvandræðum í þessu veðri. Það kom á óvart að menn væru ekki betur útbúnir með snjójeppa en svo að loftsíur fyllist við þessar aðstæður. Að menn fari a jökul þegar spáð er yfir 20 stiga frosti á honum og séu ekki með ísvara eða sambærilegt í eldsneyti.
En eins og kom fram hvað eftir annað í aðdraganda þessarar ferðar þá var þetta ferð sem að var fyrir hópa sem ferðuðust saman á eigin ábyrgð og að þetta væri mjög krefjandi ferð þar sem aðstæður gætu orðið mjög erfiðar. Það kom því á óvart að inn á milli voru menn sem voru búnir líkt og þeir væru að skreppa á Langjökul á sólríkum vordegi.
Benni
18.03.2013 at 23:19 #764507Þá er þessi ferð loks að baki og síðustu bílar úr Túttugenginu komu til byggða nú undir kvöld.
Ferðin var að öllu leiti frábær og allt sem að lagt var upp með gekk eftir, nema kannski þetta rok þarna undir lokin.
Mig langar sérstaklega að minnast á mótttökur Hornfirðinga sem því miður sumir misstu af. Þeir biðu eftir hópnum fyrir ofan Jöklasel með blaktandi fána deildarinnar og beindu mönnum rétta leið niður af jökli. Við jökul jaðar var svo annar hópur prúðbúin, í jakkafötum og með Pípuhatt og buðu mönnum áfram niður og að virkjunninni neðan við brekkurnar þar sem dýrindis humarsúpa og annað góðgæti beið manna. Hreint út sagt stórkostlegar móttökur.
Sama má segja um hótelið sem sá um að allt gengi upp niðri á Höfn og þeir sáu um að allir fengju að borða eins og þeim listi, jafnvel þó menn kæmu ekki í hús fyrr en undir morgun. Allur aðbúnaður og allt nákvæmlega eins og um hafði verið samið… Frábært fólk þar.
En ferðalag okkar í Túttugenginu gekk áfallalaust og vel fyrir sig alla leið á Höfn. Tveir bílar lentu í veseni og brotum í björgunartúrnum og urðu því að fara heim á sunnudegi.
Við hófum ferðina í Versölum á fimmtudegi. Á föstudegi fórum við um Vonarskarð upp á Köldukvíslarjökul, á Bárðarbungu vorum við í heiðskíru veðri og flottu. Frá Bárðarbungu fórum við niður í Gæsavötn þar sem grillað var og slakað á.
Á Laugardegi var fulltrúi Breska heimsveldisins með mótþróa og þurfti því að leita sér bandamanna úr vestri og samdi við tvo Forda um traust band á milli. Það gekk vel og fórum við frá Gæsavötnum upp á Jökul við Kistufell og þaðan beina línu, eða þar um bil beint að skálafellsjökli. Færi á Jökli var eins og best verður á kosið og sóttist okkur ferðin því vel þar til um 10 – 15 km voru eftir. Þá hægði lítilega á okkur þar sem færið þyngdist aðeins og veðrið var hundfúlt eins og alþjóð veit nú. Skygnið var lengst af það lítið að ég sá ekki nema hálft húddið á Fordinum þegar ég var fremstur. Við ókum þó bara nokkuð viðstöðulaust eftir ferlunum og vorum komnir niður af Jökli og i Humarsúpu hjá Hornfirðingum um fimmleytið.
Við vorum svo passlega komnir niður á Hótel og farnir að galla okkur fyrir kvöldið þegar kallað var eftir aðstoð. Við fórum því aftur af stað uppeftir ásamt Hornfirðingum og snjótroðara frá ferðaþjónustunni í Jöklaseli og sóttum þá sem voru í basli. Í seinni ferðinni hafði færið batnað töluvert og veðrið tók svo að lagast meðan á björgun stóð og því gekk þetta allt ljómandi vel og vandræðalítið. Við urðum þó eins og fyrr sagði fyrir því að milligír brotnaði í einum bíl og annar braut frammdrif og sleit dempara í björgunartúrnum. Þeir komust þó báðir niður og því þurftum við ekki að geyma neina bíla á Jökli.
Eftir að farið hafði verið yfir stöðu mála og hlutirnir planaðir á Höfn á Sunnudegi héldum við til baka eftir malbikinu en nenntum því ekki lengi og áður en við komum að Klaustri beygðum við aftur til fjalla og héldum að Síðujökli og skelltum okkur upp hann og að Grímsfjalli. Þar var þá komið sama skítaveðrið og var deginum áður á Skálafellsjökli og við nenntum ekki að fara að grilla lambið í því veðri þannig að við renndum niður Tungnárjökul og í Jökulheima þar sem við grilluðum í logni undir stjörnubjörtum himni og norðurljósum
Á mánudegi héldum við svo suður Breiðbak, að Eldgja, yfir á Mælifellssand og yfir Mýrdalsjökul og heim. Glampandi sól og blíða allan daginn og færi frábært.En við þökkum öllum sem komu að þessari ferð á einhvern hátt kærlega fyrir samveruna og ferðina. Þessi verður klárlega ein af þeim eftirminnilegri hjá okkur og örugglega mörgum öðrum.
Benni
14.03.2013 at 23:05 #764427Túttugengið komið í versali. Fræsingur og snjólétt.
Sóðar komnir á Grimsfjall með brotnar fjaðrir í Jeep. .. rennifæri.
Fleiri eru á leið uppúr. ..Svo eru hópar í flestum húsum a svæðinu. .. bara snilld.
Benni
14.03.2013 at 20:32 #764425Túttugengið komið af stað. … Versalir í kvöld. Nokkrir hópar komnir í Hrauneyjar. ..
Benni
13.03.2013 at 23:17 #759229Eitthvað heyrði ég um vesen með ferlana – þetta flaug þó vandræðalaust inn í mín þrjú tæki.
Gæti virkað hjá mönnum að vista ferlana sem version 2 í stað version 3 áður en þetta er sett inn. Ég þurfti þess þó ekki. Ef það virkar ekki þá er bara að senda þá einn í einu og sleppa þeim sem er hrekkjóttur… Teikna hann svo bara aftur eða breyta í Route og setja inn svoleiðis.
Þeir sem nota enroute þurfa allavega að vista þetta niður á version 2 til að setja inn.
Benni
13.03.2013 at 11:33 #759223Jæja þá fer þetta nú að bresta á og allir vonandi klárir
Enda veðurspáin ekki af verri endanum … http://www.vedur.is/vedur/spar/stadaspar/ Frost, sól og logn á Jökli…
Þetta kemur þó ekkert á óvart þar sem þetta er alltaf svona þegar Túttugengið skipuleggur ferð á fjöll
En annars er hægt að bæta nokkrum bílum í ferðina ef menn komast í einhvern hóp eða koma sem hópur. Eigum skálapláss í bæði Jökulheimum, Sigurðarskála og Dreka….
Benni
13.03.2013 at 00:10 #764297Sæll Kristján Neikvæði
Í þínu tilvikim munaði bjórkippu ! Og í mínu munar þrem slíkum… Sem er ca það sem ég drekk í stórferðinni – þannig að bjórinn minn verður í boði Skeljungs
Benni Jákvæði…
12.03.2013 at 00:16 #764287Sæll
95 % þeirra sem fara í umrædda ferð leggja upp frá Höfuðborginni og er það sennilega eina ástæðan fyrir því að Skeljungur setti þetta ekki á allar stöðvar.
Ég skal hins vegar kanna það strax í fyrramálið hvort að hægt sé að gera betur og hafa þetta víðar…
Benni
09.03.2013 at 15:21 #759217Sæll Þröstur – ég get látið þá ná alveg þangað.
Það ætti þó ekki að þurfa þar sem menn verða að fylgja vegi að mestu á Sprengisands/Jökulheimasvæðinu vegna snjóleysis.
Annars var ég að heyra í ferðalöngum sem að eru á ferð norðan jökuls þessa stundina. Færi mjög gott en mætti vera meiri snjór – þurfa meira eða minna að fylgja vegi að Skjálfandafljóti en eftir það bætir í. Allt beinfrosið og hvergi fyrirstaða vegna krapa…
Spáin flott framundan…
Kverkfjöll: http://www.yr.no/place/Iceland/Nor%C3%B … /long.html
Gæsavötn: http://www.yr.no/place/Iceland/Nor%C3%B … /long.html
Grímsvötn: http://www.yr.no/place/Iceland/Su%C3%B0 … /long.html
Skálafellsjökull: http://www.yr.no/place/Iceland/Austurla … /long.html
Höfn: http://www.yr.no/place/Iceland/Austurla … /long.html
Athugið að við getum enþá bætt 2 – 3 hópum við ef áhugi er fyrir. EIgum laust pláss í Dreka og hugsanlega nokkur pláss í Sigurðarskála.
Benni
-
AuthorReplies