Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
27.04.2009 at 17:46 #646614
Samkvæmt þeim upplýsingum sem tækninefnd aflaði sér í haust og vetur þá eru engar samhæfðar reglur í ESB um breytingar á ökutækjum og hverju ríki í sjálfsvald sett hvaða reglur þeir hafa.
En það er sjálfsagt og eðlilegt að vera á tánum og passa að ekki læðist yfir okkur einhverjar reglur eða bönn.
Annars hef ég í raun meiri áhyggjur af íslenskum embættismönnum og pólitíkusum þegar kemur að þessum reglum heldur en ESB – þó svo æeg vilji ekki sjá að ganga í það samband… En það er allt önnur umræða.
Svo hef ég líka mun meiri áhyggjur af því að boð og bönn vegna friðanna og Þjóðgarðagerðar eigi eftir að rústa þessari ferðamennsku okkar. Nú er búið að stofna vatnajökulsþjóðgarð og svo stækka hann og svo verður hann stækkaður meira – síðan fara boðin og bönnin að ganga í garð fljótlega eftir að Þjónustumiðstöðvarnar verða komnar í gagnið – Við þekkjum vel hvernig sumir landverðir haga sér á sumrin – Svo þegar þessir kverúlantar og Kolbrúnar eru orðnar þjóðgarðsverðir þá endar með því að þetta fæst bara skoðað úr lofti…. Ég spái 10 árum í þetta ef ekkert er að gert….
Benni
18.04.2009 at 20:37 #646010Ég hef ekki farið þarna og veit ekki um neinn – en hins vegar hef ég oft verið á ferðinni á þessum árstíma og það er mín reynsla að breiðamerkurjökullinn sé mjög fljótur að verða vaðandi í krapa þegar hlýnar svona skart eins og núna… En það er ekki endilega neitt verra – bara meira gaman
Benni
17.04.2009 at 22:49 #645952Fjallasport er ekki lengur til.
Ég get hiklaust mælt með Jeppaþjónustunni Breyti í breytingar á hvaða bílum sem er og á hvaða dekkjastærð sem er. Ég veit að þeir hafa breytt mjög mörgum Toyotum í gegnum tíðina og þekkja þá bíla mjög vel. Svo held ég að þeir séu líka ódýrari en AT…..
Benni
12.04.2009 at 14:30 #645530Kom heim í nótt eftir flottan páskatúr – fórum á miðvikudag yfir Mýrdalsjökul inn í Strút.
Á fimmtudag var lítið gert enda leiðinda veður – skruppum yfir í Hvanngil svona rétt til að viðra okkur.
Á fostudegi var farið að Strútslaug og um Ófærudali í Álftavatnskrók og þaðan til baka að Mælifelli og í Strút.
Á Laugardegi var farið um Hvanngil og Álftavatn að Laufafelli og þaðan um Reykjadali og Pokahrygg yfir á Dómadalsleið. Hluti hópsins fór svo heim þaðan en fjórir bílar lengdu daginn aðeins og fóru upp á Heklu.
Frábær túr og rosalega flott veður alla daga nema einn. Færið mjög fínt á flestum stöðum – dálítið þungt á kafla yfir Mýrdalsjökul og eins var svolítið þungt um miðbik Heklu.
Benni
07.04.2009 at 13:44 #645316Þú mátt alveg reikna með 200 USD í sendingarkostnað með Fedex eða sambærilegum. Annars áttu bara að senda þeim póst eða hringja og láta þá gefa þér verð með sendingarkostnaði. Svo færðu skatt og tolla ofaná þetta hérna heima.
Annars er oftast ódýrast, öruggast og fljótlegast að fá Óla á Ljónstöðum til að panta það sem þig vantar – ef hann á það þá ekki bara til
Benni
06.04.2009 at 11:35 #645256Um síðustu helgi var svo gott sem autt í Kerlingafjöllum – ókum þaðan um Skipholtskrók og að Sólkötlu. Mjög lítll snjór þar til komið var inn undir Langjökul.
Það var að sjá að það væri snjólétt á öllu svæðinu sunnan við Hveravelli.
Benni
05.04.2009 at 11:59 #640686Eruð þið ekki búnir að fatta þetta ?
Facebook er ný 4×4 vefurinn !
02.04.2009 at 15:57 #644880Það sem að ég verslaði þarna og stóðst ekki væntingar voru spindilkúlur sem að merktar voru Made in Taiwan í bak og fyrir… Entust tvær ferðir og var svo hent.
Ég veit ekkert um það hvort þetta er í boði enþá – ég hef allavega ekki tékkað á því síðan þá, en þetta var fyrir þremur árum.
Ég hef hins vegar fengið drifsköftum breytt hjá þeim og var mjög ánægður með þá vinnu og þjónustu – var hins vegar ekki sáttur við að í það voru settir ósmyrjanlegir krossar – fékk aðra smyrjanlega síðar annarstaðar frá.
Benni
02.04.2009 at 13:26 #644874Sérkennilegt að stofna hér þráð til að mæra eitt fyrirtæki…. Það eru svo mörg önnur sem veita okkur jeppamönnum topp þjónustu og fínar vörur…
T.d.
Jeppaþjónustan Breytir
Ljónstaðir
G.K. Viðgerðir
Arctic Trucks
Bílabúð Benna
o.fl.Hjá öllum þessum fyrirtækjum hef ég fengið frábæra þjónustu og fína hluti síðustu vikurnar …. en sé samt ekki ástæðu til að ræða það sérstaklega hér…
Hjá Stáli og Stönsum hef ég líka fengið fína þjónustu í gegnum árin – en ég hef líka keypt af þeim handónýta varahluti og dettur ekki í hug að versla af þeim varahluti í dag – enda á maður ekki að kaupa made in taiwan drasl í ameríska bíla ! Kaupi alla varahluti í Ford á Ljónstöðum, topp hlutir (made in USA) og skotheld þjónusta þar.
Benni
02.04.2009 at 11:07 #644894Éger með Tait stöðvar og er með scan stöðina þannig uppsetta að ég er með jafnmargar scangrúppur og talrásirnar eru og sleppi alltaf einni rás í hverri grúppu – vel svo bara eftir því hvaða rás er í notkun á aðalrásinni.
Scan stöðin er svo þannig uppsett að hún kallar alltaf á síðustu fundnu rás – þannig er ég ekki bundinn við að svara innan örfárra sekúndna ef einhver er að kalla.
Aðalstöðina er ég svo með uppsetta eins og Agnar lýsir.
Benni
01.04.2009 at 18:11 #644848Tilgangurinn með tveimur stöðvum ætti að vera alveg augljós – að geta hlustað eftir umferð á öðrum rásum. Ég og mínir félagar notum einkarás og því getur komið sér mjög vel að hlusta á 4×4 rásirnar og vita af fólki í nágrenninu ef að við eða það þarf á aðstoð að halda.
Síðasta vetur aðstoðaði ég þrjá aðila eftir að hafa heyrt kall frá þeim í aukastöðinni – ég hefði ekki heyrt í þessu fólki annars og í öllum tilvikum var enginn annar nálægt og í tveimur þessara tilvika veit ég að ég kom í veg fyrir að björgunarsveitir yrðu kallaðar út.
Þannig að fyrir mér er þetta ekki spurning ef menn geta komið þessu við – og þetta snýst ekkert um forvitni – enda gæti mér ekki verið meira sama um hvað aðrir eru að tala.
Benni
31.03.2009 at 22:13 #644838Ég er með tvær stöðvar og sitt hvort loftnetið fyrir þær.
Ég get ekki ímyndað mér að það sé hægt að nota sama loftnetið fyrir báðar stöðvarnar í einu – ég hef þó engar vísindalegar skýringar…
Auk þess eykur það bara dótastuðulinn að vera með fleiri loftnet
Benni
26.03.2009 at 00:01 #644424Það er vonlaust að nota nokkuð af þessum tölvuborðum sem MHN sýnir – Þau eru hugsuð til að nota í kyrrstæðum bílum og eru öll á iði þegar bíllinn er á ferð. Tölvuborðin frá R. sigmunds eru ágæt en þó tæplega þar sem að þessar kúlur halda bara sæmilega og borðin hreifast of mikið í jeppa í hossingi – allavega fyrir minn smekk.
Tölvuborð í jeppa eru sjaldan til friðs nema að á þeim séu sem allra fæst liðamót – helst engin. Og eins er mjög gott að ná að festa borðið á a.m.k þremur punktum til að það sé vel stabílt.
Það er ekkert meira pirrandi en tölvuborð sem er á fullri ferð um allan bíl.
Þú getur mjög auðveldlega búið þér til tölvuborð úr nokkrum rörbútum, plexigleri og frönskum rennilás – svoleiðis þarf ekki að kosta nema ca 10.000 á meðan dótið frá R.S. kostar tugi þúsunda og að utan er þetta ekki ódýrara.
Ég er sjálfur búinn að fara í gegnum nokkur tölvuborð og nenni eiginlega ekki að nota tölvuna lengur – er bara með stórt GPS. En ef ég þarf að nota tölvuna þá er ég með hana í vasanum aftaná bílstjórsætinu og er með 10" snertiskjá á milli sætana – Skjáinn fékk ég hjá Leiðum ehf. og hann er frábæri í allri birtu.
Benni
P.S.
Leitaðu eftir tölvuborði í myndasafninu – það var allavega hellingur af myndum þar einu sinni.
23.03.2009 at 20:45 #644202g svo má líka benda á að fyrir Hilux er 8000 punda spil alveg yfirdrifið nóg. Eiga svo bara góða blökk ef það þarf að toga með meira afli.
Það munar strax á þyngd, hraða og rafmagnsnotkun að fara í of stórt.
Benni
23.03.2009 at 20:41 #644200Ef þú hefur auka pening til að kaupa frekar Warn þá er það ekki nokkur spurning – eins og sölumaðurinn hérna á undan benti á þá er hitt allt framleitt í kína eða Tævan – Warn er frá USA.
En svo er komið eitthvað sem heitir Warn Tabor og er kínaframleiðsla á vegum Warn og mér skilst á spjallþráðum úti að það sé sama dótið og allt hitt frá kína.
Ég er búinn að eiga tvö Warn spil og þau hafa enst frábærlega – ég er núna með 16.5 ti spil sem er alltaf á bílnum. Ég lét yfirfara spilið núna um daginn eftir að það var búið að vera tæp fjögur ár framan á bílnum og aldrei undir neinu coveri. Spilið var allt í toppstandi en snertur og eitthvap fleira rafmagnsdót var hreinsað. Og eftir fjögur ár framaná bílnum lítur þetta spil út fyrir að vera nánast nýtt.
Þannig að Warn er allavega málið í rafmagnsspilum – ég þekki ekki glussaspil.
Benni
P.S.
Svo er þetta alltaf reikningsdæmi – Warn spilin eru orðin svo fíflalega dýr hjá bílabúð benna að það má kaupa tvö til þrjú kínaspil fyrir peninginn… Þá fer þetta að verða spurning.
En okrið hjá Bílabúðinni á sér þó tæplega hlipstæðu og þú getur sparað þér ansi marga tíuþúsundkalla á því að panta þetta sjálfur. Mér var t.d. sagt að nýtt 16.5 Ti spil myndi ekki kosta undir 500.000 ef þeir pöntuðu það fyrir mig en ég gat sjálfur flutt það inn frá USA fyrir um 300.000, Sem er reyndar líka ruglverð…
17.03.2009 at 19:00 #643822Þú ættir að kíkja líka á Tait stöðvarnar hjá Nesradíó – Ég hef verið með bæði Icom og Yaesu on finnst Tait bera af hinum tveimur sérstaklega 8200 stöðin hún er með flottan skjá á mjög góðan hátalara.
Benni
15.03.2009 at 14:01 #643316Það var nú reyndar Dodge sem var í brasi í Svartá í fyrra og svo var annar Dodge sem skekkti hásingu á kili núna fyrir nokkrum vikum…
En það hafa svo sem margir gert mistök í svona málum hér. Ég man allavega nokkur tilvik þar sem að hásingar hafa verið slitnar undan eða skekktar – oftast undir grindarlausum dósum eins og Cherokee og þess háttar.
En það breytir ekki því að hálvitagangurinn í þessum videóum á sér nánast engin takmörk.
Benni
P.S.
Samúel – finnst þér ekkert heimskulegt að stökkva upp á veltandi bíl ? Mér finnst náunginn vera góður kandídat í að fá The Darwin Awards
15.03.2009 at 13:31 #643574Ég keypti gleraugu í Everest í fyrra – eru nokkuð góð. Þeim fylgja þrjár linsur, gul, brún og glær.
Þessi gulu hafa komið fínt út.
Svo prófaði ég að nota veiðigleraugun mín um daginn – poloroid gleraugu – það kom líka flott út.
Benni
P.S.
Annars þarftu enginn gleraugu til að sjá aftan á Fordinn
15.03.2009 at 01:57 #526530Fann þennan þráð…
Hlynur, Varst þú ekki um þrem tímum á eftir þessum Cruser á miðjuna ?
Benni
15.03.2009 at 01:51 #643306[url=http://www.youtube.com/watch?v=-xNZwwUwKLI:cukr6sf4][b:cukr6sf4]Meira[/b:cukr6sf4][/url:cukr6sf4]
-
AuthorReplies