Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
30.12.2009 at 19:18 #673678
Talaðu við bílasalann sem sá um viðskiptin.
Ef þú hins vegar keyptir bílinn beint án aðkomu bílasala gæti málið verið erfiðara nema að fyrri eignadi taki heiðarlega á móti þér.
Venjan í svona málum er að menn skipti kostnaði við viðgerð 50/50 ef að bilunin hefur klárlega verið til staðar þegar þú keyptir bílinn en er ekki til komin vegna notkunar þinnar, hins vegar er líka möguleiki á að rifta kaupunum ef að um meiriháttar dulinn galla er að ræða. En svona mál geta verið mjög leiðinleg og erfið, sérstaklega ef að viðskiptin hafa ekki farið í gegnum löggilta bílasala…. Þess vegna ættu menn að hugsa sig tvisvar um áður en þeir kaupa mikið breytta bíla beint.
Benni
29.12.2009 at 20:46 #673222Fór smá hring um hálendið ásamt nokkrum góðum félögum.
Fórum inn í Setur á annan í jólum og þar var ekki korn af snjó eins og hefur komið fram. Fórum síðan norður með Hofsjökli inn að Miðju og á þeirri leið var varla snjó að sjá. Héldum frá Miðju norður í Skiptabakka og á þeirri leið var ekki heldur neinn snjór sem tekur því að tala um.
Skiptabakki er hins vegar frábær skáli og eiga Skagfirðingar hrós skilið fyrir frábæra aðstöðu í virkilega góðu húsi. Og ekki skemmir Ónýta ljósavélin úr Setrinu fyrir… En hún lítur nú út eins og ný og malar ljúfar en nokkru sinni fyrr við Skiptabakka….
Frá Skiptabakka fórum við yfir á Hveravelli og á þeirri leið er heldur enginn snjór – Frá Hveravöllum fórum við yfir Langjökul og um Kaldadal í bæinn. Jökullinn grjótharður og þægilegur yfirferðar en ákaflega lítill snjór neðantil á honum.
Flestallar ár sem við komum að voru beinfrosnar og hvergi nein vandræði til að koma sér í.
Benni
29.12.2009 at 20:21 #673468Kom yfir jökul í gærkvöldi/nótt frá Hveravöllum að Jaka – fórum sjaldan undir 50 km hraða. Jökullinn rennisléttur og harður.
Benni
26.12.2009 at 02:33 #673032Takk fyrir svörin.
Fékk loksins steinolíu á Olís við Rauðavatn eftir að hafa reynt við N1 og Álfheima án árangurs.
En rétt er það hjá Gísla að ég er nú að eltast við þetta fyrir frostþolið – set ca 40% steinolíu á móti díselnum og svo 1 líter af ódýrustu mótorolíu sem ég finn í hverja 100 l af blöndu. Þannig verða 100 lítrarnir ca 500 kr ódýrari heldur en ef að um 100 % dísel hefði verið að ræða… sem sagt munar nánast engu nema umtalsvert betra frostþol…
En það er spáð grimmdarfrosti næstu dagana – gæti dottið í – 30 °C á Vatnajökli… og -20 víða annarstaðar á hálendinu…
Benni
25.12.2009 at 16:16 #209333Hvar fær maður Steinolíu af dælu núna ? Og er einhverstaðar sjálfsali ?
Benni
18.12.2009 at 00:32 #672086Ég negldi 44" með fólksbílanöglum þegar ég var á þeim síðast. Setti bara nógu andks. mikið af nöglum, 150 – 200 stk í dekk. Þannig var hann mjög stöðugur í mikilli hálku.
Stærri naglar finnst mér ekki gera neitt gagn og þegar dekkin slitna (og 44" DC slitna hratt) þá eiga stórir naglar frekar til að grafa sig innar í dekkið og jafnvel skemma það.
Svo stækka ég naglana frekar eftir þyngd – Ég er t.d. með stærstu gerð af vörubílanöglum í 49" undir Ford. Minni naglar myndu ekki gera neitt fyrir þann bíl.
Benni
15.12.2009 at 09:52 #671244Ég get nú ekki tekið undir með þær hallmælingar sem koma fram á ARB lásana hérna. Það kann þó vel að vera að einhverntíma í fyrndinni hafi þetta ekki virkað – það þekki ég ekki.
En það fóru ARB lásar í Fordinn hjá mér strax í byrjun og núna fimm árum og 65.000 km síðar eru þeir enþá á sínum stað og hafa aldrei svikið…. Og gera bara eins og Siggi segir – fara af eða á allt eftir beiðni….
En ég, líkt og Rúnar hélt einmitt að NO-Spin virkaði eins og hann lýsir. Þess vegna hefur mér þótt þetta óspennandi búnaður í hálku og svo hef ég heyrt talað um að bílar með slíkan búnað eyða meira vegna aukinar tregðu í drifrás og slíti framhjólum meira ? eða er það þvæla ?
Benni
14.12.2009 at 23:21 #671630Talaðu við Tyrfing á Ljónsstöðum, Það eru fáir hér á landi sem eru færari í að laga skiptingar.
Benni
11.12.2009 at 15:00 #671108Ég var með svona bíl um daginn – 1997 eða 8 módel minnir mig og ekinn 350 þ. Mótorinn í honum var í fínu lagi. Sá bíll var 44" og fyrlgdu 38", læstur F/A. Var farinn að láta nokkuð á sjá. Sá bíll seldist strax og á fínu verði – eitthvað rúmlega 1500 minnir mig.
Svo veit ég um annan sem er til sölu – mjög gott eintak og vel búinn. Sjá hér : http://www.islandrover.is/spjall/viewtopic.php?t=3277
Annars er lítið um góða mikið breytta bíla á markaðnum og verðlagning á þeim fáu sem eitthvað er varið í er gjörsamlega í rugli – menn eru að setja hátt í 10 milljónir á gamla hauga, þar sem hægt væri að búa til sambærilegan bíl fyrir helming ásetts verðs. Sérstaklega finnst mér menn þó vera að missa sig við verðlagningu bíla á 46" og stærra.
Bestu kaupin á breyttum bíl í dag væru þó án efa í nýjum 49" Ford sem er búinn að vera á sölum meira og minna síðan honum var Breytt. Ef sá bíll fengist á verði sem væri rétt innan við 10 M.kr þá eru það góð kaup (ég myndi þó aldrei borga meira en 10 fyrir hann því þá er verið að borga meira en kostar að smíða sambærilegann bíl) – sá bíll er með öllu en þarf reyndar aðeins að klappa honum eftir mikla stöðu. Sjá: http://www.bilasolur.is/CarDetails.aspx … &schpage=4
Benni
04.12.2009 at 23:19 #670090Nei það eru ekki góð kaup í þessum bíl.
Í fyrsta lagi er þetta allt of hátt verð fyrir svona búinn bíl, þetta gamlan. Miðað við að í boði er nýr svona bíll, mun betur búinn og ekinn 7þ og ásett á henn er 11,9 í dag en var 9,9 um daginn og örugglega hægt að fá hann á slíku verði. Þannig að um 5 fyrir þennan haug er ekki gott verð. Þú færð svona bíl fyrir innan við milljón óbreyttann og það kostar ekki meira en 4 að breyta honum.
Síðan þekki ég þennan bíl ágætlega – dró hann einu sinni dauðann frá Þursaborg og í bæinn. Þá var vesen á vélartölvu í honum og það hefur verið viðloðandi tölvu og rafmagnsvesen í þessum bíl mjög lengi, nánast frá því að honum var breytt að því er ég komst næst.
Nú svo er það rétt sem að sagt hefur verið að 6 lítra vélin er vandræða vél, sérstaklega 2003 og 2004. Hún er svo orðin skárri seinna en er ekki orðin góð fyrr en búið er að afnema EGR búnað og skipta út heddboltum fyrir heddstudda. ásamt fleira smálegu sem þarf að breyta í mótornum.
P.S.
Svo veit ég að braskarinn sem keypti hann síðast af banka borgaði innan við 1,5 fyrir hann…
01.12.2009 at 13:34 #668696Varðandi tölvustýringar þá er Gunnlaugur hjá verkfræðistofunni Samrás búinn að hanna svona tölvur. Hann verður með kynningu á þeim á næsta félagsfundi.
Benni
27.11.2009 at 17:10 #668662Það er einn takki fyrir hvert dekk og svo er ein tvívirkur rofi fyrir að hleypa úr eða pumpa í. Rautt ljós logar þegar lekur úr og grænt þegar pumpað er í.
Það eru 8 mm slöngur og það dugir fínt fyrir 49" hjól og ætti því að vera fínt fyrir allt minna. Auðvitað gerist þetta ekki á einhverjum 30 sekundum – enda slíkt ógjörlegt á stórum hjólum. T.d. tekur um 2 – 3 mín að hleypa úr beint um 8 mm kúluloka þegar hleypt er úr á venjulegan hátt.
Jú sjálfsagt má nota einn loka – þetta fannnst mér hins vegar vera einfalt og auðvelt að henda upp – en möguleikarnir á stýringum eru ansi margir. Þetta er einfaldasta og ódýrasta gerð af ventlakistu sem ég gat búið til miðað við að hafa þetta ekki handstýrt inni í bíl. Ég er með þetta allt á pallinum.
Kveðja frá Kóngsins Köben…….
Benni
P.S.
Heiðar, þú ert nú passlega stutt frá núna – ein næturlest og við fáum okkur öllara saman á morgun…. Eða eigum við kannski að taka ölinn á fjöllum í des ?
27.11.2009 at 15:50 #668654Hér koma nokkrar myndir – vona að þetta virki
Frágangur við hjól
[attachment=3:3ol7mr79]20112009627.jpg[/attachment:3ol7mr79]Lokakistan
[attachment=2:3ol7mr79]20112009629.jpg[/attachment:3ol7mr79]Dælurnar, 2xFini + kútur og 2xARB fyrir læsingar, loftpúða, lógír o.fl.
[attachment=1:3ol7mr79]20112009630.jpg[/attachment:3ol7mr79]Mælaborðið
[attachment=0:3ol7mr79]CIMG2965.JPG[/attachment:3ol7mr79]kv.
Benni
26.11.2009 at 14:09 #668632Ég var að ganga frá svona búnaði í Fordinn og nota sömu snúningshné og menn hafa verið að nota frá því að Gundur gerði þetta hér fyrir nokkrum árum.
Sá búnaður hefur verið vandræðalaus og hnén kosta klink ef að þarf að endurnýja þau.
Það eru til miklu öflugri hné ef menn vilja og þau hafa verið í notkun í nákvæmlega eins búnaði sem Ástralir hafa notað í áratug á vinnuvélum, trukkum og jeppum. Sá búnaður kostar bara fullt og ég sé ekki að það sé nokkur einasta þörf á honum. Þó svo að slöngurnar svegist og beygist til, þá skiptir það bara engu þar sem að þær eru ekki að fara úr sambandi og svo hitt að þetta kostar bara smáaura að skipta þessu út ef þetta bilar.
Festingar í felgur eru ekki heldur nokkurt einasta vandamál, ef menn eru með beadlock er auðvelt að festa í hann, en ef ekki þá er lítið mál að krækja í gegnum göt á felgum eða nota felgubolta líkt og gert hefur verið á tugum bíla nú þegar.
Kostnaðurinn við kerfið eins og það er hjá mér er ekki óyfirstíganlegur. Ég er með 6 segulloka, 4 mæla, og svo að sjálfsögðu slöngur, fittings, rofa og lagnir. Þessi pakki kostar rúmar 80 þ. kr fyrir utan afslátt hjá Landvélum og vinnan við að koma þessu í bílinn er um 25 – 30 tímar með öllu.
Jeppaþjónustan Breytir sá aðstoðaði mig við að setja þetta í bílinn – þannig að þeir eru snöggir að græja svona fyrir menn. Helsti hausverkurinn í þessu er að koma mælum fyrir, það var það allavega hjá mér.
Benni
25.11.2009 at 15:09 #668526Annars hélt ég að þessir toyota eigendur væru svo sérvitrir að þeir létu grafa sig í dollunum…..
24.11.2009 at 14:50 #668276Bjarki Clausen (4×4 félagi) rekur fyrirtæki sem sérhæfir sig í allra handa merkingum, límmiðum, filmum o.fl.
Sjá hér http://www.merkiverk.net/
Benni
22.11.2009 at 22:21 #667958Jökullinn var fínn í gær – en það er lítill snjór þarna og grunnt á sprungur, sást greinilega móta fyrir þeim á stöku stað.
Benni
22.11.2009 at 00:05 #667954Það eru til mjög góð og Ódýr vinnuljós frá Britax. Fást hjá Bílasmiðnum.
Benni
21.11.2009 at 23:21 #667666Ég Spjallaði við Björn Þorra á VHF í dag. þá var ég staddur uppi á Langjökli en hann á Sylgjujökli og stefnan tekin á Hamarinn. Eitthvað voru sprungur að hrella þá og ég ég taldi mig heyra að þeyr ætluðu að vera stutt uppi á jökli enda bongó blíða neðantil á og neðan við jökul en mugga ofar. Þannig að ég helda að þeir hafi átt frábæran dag á svæðinu þó svo að þeir hafi ekki farið langt upp á jökulinn.
Benni
20.11.2009 at 21:53 #667650Eru engar fréttir ? Þeir hljóta að vera komnir í skála núna… Hvað með Setursfara ?
Benni
-
AuthorReplies