Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
24.02.2010 at 18:14 #684744
Þessar verndaráætlanir eru grafalvarlegt mál fyrir allt ferðafólk og það setur að mér verulegan ugg við að lesa það sem þegar er komið fram.
Það liggur ljóst fyrir að það versta sem maður óttaðist á að verða að veruleika – en það er að ferðamenska þeirra sem ferðast án vélknúinnar aðstoðar eigi að fá að ganga fyrir annarskonar ferðamensku og að þannig eigi að mismuna fólki eftir þeim ferðamáta sem það vill nota sér.
Þannig eru tillögur í verndaráætlun norðursvæðis Vatnajökuls sem að miða að því að banna umferð vélknúina ökutækja á ákveðnum leiðum, líka á snjó og frosinni jörð…. til að trufla ekki umferð gönguskíðafólks.
Einnig veit ég að það hefur verið áhugi hjá þjóðgarðsvörðum að merkja inn ákveðnar leiðir sem að má aka uppá og eftir jöklinum en aðrar séu lokaðar – svona nokkurskonar ríkisleiðir….
Að mínu mati er það sök sér ef að einum og einum slóða er lokað yfir sumartímann – enda eru til nokkrir slóðar sem hafa lítin tilgang og eru villuslóðar. Eins fagnar ég því ef að það á að gera gangskör í því að merkja slóða og þá vonandi stika þá til að menn eigi auðveldara með að fylgja þeim. Hins vegar finnst mér skelfileg tilhugsun ef að loka á slóðum bara til þess að koma í veg fyrir að göngumenn verði fyrir truflun.
Tökum Vonarskarðslokunina milli Gjóstuklifs og Svarthöfða sem dæmi. Þar á að loka til að koma í veg fyrir truflun göngufólks. Þetta á að gera þó svo að núverandi gönguleiðir komi hvergi nærri þessum slóða og þeir sem eru á gangi á þessu svæði yrðu aldrei fyrir ónæði bíla sem ækju á milli Svarthöfða og Gjóstuklifs.
En það versta þykir mér þó vera ef að það á að fara að loka fyrir hinar og þessar akstursleiðirnar á jökli og utan hans yfir vetrartímann þegar snjór er og frosin jörð. Þetta hefur þegar verið gert með algeru akstursbanni við Hvannadalshnjúk og á Skeiðarárjökli og með tímabundnu akstursbanni á Öræfajökli og í Kverkfjöllum. Og núna liggja fyrir tillögur um bann við akstri á ákveðnum leiðum við Öskju.
Það er þarna sem að við jeppamenn og konur þurfum virkilega að beina sjónum okkar og berjast af krafti fyrir því að halda frelsi okkar til að aka um landið að vetri – enda skilur slíkur akstur ekkert eftir sig í náttúrunni og rökin fyrir banni byggja öll á mismunun milli aðila eftir því hvernig þeir kjósa að ferðast og slíkt er óþolandi og í raun finnst mér að klúbburinn ætti að setja kraft í að láta reyna á fyrir dómi hvort slík bönn standist almenn lög og mannréttindi.
Ég veit að það er í dag lögð hellings vinna í að verja rétt okkar til að halda þessum slóðanum eða hinum opnum til aksturs að sumarlagi, en þarna held ég að kröftum okkar sé alls ekki nógu vel varið því að það er okkur mun mikilvægara að verja rétt okkar til að aka á snjó hvar sem er – því að ef að það verður bannað að einhverju eða öllu leiti þá leggst jeppasportið af í núverandi mynd. Ekki það að ég sé að gera lítið úr mikilvægi þess að verja slóðana, heldur er ég að benda á að á hinum vetvangnum höfum við að vissu leiti verið sofandi – sbr. núverandi lokanir á Vatnajökli.
Benni
23.02.2010 at 22:12 #684736Ég tók eftir því í þessum úrdrætti að það virðist vera búið að ákveða að loka Vonarskarði fyrir umferð. Bílastæði verði við Gjóstuklif annars vegar og Svarthöfða hins vegar….
Ég keyrði þarna á milli á sunnudaginn – reyndar á snjó… En eins gott að maður drífi sig þarna næsta sumar til að sjá þetta að sumarlagi líka – ekki hef ég nægjanlega heilar lappir í að labba þetta. Þannig að þarna stendur greinilega til að útiloka mig og aðra ógangfæra frá því að njóta svæðis sem að hefur lengi verið opið… Húrra fyrir labbakútum – þeir eiga þetta greinilega skuldlaust…
13.02.2010 at 16:02 #682996Ég hef örugglega skrifað það hér áður og get gert það einu sinni en… Beinskiptir bílar eru bara hálfkláraðir, það á bara eftir að henda út þessu handvirka dóti.
En án gríns þá er sjálfskiptingin að mínu mati betri við allar aðstæður. Hún er betri ef á að taka mjúkt á, hún er betri í erfiðu færi – mýkri skiptingar. Hún er betri í hjakki – ef þú kannt að nota hana. Og svo að maður tali nú ekki um þægindin í hefðbundnum akstri.
Ég hef á mínum jeppaferli séð fleiri brotna kassa og bilaðar kúplingar heldur en bilaðar skiptingar. Þó hef ég oftast verið á sjálfskiptu og meirihlut minna ferðafélaga er það líka.
Sjálfskiptingar í dag eru orðnar það góðar að það er ekkert vesen á þessu. Nú ef þetta er að hitna eitthvað þá er oftast auðvelt að bæta við þær kælum
13.02.2010 at 14:21 #210716Við erum nokkrir jeppakallar sem erum með 250 fermetra dótakassa uppi á Ártúnshöfðanum og nú ber svo við að við gætum bætt við einum til tveimur í plássið.
Þarna er fín aðstaða til að geyma bíla og hluti þeim tengdum sem og að stunda smávægilegar viðgerðir og viðhald.
Mánaðarleigan er á bilinu 30 – 40 þ á haus – fer aðeins eftir því hversu margir eru með í hvert skipti.
Áhugasamir geta sent póst á bm@sk3.is eða hringt í 898 6561
Benni
10.02.2010 at 20:17 #682532Það eru ekki til neitt sérstaklega margar gerðir af 44" fyrir 17" felgur, Trxus dekkin eru fín undir þunga bíla og hafa menn verið að drífa ágætlega á þeim þannig. T.d. fór Gunni Egils á Trxus hjólum á suðurpólinn.
Þessi dekk eru alla jafna mjög vel kringlótt og hopplaus. En… Það er alltaf eitthvað EN. Þau eru skelfilega laus í rásinni í malbiksakstri – að mínu mati svipað vond og slitin 44" DC.
Ég ók á þessu í fyrra sumar undir F350 – komu fínt út að öllu leiti nema hvað þau grípa allar ójöfunur og hjólför…
Ef þú vilt prófa þá eru þau dekk rúmlega hálfslitin og fást fyrir afar lítið fé. Ég varð fyrir það miklu aðkasti í fyrra sumar fyrir að aka á svona litlum dekkjum að ég legg ekki í það aftur… nota bara 49" líka næsta sumar.
Benni
P.S. Svo verðurðu líka að athuga að dekkin hafi næga burðargetu fyrir bílinn – ert þú ekki á F350 ? Ef svo er þá geturðu ekki notaða hvaða dekk sem er.
05.02.2010 at 00:09 #681556Það er rétt hjá Braga að breytingar á fjöðrun eru háðar skoðun.
Og ekki spurning að láta skrá þessar breytinga í skoðanavottorð – ef slíkt vantar getur það komið illa í bakið á þér síðar ef svo illa vill til að þú lendir í árekstri eða öðru tryggingatengdu óhappi.
Sama er með dekkjastærð – menn verða að gæta sín á að láta breytingaskoða á stærstu dekkjum sem að bíll er notaður á. Því miður er allt of mikið um að menn geri þetta ekki og séu svo keyrandi um á ólöglegum bílum þar sem þeir eru á of stórum hjólum. Meira segja veit ég mörg dæmi um að túristabílar séu breytingaskoðaðir fyir 38" en eru að flytja fólk gegn gjaldi á 44" hjólum. Ég get ekki einu sinni byrjað að ímynda mér hvaða áhrif það hefði ef svoleiðis bílar lentu í alvarlegu óhappi
En allavega ekki sleppa því að láta skoða þessa breytingu.
Benni
04.02.2010 at 20:39 #681690Námagröftur á Hamragarðaheiði hefur engin áhrif á hefðbundna leið uppeftir. Hún er svipuð og áður hefur verið.
Varðandi færi á jöklinum þá heyrði ég í sleðamönnum sem voru þarna á ferð um síðustu helgi. Þeir töluðu um afar lítinn snjó og mjög ósléttan jökul.
Það gildir því væntanlega það sama um þennan jökul og aðra á landinu SV-verðu að á honum er afar lítill snjór og grunnt niður á sprungur, vatnsrásir og svelgi. Eyjafjallajökull er töluvert sprunginn – sérstaklega í toppinn og þá í nágrenni við vinsæla stoppustaði eins og Goðastein og Hámund… Það gildir því að fara gætilega þar eins og annarstaðar á jöklum í dag.
Benni
04.02.2010 at 12:16 #680698Ég ætla nú að þakka Skúla og Sveinbirni fyrir að rifja upp fyrir okkur fáein atriði úr sögu klúbbsins. Þessi atriði sem og fjölmörg önnur geta menn auðveldlega kynnt sér með því að lesa yfir gömul Setur sem eru, eða í það minnsta voru hér á vefnum sem og fundargerðir og fleira.
Eins er ágæt upprifjun á þessum hlutum í bókinni Farið sem að rifjaði í máli og myndum upp sögu klúbbsins fyrstu 20 árin.
Ég held að það væri ýmsum hér ansi holt að kynna sér hlutina almennilega áður en þeir skeiða hér fram á ritvöllin með þeim hætti sem að hér hefur verið gert. Það að reyna að klóra svo í bakkann og segjast hafa meint eitthvað allt annað dæmir sig sjálft…
Og svo finnst mér æðislega gaman að því að sjá skrifin koma frá mönnum sem hafa atvinnu af jeppamennsku – sem að er til fyrir tilstuðlan 4×4 klúbbsins.
Gaman að þessu.
04.02.2010 at 09:06 #681442Menn hafa verið að setja öflugri dælur á þessar og reyndar aðrar amerískar dísilvélar um leið og verið er að auka afl. Þá er verið að auka þrýsting og magn að spíssum og er þetta oft gert um leið og settir eru aðrir og öflugri spíssar.
Ef að ekki er verið að reyna að ná meira afli út úr vélinni og enþá eru orginal spíssar þá held ég að það sé engin ástæða til að skipta þessu út – ég hef allavega hvergi rekist á neinar umræður um slíkt á þessum disel spjallvefjum sem ég er að skoða í ameríkunni.
Annars er alltaf gott að leita ráða hjá Kjartani í GK viðgerðum – fáir hér á landi sem kunna betur á Ford vélar en hann.
Benni
03.02.2010 at 22:21 #681232Eitthvað hefur þetta verið notað í LC80.
ég átti allavega svoleiðis dós með svona intercooler. Fróðir menn gáfu þessu nú ekki háa einkunn í þeim bíl.
Benni
03.02.2010 at 19:24 #680668Nei Helgi – Póstur og sími setti endurvarpana ekki upp. En Póst og fjarskiptastofnun rukkaði þig áður fyrir aðgang að tíðnisviðinu. Þeir eru núna hættir því en rukka í staðinn rétthafa tíðnanna. 4×4 klúbbinn fyrir hans rásir og rétthafa einkarása fyrir þeirra rásir. Þetta ættir þú að þekkja fyrst þú notar einkarásir ferðaþjónustuaðila – þú eða þau fyrirtæki sem þú vinnur fyrir eru væntanlega að borga fyrir þann aðgang.
Þessi gjöld eru ekki svo há fyrir beina rás eða á milli 15 og 20 þ á ári – en fyrir endurvarpsrásirnar er þetta töluverð upphæð og var vel yfir hálfa milljón þegar þetta var sett á. Veit ekki hvað það er í dag.
Víðir – það ætti ekki að vera undarleg að menn verði pirraðir hér þegar gert er lítið úr störfum hundruða manna síðastliðin 25 ár og þau sögð litlu sem engu hafa skilað og að það sé fyrirséð að það fólk sem vinnur í dag fyrir alla jeppamenn gæti allt eins hætt því strax þar sem að það skiptir engu… Bara svona til áréttingar að þá var fyrir stuttu sett ákvæði í reglur um að ekki mætti aka á snjó nema hann væri allavega 50 cm á þykkt… Klúbburinn kom í veg fyrir það. Eins átti að banna kastargrindur um daginn, klúbburinn kom í veg fyrir það…. Svona mætti lengi telja um óþörf störf ferðaklúbbsins sem að litlu sem engu hafa skilað í hagsmunabaráttu jeppamanna…
Og svo til að bíta höfuðið af skömminni þá er sama fólk, sem ekkert gerir af viti – sakað um að gera það óheiðarlega og þyggja fyrir það greiðslur án vitundar eða heimildar félagsmanna… s.s. þjófkennt.
Og svo finnst þér óeðlilegt að menn verði pirraðir.
Benni
P.S.
Helgi – ég hef í það minnsta aldrei séð ástæðu til að loka á þig – enda hef ég ekki séð þig skrifa mikið hér á ómálefnalegan hátt. Það að hafa skoðanir á málunum líkt og þú MHN og margir aðrir hafa ætti ekki að vera lokunarástæða fyrir nokkurn. Enda ert þú svo sem eins og engill miðað við það sem gekk hér á fyrir nokkrum árum
03.02.2010 at 18:11 #680656Helgi – hver setti endurvarpana upp og kostaði það… Eða ertu að meina að þeir hafi "bara" verið þarna….
Það væri kannski ágætt að einhver úr fjarskiptanefnd renni í gegnum sögu fjarskiptakerfisins sem að 4×4 klúbburinn hefur sett upp.
Svo ættirðu að lesa aftur skítkastið frá Baldri svo að þú áttir þig á því – enda hafa fjölmargir félagsmenn sem starfa og starfað hafa fyrir klúbbinn hringt í mig á síðustu klukkutímum og allir gjörsamlega orðlausir yfir því hvernig drullað er yfir þá og þeirra störf til fjölda ára, bæði af baldri, guðmundi og þeim sem hafa tekið undir með þeim.———
Guðmundur – prófaðu bara að mæta á aðalfund, þar liggja fyrir allar upplýsingar um reikninga klúbbsins og hægt að fá svör við öllum spurningum hvort sem pappírar liggja fyrir á staðnum eða ekki. Reyndar hefur nú verið venjan að bókhaldslistar klúbbsins eru á staðnum ef einhver vill skoða.
En þar sem að þú ert hér að láta að því liggja að stjórnarmenn / nefndarmenn síðustu fimm ára hafi þegið greiðslur frá klúbbnum eða fengið óeðlilega greitt fyrir útlagaðn kostnað þá vona ég að þú leggir fram gögn eða upplýsingar sem styðja þessar ásakanir og að þær verði þá rannsakaðar. Enda lít ég svo á að þú sért með þessu að saka mig sem formann félagsins á hluta þessa tímabils sem og aðra stjórnar/nefndarmenn á tímabilinu um óheiðarleika í sínu starfi og jafnvel þjófnað á fjármunum frá klúbbnum – því að ef að menn hafa þegið þær greiðslur sem þú ert að saka menn um án heimildar frá stjórnum og aðalfundi þá er það jú ekkert annað en þjófnaður…..
Svo má nefna það þér til upplýsinga að flestir nefndar / stjórnarmenn sem að starfa fyrir klúbbinn leggja fram mikla fjármuni til að geta tekið þátt í starfinu. Þetta er bæði í formi vinnutaps og beins útlagðs kostnaðar. T.d. þá reiknaði ég út kostnað vegna vinnutaps og beins útlagðs kostnaðar hjá mér það ár sem að ég var formaður og það lá nærri því að vera ein milljón kr. á þeim tíma. Og slíkt hið sama á við um mjög stóran hóp manna og kvenna sem unnið hafa og eru að vinna fyrir klúbbinn.
03.02.2010 at 17:31 #680650Guðmundur – Sundurliðaðir reikningar félagsins liggja frami á hverjum aðalfundi. Spurning um að mæta bara og skoða….
Hver veit – kannski fengirðu bara áhuga á starfinu í stað þess að sitja bara á kantinum, gagnrýna og þyggja…
03.02.2010 at 16:53 #680644Bara svo að það sé á hreinu Guðmundur þá er ég ekki í stjórn 4×4 – ég var hins vegar formaður klúbbsins fyrir nokkru síðan, ég kem hins vegar að starfi tækninefndar og tveggja annarra nefnda í dag.
Ég rak fyrirtæki sem að tengdist bílum fyrir skömmu – þá var mér bent á af öðrum félagsmönnum að ég ætti ekki að auglýsa á vefnum nema að borga fyrir það sérstaklega – sem ég og gerði og var með auglýsingu á forsíðunni í nokkra mánuði.
Það var nú þess vegna sem ég spurði – það er nefnilega skondið að sjá þegar menn sem hafa haft (eða reynt að hafa) tekjur af félagsaðildinni eru að gagnrýna það að þurfa að borga fyrir hana.
P.S.
Ég hef keyrt út um allt land án þess að hafa fengið svo mikið sem eina krónu frá klúbbnum – meðal annars dró ég steininn inn að miðju og fór svo aðra ferð og reisti hann. Dró ljósavélina inn í Setur ásamt því að hafa ekið með þingmenn og ráðherra um hálendið í áróðursskyni. Almennt veit ég ekki til að menn hafi fengið greidda olíu fyrir akstur fyrir klúbbinn, nema hugsanlega skálanefndarmenn sem hafa verið að draga þungar kerrur upp í Setur og þeir sem hafa verið að aka vegna ferlunar fyrir Landmælingar
03.02.2010 at 16:01 #680636Guðmundur – það greiða allir félagsmenn sama gjald, óháð því hversu mikla vinnu þeir leggja fram fyrir klúbbinn….
En hvernig hefur gengið með innflutninginn hjá þér sem þú hefur auglýst reglulega á þessum vef… Vonandi gengur það bærilega, þó svo að flest fyrirtæki hafi nú þurft að borga fyrir sínar auglýsingar hér – en ekki auglýst sem félagsmenn.
03.02.2010 at 15:58 #676306Þetta hefur greinilega verið fjör….
En ef að það eru einhver sannindi í því að breytingar á snjódýptarmælingu geti verið af manna völdum þá vona ég svo sannarlega að þeir sem áttu hlut að máli þar skammist til að fara uppeftir hið snarasta og lagi til eftir sig.
En ef þetta er bilun þá verðum við bara að vona að hún verði löguð fljótlega – þessar mælingar eru gríðarlega mikið notaðar af ferðamönnum á hálendinu og ferlegt ef að þetta virkar ekki. Reyndar er sorglegt hversu fáir snjódýptarmælar eru í gangi á hálendinu….
03.02.2010 at 15:28 #680630Þetta er mjög áhugavert að verða…
En ég held að menn eins og Baldvin Jónsson ættu að kynna sér sögu klúbbsins áður en að hann fer að halda því fram að 4×4 hafi haft og muni hafa lítil sem engin áhrif í hagsmunabaráttu jeppamanna og ferðafólks. Ég hef sjaldan eða aldrei séð nokkur mann drulla jafn mikið yfir þá sem að vinna baki brotnu fyrir klúbbinn og þar með alla jeppamenn landsins… Og allt í sjálfboðavinnu.
Starfandi í nefndum og stjórnum klúbbsins eru hátt í 100 manns á hverjum tíma – og jú vissulega eru þetta allt einstaklingar er þeir eru og hafa verið frá upphafi að vinna að hagsmunum jeppamanna í nafni Ferðaklúbbsins 4×4 en ekki í eigin nafni.
En þvílíka vanvirðingu við þetta fólk og vinnu þeirra síðastliðin 25 ár hef ég aldrei séð né heyrt nokkurn mann láta frá sér fara.
—–
Helgi – aðalkostnaður 4×4 vegna VHF liggur í uppbygingu, rekstri og tíðnigjöldum vegna endurvarpa, ekki rása á milli bíla. Ég þykist vita að allir í ferðaþjónustunni séu með sínar eigin rásir á milli bíla, en þeir eru líka með endurvarparásir 4×4 og hafa sóst eftir því vegna öryggissjónarmiða. Enda er endurvarpakerfi 4×4 eina kerfið sem dekkar hálendið orðið almennilega og því finnst mér ekki mikið að borga 6000 kr á ári fyrir aðgang að slíku öryggiskerfi ef menn eru á annað borð að þvælast um hálendið.
Bein rás á milli bíla kostar bara smáaura, enda eru einkarásir orðnar mjög algengar hjá föstum ferðahópum sem og fyrirtækjum.
Benni
02.02.2010 at 14:57 #658586Mér finnst nú að gæðin í þessum blessuðu geymum skipti meira máli heldur en verðið – þó svo að það verði að horfa á það líka.
Ég hef notað Geyma frá Skorra undanfarið og endurnýjaði geymana í Ford F350 núna í haust. Þá kostuðu tveir rétt innan við 50 Þ.
Ég nota bílinn mikið á fjöllum og því er mikið um gangsetningar í kulda. Eins er ég 16.5 Warn rafmagnsspil sem er frekar mikið notað. Þessir geymar hafa staðið sig vel undir þessum kringumstæðum.
Síðan tengi ég alltaf Ctec hleðslutæki við bílinn þegar hann stendur og það hefur að mínu mati bætt endinguna á geymunum gríðarlega. Svoleiðis tæki kostar ca 30 Þ og margborgar sig.
Benni
02.02.2010 at 14:24 #680854Mig minnir að hann Dick sjálfur gefi upp 18 mm líkt og Atli hefur mælt… En það er lítið að marka uppgefin mál frá framleiðanda, enda heldur hann því statt og stöðugt fram að þetta séu 44" dekk þó þau mælist bara 42"
Benni
02.02.2010 at 14:21 #680926Flott video – gaman að þessu. Verst að hafa misst af kynningunni ykkar…..
En það er rétt hjá Jóhannesi að frasinn "ykkar" er sá sami og Trúðagengið sáluga notaði – ætli hann hafi bara ekki losnað þegar það dó….
-
AuthorReplies