Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
24.03.2010 at 15:05 #687310
Agnar þú ert að misskilja þetta.
Göngumenn, skíðagöngumenn og aðrir sem tilheyra útivistarelítunni meiga að sjálfsögðu fara um hvar sem þeim sýnist.
Það erum við hinir sem tiheyrum vélknúna hyskinu sem eigum að halda okkur á sérstaklega afmörkuðum svæðum – enda bara umhverfissóðar sem erum hvort sem er bara í torfæruleik en ekki að njóta náttúrunnar líkt og elítan.
Benni
24.03.2010 at 12:12 #687832En Friðfinnur,
Það er í lagi að:
Vísindamenn – vinir þeirra, félagar og fjölskyldur fari að gosinu
Fréttamenn – vinir þeirra, félagar og fjölskyldur fari að gosinu
Ljósmyndarar – vinir þeirra, félagar og fjölskyldur fari að gosinu
Lögreglumen – vinir þeirra, félagar og fjölskyldur fari að gosinu
Björgunarsveitarmenn – vinir þeirra, félagar og fjölskyldur fari að gosinuEn ekki aðrir – af því að það er of hættulegt.
Og þú sérð ekki hræsnina í þessu…
24.03.2010 at 10:40 #687826Ég held ég hafi bara aldrei verið jafn sammála nokkrum manni eins og honum Óla núna.
Það er þessi ævintýralega forræðishyggja stjórnvalda sem er hér allt að drepa – bæði í þessu máli sem og mörgum öðrum, þar má sérstaklega nefna foræðishyggjuna í náttúruverndar- og bannmálum.
Láta stóra bróður ákveða allt og ganga svo í röð eins og sauðir á leið til slátrunar – af því að okkur er sagt það… Þetta fyrirkomulag hefur verið reynt í kommúnistaríkjum án árangurs – en hálf íslenska þjóðin kaus kommana yfir okkur núna og sjá í hvað stefnir….
Benni
23.03.2010 at 22:26 #687302Það er í raun ótrúlegt að lesa þessa steypu. Það á að vaða á skítugum gönguskónum yfir þá sem ekki geta ferðast um á tveim jafnfljótum.
Jafnframt stendur til að afmarka ákveðin svæði til hinnar nýskipuðu útivistarelítu íslands – göngufólks. Þessi uppskipting landsins er gjörsamlega fáránleg og ég get illa ímyndað mér að það standist að hægt sé að meina fjölda fólks aðgang að ákveðnum svæðum landsins vegna þess að það á ekki möguleika á að ganga og með því að aka þá truflar það gönguelítuna.
Hvað með flugumferð – hún hlýtur líka að verða bönnuð, enda truflar vélarhjóðið væntanlega elítuna.
Og svo er það þetta með að banna vetrarumferð á ákveðnum svæðum – hvernig dettur fólki þetta í hug ? Um þessi svæði ferðast kannski um hálft prósent þjóðarinnar án þess að treysta á vélar til að koma sér áfram, á meðan um 10 prósent stunda vélknúna vetrarútivist á sömu svæðum…. Það er með ólíkindum að leyfa sér að leggja þetta til – en auðvitað er allt gert fyrir gönguelítuna.
Gott dæmi er að um síðustu helgi voru a.m.k á þriðja hundrað útivistarunnenda að ferðast um vatnajökulssvæðið á vélknúnum farartækjum – en vitað var um sjö gönguskíðamenn. En auðvitað hefðu þessir gönguskíðamenn að eiga meiri rétt á að ferðast um svæðið af því að þeir tilheyra útivistarelítunni.
Það versta er að í þeim nefndum sem leggja þetta til er meintur fulltrúi útivstarfólks – en sumir þeirra fulltrúa eru alls ekki fulltrúar alls útivistarfólks – heldur er þar um að ræða fulltrúa Ferðafélags Íslands sem að virðist hafa það leynt og ljóst á stefnu sinni að útiloka vélknúin farartæki sem mest frá hálendinu ef að marka má umræðu og skrif sumra stjórnarmanna í því félagi.
Ég lít svo á að ef að þessar tillögur verða að raunveruleika þá sé verið að brjóta á rétti mínum sem þegns í þessu landi til þess að skoða og njóta útivistar á þann hátt sem mér hentar og í samræmi við núgildandi lög og reglur.
Það ætti að vera öllum ljóst að göngufólk er ekki merkilegra en annað fólk – þó svo að sumir innan þess hóps telji sig vera það.
Ég vona að klúbburinn fari að bíta harkalega frá sér í þessu máli og berjist gegn þessu einelti sem verið er að leggja jeppamenn í.
Benni
23.03.2010 at 21:28 #211635Nú er klukkan greinilega farin að nálgast páska hjá vegagerðinni og því búið að setja „allur akstur bannaður“ merki á allt fjallabakssvæðið, kjöl og sprengisand.
Þetta er svo sem alveg í takt við undanfarin ár og virðist líkt og venjulega ekki vera í neinu samræmi við raunverulegt ástand vega eða snjóalaga og frosts í jörðu.
Þannig er t.d. athyglivert að skoða veðurathuganir á Hveravöllum og Kolku – en þar hefur verið svo til samfellt frost síðustu sex daga – en samt er ástæða til að loka veginum.
Ekki ætla ég að fullyrða neitt um fjallabakssvæðið enda hef ég ekki farið þangað nýlega – en mann rennir svo sem í grun að sumar af þessum lokunum geti tengst gosinu. Í fyrra voru allir vegir þar lokaðir um páska – líka þeir sem voru undir 3 metra snjólagi…
Hins vegar vita allir þeir sem óku um sprengisand um síðustu helgi að þar var engin ástæða til að loka og veðurfarið þar undanfarna daga gefur ekki tilefni til mikilla breytinga.
Það er því sama gamla tuggan hér eins ug undanfarin ár – það á að beita forræðishyggju dauðans á ferðafólk líkt og undanfarin ár, nákvæmlega á sama hátt og verið er að gera í gosinu.
Framundan virðast svo vera töluverð frost á hálendinu – forvitnilegt verður að vita hvort að það hefur áhrif á foræðshyggju vegagerðarinnar og þetta almenna einelti sem virðist vera í gangi gagnvart jeppamönnum og öðru ferðafólki á vélknúnum farartækjum.
Benni
23.03.2010 at 15:06 #678920Jú ferðasaga hlýtur að koma fljótlega hjá þeim sem að nenna að skrifa. Ég tók fáar myndir en ég veit að ferðafélagar mínir tóku helling af þeim.
En við í Túttugenginu fórum að miklu leiti allt aðra leið en aðrir.
Á fimmtudegi fórum við hefðbundna leið í Nýjadal og vorum þar það snemma að við kíktum áleiðis upp á Tungnafellsjökul og líka upp á Þvermóð. Allt í blíðskaparveðri.
Á föstudegi þá lögðum við einna síðastir af stað úr Nýjadal eftir að hafa gengið frá í skálunum. Veðrið var hundfúlt, skafrenningur og lítið skygni. Við höfðum þó nýtt trakk frá ferðinni upp á Tungnafellsjökul og gátum því keyrt á 40 – 50 þrátt fyrir lítið skygni. Fyrir vikið þá fórum við framúr flestum hópum áður en við komum að Skjálfanda – en þar var líka komið bærilegasta skygni. Frá Brú á skjálfanda héldum við norður fyrir Trölladyngju, sunnan Þríhyrnings og stefndum á Öskju. Ókum inn í Öskjuna um Trölladyngjuskarð. Um skarðið fórum við í algerlega blindu og fundum 5 – 6 metra há hengju "the hard way". En sá sem gekk á undann fór niður hana enda sást lítið sem ekkert – en allir ómeiddir. Þannig get ég ekki mælt með því að menn keyri þetta nema að sjá vel til – en við fundum þó leið í gegn með því að ganga um skarðið í línu þar til góð leið fannst. Eftir að við komum niður úr skarðinu ókum við norður fyrir Öskjuvatn og að Víti, skoðuðum það og héldum svo í skála við Drekagil.
Á laugardegi fengum við félagsskap frá eina norðanmanninum sem að kom í ferðina, en Gunni í Dekkjahöllinni á 6 hjóla Raminum slóst í för með okkur. Síðan fengu Sterarnir að fylgja okkur að jökli, svo að þeir rötuðu örugglega.
En við héldum við Frá Dreka Suður fyrir Vaðöldu og yfir Jökulsá á fjöllum á ís. Þaðan að Lönguhlíð og um Kverkhnjúkaskarð, yfir Lindahraun og að Kreppu. Hún var opinn og við fundum á henni fínt vað. Þaðan héldum við að Kverká skammt frá Grágæsarhnjúk og fórum yfir hana á fínu vaði, en hún var líka opin. Þaðan héldum við upp að jökli við upptök Kverkár. Kvöddum þar Sterana sem héldu á jökul á meðan að við ákváðum að þræða jökulröndina – bara af því að sumir Austanmanna sögðu að það væri ekki hægt.
Við fórum yfir Kringilsá á ís og þræddum okkur suður fyrir lónin sem eru austan hennar. Skammt austan Kringilsár fundum við stórglæsilegann Íshelli og eyddum hátt í tveimur tímum í að skoða hann og gegnum meðal annars nokkur hundruð metra inn í hellin sem er einn sá glæsilegasti sem að ég hef séð. Þessi hellir er ekki fær mönnum nema vötn séu frosin enda er gólfið ís og eins gæti ég trúað að hellismunninn hverfi undir snjó ef að það væri örlítið meiri snjór.
Frá hellinum stefndum við að efsta hluta Hálslóns og fórum að mestu leiti milli lóns og jökuls en á þeim kafla sem að lónið nær alveg að jökli þá ókum við yfir það á Ís. Væntanlega hefur ekki verið mikið vatn undir okkur annað en það sem að hugsanlega rennur í þeim ám sem þarna eru – en við urðum ekkert varir við það. Eftir að yfir lónið var komið tókum við beina línu að skálanum í Snæfelli og þaðan beint á Egilsstaði og vorum komin þangað um kl 18. Allt ekið í fínasta veðri.Rétt er að það komi fram að það var vissulega rétt hjá Austanmönnum að leiðin þarna upp við jökul er á köflum mjög erfið og krefjandi og töluvert af varasömum aðstæðum – en vissulega vel hægt að keyra hana. En það verður annað hvort að keyra yfir lónið eða uppfyrir það á jökli.
Og svona fyrir áhugamenn um olíueyðslu þá eyddi Ford á 49" 275 líturm frá Árnesi og á Egilsstaði og um 125 líturm eftir malbikinu heim til Reykjavíkur.
Benni
23.03.2010 at 09:12 #678906Ja Kalli – ætli það séu ekki 50/50 – enda bíllinn minn bara notaður til fjallaferða og framdrifið snýst alltaf með.
Nafni – þið toy eigendurnir eruð svo hlægilegir – Settu 49" hjól og 500 hp á orginal Toy drif, keyrðu svo nokkra metra og þá skulum við tala saman.
22.03.2010 at 22:20 #687804Hvar var þessum jeppum snúið við ?
Þetta dramatíkur paranoju rugl í kringum þetta er orðið alveg stórkostlegt..
Er það þá þannig að ef maður ætlar að renna inn á fjallabakssvæðið til að sjá þetta þá verður maður að viðhafa talstöðvaþögn og keyra með ljósin slökkt.
En nú var í fréttum að tveir gönguhópar hefðu snúið frá fimvörðuhálsi vegna veðurs – Var lögguni sem sagt alveg sama þó að menn ætluðu að labba upp á háls, en nokkrir jeppar meiga ekki keyra í sjónfæri.
Þetta gefur manni algerlega nýja sýn á það hversu mikil elíta gönguliðið er álitið og kemur ekki á óvart að núverandi stjórnvöld ætli að festa í reglur að um hálft hálendið megi bara ganga….
22.03.2010 at 21:57 #678900Jæja þá er maður kominn heim – og reyndar veit ég að þeir úr Túttugenginu sem að kláruðu túrinn með því að fara yfir jökul til baka eru að koma í bæinn rétt í þessu.
En fyrir þá sem hafa áhuga á bilanatölfræði þá má bæta tveimur patrolum við í safnið þar sem að við keyrðum fram á tvö stykki í vegkantinum á leiðinni suður, annan í gær og hinn í dag.
Svo er kannski rétt að setja aðeins út á að sama bilunin í einum Dodge pallbílnum sé talin tvisvar – en í því tilfelli bilaði sami loftpúði tvisvar, en hann var einmitt framleiddur í asíu og sat á þýskri hásingu – ekkert amerískt við það og ætti þá fekar að flokka með grjónabilunum með sömu rökum og felgurnar hjá tnt.
Síðan er ein bilunin hjá Ford pallbílnum rifið dekk – það er ekki bilun.
Fjórða Pallbílabilunin var lek slanga á bíl sem var keyrður út úr breytingu kl 06:00 að morgni ferðar og þykir mér eiginlega magnað að nýbreyttur bíll skuli standast svona vel.
Svo að eina raunverulega bilunin í Amerískum vörubíl var hjá mér þegar ég braut tönn í pinnjón á heimleið, Þess ber að geta að þetta drif var þriggja ára og ekið um 40.000 – eðal amerískt stál sem slitnar eins og annað. Einnig er rétt að taka fram að þessi bilun varð eftir að ferðinni lauk og ef að ég hefði flúið beint á malbikið eins og flestir hefði hún nokkuð örugglega ekki komið fram.
Þannig að í mínum huga varð engin raunveruleg bilun í Amerískum Pallbíl í þessari ferð – þetta er allt sparðatíningur hjá Grjónapungunum…. Og í raun telst höfnun Ford skiptingarnnar á Jeep tengingunni varla til bilunar – frekar byrjunarörðugleika á nýbreyttum bíl í fyrsta túr..
Sem sagt engin raunveruleg amerísk bilun í formlegum hluta ferðarinnar.
Benni
Tölfræðingur
21.03.2010 at 22:10 #678882Þá er flott ferð langt kominn. Ég og Valur erum komnir á Höfn og ætlum að gista þar, en ég varð að hætta við að fara jökulinn þar sem að það brotnði eitthvað í framdrifinu og við ákváðum að við gætum ekki / nenntum ekki að gera við það enda skítaveður á jökli og því fórum við malbikið.
Þeir sem fóru á Jökul eru án efa flestir komir í skála – Að vísu fóru Kjartan og Helgi úr túttugenginu eitthvað að dýptarmæla tungná með Ford og sú mæling tók víst eitthvað á annan tíma, því seinkaði þeim aðeins að sunnan.
Fúlagengið og Allt í skralli ákváðu að þeir hefðu ekki úthald í meira og eru víst farnir frá Grímsfjalli og ætluðu heim.
Benni
15.03.2010 at 23:22 #68724015.03.2010 at 15:19 #678736Nei Gústi minn – Við keyrum bara heim…
En okkur þótti vissara að fá þá til að opna toyotuverkstæðið sérstaklega… Svo verður líka sólarhringsþjónusta hjá bílakirkjugarði Egilsstaða ef verkstæðið dugir ekki
Benni
P.s.
Ætlaðirðu ekki að kaupa Ford fyrir ferð ?
15.03.2010 at 14:42 #687074Þessir hafa reynst mér vel:
Rafstilling ehf rafvélaverkstæði
Dugguvogi 23 – Sími: 581 4991
13.03.2010 at 03:03 #678722Ég var rétt í þessu að koma af frábærum fundi með Asturlandsdeild 4×4. Hér fyrir austan er allt klárt fyrir að taka á móti hópnum og ætlar hluti af Austurlandsdeild að mæta okkur á miðjum Brúarjökli á laugardag.
Á flugi á leið hingað austur sást vel að snjóalög eru í fínu lagi og ekkert framundan nema flott ferð þvert yfir Ísland.
Kv. frá Egilsstöðum
Benni
11.03.2010 at 00:45 #686654Ég fór þarna síðast um sunnudaginn 28. febrúar. Þá var búið að snjóa töluvert og myndi ég giska á að það hafi verið um 50 – 100 cm af nýjum snjó. Undirlag undir honum var hins vegar mjög lítið.
Síðan þá hefur verið óþarflega hlýtt á þessu svæði og töluverð úrkoma, væntanlega í fljótandi formi. Þannig að mér segir svo hugur að þessi nýji snjór sé að miklu leiti horfinn og eftir standi ca. auð jörð með pollum inn á milli.
Benni
06.03.2010 at 23:05 #686164Fínar stöðvar – hef notað þetta í mörg ár og finnst þær betri en helstu keppinautarnir.
06.03.2010 at 17:05 #686130Ég verð nú að viðurkenna fávisku mína á því hvar mörk Þjórsáarvera liggja nákvæmlega. En ég geri ráð fyrir að ég aki ekki um þau þegar ég ek hefðbundna vetrarleið frá Sóleyjarhöfða í Setrið. En ef svo er þá hef ég ekki tölu á því hversu oft ég hef ekið þar, en í öll skiptin hefur það þó verið þegar jörð er frosin og snjór yfir.
Þess utan þá hef ég á síðustu átta árum ekið tvisvar inn að Nautöldu og einu sinni um Arnarfellsmúla og yfir að Stíflunni við Hreysiskvísl. Þessar ferðir voru allar farnar um vetur. Reyndar var enginn snjór þegar ég fór um Arnarfellsmúla en hins vegar mikið frost og búið að vera lengi. Þá var ekið eftir slóðanum allan tíman. Þess ber að geta að við fórum þá leið eingöngu vegna þeirrar umræðu sem Kolbrún Halldórsdóttir kom af stað um slóðann, án þeirrar umræðu hefði áhugi okkar á leiðinni varla kviknað. Ég veit að slíkt hið sama gildir um fjöldan allan af ferðamönnum sem hafa nú þegar farið þessa leið eða hyggjast fara hana á næstunni.
Þannig að Kolbrún Halldórsdóttir á sökina á aukinni umferðu um Þjórsárver algerlega skuldlausa.
Benni
26.02.2010 at 00:50 #685056Nei Lárus þá átt svo sannarlega heima hér… Eins og allir aðrir jeppamenn sem láta sig frelsi til ferðamennsku og virðingu gagnvart náttúrunni varða.
En það er hins vegar svo að á þessum myndum sem þú sýnir er enginn utanvegaakstur að eiga sér stað. Í tveimur tilvikana er ekið á slóða. Árbakkinn sem að verið er að keyra upp á er væntanlega beinfrosinn og síðan breytast árbakkar ár frá ári og alls óvíst að þessi bakki verði yfir höfuð til næsta vor.
Það sem að hins vegar skiptir mestu máli þegar svona er sett fram að þá skiptir öllu máli að það sé alger vissa fyrir því að ásakanir eigi við einhver rök að styðjast og að einhver skaði hafi verið unninn – á þessum myndum sést hvergi að unnin hafi verið spjöll á náttúrunni og eins og´ég sagði þá stórefast ég um að þú getir farið þegar snjóa leysir og sýnt mér eða öðrum hvar þessir bílar hafa ekið.
Hins vegar er hrúga af kverúlöntum sem sitja um öll tækifæri til að koma höggi á jeppamenn og þú er þarna að rétta þeim upp í hendurnar kjörið tækifæri til að setja af stað en eina blogg-herferðina. Það er mikil rógsherferð í gangi gegn ferðamennsku á vélknúnum farartækjum þessa dagana og það er óþarfi að skvetta bensíni á það bál með myndum sem sýna ekkert annað en jeppamenn að ferðast um landið og kalla það utanvegaakstur.
Benni….
26.02.2010 at 00:31 #685052Fínt að dæla vatni á myllu þeirra sem vilja banna akstur á snjó.
Ég leyfi mér svo að stórefast um að eftir nokkurn þessara bíla sem að sýndir eru á myndunum sjáist nokkur för.
Já og svo er bíllinn á hryggnum á slóða – ég tel mig vita nákvæmlega hvar þetta er og hef ekið þarna um.
Já og ein viðbót – ég er alveg gjörsamlega sammála Helga – ég held að mönnum væri hollt að vita aðeins um hvað þeir eru að tala áður ein þeir setja fram svona bull sem að er ekki til neins annars fallið en að stórskaða þá erfiðu baráttu sem að klúbburinn háir daglega fyrir því að halda frelsi til að ferðst.
24.02.2010 at 18:33 #684746Smá viðbót…
Nú fer umræða um utanvegaakstur svo gríðarlega mikin, bæði í bloggheimum og fjölmiðlum, að maður gæti haldið að ákveðnir aðilar hafi ákveðið að setja af stað áróðursherferð til að sporna við akstri vélknúinna farartækja um landið. Má þar nefna nokkra aðila sem hafa hvað hæst í sínum skrifum og eru þetta atvinnublaðamenn og rithöfundar sem manni rennir í grun að hafi hreinlega verið ráðnir til áróðurstarfa af goretexmafíunni.
Ég sat í gær og las skrifin eftir þessa aðila og eins og er er spjótunum mest beint að mótorhjólamönnum og bændum. En þess er varla langt að bíða að böndin berist að hryðjuverkamönnum á jeppum.
Þannig eru flest öll skrif sem maður sér til þess fallin að ráðast að frjálsri ferðaennsku á fjöllum og um leið gera ferðamensku á tveimur jafnfljótum hærra undir höfði.
Meira að segja þegar óhöpp verða þá fer allt upp í loft og skikka á þá sem ferðast um hálendið á jeppum eða sleðum til að kaupa sérstakar tryggingar og jafnvel banna ferðir um hálendið.
En á sama tíma er aldrei skammast yfir því þegar björgunarsveitir eru hvað eftir annað að sækja göngufólk hingað og þangað… Og enginn ræddi um að banna fjallgöngur eftir hörmulegt slys í Skessuhorni fyrir nokkru… Eða banna uppgöngu á Herðubreið þegar maður lést þar…. En ef að viðkomandi hefði látist í jeppaslysi um vetur við rætur Herðubreiðar hefið væntanlega allt annað verið uppi á teningnum.
En það sem að ég er að segja með þessu er að áróðursmeistarar goretexmafíunnar eru á fullu í að níða skóinn af þeim sem vilja ferðast um hálendið á vélknúnum farartækjum – hvort heldur er að sumri eða vetri… Og mann rennir jafnvel í grun að þeir séu á launum við verkefnið, slík er eljan.
Ég legg því til að klúbburinn leiti innan sinna raða eftir PR meisturum eða hreinlega ráði slíkan til starfa til að svara fyrir okkur.
Benni
-
AuthorReplies