Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
16.03.2016 at 14:18 #937016
Já mér skilst að þetta hafi verið vel heppnað – Túttugengið átti þarna fulltrúa á 5 bílum ( er það ekki ca 25 % ) og létu þeir mjög vel af pöbbunum á Ísafirði og skemmtuninni allri …
Það ræður víst enginn við veðrið – en blíða hefði vafalítið gert góða ferð enn betri.
En Árni – ég held að það verði seint hægt að kenna Túttugengið við sófann – enda líklega fáir hópar sem ferðst meira – en síðasta áratuginn eða svo er vandfundin vetrarhelgi þar sem einhver hluti hópsins var ekki á fjöllum … En látum það nú liggja milli hluta.
Varðandi að skipuleggja næstu ferð – þá er það örugglega auðsótt og ég skal nefna það í hópinn – En ég hélt nú samt að menn væru ekkert endilega að leggja í að fá okkur í Skipulagningu aftur ….
Við höfum nefnilega gert þetta áður og þá urðu þónokkrir götujeppamenn illa fyrir barðinu á eigin undirbúningsleysi
En ég, Skúli Skúlason og Óskar Erlingsson skipulögðum einmitt „Í hjólför Aldamótanna“ túrinn sem var léttur og þægilegur. Svo sá Túttugengið um 30 ára afmælisferðina sem var fullorðins.
Benni
11.03.2016 at 15:09 #936839Ég var að heyra í þeim Túttum sem eru þarna á ferðinni og þau ákváðu á endanum að snúa til baka og fara niður á Steingrímsfjarðarheiði og svo malbikið áfram. Færið var þannig að það hefði þurft að fara í snjóakkeri og spilvinnu til að klára þessar brekkur. Það hefði svo lítin tilgang haft þar sem að engin örugg leið var niður í hinn endann…
Þó þessi ferð sé rétt hafinn er statistikin áhugaverð – flestir verða búnir að keyra um 460 km og þar af um 30 á snjó. Því miður eru veðurguðirnir ansi óvægnir núna og ekki víst hvað getur orðið úr ferðamennsku það sem eftir er helgar og því líkur á að liggja muni hátt í 1000 km ferð með max 50 – 60 km á snjó.
En ég er samt alveg klár á að það verður gaman hjá þeim sem komust (ég ætlaði að vera í ferðinni en ligg veikur heima)…
Hins vegar hljóta ferðaskipuleggjendur framtíðarinnar að draga lærdóm af þessu, veður og færð er óútreiknanlegt – fyrir vestan jafnt sem annarsstaðar, og því hljóta menn að horfa til þess að stærsta og öflugasta ferð klúbbsins sé farin þar sem sem minnst þarf að keyra á malbiki og er sem mest miðsvæðist … Miðhálendið góður kostur eins og ég hef stundum minnst á
Benni
11.03.2016 at 14:33 #936838Túttugengið gisti í sumarbústað skammt frá Króksfjarðarnesi og lagði í morgun upp á hálendið frá Þröskuldum, ferðin gekk vel framan af og veðrið bærilegt. Síðast þegar ég heyrði í þeim voru þau að reyna að komast yfir Reiphólsfjöll og gekk heldur hægt…
14.01.2016 at 10:03 #936072Úff … Enn ein láglendisferðin … En ok, bara af því að þið eruð svo skemmtileg þá komum við með ..
kveðja – Túttugengið
27.11.2015 at 14:01 #934896Ég fékk að verða þess heiðurs aðnjótandi að kynnast Ómari í ferðum og starfi með klúbbnum.
Einn af vandaðari og skemmtilegri mönnum sem ég hef fengið að ferðast með. Hann þreyttist aldrei á að segja mér sögur úr ferðum sem farnar voru í kringum byggingu Setursins og frá öðrum svaðilförum.
Ég votta fjölskyldu og vinum mína dýpstu samúð, Ómars verður sárt saknað.
Benni
30.04.2015 at 11:46 #779397Nú er ljóst að það vantar aðila í tækninefnd þar sem að tímabili tveggja nefndarmanna er að ljúka og einnig hafa aðrir óskað eftir að losna fyrr ef kostur er.
Áhugasamir geta haft samband við undirritaðan eða einhvern annan úr nefndinni ef vantar upplýsingar eða til að bjóða fram krafta sína.
Starf tækninefndar er að öllu jöfnu ekki mikið en það geta þó komið smá tarnir ef eitthvað kemur upp sem bregðast þarf við. Starfið er þó eitt það allra mikilvægasta sem að unnið er á vegum klúbbsins þar sem að tækninefnd hefur í gegnum tíðina haft það hlutverk að móta þær reglur sem farið er eftir við breytingar á bílum og í seinni tíð hefur tækninefnd sinnt því hlutverki að verja þá hagsmuni okkar að fá að breyta og nota þessa bíla á götunni. Sú heimlid er langt frá því að vera sjálfgefin og því er nauðsynlegt að í tækninefnd veljist öflugir og áhugasamir aðilar í að gæta þessara mikilvægu hagsmuna allra jeppamanna.
Undirritaður hefur gengt formennsku í tækninefnd síðastliðin 8 ár en nú er komið mál að linni og mun ég því víkja úr nefndinni á næsta aðalfundi.
Benni
09.03.2015 at 14:20 #777250Túttugengið kom til Reykjavíkur um kl 1 í nótt eftir stórskemmtilega helgi.
Okkar ferð hófst í grillveislu hjá hluta gengisins á Ljónstöðum á fimmtudagskvöldi. Upphaflega höfðum við ákveðið að halda þaðan í Versali og gista þar, sú ákvörðun tók þó breytingum eftir því hvernig vindar blésu og endaði með því að við ákváðum að keyra í einum rykk norður á Akureyri á aðfararnótt föstudagsins. Sú ferð gekk ljómandi vel og vorum við oftar en ekki á svipuðum slóðum og Sterar og Fúlagengið þessa nótt. Eitthvað var þó að hrekkja samferðamenn okkar og því vorum við nokkru fyrr fyrir norðan eða rétt fyrir 8 um morguninn.
Föstudagurinn var svo notaður í að hvíla sig, heimsækja vini og kunningja og síðan tókum við okkur til og mátuðum okkur á alla pöbba bæjarins um kvöldið.
Laugardagurinn var svo nýttur til ýmisa verka fram að sýningu við Hof – sumir fóru með í ferð á Vaðlaheiði, aðrir í lista- og menningarheimsóknir í sveitina að skoða málverk, vélsleða og hin ýmsu tæki og tól… Eins tókum við bíltúr um sveitina til að skoða allar þessar brekkur og dali sem reyna mætti við við gott tækifæri á sleða eða jeppa.
Við mættum svo að sjálfsögðu á jeppasýningu og svo seinna um kvöldið á mannasýningu í golfskálanum. Sú skemmtun var sérlega vel heppnuð. Maturinn frábær og skemmtiatriðin ekki síðri – Kærar þakkir fyrir frábært kvöld þar.Sunnudaginn tókum við svo snemma og vorum farin frá Akureyri uppúr 9 og tókum stefnuna beint í Skiptabakkaskála. Keyrðum þangað í sól og blíðu .. Móttökurnar þar voru ekki af verri endanum og þökkum við Skagfirðingum kærlega fyrir okkur.
Við þurftum að dvelja aðeins við Skiptabakka á meðan verið var að fylla sjálfskiptivöka á eitt tækið og á meðan lögðu nokkur gengi af stað suður eftir. Við náðum þeim svo fljótlega í töluverðu kófi og reyndar mættum einhverjum sem höfðu ákveðið að snúa við. Við ásamt 1918 genginu fórum síðan að mestu í nágrenni við Eyfirðingaveg vestur á Kjöl og heim. Veðrið var allskonar, bæði blint og blíða. Hellingur af snjó sunnan til og skemmtilegt, en á köflum þungt færi – sérstaklega fyrir þá sem eru stuttir til hnésins. Við urðum lítilega varir við Fúlagengið þegar þeir flugu fram úr okkur á meiri ferðinni – en eins og venjulega þá eru menn teknir fyrir hraðakstur – á einn eða annan hátt… og við komum langt á undan heim
Við heyrðum svo í einhverjum hluta malbiksfara sem voru einnig að nálgast bæinn um svipað leiti og við eftir að hafa hreppt mun verra veður en við að því er virðist… Oft er betri krókur en kelda .. samt greinilega ekki alltaf
En takk fyrir frábæra ferð og stórskemmtilega helgi til allra samferðamanna frá okkur í Túttugenginu
Benni
06.03.2015 at 08:44 #777167Túttugengið kom á Akureyri rétt fyrir 8… ferðin gekk vandræðalítið í þolanlegu veðri og góðu færi. .. komum niður Bárðardal.
Mannskapurinn kominn í koju og verður þar eitthvað fram eftir degi
Benni
27.02.2015 at 10:45 #777034Hæ
Þegar við ákváðum að setja steininn þarna þá var það af hagkvæmisástæðum þar sem að „Miðjan“ er úti í miðri á og einginn steinn né nokkuð annað sem fæst til að standa þar lengi nema með miklum tilfæringum.
Annars er fjallað vel og vandlega um þetta allt í bókinni fínu sem Ofsi skrifaði um klúbbinn.
En annars fann ég hér gamlar myndir frá því að við reistum steininn, í 11 stiga frosti og roki – ég skil ekki enn hvers vegna hann er ekki dottinn á hliðina þer sem að við límdum hann í raun bara á undirstöðuna með steinlími og gengum alltaf útfrá því að það yrði að gera þetta betur síðar… Ég hef í raun ýtrekað bent á að það er veruleg slysahætta af því þegar fólk er að príla upp á steininn til myndatöku – planka á honum og allskonar önnur vitleysa …
En hér eru myndir: https://old.f4x4.is/myndasvaedi/midjusteinnin-reistur/
Svo á ég örugglega líka einhverstaðar myndir frá því að ég dró grjótið uppeftir … En miðað við hvað þetta var margra ára process að koma þessu á svæðið, með tilheyrandi kærum, misheppnuðum ferðum og veseni þá held ég að við ættum ekkert að vera að eiga við steininn – hann er fínn þar sem hann er.
Benni
24.02.2015 at 13:35 #776970Á gamla vefnum var þráður upp á vel á þriðja hundrað pósta um þessa bíla og þar búið að kryfja öll tækileg og önnur vandamál þeim tengd…
Hann er hér: https://old.f4x4.is/spjallbord/umraeda/pajero-taeknithradurfrodleikur/
Annars eru þetta fínir bílar og auðvelt að breyta þeim á 38″ og reyndar líka 44″
Orginal hlutföllin eru 4,88 og eru fín – sterk og góð – að taka úr 2,5 bílnum er bara varið að setja lélegri drif og lítið fengið með því.
Þeir geta átt við hitavandamál að stríða – sérstaklega á 44″ en líka hinu – þá er bara að setja stærri kæla, olíkæli – auka viftu o.s.frv.
Annars eru menn eins og Valur Sveinbjörnsson (tækninefnd) og Halli Dittó hafsjór af fróðleik um þessa bíla – búnir að vera á þeim í 15 ár og breyta fyrir bæði 38 og 44 … Lang best að heyra bara í þeim
Benni
17.03.2014 at 21:05 #454231Þú þarft að uppfæra mapsource.
15.01.2014 at 11:18 #444185Ég er með tvær handstöðvar og fleiri í Túttugenginu eru með sömu stöðvar. Þetta eru stöðvar frá Icom sem eru einfaldar og traustar – er búinn að vera með þetta í nokkur ár og aldrei klikkað… Made in Japan
http://www.icomamerica.com/en/products/landmobile/portables/f3031_series/default.aspx
11.10.2013 at 09:11 #379307Mér bara dauðbrá þegar ég kíkti á síðuna og sá raunverulegan og lifandi spjallþráð, en ekki eintóma gátuþræði…
Það er greinilegt að það fer allt í hring í þessum klúbb eins og mörgu öðru og hringrásartíminn er ca 6 – 8 ár. Þannig er gaman að fylgjast með umræðunni um Nyjadal núna, en um það húsnæði var búið að semja af þeirri stjórn sem ég stýrði árið 2006, en var svo slegið af af næstu stjórn einhverra hluta vegna. En gott og blessað að það skuli komið í gang aftur.
Nú eru það húsnæðismálin… um þau var fjallað af fullri alvöru árið 2005 og nefnd sett á laggirnar sem í sátu ásamt mér þeir Jón Ebbi Húsasmíðamestari og Björn Þorri fasteignasali. Sú nefnd skilaði mikilli skýrslu þar sem búið var að greina þarfir klúbbsins, reikna kostnað, skoða möguleika á húsnæði o.m.fl.
Ég á þessa skýrslu því miður ekki til í heild sinni, einungis þann hluta hennar sem að ég skrifaði en hún var flutt á aðalfundi 2005 og hlýtur því að meiga finna hana í gögnum frá þeim tíma. Ég sé ekki betur en að sú greining sem þá var unnin sé í fullu gildi í dag, enda um margt svipaðar og voru þá.
Niðurstaða þessa aðalfundar var að fara í að leita að hentugra húsnæði fyrir klúbbinn og því var það eitt af fyrstu verkum nýrrar stjórnar sem ég sat í að vinna í því. Það var því nokkuð gaman að því að ég hélt fyrsta nefndarfund þeirrar stjórnar í nýju húsnæði sem okkur stóð til boða að kaupa eða leigja. Þetta húsnæði var húsnæði sem á þeim tíma hýsti Flugbjörgunarsveitina í Reykjavík og gerir að hluta enn. Þessu fylgdi boð um heilmikið samstarf við Flubbana og að mínu mati mjög spennandi kostir.
Á félagsfundum sem fylgdu á eftir var þetta rætt í þaula og kynnt af stjórn með ýtarlegum gögnum, en skemmst frá því að segja að hugmyndin var jörðuð á staðnum af hópi eldri félgasmanna sem töldu það algera þvælu að eyða peningum í félagsaðstöðu í Reykjavík – það skyldi sko nota alla peninga sem eflögu væru í að fjárfesta frekar meira í Setrinu eða öðrum skálum á hálendinu… Þá dugði sko ekki að benda á rök eins og að fleiri gætu nýtt húsnæði í Reykjavík o.s.frv…. Það sáu að sjálfsögðu fáir fyrir sér á þeim tíma að ferðalög á hálendið yrðu fáum árum seinna orðin að munaði sem menn leyfðu sér 1 – 2 á ári og að ferðamennska yrði mun meiri í hugum manna þegar þeir mættu á kaffifundi og skoðuðu myndir frá ferðum þeirra fáu sem þó fara eitthvað.En nú eru augljóslega breyttir tímar og er það vel… Það er að mínu mati löngu tímabært að skoða vel húsnæðismál klúbbsins. Þessi aðstaða uppi á Eirhöfða er fyrir margra hluta sakir hentug, en líka óhentug. Það kann því vel að vera að finna mæti betra húsnæði sem yrði til þess fallið að bæta félagsstarfið og ná hugsanlega að endurvekja fyrri kraft, ekki veitir af.
Verkstæðisaðstaða hefur verið margoft rædd og alltaf hafnað, það hafa verið rekin verkstæði hér í bæ sem leigja aðstöðu og það hafa verið fengin fín tilboð á slíkum stöðum fyrir félagsmenn, en þó lítið sem ekkert verið notað…
Ég á erfitt með að ímynda mér að það hafi mikið breyst…Ég er tilbúinn að setjast niður með stórnarmönnum ef að menn vilja rifja upp þessa skýrslu sem unnin var vegna húsnæðismála og uppfæra hana til nútímans ef þurfa þykir…
Benni
10.06.2013 at 14:17 #765953Það er alltaf sami þvættingurinn með þessar lokanir – ár eftir ár.
Hef eftir mjög áræðanlegum heimildum frá aðilum sem hafa á síðustu vikum þurft að fara nokkrar þessara lokuðu leiða vegna vinnu og með leyfi að þetta sé allt löngu skraufaþurrt og væri fært öllum farartækjum ef vegagerðin myndi hundskast til að hefla og laga úrrensli….
Ég hef í gegnum árin reynt að rökræða þetta við yfirmenn hjá vegagerðinni, en það er að öllu jöfnu árangusríkara að reyna að rökræða við grjóthnullung heldur en þá… Vinna eftir dagatalinu og engu öðru …
En þetta er svo sem ágætt – heldur túristadótinu lengur frá hálendinu…
Benni
06.06.2013 at 15:10 #766341Gaman að þessu
Liggjandi bárujárn er bara flott… Ekki verra að það sé aluzinc svo það endist svolítið ómálað… Svo er það bara málað þegar fer að sjá á vörninni… Flott efni og hentar vel í hvað sem er.
Bárujárn hefur verið eitt aðal klæðningarefni á íslandi frá því 1870 – það er því komin bærileg, og í sumum tilfellum misjöfn reynsa af þessu… En eitt er þó klárt að þetta hefur staðið sig mjög vel á hálendinu og Gæsavötn sjálfsagt besta dæmið um það – veður í Setrinu verða aldrei í líkingu við það sem maður hefur upplifað í Gæsavötnum.
Mér finnst engin spurning að nota bárujárnið – þó það þurfi kannski að mála það eftir 10 – 15 ár…
En annars hef ég ekkert vit á þessu….
Benni
06.06.2013 at 14:47 #766449Nei !
Enda fer ég undantekningarlaust inn á rásir þegar ég verð var við svona og spyr hvort viðkomandi hafi leyfi eiganda tíðninnar til að nota hana í atvinnuskyni…
Til þessa hef ég ekki fengið nein svör en hef þá bent á að rás 45 er almenn rás og í öllum tilvikum hefur þetta færst þangað – oftast án svara.
Benni
23.04.2013 at 16:33 #765375Ég var þeirrar skoðunar þegar ég var formaður að það þyrfti að vera launaður framkvæmdastjóri / talsmaður hjá klúbbnum. Það er svo útfærsluatriði hvort viðkomandi er formaður eða ekki… Ég viðraði þessar skoðanir á þeim tíma og reyndi að hrinda þeim í framkvæmd en menn voru ekki tilbúnir í þetta þá.
Það virðist hins vegar hafa breyst og því tel ég alveg nauðsynlegt að næsta stjórn komi þessu í framkvæmd og ráði talsmann – hvort sem hann er í hlutastarfi eða fullu.
Annað sem þarf að hafa í huga og taka upp, en það er þátttaka klúbbsins í kostnaði þeirra sem starfa fyrir hann. Það fylgir oft gríðarleg vinna og kostnaður því að sinna þessum sjálfboðaliðastörfum. Það þarf því að vera á hreinu að ef menn gefa sig á fullu í starfið, eru jafnvel að taka sér frí frá vinnu og leggja út í heilmikinn kostnað eins og ferðakostnað, að sá kostnaður sé greiddur.
Formennska í klúbbnum krefst mikillar vinnu og þess að menn taki sér frí frá vinnu. Það þarf því að bæta þetta upp svo að það sé ekki eingöngu á færi þeirra efnameiri í klúbbnum að bjóða sig fram til að starfa – við getum hæglega misst af mjög álitlegum kandídötum bara vegna þess að þeir telja sig ekki hafa efni á að starfa fyrir okkur…
Ef klúbburinn hefur ekki efni á þessu þá eru félagsgjöldin einfaldlega of lág.
Benni
P.S. það er rétt rúm vika í aðalfund – hverjir eru í framboði ?
18.04.2013 at 14:12 #765349Teddi – ég fell ekki undir mína eigin skilgreiningu á góðum kandídat í embættið þar sem að ég hef að svo stöddu lítinn tíma aflögu… Kolvitlaust að gera í vinnu og svo álpaðist ég til að fara að byggja yfir mig…
En kannski seinna – enda hef ég alltaf ætlað að taka slaginn aftur og klára það sem mig langaði að gera þegar ég var formaður en vannst ekki tími til að gera þá… Síðan hafa auðvitað kviknað margar nýjar hugmyndir…
En að svo stöddu læt ég tækninefndina nægja..
Benni
18.04.2013 at 09:05 #225871Nú styttist hratt í aðalfund klúbbsins og ekkert er farið að kvissast út um væntanlega formannskandídata.
Það fer nú að verða mikilvægt fyrir félagsmenn að fá upplýsingar um þann/þá sem ætla að bjóða sig fram í þetta mikilvæga embætti.
Það skiptir okkur sem viljum fá að ferðast frjáls á jeppunum okkar að í þetta embætti veljist öflugur og kraftmikill málsvari sem hefur hagsmuni jeppamanna að öllu leiti að leiðarljósi.
Við höfum á undanförnum árum háð harða baráttu fyrir ferðafrelsi okkar og í nokkrum tilfellum unnið litla varnarsigra en að öðru leiti bara tapað stórt. Og því miður eru einungis fyrstu orusturnar að baki og klárt mál að stríðið er rétt að hefjast. Þannig er ljóst að þó svo að við náum vonandi að þurka Vistri Græna út í næstu kosningum þá situr gríðarlegur fjöldi af embættismönnum í ráðuneyti og stofnunum, stjórnum þjóðgarða og víðar sem að hefur sömu eða jafnvel öfgafyllri sýn á umhverfismál heldur en núverandi umhverfisráðherra.
Þannig hafa orð eins og „leifum jeppa og vélsleðamönnum að hafa þetta svona á meðan þjóðgarðurinn er að festast í sessi“ og „vetrarakstur inna þjóðgarðsins er mesti skaðvaldur á náttúrunni á svæðinu“ fallið á kaffistofum og fundum meðal stjórnenda í Vatnajökulsþjóðgarði og þetta fær mann til að fá hroll frá hvirfli til ylja…. Þessi barátta er hvergi nærri búin og algerlega kristaltært að það verður þrengt meira og meira að okkur á næstu árum.
Það skiptir okkur því öllu máli að það komi formaður með bein í nefinu og sé aðili sem hefur tíma til að sinna starfinu af viti. Það er mín skoðun að sá sem tekur við þessu starfi eigi ekki að vera virkur í starfi annarra sambærilegra hagsmunasamtaka og/eða ferðafélaga. Slík tengsl hafa verið til staðar áður og þvældust fyrir. VIð þurfum formann sem er 120 % að berjast fyrir hagsmunum jeppamanna – ekki veitir af.
Fráfarandi formaður hefur sinnt þessu starfi að mikilli kostgæfni og skilar mjög góðu starfi. Fyrir það vil ég þakka honum.
En verðandi kandídatar – farið nú að gera vart við ykkur.
Benni
18.04.2013 at 08:37 #764813Tækninefnd
Benedikt Magnússon á 1 ár eftir
Örn Ingvi Jónsson á 1 ár eftir
Rúnar Sigurjónsson – gefur kost á sér aftur
Valur Sveinbjörnsson – gefur kost á sér aftur
Atli Ingimarsson – hættirNýjir gefa kost á sér:
Rafn Magnús Jónsson – Vélaverkfræðingur
Karl Rútsson – VélahönnuðurTækninefnd leggur til að allir sem gefa kost á sér verði kjörnir og nefndin starfi 6 manna á næsta kjörtímabili.
-
AuthorReplies