Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
16.06.2003 at 22:38 #474272
Þetta er góð breidd á felgum og ég persónulega er mest fyrir þessa breidd (13,1/2") eftir að hafa prufað margar felgur. Þessi þráður fer fyrst að verða skemmtilegur þegar félagar okkar af austurlandi fara að tjá sig um felgubreidd, en þeir eru mjög mikið fyrir breiðar felgur og eru trúir sínum skoðunum…
Hlynur
11.06.2003 at 23:12 #473866Þetta er nú hin besta lesning þessi þráður og allir eru nú sammála um það að við verðum að standa á okkar hlut þegar kemur að því að láta ekki loka á alla slóða sem menn hafa verið að keyra geggnum árin. Mjög fróðlegt er að lesa bækur frumkvöðlanna sem voru fyrstir til að fara á bílum um hálendið og oft voru menn að elta gamlar þjóðleiðir eða voru bara að prufa hvað þeir kæmust langt en í öllu falli virðist könnunaráráttan hafa verið nokkuð sterk hjá þessum mönnum sem fyrstir fóru á bílum á fjöll. Ef menn vilja kynna sér þessar bækur mæli ég með þessum. Hálendið heillar eftir Loft Guðmundsson, Áfram sköltir hann þó… sem er ævisaga Páls Arasonar, Vadd´útí sem er ævisaga Sigurjóns Rist Vatnabrandur sem er ævisaga Vatna Brands, Hrakningar og heiðarvegir öll bindin eftir Pálma Hannesson og Jón Eyþórsson og árbækur ferðafélagsins en sérstaklega þær eldri því þá var venjulega öllum slóðum lýst sem til voru á þeim svæðum sem voru til umfjöllunar. Ekki má heldur gleima Öræfaleiðum sem Sigurjón Rist skráði og lýsti öllum helstu fjallaslóðum en þær má skoða á heimasíðu Gísla góp-ara.
Ef maður horfir á vegi og slóðir á hálendinu þá er ferðaþjónustan að kalla eftir betri vegum enda hefur mynstur ferðamanna breyst mikið á seinustu tuttugu- þrjátíu árum, þegar flestir ferðamenn komu 14 til 20 daga ferðir sem flestar voru fjallaferðir með tjaldgistingu en núna eru styttri hringferðir með góðri hótelgistingu það sem virðist ganga helst í sumarleyfisfarþega eða bílaleigubíll og ekki eru þeir til stórræða í torfærum slóðum. Það er nokkuð ljóst að með betri vegum verður aukin umferð eins og best sést á Kjalvegi en þar er maður kannski að mæta tíu Toyotu Yaris bílaleigubílum sem hefði verið óhugsandi fyrir nokkrum árum.
Fyrir mína parta finnst mér öfgar hjá sumum sem vinna við landvörslu og skálavörslu vera komnir út fyrir allt velsæmi og þegar þetta fólk er farið að loka slóðum upp á sitt eindæmi og jafnvel taka niður skilti er manni nóg boðið.
Það verður nú alltaf eitthvað til af fólki sem kemur til að upplifa algjöra kyrrð og það er nóg pláss á landinu fyrir þetta fólk sem vill bara arka um með bakpoka eða hjóla um og borða pasta sem það tekur með að heiman og vill helst ekki eyða nokkurri krónu á landinu. Síðan skammast þetta fólk yfir rykinu sem kemur af bílum þegar það er að hjóla eða ganga á vegunum sem eru lagðir fyrir bensíngjald og þungaskatt sem bifreiðaeigendur borga og helst vill þetta fólk banna alla umferð bíla á hálendinu.Nenni ekki að pikka lengur
Hlynur
11.06.2003 at 22:10 #474164Það fer nú mest eftir á hvaða tíma stendur til að fara innúr en því fyrr því betra útaf snjóalögum. Það liggur slóði inn að íshellum sem verður venjulega ekki fær fyrr en um mánaðarmót júlí ágúst en er ekki neitt mál að fara á breytum jeppum en bara að passa sig á því að keyra frekar veginn þótt það sé snjór á honum. Þegar maður er kominn að Skerinu er venjulega hægt að keyra beint í snjó og fara upp að Söðlinum en þá verður slóðin aftur greinilegur niðrað skála. Hvort ferðafélagið sé eitthvað fúlt yfir því að menn séu að keyra þarna þá skiptir ekki nokkru máli því það kemur þeim ekki við enda eiga þeir ekki þetta land frekar en ég og þú. Ég mæli hinsvegar með því að menn gangi nú frekar frá íshellum að skálanum ef þeir hafa ekki neitt áríðandi erindi í skálann
10.06.2003 at 22:16 #474130Ef þú ert að ganga frá köntum á jeppann hjá þér er best að kítta samskeytin við kantana með límkítti en láta allt "löpera" drasl eiga sig. Mér hefur fundist best að líma á bretti og kanta með málningarlímbandi og kítta svo á milli með góðu límkítti, strjúka með blautum putta yfir kíttið til að fá góða áferð og taka svo límbandið strax meðan kíttið er ekki farið að taka sig og þetta verður alveg hrikalega flott…
Hlynur
09.06.2003 at 19:48 #474120Ég hef nú vígbúist og er klár að taka á móti rukkurum með þvílíkri hörku að trúlega verð ég fenginn einn og sér til að ráðast á möndlu og rúsínuveldi hinns ílla sem bússi var eitthvað að væla um. En fyrir skálagjaldarukkar 4×4 er ég búinn undirbúa miklar níðsetningar um allar jeppagerðir nema Datsun að sjálfsöguð svo þeir munu hrökklast frá og skríða bak við næstu setu og þerra tárin…
Hlynur
09.06.2003 at 16:15 #192634Við skruppum í Setrið um helgina en eins og venjulega var maður ekki með krónu til að setja í baukinn en áróður stelibófanna úr fyrvernadi skálanefnd hefur þvílík áhrif að maður er búinn að vera með móral yfir því að hafa ekki getað borgað fyrir gistinguna.
Ég vil endilega að það verði settir miðar eins og eru i mörgum fjallaskálum sem hægt er að fylla út með helstu uppl sem hægt er að setja í baukinn og skálanefnd eða starfsmaður getur þá sent manni gíróseðil og viðkomandi aðili hreinsað samvisku sína með bros á vör þegar hann borgar gistinguna
Hlynur
09.06.2003 at 15:59 #474106Heiti:
G7729Fullt nafn:
Guðmundur EyjólfssonFélagsnúmer:
r2323Lýsing bíls:
Suzuki Fox ´88 lækkuð hlutföll, læstur að aftan, gormar að aftan, loftdæla, kastarar,NMT,CB,VHF,TETRA,GPS,Spil,220volta kerfi,Öskubakka afturí,Veltigrind og aukarafkerfi. Knúinn áfram með VW diesel mótor.Kveðja Hlynur
08.06.2003 at 15:27 #192632Hvernig er staðan með myndaalbúmið ??? Er búið að stækka hýsingarplássið eða er Rottugengið búið að stela öllu plássinu og setja það í gáminn hjá kabissuni góðu ????
Hlynur
01.06.2003 at 21:44 #473946Hvernig er það með þig minn kæri Flippi, ertu alveg bjargarlaus þegar kemur að því að gera eitthvað eða fá eitthvað í jeppadósina þína ???
Flestir sem eru að leita að jeppadóti skoða nú kannski símaskrána eða jafnvel netið sem þú virðist nú hafa aðgang að þér til dægradvalar og skemmtunar.
Ef þú ert ekki enn búinn að finna neina kanta útaf önnum í pislaskrifum bendi ég þér hér með á síðu sem heitir jeppaplast en það vill svo skemmtilega til að á aðalsíðu f4x4.is neðarlega til vinstri er linkur á þessa síðu.
Vona að þetta hjálpi þér í vandræðum þínum þótt ég efi það stórlega…
Hlynur
01.06.2003 at 01:09 #473820Ég hef séð of oft til mótorhjólamanna tæta og trilla út um allt og verð nú að segja að umræða um utanvegaakstur hjá þeim virðist nú ekki vera á háu plani. Þegar vatnið lækkaði í Kleifarvatni fór ég stundum suðurfyrir það og sá þá oft til hjólamanna sem tættu upp öll fjöll og bara út um allt á þessu svæði sem er frekar fáfarið en svo hefur maður líka séð til hjólamanna á fjallabaki sem tæta út um allt og sumir hafa verið svo grófir að keyra Laugavegin frá Hrafntinnuskeri að veginum við Álftavatn. Verðum við ekki að vona að þetta séu bara svörtu sauðirnir í þeirra röðum.
Hlynur
28.05.2003 at 00:25 #192613Vona að menn séu búnir að undirbúa allar hetju og lygasögurnar sem þeir ætla að segja yfir bjórglasinu annað kvöld.
Ég hef heyrt það að rottugengið ætli að koma með snýtubref og reyna að þurka seinustu tárin og horin af andlitu á Lúther eftir þorrablótsferðina frægu og að jafnframt ætli þeir að drekka út gróðann af kabissunni sem þeir stungu svo vel undan að hætti landssímamanna.
Eitthvað hefur líka heyrst að þeir félagar BÞV og EIK verð með fyrirlestur um ágæti VHF og nýtingu hálendissins en landsvirkjun mun víst splæsa bjór á meðan þeir tala.
Svo er að sjálfsögðu búið að byggja grátmúr fyrir þá sem eiga hásingarlausa jeppa og Toyotur…..
Skál….
20.05.2003 at 23:36 #473498Sælir
Ég er trúlega einn af fáum jeppamönnum sem hef verið kærður fyrir utanvegaakstur af Nátturuvernd Ríkisins og verð nú að segja að eftir það hef ég ekki mikið álit á þeim eftir að hafa reynt að rökræða við fólk á þeim bæ og fengið bara öskur og svívirðingar til baka frá flestum þar. Málið var felt niður af sýslumanni eftir að hann skoðaði það á þá sögðu snillarnir bara "við breytum bara lögunum".
Það var gert og aftur var kært ári seinna en þá var það reyndar pabbi sem var fórnarlambið og fór fyrir rétt og var sýknaður af öllu eftir mikil réttarhöld og vitnaleiðslur sem mig grunar nú að hafi verið hin besta skemmtun fyrir kallinn að taka þátt í.
Þessi dómur er til á blaði og trúlega væri ágætt að koma honum á netið hérna öðrum til ánægju og skemmtunar og ég gef lítið fyrir að við séum að tippla eins og hræddar mýs í kringum þetta stofnanalið heldur eigum við að standa á okkar málum af einurð og festu og ekki láta einhver möppudýr ákveða hvað við meigum gera og ekki gera
Kveðja Hlynur
18.05.2003 at 22:05 #472888Fer ekki að koma að því að myndaalbúmið komist aftur í gagnið svo menn geti farið að setja inn myndir aftur ???
Hlynur
15.05.2003 at 23:09 #473384Ég myndi byrja á því að skoða vel fóðringar í þverstífunni því ef það er komið slit í þær verður bíllinn með ansi sjálfstæðar skoðanir. Best er að hafa hann í gangi og fá einhvern til að "jugga" stýrinu aðeins og þá á maður að sjá hvort óeðlilegt slit sé komið í fóðringar. Bíll á 33" dekkjum á ekki að þurfa stýristjakk en hann mun aldrei versna við það heldur mun veskið þynnast aðeins.
Hlynur
13.05.2003 at 22:46 #473300Mig minnir nú að Versalir hafi yfirleitt verið kallaðir Stóru Versalir enda var ver þarna sem heitir Stóraver sem skálarnir voru nefndir eftir en þetta ver er komið undir vatn núna að hluta til, þökk sé kvíslaveitum þeirra landsvirkjunarmann. Þegar ráðist var í kvíslaveitur var stækkað vatn sem hét Drátthalavatn svo það fór að hluta til yfir Stóraver en síðan virðist nafnið á vatninu breyst einhverja hluta vegna í Stóraverslón eftir að búið var stífla þarna. Ef maður skoðar nýrri landakort eru Stóru Versalir bara Versalir en fólkið sem byggði upp ferðaþjónustu þarna á sínum tíma og vann þarna talaði alltaf um Stóru Versali svo ég vil meina að það sé rétt nafn á þessum fyrverandi ferðaþjónustuskálum.
Ég vona að menn komi með einhverja speki um hina staðina sem þú nefndir.
Hlynur
Ps… skáli þeirra pæjumanna er að sjálfsögðu best nefndur Nornabæli þótt ég geti ekki rökstutt þetta nafn með nokkru móti nema kannski að það sé dregið af Tröllahrauni en þá á Skessuskjól nú betur við. Líka hefur nafnið Sóðabæli verið notað um þetta ágæta hús.
13.05.2003 at 21:25 #473296Ég verð nú að taka undir með Frey að breytingar á örnefnum eru nú bara alveg út í hött og ég er hálf hissa að lesa um að menn séu að reyna að koma inn öðrum nöfnum sem þeim þykir vera betri en þau gömlu.
Ég vil hvetja menn til að kynna sér nöfn á þeim stöðum sem þeir eru að ferðast á og fara rétt með staðhætti.
Hlynur
06.05.2003 at 19:44 #473154Ef þú minn kæri Lúther værir ekki örmagna á sál og líkama eftir að reyna að vera á fjöllum á Togíogítu í vetur og hefðir mætt á aðalfund í gær værir þú ekki að væla um einhverja ílla þefjandi kabissu sem hvarf svo OFSAlega í vetur að menn grétu úr sér augun og breyttu hálendinu í einn krapa pitt í öllu táraflóðinu.
Við vorum nokkrir komnir á þvílíkt flug í gær að við viljum fara að bora eftir heitu vatna við Setrið svo það verði alltaf heitt í skálanum og við getum farið í heitan pott eins og siðaðir menn og þá þarft þú ekki að leita að gáminum eða lyklinum, en fráfarndi skálanefnd er trúlega búin að selja bæði gáminn og kabissuna og stinga öllu í vasan sjálfir enda eru þetta rottulegir gaurar með siðferði eins og meðal stjórnmálamaður í framboði.
Hlynur
06.05.2003 at 17:18 #473126Við höldum bara veglegri árshátíð fyrir allar krónurnar sem stjórnin gat sett í sparigrísinn í vetur.
Ef við eigum afgang eftir partýið mæli ég með að hann fari í borholusjóð fyrir Setrið…
Hlynur
27.04.2003 at 20:29 #472880Er ekki komið að því að loka fyrir það að aðrir en félagar geti sett inn myndir svo diskaplássið sé ekki að fyllast í tíma og ótíma.
Hlynur
16.04.2003 at 00:03 #472446Það var gott færi í Laugarnar seinustu helgi og það hefur ekki breyst neitt hef ég heyrt.
Hraunið er orðið mjög snjólétt og keyrir maður veginn mest inn að Bjöllum með nokkrum undantekkningum en þá getur þurft að þræða til að komast í hlíðarnar og svo er bara að halda sig við þær inn að Tjörvafelli en þá ætti snjórinn að vera í góðu lagi innúr en til öryggis er ágætt að forðast dældir og fallegar marflatar sléttur og eins er sléttan fyrir innan Hnausaskarð(gönguskarð) ekki fær jeppum svo leiðir úr td gps bókum eru ekki nothæfar.
Það væri vissulega gaman að sjá aðra jeppa en touristajeppa á fjöllum um Páskanna…
Hlynur
-
AuthorReplies