Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
14.10.2003 at 12:46 #477902
Það hefur sést til manna sem hafa dundað sér við að nudda skíðaklístri á dekkin. Ég veit ekki hvort gripið jókst við þessar aðfarir, en þeir fá plús fyrir gott hugmyndaflug.
Hlynur
13.10.2003 at 21:28 #477884CAMUS V.S.O.P er víst rosalega gott dekkjahreinsiefni en kostar full mikið. Annars hafa sumir notað benzin sem er til þess að gera ódýrt miðað við önnur efni.
Hlynur
12.10.2003 at 23:52 #477788Ég hlít að vera rosalega heppinn að hafa geta komið mér upp gps og tölvu í jeppann hjá mér án þess að vera fasteignasali eða verktaki. Ekki kom nú neitt frá himnum til mín, en gpsið var keypt í fríhöfninni en tölvan var til staðar. Að hafa fartölvu á hvolfi í toppnum á jeppanum er eitthvað sem mér líst ekki á ef nota á hana á annað borð. Svo má auðvita velta því fyrir sér hvort jeppamenska sé ekki alltof dýrt sport og maður ætti að snúa sér að gönguferðum eða módelsmíði.
Hlynur
10.10.2003 at 20:00 #477718Ég vona að skiltið hafi ekki beðið neitt tjón af þessum aðförum.
Hlynur
09.10.2003 at 18:56 #477480Málið er það að maður nennir ekki neinu veseni og því er langbest að vera með góða rafmagnsdælu. Air-con dælir trúlega eitthvað hraðar en Fini, en fyrir þá sem eru mikið að hleypa úr og blása í aftur hafa þær ekki verið að endast nægjanlega vel. Ef venjulegar maður fer með jeppan sinn á verkstæði kostar aldrei minna en 40-50þús að setja í hann air-con dælu. Ég personulega mun aldrei fórna orginal loftkælingu fyrir loftdælu.
Hlynur
07.10.2003 at 22:41 #477524Eitt held ég að eigi eftir að vera vandamál við þetta fyrirkomulag og þá sérstaklega í Laugunum. Hvað gerist þegar átta manna hópur sem pantaði og fékk lykil hefur komið sér fyrir og tíu kallar mæta sem ekki höfðu pantað og riðjast inn ??? Varla fara menn að læsa á eftir sér þegar þeir fara út að pissa svo aðrir komist ekki inn. Um morgunin stingur þessi hópur af án þess að þrífa eða gera nokkra grein fyrir ferðum sínum eða borga. Hver á að standa í því að rukka þetta lið eða á maður bara að læsa á eftir sér þegar maður fer út að pissa. Þetta á trúlega eftir að vera vandamál í Laugunum, sem er vinnsæll "skreppustaður".
Hlynur
07.10.2003 at 20:33 #477546Ég skoðaði flestar gerðir af suðuvélum (rúllu)í sumar og endaði í Kempi. Þór í Ármúla átti ágætar vélar á hagstæðu verði sem væru góðar í skúra, en hentuðu mér ekki. Ef þú kaupir "alvöru" vél er verðið frá 100þús og uppúr.
Hlynur
30.09.2003 at 18:38 #477072Rauða loftdælan frá Fini er að dæla mjög svipað og reimadælur í bílum. Þessi dæla ber höfuð og herðar yfir allar aðrar rafmagnsloftdælur og hefur verið á góðu verð í þokkabót. (30-40þús)
Hlynur
30.09.2003 at 10:25 #477100Skálanefnd er að leita að olíukálf, ástand skiftir ekki máli. Þetta les eg úr skrifunum hjá Jóni Ofsalega
28.09.2003 at 19:10 #477008Núna sér maður hvað vantar mikið að fá myndaalbúmið í lag aftur. Það eru allir að spá í snjóalög og hvernig færið er.
Nokkrar myndir segja manni allt um færið og snjóalög, enda er sama hvað maður skrifar, myndirnar toppa allt.Hlynur
27.09.2003 at 20:44 #477000Við fórum allir í bæinn í dag svo það gerist nú varla mikið meir úr þessu. Annars lítur vel út með snjóalög í byrjun vetrar og er td kominn góður þæfingur á Kerlingafjallaleið í Setrið. Maður gíraðist allur upp við það að sjá smá snjó og núna er bara að bíða og vona.
Hlynur
25.09.2003 at 10:55 #476846Auðvita verður maður að hafa með sér nesti. Maður verður að hafa eitthvað að gera meðan beðið er eftir Toyotunum og oft koma þær bara ekki yfir höfuð…
Hlynur
24.09.2003 at 18:41 #475606IH viðurkennir ekki K&N síur í Nissan jeppa lengur. Þær eyðileggja loftflæðiskynnjarana í bílunum og þeir kosta helling af peningum. Veit til þess að nokkrara smurstöðvar hafi þurft að borga skynjara eftir að hafa sett K&N síur í staðin fyrir orginal. Ég er samt hrifin af margnota síum en fann ekki fyrir auknu afli, en taldi mig vera að spara nokkrar krónur með þessu. Þetta var dýr sparnaður…..
Hlynur
22.09.2003 at 20:37 #476714Þegar menn voru að nota Hófsvað til að komast inn á Sprengisand var vað á Köldukvísl við Illugaver. Núna rennur Kaldakvísl ekki lengur þarna eftir að LV veitti henni í Þórisvatn. Landsvirkjun er vaðlega séð að verða búin að eyðileggja Köldukvísl. Trúlega ætti maður bara að fá sér kajak eða sæþotu til ferðalaga á hálendinu eins og Matti bendir á.
Hlynur
22.09.2003 at 13:32 #476704Ég held að Trippavað fari undir vatn þegar Búðarhálsvirkjun verður komin í gagnið, svo menn ættu endilega að skoða þetta vað. Er Búðarhálsin ekki svo snjóléttur að menn nenna ekki að skælast hann þegar hægt er að bruna á 90km upp með Þórisvatninu. Allavega er hægt að losna við krapapyttina í Rjúpnadal með því að fara hálsin.
Hlynur
22.09.2003 at 11:41 #476700Rett fyrir ofan ármót Tungnár og Köldukvíslar er Trippavað á Köldukvísl sem er vanalega fært flestum breyttum jeppum bæði sumar og vetur. Þessi nýja brú er þannig laga séð ekki að opna neina nýja leið, heldur bara gera hana aðgengilegri.
Hlynur
22.09.2003 at 10:50 #476696Ég efast nú stórlega um að það sé útbreyddur misskilningur að Norðlingaalda hafi eitthvað með Kárahnjúkja að gera. Þeir sama hafa eitthvað smá vit í kollinum sjá að meiraðsegja landsvirkjun myndi ekki nenna svoleiðis bulli.
Erum við eitthvað bættari með því að fá nýja brú á Þjórsa og stytta leiðina í Setrið ??? Held það varla þar sem Sóleyjarhöfðaleið er mjög góð og maður er laus við opnar ár.
Hlynur
21.09.2003 at 22:30 #192893Þótt virkjað verði við Norðlingaöldu og Þjórsá veitt neðanjarða langleiðina í Kárahnjúka eða eitthvert þangað, gæti þetta verið mikið verra. Þótt lónið fari í 568 mys verður Sóleyjarhöfðavað ekki í hættu og ein af bestu leiðum í Setrið verður ekki eyðilögð.
Ef Skaftá verður veitt í Langasjó er maður að velta fyrir sér hvort það verði byggð brú á Skafta milli jökuls og vatns. Ef það yrði gert myndi opnast ný og skemmtileg leið í Lakagíga, en stundum hefur Skafta verið farin við jökul seint á haustin. Annars eru ekki mjög mörg ár síðan Skaftá rann í Langasjó, en vissulega yrði vatnað mun ljótara með jökullit.
Hlynur
15.09.2003 at 22:33 #476314Ég man eftir tveimur 100 bílum sem eru á 44" dekkjum.
Hjálparsveitn Tintron á 100 bíl en það var sett hásing undir hann að fram (dana eitthvað) og svo er einn bíll í einkaeigu á höfuðborgarsvæðinu. Sá bíll er á klöfum en það er víst búið að grauta helling í búnaðinum að framan og búið að smíða í hann sterkara drif og trúlega eitthvað meir.
Svo mega menn ekki rugla saman 100 bílnum og 105 bílnum sem kemur orginal með framhásingu, (þá sömu og er undir 80 cruser) en hann fæst víst ekki skráður lengur á íslandi með 4,2 disel vélina.
Hlynur
14.09.2003 at 17:13 #476290Ég skrifa aldrei undir það að klafabíl drífi betur en hásingabíll, en drifgeta ræðst mest af ökumanni vil ég meina. Það er svosem ekki til neins að bera þetta dót saman því yfirburðir hásingarinar eru algjörir hvað varðar styrkleika. Ég hef ekki séð klafabíl sem þolir 44" og hann er ekki til í dag sama hvað menn segja.
Hlynur
ps. Heyrði í Lúther í dag á leið frá Grímsfjalli og allt eins og þá á að vera og bara ein Toyota biluð í bandi…það geta bara ekki allir bílar verið eins góðir og Patrol sem aldrei bilar og drífur mest.
-
AuthorReplies