Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
01.05.2004 at 00:42 #500707
Tappaðu bara gatið sjálfur og sparaðu þér dekkjaverkstæðið. Göt eftir nagla og skrúfur er best að tappa bara og hugsa ekki frekar um þau. Ég fer ekki á dekkjaverkstæði lengur nema um stærri göt sé að ræða.
Hlynur
25.04.2004 at 01:25 #499775Fann þessa slóð á flakki um netið. http://www.althingi.is/altext/127/s/0501.html
Þarna stendur meðal annars…..
2. Hversu mörg tilvik um slíkan ólögmætan akstur hafa verið skráð og kærð árlega sl. fimm ár?
Aðeins fá tilvik um akstur utan vega, sem landverðir eða starfsmenn Náttúruverndar ríkisins hafa orðið vitni að, hafa verið skráð og enn færri kærð.
Samkvæmt upplýsingum Náttúruverndar ríkisins hafa átta mál verið skráð hjá stofnuninni og kærð til sýslumanna síðustu fimm ár. Afgreiðsla mála hefur verið með mismunandi hætti hjá lögreglustjórum og nýlega féll dómur í Héraðsdómi Suðurlands vegna kæru um akstur utan vega við Hrafntinnusker þar sem kærði var sýknaður að því er virðist vegna sannanaskorts og skorts á merkingum á svæðinu.Þarna eru lygar bornar fyrir þingheim, og undir þessu meiga menn sitja.
Hlynur.
23.04.2004 at 22:03 #499761Eitthvað heyrði ég af því að Jón Ofsi hefði verið í rás 2 í dag, að halda uppi vörnum fyrir okkur jeppamenn. Það sem vantar núna er að góður penni skrifi góða og málefnalega grein í td Morgunblaðið þar sem okkar sjónarmið koma fram. Það er eins og fólk sé ekki að gera sér grein fyrir því að langflestir sem ferðast um hálendi Íslands gera það á jeppum, en ekki gangandi. Þegar minnihlutahópar vilja fara að ráða öllu, og bera rökleysu fyrir sig, er manni nóg boðið. 4×4 er trúlega næststærst útivistarfélag á landinu og við eigum að láta heyra meira í okkur þegar að okkur er sótt, eins og önnur samtök hafa mörg hver verið dugleg að gera þegar þeim finnst eitthvað gert á þeirra hlut.
Hlynur
20.04.2004 at 23:57 #499529Ég fæ ekki betur skilið en þetta sé gír með öllu, enda er orginal millikassi með öllu ekki skrúfaður þarna á milli.
MFK1595- Dual transfer case crawler kit to suit GQ and GU Patrols. RRP $1250 inc GST
The kit consists of: Adaptor housing, output shaft, bearing retainer, Hi/Low lever bracket, bolts, and instructions.
MFK1595- Dual transfer case crawler kit to suit GQ and GU Patrols. RRP $1250 inc GST
The kit consists of: Adaptor housing, output shaft, bearing retainer, Hi/Low lever bracket, bolts, and instructions.
Og verðið 120þús er gírinn kominn til landsins með með VSK og 7,5% vörugjaldi
Hlynur
20.04.2004 at 22:31 #499513Hann er svona ca 54 ÍKR
20.04.2004 at 20:40 #499504Þessi gír virðist vera nokkuð svipaður og milligírinn frá Jeppasmiðjunni Ljónstöðum. Hann er með orginal Patrol hlutfalli 2.02:1, og virðist smíðaður upp úr orginal Patrol millikassa sem er sterkur og góður. Mér sýnist verðið vera ca 120þús kominn til landsins og það er mjög gott verð. Núna vantar bara einhvern hugaðan til að panta fyrsta gírinn, en ég hugsa að þetta séu góð kaup, enda andfætlingar okkar vel að sér í jeppabreytingum og aukahlutasmíði.
Hlynur
19.04.2004 at 22:02 #194235Hérna er góð mynd að þrýstihóp 4×4 sem þjarmar að ráðamönnum þessa lands ef þurfa þykir. http://www.siv.is/i_mynd/myndir.lasso?id=3886
Hlynur
19.04.2004 at 00:38 #499311Ég hef verið á aðalfundi þar sem ekki var búið að plana neitt eða allaveg lítið um hverjir ættu að fara í stjórn og nefndir. Þetta var vægst sagt ekki sniðugt og var fundastjóri í vandræðum með að pína menn í stjórn og nefndir, stingandi upp á hinum og þessum út í sal við vægast sagt mis góðar undirtektir hjá þeim sem lentu í því.
Núna þegar f4x4 er trúlega orðin einn af stærstu ferða/útivistarklúbbum í landinu er mikilvægt að það sé vel mannað í nefndir, stjórn og formanssætið verður að vera vel valið, enda virðist f4x4 verða sífelt meira áberandi í fjölmiðlum og eins erum við orðin þrýstihópur sem vill hafa áhrif á hluti sem okkur varðar í þjófélaginu.
Það væri ekki vitlaus hugmynd að setja saman uppstillinganefnd sem kannaði hverjir væru tilbúnir að taka að sér nefndar og stjórnurstörf fyrir f4x4, eða að þeir félagar sem hafa áhuga á að starfa fyrir klúbbinn gefi einfaldlega kost á sér með góðum fyrirvara svo félagar í klúbbnum geti myndað sér skoðun á þeim og þeirra skoðunum.
Núna verður kosin nýr formaður og ég hugsa að stjórn verði að "plotta" eitthvað og tala við fólk hvort það hafi áhuga á að taka við formanssætinu, svo ekki verði neinn sem lendir í því að verða "svarti Pétur" á aðalfundinum.
Núna er bara að auglýsa eftir góðum mönnum í stjórn og nefndir fyrir aðalfundinn.
Hlynur
17.04.2004 at 01:20 #194219Var rétt í þessu (ca.kl 1.15) að tala Steindór nokkurn, sem er á leið á Grímsfjall með mörgum öðrum jeppum. Þeir áttu eftir 30km í fjallið og voru á 40km hraða og allt að gerast hjá þeim. Svo situr maður bara heima og glápir á tölvuskjá…
Hlynur
15.04.2004 at 20:40 #503075Ekki fæ ég krónu til baka af olíu sem fer á rúturnar, því þessi endurgreiðsla á bara við um sérleyfisbíla,(reyndar verða öll sérleyfi lögð niður 2005 og allur ríkisstyrktur sérleyfisakstur boðin út) en ekki hópferðabíla. Þetta er reyndar allt tómt bull og ekki nokkur leið að hægt sé að vinna eftir þeim tillögum sem koma fram í þessu frumvarpi. Þetta mun hækka þungaskatt á hópferðabíla töluvert, en verst verða jeppar sem stunda touristaakstur úti í þessu skattabulli.
Ég tek undir með Dóra (Glanna) að það skiptir varla öllu hvort Toyotan eyði 6 lítrum á hundraðið, í staðin fyrir 7.
Hlynur
15.04.2004 at 20:40 #495749Ekki fæ ég krónu til baka af olíu sem fer á rúturnar, því þessi endurgreiðsla á bara við um sérleyfisbíla,(reyndar verða öll sérleyfi lögð niður 2005 og allur ríkisstyrktur sérleyfisakstur boðin út) en ekki hópferðabíla. Þetta er reyndar allt tómt bull og ekki nokkur leið að hægt sé að vinna eftir þeim tillögum sem koma fram í þessu frumvarpi. Þetta mun hækka þungaskatt á hópferðabíla töluvert, en verst verða jeppar sem stunda touristaakstur úti í þessu skattabulli.
Ég tek undir með Dóra (Glanna) að það skiptir varla öllu hvort Toyotan eyði 6 lítrum á hundraðið, í staðin fyrir 7.
Hlynur
14.04.2004 at 22:13 #495484Það hlítur að koma erindi til stjórnar útaf þessu máli, en ég held að umhverfisnefnd hafi pantað tíma hjá ráðherra til að ræða þetta mál.
Hlynur
14.04.2004 at 22:13 #502809Það hlítur að koma erindi til stjórnar útaf þessu máli, en ég held að umhverfisnefnd hafi pantað tíma hjá ráðherra til að ræða þetta mál.
Hlynur
14.04.2004 at 00:04 #498624Fyrst menn eru komir á þessa línu vil ég benda mönnum á bók sem hefur hið skemtilega nafn "How to shit in the Woods". Bara að benda á þessa bók svo menn fari ekki að skilja nein eiturefni eftir sig á fjöllum, sem hugsanlega gætu verið efnagreind og niðurstöðurnar yrðu trúlega sláandi og efni í margar vísindagreinar.
Það er vandlifað í þessum heimi.
Hlynur
ps.. ef það er áhugi. http://www.amazon.com/exec/obidos/tg/de … s&n=507846
13.04.2004 at 22:29 #498233Ekki er ég búinn að lesa neina af þessum greinum, en átti samtal við vegagerðamann fyrir nokkru, sem stóð bölvandi yfir einum af lækjunum í Langanesinu.
Fyrstu lækirnir eða árnar sem þarf að fara yfir á leið í Þórsmörk hafa þann leiða ávana að vaxa mikið í rigningu seinniparts sumars og eitthvað fram á haustið, og gera veginn ófæran fyrir stærri bíla sem fara þarna um. Þessi vegagerðamaður talaði um það að vegarstæðið yrði fært niður á Markarfljótsaura, þar sem straumur væri minni, því þeir réðu ekki neitt við árnar í núverandi vegarstæði. Árnar yrðu settar í stokk og trúlega yrði hann uppbyggður inn að lóni, en ekki væru nein plön um að fara lengra með uppbyggðan veg, enda árnar þar fyrir innan mjög slæmar þegar mikill vöxtur kæmi í þær.
Þetta þarf kanski ekki að verða eins slæmt fyrir okkur jeppamenn eins og þetta hljómaði í fyrstu, enda verður ekki fólksbílafært í Mörkina, heldur bara inn að lóni. Ég bíð samt spenntur eftir að sjá hvernig Vegagerðin hefur hugsað sér að vinna þetta, en mér hefur ekki gengið neitt að finna gögn yfir þetta verkefni Vegagerðarinar.
Hlynur
06.04.2004 at 22:58 #497733Ég var á ferð þarna fyrir stuttu og það sem reddaði mér var teingadamömmuboxið á toppnum. Það var svo rosaleg drulla að ég flaut á boxinu. Mér tókst að bakka upp úr þessum pitt sem trúlega var næstum eins djúpur og ónefndur drullupittur á vesturlandi sem er víst OFSAlega stór. En vegna þess að ég er á Patrol sem hefur endalaust afl var bara staðið og planað yfir alla pitti sem á leið minni voru til byggða. Í öllu falli tók það rúman klukkutíma að keyra í Vatnsfell, en tekur trúlega aðra jeppa en Patrol fjóra til fimm tíma að komast þarna á milli…
Patrol rúlar….
04.04.2004 at 21:30 #495390Ég er kominn á þá skoðun að 4×4 eigi að panti viðtal hjá umhverfisráðherra til að koma okkar skoðunum á framfæri. Það er ágætur aðgangur að ráðherrum og þingmönnum í þessi landi og ættum að nýta okkur allar smugur sem við getum til að beita þrýsting. Til að byrja með væri sterkur leikur ef 4×4 sendi frá sér fréttatilkynnigu um þetta mál, og reifaði okkar hlið á þessu máli. Í öllu falli verðum við að gera eitthvað.
Hlynur
04.04.2004 at 21:30 #502716Ég er kominn á þá skoðun að 4×4 eigi að panti viðtal hjá umhverfisráðherra til að koma okkar skoðunum á framfæri. Það er ágætur aðgangur að ráðherrum og þingmönnum í þessi landi og ættum að nýta okkur allar smugur sem við getum til að beita þrýsting. Til að byrja með væri sterkur leikur ef 4×4 sendi frá sér fréttatilkynnigu um þetta mál, og reifaði okkar hlið á þessu máli. Í öllu falli verðum við að gera eitthvað.
Hlynur
04.04.2004 at 17:25 #503267Þú skalt losa þig snarlega við K&N síuna og setja orginal síu í aftur. Þar skemma loftflæðiskynjara í 3.0 Patrol, sem kostar mikið af krónum.
04.04.2004 at 17:25 #495941Þú skalt losa þig snarlega við K&N síuna og setja orginal síu í aftur. Þar skemma loftflæðiskynjara í 3.0 Patrol, sem kostar mikið af krónum.
-
AuthorReplies