Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.11.2004 at 19:11 #508442
Ég myndi ekki vilja stöð sem ekki er með skjá sem sýnir rásina sem ég er á. Ég er með nokkuð margar rásir í minni stöð og það væri vont að nota hana ef ekki stæðið nafnin á rásinni sem ég er að nota eða leita að. Tek líka undir það að það verður að vera ljós í tökkunum. Ég er með stöð frá Nesradió sem er með lausan framenda, þannig að það er mjög gott að koma henni fyrir þar sem er lítið pláss .
Góðar stundir
06.11.2004 at 13:09 #508124Það liggur við að það þurfi að gera út sér ferð núna, til að setja niður rafsuðuvélar og járnadrasl út allt hálendið, fyrst þú hefur hugsað þér að mæta. Svo verður þú líka að þekkja þín takmörk, td ef þú sér hvítan Patrol þá er best fyrir þig að vera ekki fyrir. Ef þú sérð Patrol, þá ekki reyna að hafa við honum, við vitum það báðir að þú getur það ekki. Og reglan nr.1, ekki fara í kapp við Patrol, því þegar hann er búinn að stínga þig af og þú orðin frávita af niðrlægingu, áttu það til að keyra á mjög stóra steina og brjóta framhásinguna í sundur, og láta svo Patrol draga þig til byggða.
Góðar stundir
31.10.2004 at 12:54 #19475930.10 | Björgunarsýning á Hótel Loftleiðum
Á morgun sunnudaginn 31.október verður Slysavarnarfélagið Landsbjörg með björgunarsýningu á Hótel Loftleiðum frá kl.13. Á sýningunni verða margir öflugustu jeppar og snjóbílar björgunarsveitanna ásamt bátum og vélsleðum sýndir. Þá verður hægt að skoða stærsta uppblásanlega sjúkrahús landsins og kynnast hvaða búnað alþjóðabjörgunarsveitin tekur með sér í útkall á hamfarasvæði erlendis. Frá kl.13-15 verða fyrirlestrar opnir almenningi um rautt spjald á mænuskaddaða, skyndi hjálp á ferðinni og ferðamennsku.
Sýningin er tilvalin fyrir almenning til að koma og skoða þann búnað sem björgunarsveitirnar nota í starfi sínu.Tekið af landsbjorg.is
Líklega verður sérviskujeppi HSG þarna, 120 Toyota á 44″ og hellingur af öðru dóti
Góðar stundir
22.10.2004 at 10:12 #506498"Ég var ekkert að spá í hvor bílinn væri að drífa betur"
Semsagt þú dreifst ekki rassgat og horfðir á eftir Ella hverfa bak við næsta hól á sínum GH dekkjum…
Góðar stundir
16.10.2004 at 22:48 #506266Ekki veit ég til þess að það sé til 38" dekk fyrir 17" felgu. Það er skipt um allt bremsukerfið í 120 bílnum í 38" breytingu hjá Toyota, svo hægt sé að setja hann á 15" felgur.
Trúlega er hægt að finna 35" dekk sem passa á þennan slyddara, eins og hina hásingarlausu slyddujeppana.
Góðar stundir
22.09.2004 at 10:35 #505394Það er alltaf það sama hjá BÞV þegar minst er á Patrol, hann verður grænn í framan af öfund yfir því að eiga ekki einn slíkan eðalvagn. Sem fyrr veit hann ekki neitt hvað hann er að bulla um, enda bara vanur fólksbílm og slyddujeppum sem eiga ekki neitt sameginlegt með alvöru jeppum. Mæli með að menn skoði þráðin til að vita meir.http://nissan-me.com/patrol/patrol_performance.htm
21.09.2004 at 22:18 #506208Það virðist vera mikil lægð í breytingum á Suzuki jeppum þrátt fyrir það að þeir séu heppilegir til breytinga. Sérstaklega er ég ánægður með Jimny sem er kjörin til breytinga, en breyttir Jimnyar er teljandi á fingrum annarar handar meðals trésmiðs.
Góðar stundir
16.09.2004 at 00:06 #505766Ég held að Toyotamenn hafi byrjaði að selja þessi dekk í núna í sumar, svo það segir sig sjálft að það eru ekki komnar neinar aðstæður til að prufa nýju dekki í. Vonandi kemur snjór fljótlega svo hægt verði að prófa þessi dekk, en því var lofað af Freysa að gatið yrði minnkað og þetta vandamál yrði leyst. Annars mæli ég bara með Magglock felgubúnaði til að vera 100% viss um að dekkið snúist ekki á felguni.
Hlynur
14.09.2004 at 11:20 #505734Reyndar var það þannig að flest eða öll tækin voru skilin eftir á suðurskautinu þegar ferðin var búinn. Ferguson dráttavélarnar sem Hillary leiddi á suðurpólin voru skyldar eftir þar, eins fór Vivian með nokkuð mörg tæki af stað sem voru skilin eftir hér og þar á suðurskautinu. Það tapaðist ekki neitt tæki í sprungu, en það tók trúlega dag að ná snjóketti úr svona sprungu.
Hlynur
13.09.2004 at 18:38 #194631Á þessari mynd frá Ásgeiri gúrku má sjá einn af snjóköttunum sem voru í suðurskautsleiðangri Vivian Fuchs, en hann stóð fyrir leiðangri sem ók yfir suðurskautið með viðkomu á suðurpólnum. Edmund Hillary fór fyrir flokki manna sem átti að koma á móti Vivian og setja upp byrgðarstöðvar fyrir hann frá Ross íshelluni að pólnum, en hann skaut Vivan ref fyrir rass og keyrði á pólin á undan Vivian á Ferguson landbúnaðartæki á beltum. Vivian var 98 daga á ferðinni yfir suðurskautið og ók 3437km á þessum dögum. Það er til bók um þetta ferðalag sem heitir Hjarn og heiðmyrkur, og er skemmtileg lesning.
Hlynur
11.09.2004 at 16:04 #505646Ég keypti þetta á minn bíl hjá Fjallasport á hagstæðu verði.
Hlynur
10.09.2004 at 18:51 #505628Ef miðstöðin hættir að blása heitu í hægagangi, en blæs heitu ef aðeins er hert á gangi vélar. Þetta er eitt besta ráðið.
04.09.2004 at 17:48 #505370Ég skrapp til Ástralíu í sumar og náði mér í slatta af jeppablöðum sem ég er búinn að vera að blaða í undafarnar vikur. Þar kom það fram að Nissan hættir að bjóða gömlu 4.2 vélina eftir þetta ár í Patrol, en á þessu ári var líka í fyrsta skipti hægt að fá hana orginal með millikæli. Það eru alskonar pælingar í gangi hjá andfætlingum okkar en þeir halda að Patrol verði seldur áfram á hásingum, en það komi eitthvað nýtt hásingarlaust malbiksdrasl frá Nissan, ef það er ekki komið nú þegar. Eitthvað slúður höfðu menn um arftaka 4.2 og er talað um að núna sé verið að hanna 4.5 sexu með blásara og kæli. Þetta verður eflaust gríðarlega öflugur mótor sem mun standast allar nýjar meingunarkröfur og vonandi verður Patrol boðin hér á landi með þessari vél.
Hlynur
25.08.2004 at 22:07 #505058Mjög trúlega stíflaður kassi og oftast er það vatnskassi sem er ástæða fyrir hitavandamáli. Ef kassi er stíflaður er ekki til neins að reyna að skola hann út, það þarf bara að skipta um hann.
Góðar stundir
27.07.2004 at 21:35 #505096Menn hafa notað gamla 5 gíra kassa frá benz sem eru níðsterkir og með mjög lágan fyrsta gír. Þessir kassar voru við vélar sem heita 314 og það ætti ekki að vera mikið mál að finna þá í dag
Hlynur
27.07.2004 at 12:15 #505116Mér þykir nú Benni vera fljótur að gleyma, fyrst hann er farinn að tala um hvolpa. Eini jeppinn sem minnir mig á hvolp er eitthvað faratæki sem lá á trýninu eins og hvolpur, eftir að hafa reynt að hafa við Patrol. Þetta var reyndar ágætur túr, því ekki þurfti að draga neima eina bilaða Toyotu frá Hveravöllum til Reykjavíkur og þennan öræfahrædda hvolp til Akureyrar. Það þarf nú varla að taka það fram að Patrol dró að sjálfsögðu þessar dósir til byggða, enda eru þetta yfirburða fjallajeppar og fallegasta fólkið á þeim.
Með yfirburðakveðju
Hlynur
23.07.2004 at 23:24 #504982Tek undir með Steinmar og ódýrustu lausnirnar eru vanalega þær bestu. Ef framendi á bíl er vættur mað vatni og fær að vera blautur í 10-15 min og síðan kústaður, er málið leyst.
Í öllu falli þá á maður ekki að nota heitt vatn í bílaþvott, því lakk og gler þolir ekki vel kísil sem er í heitu vatni á íslandi.
Hlynur
23.07.2004 at 22:56 #505014Ég er á því að 5.9 sé of stór og þung fyrir Patrol. Fram að þessu hefur 24v 4.2 Toyota verið draumvélin ofaní Pattann hjá mér, en nýlegar vélar frá evrópu eru mjög girnilegar. Ég var að lesa það í Áströlsku bílablaði að Nissan er að hætta að bjóða 4.2 vélina á þessu ári í Patrol, en óstaðfestar fréttir herma að arftakinn verði 4,5 línusexa. Núna er bara að bíða og sjá hvað gerist.
Hlynur
20.07.2004 at 23:19 #504828Það er alltaf gott að fá nýja jeppa í flóruna og gott að rífast reglulega um hvaða jeppar eru bestir, og á hvaða felgubreidd sé best að vera á. Ekki er þetta fyrsti "sérviskujeppinn" sem björgunarsveitir hafa fárfest í en best er að sjá hvað gripurinn getur áður en hann verður dæmdur.
Svona skrif eins og siggijóns er með hérna fyrir ofan dæma sig sjálf og þann sem skrifaði þau líka, enda greinilegt að maðurinn er með eindæmum vitgrannur og hefur ekkert vit á því starfi sem fer fram hjá hjálparsveitum vítt og breytt um landið.
Hlynur
06.07.2004 at 11:46 #504564Ekki veit eg hvar hann Arni hefur fengid ta flugu i hofudid ad ferdatjonustan hafi verid ad bidja um tennan uppbyggda veg i morkina. Austurleid-kynnisferdir er a moti tessum vegi og tar fyrir utan hefur vegagerdin ekki lagt tad i vana sinn ad spyrja nokkurn mann, adur en teir byggja vegi.
-
AuthorReplies