FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir
You are here: Home / Hlynur Snæland Lárusson

Hlynur Snæland Lárusson

Profile picture of Hlynur Snæland Lárusson
Virkur síðast fyrir 8 years, 8 months síðan
  • Prófíll
  • Groups 0
  • Forums
  • Topics Started
  • Replies Created
  • Favorites

Forum Replies Created

Viewing 20 replies - 1,081 through 1,100 (of 1,627 total)
← 1 … 54 55 56 … 82 →
  • Author
    Replies
  • 18.04.2005 at 00:44 #521186
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Mér sýnist koma vatn úr gatinu á dæluhúsinu. Þá eru pakkdósirnar að gefa sig, svo það er komið að því að kaupa nýja dælu. Eins væri gott að skoða tímareimina og strekkjarahjólin, fyrst það er verið að eiga við þetta á annað borð.

    Góðar stundir





    17.04.2005 at 22:01 #463840
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Það er hægt að setja Fini dælur í innrabrettið vinstramegin að aftan í Patrol. Eins hafa sumir fært annan rafgeyminn niður að grind, og sett dæluna í geymastæðið. Svo er líka ágætt að vera bara með hana lausa.

    Góðar stundir





    07.04.2005 at 22:49 #520538
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Þetta var rætt á mánudagsfundi fyrir nokkrum árum, og menn reittu hár sitt og skegg í bræði, þegar á það var mynst að hætta að gefa Setrið út. Ekki spurning um að halda áfram með Setrið, enda alveg gæða snepill þar á ferð.

    Góðar stundir





    07.04.2005 at 22:44 #520688
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Ég tek undir það með Skúla, að það þarf að taka verulega til í myndaalbúminu. Það þarf að koma öllum auglýsingamyndum og öðru viðlíka rusli (sérstaklega myndir af ílla breyttum Toyotum) á haugana sem fyrst, svo það verði meira pláss fyrir fallegar myndir af drifgóðum Patroljeppum.

    Góðar stundir





    01.04.2005 at 23:39 #520298
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Það er nokkuð ljóst að það dæmist á þig E-Hardar, að lesa yfir allt efnið sem verður sett á nýju heimasíðuna.

    Góðar stundir





    01.04.2005 at 00:01 #520180
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Ég veit um nokkra sem prufuðu Propan gas á Patrolana sína. Þetta virkaði hroðalega, en fer trúlega ekki vel með vélina. Ég held að flestir hafi tekið þetta úr þegar þeir voru búnir að spæla allar gerðir af jeppum í kömbunum.

    Góðar stundir





    31.03.2005 at 12:02 #520102
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Ég hef brætt nýja póla á geyma sem eru skemdir, en ég veit að Skorri býður upp á þessa þjónustu.

    Góðar stundir





    29.03.2005 at 12:08 #520010
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Það er maður með fyrirtæki í Keflavík sem heitir Láki. Man að heimilsfangið hjá honum er Iðuvellir 10. Hann hefur verið seigur í Patroldóti

    Góðar stundir





    23.03.2005 at 10:10 #519522
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Þeir sem eru að tjá sig hér á þessu spjalli, eru að segja sínar skoðanir, en ekki skoðanir F4x4. Það er skiljanlegt að menn hafi mismunandi skoðanir á þessu máli, en formaður 4×4 kom í fréttir í gær og benti á nauðsin þess að vera með fjarskiptatæki í svona ferðalögum. Vhf stöð hefði skipt sköpum þarna, enda Bláfellið með sinn endurvarpa þarna rétt hjá, og hægt að tala um allar sveitir með honum.

    Góðar stundir





    22.03.2005 at 18:21 #519592
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Þú meinar vonandi að hann sé fastur á Gjábakkavegi, en ekki Lyngdalsheiði. Er hann ekki með skóflu ???. Svo verðum við að vita hver skildi hann eftir, eða hvort menn séu nokkuð misskildir

    Góðar stundir





    16.03.2005 at 23:30 #518886
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Þessu póstaði ég á þráð í fyrra um olíugjaldið, áður en það kom til að VSK ætti að bætast ofaná þungaskattinn og hækka hvern líter um 10 kr ca aukalega. Þessar tölur munu því hækka töluvert.

    Dæmi
    Sent inn 4.4.2004 00:48:04

    ——————————————————————————–

    Eitt gott dæmi um mann sem þarf að nota stóran, breyttan jeppa við sína vinnu. Viðkomandi ekur 60.000 km á ári og borgar ca 160.000 í þungaskatt á ári miðað við núverandu kerfi. Olía á seinasta ári kostaði ca 700.000 kr, en með olíugjaldi værum við að tala um allavega tvöfölduna á olíukostnaði. Þetta þýðir 540.000 hækkun á þungaskatt þegar búið er að draga frá 160.000 fastagjaldið sem á að fara út, en trúlega verður bifreiðagjald hækkað eitthvað út af "tekjutapi" hjá skattman.

    Það er ekki nokkur leið að una þessari skattahækkun, og allir sem stunda útgerð á bílum eru mjög óánægðir með fyrirhugaðir breytingar á þungaskatti og munu mótmæla kröftulega.

    Hlynur





    15.03.2005 at 23:04 #518986
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Ég er kominn á þá skoðun að 4×4 eigi að hætta öllum skipulögðum ferðum í nafni klúbbsins. Það eru vel flestar ferðir sem koma út með tapi, þrátt fyrir góðan vilja þeirra sem að þeim standa, að láta þær standa undir sér. Einu ferðirnar sem hafa nokkurvegin sloppið eru nýliðaferðirnar, en venjulega eru þær í járnum. Það eru margar ástæður fyrir þessu endalausa tapi í þessum ferðum, en það virðist vera orðið algengt að allt að 20% þátttakanda hætti við á seinustu stundu, menn bíða eftir veðurspá og hætta við ef hún er þeim ekki þóknanleg og eins hafa menn komist upp með að borga þátttökugjaldið sama dag og lagt er af stað, þrátt fyrir að aðstandendur ferðarinar hafi ýtt á eftir þeim að greiða. Síðan er gjaldið venjulega reiknað upp á krónu, þannig að ef það verða afföll er ferðin komin í mínus og ef gjaldið er haft þannig að nokkur séns sé á því að ferðin geti staðið undir sér, kanski 500kr umfram kostnað miðað við 100% mætingu, væla menn út í eitt yfir því að það sé verið að okra á þeim. Ég og eflaust margir aðrir viljum ekki sjá félagsgöldin okkar fara í það að niðurgreiða ferðir fyrir aðra, enda á ekki að vera nokkur ástæða til þes

    Hlynur





    15.03.2005 at 10:58 #518868
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Ástæðan fyrir þessari hækkun á gjaldinu frá 36kr í 45kr, er sú að vöruflutningabílar gátu fengið það í gegn að kílometragjaldið yrði lækkað, en olíugjaldað hækkað í staðin. Það sjá það allir, að þetta gjald mun endanlega gera útaf við Disel bíla, enda verður grúturinn dýrari en benzin.

    Hlynur





    12.03.2005 at 18:08 #518738
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Það er nokkuð greinilegt að þessi vél er tifandi sprengja, sem bara á eftir að springa í loft upp, og kalla ég það gott ef farþegar og ökumaður sleppa ósködduð á líkama frá þessu, en trúlega mun þetta óhapp skilja eftir sig djúp för í sálinni. Það að smurþrýstingur skuli vera hærri hjá þér en öðrum eins jeppum, er þekkt syndrom í áhættuflokki B, sem er einn allra versti flokkur sem hægt er að komast í, enda er þessi smurþrýstingur svo hættulegur að ég myndi ekki þora öðru en keyra Pattann fyrir björg, en þori því varla samt, því þetta er svo hættulegt. Ég ráðlegg þér að fara í Kistufell hið snarasta og leita í ruslinu hjá þeim að gömlum höfuðlegum í Patrol og setja þær í hið snarast. Ef þú finnur ekki notaðar legur er hægt að redda sér fyrir horn með því að slaka um einn hring á boltonum sem halda höfuðlegubökkunum. Ef þú ferð eftir þessum ráðum, ætti smurþrýstingur að falla verulega og vélin hjá þér gæti jafnvel verið með lægri smurþrýsting an aðrara vélar. Þá ertu úr allri lífshættu. Vona að þetta hjálpi þér.

    Góðar stundir Það er nokkuð greinilegt að þessi vél er tifandi sprengja, sem bara á eftir að springa í loft upp, og kalla ég það gott ef farþegar og ökumaður sleppa ósködduð á líkama frá þessu, en trúlega mun þetta óhapp skilja eftir sig djúp för í sálinni. Það að smurþrýstingur skuli vera hærri hjá þér en öðrum eins jeppum, er þekkt syndrom í áhættuflokki B, sem er einn allra versti flokkur sem hægt er að komast í, enda er þessi smurþrýstingur svo hættulegur að ég myndi ekki þora öðru en keyra Pattann fyrir björg, en þori því varla samt, því þetta er svo hættulegt. Ég ráðlegg þér að fara í Kistufell hið snarasta og leita í ruslinu hjá þeim að gömlum höfuðlegum í Patrol og setja þær í hið snarast. Ef þú finnur ekki notaðar legur er hægt að redda sér fyrir horn með því að slaka um einn hring á boltonum sem halda höfuðlegubökkunum. Ef þú ferð eftir þessum ráðum, ætti smurþrýstingur að falla verulega og vélin hjá þér gæti jafnvel verið með lægri smurþrýsting an aðrara vélar. Þá ertu úr allri lífshættu. Vona að þetta hjálpi þér.

    Góðar stundir





    11.03.2005 at 20:32 #518528
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Þessir punktar eru spjallinu, í þræði frá því í fyrra. Trúlega hægt að finna þá með google.com.





    11.03.2005 at 19:36 #518592
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Ég skrapp á Mýrdalsjökul í dag, og það var ekki nokkur þörf á því að hleipa úr. Trúlega er hægt að fara á Subaru í Árbúðir núna, og best er að nota tækifærið þegar svona færi er, að fara óhefðbundar leiðir og skoða staði sem maður er ekki venjulega að þvælast á. Fyrir þá sem eru að fara í Árbúðir gæti verið skemmtilegt að skreppa í td, Sólkötlu, Karlsdrátt, Jarlhettudalinn, (bakvið Jarlhettur) skoða skálan við Þverbrekknamúla ofl. Um að gera að nota þessar góðu aðstæður til ferðalaga.

    Góðar stundir





    10.03.2005 at 17:40 #478954
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Rörabílar drífa betur í öllu færi en klafabílar, það er löngu sannað. Þótt menn séu að bruna yfir jökul í grjóthörðu færi þessa dagana, segir það ekki mikið um drifgetu bíla.

    Góðar stundir





    26.02.2005 at 17:13 #517774
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Hef það eftir nokkuð áræðanlegum heimildum, að Emil hafi þurft að hringja í vin sinn, hann TAP og fá lánaðan jeppa hjá honum til að koma varahlutum í Toyeroinn, sem er víst með vöðvastýrir núna. Það er víst vandamál með sjálfskiptinguna í 6.5 Patrol, sem Gísli er búinn að vera sveittur að smíða fyrir konuna. Þar sem þetta er alvöru Patrol, þá virðist hann ætla að hafna þessari líffæragjöf og vera með tóm leiðindi þar til aftur verður sett 2.8 ofurmótor í húddið.

    Góðar stundur





    25.02.2005 at 21:02 #517872
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Af gefnu tilefni vil ég benda á það, að óþveragengi er ekki til, að mér vitanlegum. Það er hinsvegar til Óþverrafélag sem er skrifa með tveimur errum af einhverjum annarlegun ástæðum. Mönnum er alveg frjálst að hlera fjarskipti okkar, en það er ekki af ástæðulausu sem við erum með einkarás, enda tölum við svo hræðilega, viðbjóðslega ílla um annað fólk, að við vorum hálf hrakin af þessu venjulegu 4×4 rásum. Það þarf varla að taka það fram að helsta markmið félagsins er að standa undir nafnin, og gengur okkur það ágætlega.

    Góðar stundir





    24.02.2005 at 10:21 #517664
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Smá reiknings mistök með eyðsluna.

    Góðar stundir





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1,081 through 1,100 (of 1,627 total)
← 1 … 54 55 56 … 82 →

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.