Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.08.2005 at 21:42 #475434
Best að særa upp einn draug.
09.08.2005 at 21:40 #525574Það ætti að vera hægt að finna sér ágætis vað við Jökulheima núna, enda er oftast hægt að taka hana í nokkrum álum þarna uppfrá.
Maríufoss(ar) eru á milli Hófsvaðs og Bjalla, en menn segja að Tungnaá fái allt að helming af sínu vatni frá Veiðivatnasvæðinu, þannig að hún er mikið vatnsminni við Jökulheima en við Maríufossa.
Það var skemmtilegur þráður um örnefnið Maríufossa á spjallinu eitt sinn. Læt þráðinn fljóta með, og líklega væri rétt að setja hann í fróðleik.
https://old.f4x4.is/new/forum/?file=bila … ingar/1688
Góðar stundir
08.08.2005 at 23:53 #525400Tek undir það með Skúla, að randomið er alveg gargandi snild. Var núna að rekast á flottar sprungumyndir frá Hafliða Jónsson, sem setti Súkkuna sína í stóru sprunguna sem opnaðist í Söðlinum, í beinni stefni frá Geitlandsjökli að Bungu 1. Núna er svæðið upp frá Jaka mikið meir sprungið og ekki nokkur séns að komast upp í Söðulinn á svipuðum tíma, og þegar þessar myndir voru teknar. (1997)
06.08.2005 at 20:53 #525432Ég var orðinn veikur fyrir 172 tækinu, en komst svo að því að við ákveðin birtuskilyrði sést ekki nægjanlega vel á skjáinn á 172, miðað við 182. Ég þekki ekki 192 tækið, en ef það er arftaki 182 (sem er klassa tæki) er það eflaust betri kostur. Ég er enn að nota 128 tæki og tölvu, en maður nennir ekki að hafa tölvuna alltaf í bílnum, svo maður endar trúlega á 192 ef það er gott tæki. Tölvan hefur samt mikla yfirburði yfir GPS tækin og er alltaf nr.1 í lengri ferðum.
Góðar stundir
06.08.2005 at 00:29 #196132Ég get endalaust verið að skoða myndir á síðunni. Núna er það spurning hver er með flottustu myndirnar ??? Það eru nokkur albúm með myndum frá árdögum vetrarferða, þar sem jeppum og fólki eru gerð góð skil við hverja mynd, og það eru þær myndir sem mér þykir skemmtilegast að skoða.
Ég mæli með myndum frá frá Hjalta Magnússon, sem dæmi. Mjög fróðlegar og skemmtilegr myndir.
Góða stundir
30.07.2005 at 19:05 #525282Ertu búinn að leggja Pæjuni í venjulega stæðið upp á höfða, þar sem henni er vanalega lagt eftir að hafa verið meira en 3 daga í notkun ???
Bara svona að spögulera
Góðar stundir
30.07.2005 at 15:08 #525278Það væri flott að fara núna í Jökulheima, skella sér yfir Tungná á Gnapavaði og taka svo Skaftá fyrir innan Langasjó.Það er örugglega flott að sjá hlaupið koma undan jökli, ef það þá kemur.
Góðar stundir
ps: á góðum degi er hægt að keyra Skaftá við jökul.
29.07.2005 at 13:56 #525264Það er svo lítið vatnahjarta í Jóni, að hann lokar augunum þegar hann fer yfir Elliðaárnar á brú. Maður blæs á svona hræðsluáróður frá hræðslupúkanum sem þorði ekki að vera lengur í bænum, útaf hugsanlegum mótmælum.
Góðar stundir
22.07.2005 at 21:54 #525084Það er eins og menn séu fyrst núna að átta sig á olígjaldinu, en hafi ekki verið að fylgjast með þegar mótmælt var áður. Ég heyrði viðtal við fjármálaráðherra stuttu áður en nýju lögin tóku gild, og þar sagði hann að flestir virtust sáttir með þessa breytingu, nema helst jeppamenn, sem hefðu látið í sér heyra. Það má líka benda á það, að kílómetragjald á stóra bíla var lækkað, en olígjaldi hækkað, miðað við fyrstu hugmyndir sem komu fram, og það þýðir hærra verði fyrir okkur jeppa menn.
Annars er ágætt að mótmæla þessu sem mest, og loka sem flestum götum.
Góðar stundir
14.07.2005 at 09:46 #524932Talstöðin spjallar við mig í hádeginu, ca 12,15.
07.07.2005 at 10:32 #524774Það eru bestu kaupinn í gistimiðunum. Þótt það sé búið að hækka í 1000 kall, fyrir eina nótt, er það samt ódýrast skálagisting sem hægt er að komast í, og gæðin eru mikið betri en í flestum öðrum skálum.
Góðar stundir
02.07.2005 at 19:09 #196076Vil benda mönnum á áhugaverða myndaseríu, sem er kominn í safnið, en þar er verið að 49″ breyta Patrol. Fyrst það er hægt að 44″ breyta 90 Cruser, er bara smámál að 49″ breyta Patrol. Mjög flottar og áhugaverðar myndir, mæli með þeim.
Góðar stundir
Hlynur
22.06.2005 at 09:08 #524352Stendur það einhverstaðar, að það sé bara fólk af höfuðborgarsvæðinu sem sé á móti þessum vegi, og gólk utan af landi sé með honum ??? Maður heldur nú bara, að minnimáttarkendin sé að gera útaf við suma.
Góðar stundir
ps: Ef farið verður í Siglufjarðargöng, mæli ég með að Stulli verði settur í fangelsi.
20.06.2005 at 20:40 #524306Það er eitt sem ekki má gleymast þegar talað er um að 4×4 sé á niðurleið. Það er bullandi þensla í gangi um þessar mundir, og fólk hefur ekki eins mikin tíma í áhugamálin eins og áður. Þetta er að hrjá flest samtök og félög í dag, en ekki bara 4×4. Eins er orðið full mikið af uppákomum í boði, (fyrir minn smekk) og væri jafnvel huggsandi að fækka þeim og gera þær veglegri. Svo er rétt ítreka það, að 4×4 er ferðaklúbbur en ekki ferðafélag.
Góðar stundir
20.06.2005 at 00:46 #524254Benni.
Hvað sem þer dettur nú í hug, þá bið ég þig fyrir hönd allra jeppamanna á íslandi, ekki sýna nokkrum manni sem vinnur við bíla hjá hinu opinbera, þessa 44" MMC dós sem þú átt, og stendur venjulega fyrir utan verkstæði upp á höfða. Ef vitrir menn færu að skoða þessi ósköp, gæti það þítt endalok jeppamensku hér á landi, því eftir skoðun á þessum MMC, yrðu allir breyttir jeppar bannaðir strax, og það tæki mörg ár að koma hlutunum aftur á rétt ról. Það dugar flestum í dag að draga kerru með milligírum, öxlum og öðru drasli, en dekkin vil ég hafa skrúfuð á hásingarnar.
Svo Benni, ég skal lána þér Pattann, ef þú vilt sýna einhverjum 44" bíl.
Góðar stundir
20.06.2005 at 00:15 #524194Ég veit um einn Patrol sem hefur geta notað úrhleypibúnað, en þar var vakað mjög vel yfir honum, og nostrað við búnaðin eins og smábarn. Ég veit líka um einn Patrol sem er með úrhleypibúnað sem hefur bara verið bilaður, og til vandræða. (bæði Rúnar og Gísli vita hvaða bíll það er) Ég þekki þrjá Patrol eigendur sem hentu þessum búnaði í ruslið, og sögðust aldrei fá sér annað eins rusl aftur. Eflaust er hægt að finna einhverja lausn á þessu fyrir Patrol, ef menn nenna og tíma að eyða pening í tilraunastarfsemi, en það hefur ekki háð mér neitt að geta ekki pumpað úr leðursætinu, og af fenginni reynslu tel ég þetta ekki peningana virði í Patrol.
Hvað Bömmer varðar, þá er ágætt ef eitthvað virkar rétt í þeim druslum. Að öðru leiti tel ég þá best geymda á ruslahaugnum hjá Hringrás.
Góðar stundir
17.06.2005 at 22:45 #196042Þessi spurning kom til stjórnar, en þar á ekki neinn svona bíl, svo ég set þetta á spjallið fyrir hann.
Komiði blessuð og sæl ég er í þeim hugleiðingum að kaupa mér Toyota
4Runner 3,0 TDI ´94 á 38″ dekkjum. Gætuð þið sagt mér hvað svona jeppi
er að eyða og hvort það sé eitthvað sérstakt sem ég þarf að athuga áður
en ég kaupi hann ? Með von um fljótt svar bestu kveðjur SteiniMaðurinn á auðvita að fá sér Patrol, en sumir þurfa bara að brenna sig, áður en þeir sjá ljósið.
14.06.2005 at 18:20 #5241242000, 2001 og flestir 2002 Patrolar eru með þessa gölluðu vél. Vélar frá 2003 eru í lagi og virka vel.
Vélar kveðjur (er á 3 vél)
11.06.2005 at 22:12 #524094Það er greinilegt að þú hefur ekki tekið vel eftir í fyrra haust, þegar ég og Skúli vorum að ræða um beinakerlingu og 18 systur. Við skiptumst á greinum sem hafa verið skrifaðar um svæðið og eins fengum við góða GPS punkta frá Grímsa. Við Skúli vitum semsagt allt um þetta svæði, en þú ekki neitt. Híáþig
Góðar stundir
10.06.2005 at 21:18 #524048Það er búið að skoða þessa bíla með breytingu í huga, og það er ekki mikið mál að breyta þeim. Það stóð til að breyta 2-3 Touareg og flytja úr landi, en það kom aldrei til. Núna er bara spurning hver verður fyrstur að breyta svona dós.
Góðar stundir
-
AuthorReplies