Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
25.08.2007 at 23:22 #595384
Það eru fordæmi fyrir því að önnur umboð taki á svona göllum. B&L er ekki að gera það, og það setur B&L niður um eina skör.
Góðar stundir
25.08.2007 at 20:15 #595344Ég vona bara að Óskar "týni" ekki hringnum aftur í kvöld.
Góðar stundir
Hlynur hringlausi
25.08.2007 at 20:10 #595376Þegar IH var að selja Patrol með gölluðum vélum (eins og Freelander) var tekið aðeins á því vandamáli. Vélar voru settar í ábyrgði í 150 þús km eða 5 ár.
Það er greinilegt að sum umboð gera betur en önnur í þessum málum.
Góðar stundir
25.08.2007 at 14:17 #595410Kjartan er bara að fabúler og láta sig dreima, þarna er ekki vegur og verður líklega aldrei lagður. Það er hægt að keyra á milli jöklana í réttum aðstæðum á veturnar, og reyna að finna hinn grösuga Þórisdal, þar sem útilegumenn voru taldir liggja úti fyrr á öldum.
Góðar stund
25.08.2007 at 14:13 #595312Miðað við að við fáum líklega yfir 400 þúsund erlenda ferðamenn í ár, gengur þetta ótrúlega vel fyrir sig, og slys ekki mikil miðað við fjöldan.
Svo er nú ekki eins og við íslendingar séum eitthvað betri, reglulega koma fréttir af mis-gáfulegum uppákomum landans í hinum og þessum löndum, þótt við séum ekki nema 300 þúsund.
Boð og bönn eru ekki af hinu góða, og ætti að forðast þau eins og hægt er, en líklega mættu bílaleigur skerpa frekar á reglum um notkun á bílum frá sér.
Hlynur
24.08.2007 at 20:21 #595338Hvar skyldi hann hafa fundist ?
Það er gott að búa í Kópavogi.
23.08.2007 at 21:06 #595254Hvar er hin rómaða hjálparsveit 4×4 núna ?
Góðar stundir
21.08.2007 at 22:18 #595126Það er eins og mig minni að bílabjörgunarfélag 4×4, hafi verið stofna á sínum tíma, til að forðast óþarfa umtal um uppákomur félagsmanna.
Góðar stundir
20.08.2007 at 22:51 #595036Ef þú setur inn "42" Irok" kemur alveg hellingur af þráðum. Það margir að maður nennir ekki að skoða þá alla.
Þekki einn sem er á Patrol og prufaði 42" í staðin fyrir 44" DC í vetrarakstri. Það munar heilum helling á þessum dekkjum. Sami aðili verslaði sér svo aftur 44" dekk, í gegnum endurvarpan á Bláfelli, þar sem hann sat í affelguðum bíl fyrir ofan Mosaskarðið og bölvaði Irok til helvítis. Skemmtileg tilviljun að rásin á Bláfelli er 44.
Góðar stundir
20.08.2007 at 21:21 #595030Það er búið að taka þessa umræðu. Mæli með leitarvélinni á síðuni.
Góðar stundir
20.08.2007 at 20:10 #594904Ég veit bara um einn bíl (Ford) sem hefur verið á 47" og hann var á 17" felgum, en ég man ekki hversu breiðar þær voru. Dekkin entust ekki vel, þau rifnuðu og voru tekin undan. Veit ekki alveg hvernig það mál endaði.
Góðar stundir
18.08.2007 at 20:53 #594876http://www.landsbjorg.is/leitir.nsf/(we … rOpinberar)/6E75F55720CFD05F0025733B006C4B96?OpenDocument
Góðar stundir
16.08.2007 at 22:59 #594758Það má líka benda á að Shell er með sjálfsala í Búrfelli, þar sem þeir sem eru með Shell kort geta tekið olíu á "ódýraverðinu". Myndi samt hafa samband við Shell og tékka hvort kortið virki ekki þar. Mitt kort er opið þarna.
Góðar stundir
16.08.2007 at 14:18 #594666Þar sem ég hef takmarkað vit á svona fræði, hafði ég samband við konu sem ég þekki hjá Orkusetrinu, og bað hana um álit.
Hæ Hlynur,
ég man ekki innskráninguna mína, en ég skrifaði á mettíma stutta
athugasemd um byltinguna ykkar. Þú mátt alveg birta hana á spjallsíðunni
ef þú vilt vera svo vænn:Komið þið sæl 4×4.
Nokkur orð um http://www.ges.is. Á síðunni stendur:
" Í dag nýtir bíllinn þinn 13% -23% af eldsneytinu sem hann notar, restin
fer í útblástur gróðurhúsalofttegunda sem og óhreinkar vélina."Þetta er mjög villandi, ef ekki rangt. Hið rétta er, að bíllinn brennir
nær öllu (ca. 99%) eldsneytinu (eldsneyti sem brennur ekki skilar sér sem
sótagnir, það er rétt!), en einungis um 20% efnaorkunnar sem er í
eldsneytinu skilar sér sem vélræn orka til hjóla. Þar spila inn bæði
verkfræðileg atriði (þú getur fengið nýtnari vél ef þú ert tilbúinn að
fórna afli osfrv.) og eðlisfræðileg (svo sem 2. lögmál varmafræðinar, sem
setur hámark á það hversu mikla nýtni er hægt að fá úr varmavélum eins og
bílvélum).Einnig er talað um plasma sem "grunnfrumeindir". Það er ekki rétt heldur.
Plasma eða rafgas (íslenska orðið) er gas þar sem frumeindirnar eru
fulljónaðar. Þetta þýðir að búið er að rífa allar rafeindirnar frá kjarna
atómanna. Það kostar mikla orku að búa til rafgas, og ég sé satt að segja
ekki í fljótu bragði hver ávinningurinn af því ætti að vera.. Þú getur
rofið efnatengi bensínsins og fengið vetni og kolefni (sem er þá bara
vetni og kolefni, ekkert rafgas!). Bensín og allar olíuafurðir eru keðjur
kolefnisatóma með vetnisatómum með. Þú gerir slíkt – að rjúfa efnatengi –
m.a. með bruna, og við það losnar varmi. Þetta er grunnhugmyndin að baki
varmavélinni (t.d. bensínvél) svo aftur sé ég ekki alveg tilganginn í því
að gera þetta "pre-ignition" eins og orðað er á vefsíðunni.Ég er ekki búin að skoða þetta nákvæmlega, en af því sem ég hef séð, þá
eru litlar sem engar nákvæmar tæknilegar upplýsingar gefnar, en orðum eins
og "vetni", "plasma", "rafhlöðum", "grunnfrumeindir" og fleiri í þeim dúr
er dreift um textann, sem aðallega lýtur að því að reikna út hver
sparnaðurinn verður við ísetningu tækisins. Þegar slíkt er gert verð ég
alltaf mjög tortryggin, enda er það þekkt aðferð til að plata fólk, þ.e.
að setja inn tækniorðin sem fólk tengir við frekar þekkta umræðu. Þetta
þarf ekki að þýða að búnaðurinn sé plat, en svona orðanotkun fylgir oft
plati. Ég myndi ekki borga fyrir þennan búnað sjálf eða ráðleggja neinum
að gera það.Ef ég hef misst af einhverjum tækniatriðum sem skipta máli, eins og ef
búnaðurinn gerir það að verkum að þú getur stungið bílnum í samband og
keyrt á hleðslunni, endilega látið mig vita. Ég á líka auðvelt með að
veita tilsögn í varmafræði fyrir þá sem vilja. 😉Já, og það er kominn búnaður sem leyfir konum að pissa standandi (eða á
tankinn), það er of seint fyrir ykkur að finna það upp! Gjörið svo vel:
http://www.homeandweb.com/p-mate.htmBestu kveðjur,
Ágústa
asl at os.isBestu kveðjur,
Ágústa LoftsdóttirOrkustofnun
Grensásvegi 9
108 Reykjavík
IcelandEmail: asl@os.is
Phone: +354 569 6000
Fax: +354 568 8896
Web: http://www.os.ishlynur@snaeland.is
15.08.2007 19:53To
asl@os.is
ccSubject
ByltingGóðar stundir.
15.08.2007 at 22:10 #594700Hann hlítur að meina grænjaxl. Svona eins og Ripp Rapp og Rupp.
Góðar stundir
15.08.2007 at 21:35 #594692Ertu ekki til í að draga þetta aðeins saman, og birta síðan ágrip úr þessu.
Góðar stundir
15.08.2007 at 19:58 #594654Mæli með að sá sem stendur fyrir þessu fái einhver verðlaun. Veit bara ekki alveg hvaða verðlaun.
Góðar stundir
14.08.2007 at 20:39 #594586Allir alvöru jeppakallar fara Hófsvað eða Línuvað í Veiðivötn. Ef menn eru ríðandi má líka skella sér yfir á Bjallavaði.
Góðar stundir
10.08.2007 at 20:44 #594518Það hefur svosem verið löngu vitað að Tacoma eigendur eru ekki neitt venjulegt fólk, frekar stórfurðulegir rugludallar og sérvitringar upp til hópa, ég þekki þá nokkra.
Svo hið sanna komi nú í ljós, þá var ég á mínum Patrol með hjólhýsi í eftirdragi, að spirna við Tacomuna þarna upp. Auðvita sá viðkomandi klöguskjóða ekki Patrolinn, enda átti þessi Toyotudrusla ekki séns í 3.0 ofurpatrolinn.
Góðar stundir
03.08.2007 at 00:02 #594370Árnar geta verið mjög varasamar. Ég myndi bíða fram á vetur, þar til árnar eru komnar á hald og fara þá.
Góðar stundir
-
AuthorReplies