Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
14.12.2007 at 13:09 #606558
Það er starfandi sér fjarskiptanefnd innan 4×4, en engu að síður er ánægjulegt hvað margir hafa skoðun og áhuga á fjarskiptamálum.
Hlynur fjarskiptanefnd
14.12.2007 at 12:31 #605536Hvaða gerð af vél er þetta ? Stóri kosturin við gamla Listerinn var hversu eyðslugrannur hann er.
Góðar stundir
11.12.2007 at 21:29 #605030Þar sem mér þykja verðin á Iridium hafa hækkað all svakalega hér á landi, þá gogglaði ég þetta aðeins og þetta var fyrsta niðurstaða. http://www.satellitephonestore.com/sate … rvices.php
Þarna má fá nýjan Motorola 9505 á 1295 USD sem gerir 79.000.- kr. Þessi sími myndi eflaust losa rétt um 100.000.- kominn til landsins löglega innfluttur. Þá er maður að spara sér ca 70.000.- miðað við að versla hann heima. Þarna er líka hægt að kaupa fyrirframgreidda áskrift í eitt ár og 500 mín í tali fyrir 670 USD, eða ca 40.000.- krónur. Eflaust má finna síma sem eru á betra verði og eins eru örugglega til hagstæðari áskriftarmöguleikar, ég nenni bara ekki að leita að þeim.
Þeir sem segja að Iridium sé á allt öðru verðleveli en Tetra, vita greinilega ekki hvað þeir eru að tala um og þessi tæki eru ekki svipuð að getu. Svona eins og að bera saman 35" Toyotu og 49" Ford.
Hlynur
11.12.2007 at 13:13 #606202Svona til að toppa heimskuna hjá sér, þá er vegagerðin búin að setja upp skilti við veginn með nafninu "Lyngdalsheiði". Þetta er álíka gáfulegt og að kalla Holtavörðuheiði Tvídægru.
Góðar stundir
10.12.2007 at 20:20 #598610Er þetta net ekki líka með GPS móttakara ? Skiptir samt ekki máli, þetta dót er einfaldlega of dýrt. Stöðin 54.800.- Vagga og net (ef maður tekur ódýrara netið) ca 62.000.- Samalagt er þetta ca 117.000.- og þá á eftir að koma draslinu fyrir í jeppanum, og ekki má gleyma mánaðargjaldinu upp á 1.450.-. Þetta er allavega ekki efst á jólagafalistanum mínum.
Góðar stundir
09.12.2007 at 22:40 #606184Ég væri alveg til í að vita um snjóalög frá Bragabót og innúr. Ekki að það skipti öllu máli, enda er veðurspá næstu daga æði fjörug. Síðan er rétt að benda mönnum á að skoða landakort og kynna sér hvar Lyngdalsheiði er, en hún er ekki nálægt Bragabót.
Góðar stundir
07.12.2007 at 11:56 #605892Jeppi sem er 2.2 tonn hefur ekki neitt að segja í 44" Trxus. Þau eru stíf og þung og eiga ekki erindi undir bíla sem eru léttri en 3 tonn og eru með þokkalegt hestastóð í húddinu. Flest dekk í dag sem eru stærri en 38" þurfa kantlás eða valsaðar felgur til að menn geti verið öruggir um að affelga ekki. Þetta á sérstaklega við um Irok dekkin.
Góðar stundir
27.11.2007 at 22:35 #603232WGS 84 er málið í dag krúttið mitt. Þessi Hjörsey er einangrunarstöð fyrir fólk sem kemur úr námi frá Bifröst.
Góðar stundir
27.11.2007 at 20:44 #604752Smá hliðarspor frá vélarumræðu.
Núna frétti ég af tveimur hressum gaurum sem skruppu til Þýskalands og versluðu sér Unimog hásingar, og splæstu svo í 54" dekk. Það skiptir ekki máli hvaða vél fer ofaní húddið á Toyinu, þú ert búinn að tapa. 46" dekk eru bara fyrir tourista Forda sem keyra Gullfoss Geysi. Einu bílarnir sem munu taka þessa 54" trukka eru 3.0 Pattar á 44" dekkjum.
Góðar stundir
27.11.2007 at 20:04 #604728Bátanetin sem flestir eru með eru sambærileg 5/8 netunum að mögnun. Bátanetið er hinnsvegar skermað (lítið járn á þakinu á plastbátum) svo það skiptir ekki nokkru máli hvar það er sett á bílinn, það skilar alltaf sínu.
Góðar stundir
27.11.2007 at 00:50 #602984Þetta hefur verið helvíti góður túr hjá þeim, og líklega gleyma þeir honum ekki alveg strax. Hvað varð um gamla góða slagorðið "aldrei að sleppa góðu basli". Þegar menn koma sér í vesen, er það þeirra ákvörðun hvern best er að vinna sig úr því. Sumir eru það heppnir að eiga að mjög ferðareynda félaga, sem er á bílum sem eru ekki minna græjaðir en björgunarsveitabílar, og harðsnúin hópur sem er vanur að ferðast saman klárar sig á flestum vandræðum, þótt einn eða tveir auka sólarhringar bætist við. Ég sá menn ekki vera að bjóða fram neina aðstoð hérna á netinu fyrir utan Lauga, helst að það væri aðeins Þórðargleði hjá öðrum. Það geta allir lent í þeim aðstæðum að þurfa að fá hjálp, og ég segi fyrir mína parta, þá væri spjallið á 4×4 sá staður sem ég myndi seinast leita að aðstoð. Besserwisseranir hérna mynda margir hverjir gera meira ógagn en gang í brjáluðu veðri á fjöllum. Sveitin sem fór og aðstoðaði þá er vel tækjum búin og með góðan mannskap sem þekki svæðið vel, og hefur örugglega klárað þetta með stæl.
Svo að lokum skulum við öll eyða helling í flugelda fyrir næstu áramót.
Góðar stundir
26.11.2007 at 21:14 #604530Mig minnti að að hann hefði bara staðið á 44" eftir að afturdrifið brotnaði
Man allavega ekki eftir að hafa farið mér þér í túr á 44" dekkjum, en það getur svosem vel verið, enda var ég alltaf svo langt á undan að ég var löngu hættur að taka eftir dekkjunum sem dósin var á
Góðar stundir
ps: hvernig er annars nýja USA martröðin hjá þér ? Verður hún klár fyrir jólatúrin ?
26.11.2007 at 19:45 #604524Bíllinn sem Sindri átti var aldrei keyrður neitt á 44" dekkjum, þótt það mæti troða þeim undir. Hann var alveg nægjanlega drifgóður á 38" og braut nóg á þeim, hefði ekki boðið í 44" dekk nema fara í eitthvað styrkingardæmi.
Góðar stundir
25.11.2007 at 17:51 #604512Þú ættir að kynna þér pústmál á þessum bíl áður en þú ferð í smíði. Held að þessi bíll sé ekki sáttur við stærra púst, enda er fretrörið á honum troðið af einhverju sensordrasli. Ég myndi tala við Breyti áður en þú byrjar.
Hlynur
25.11.2007 at 15:23 #604364Það má líka nota endurvarpa 46 og 42 við Strút. Þegar hlustunarbúnaðurinn verður klár, gæti Snorri hlustað á endurvarpana í rigninguni í Hollandi, svo lengi sem hann er með tölvu. VHF er málið
Góðar stundir
24.11.2007 at 16:32 #604332Ég hef nú laumað mér upp Entujökul, en reikna ekki með að þeir hafi verið að þvælast þar. Líklega hefur Dagur eitthvað ruglast á örnefnunum. Ég hélt að það ætti að fara yfir jökul í Strút, aldeilis veðrið búið að vera til þess í dag og jökullinn hættulaus.
Góðar stundir
22.11.2007 at 10:40 #602184Ekki nóg með að skálinn sé upphitaður, þá eru líka á honum gluggar og hurðir, alveg geðveikt flott.
Við rendum nokkrir yfir jökulinn í gær, og komum við í Strút. Gott færi, en soldið óslétt á jöklinum.
Góðar stundir
18.11.2007 at 23:27 #603956Bíllinn á að vera í lagi þegar farið er í skoðun, svo það skiptir ekki máli hvert er farið.
Góðar stundir
18.11.2007 at 20:35 #603870Suðaustur af Hófsvaði, þar er staðurinn. Þar sem varla hefur verið mikil umferð þarna í denn, dettur manni helst í hug að þetta sé nýlegt örnefni. Núna er bara og sjá hvort Olgeir viti eitthvað meir um þetta ver.
Ferðakveðja
18.11.2007 at 19:49 #201203Datt um svo asnalegt örnefni í dag, að ég verð að tékka á hvort nokkur sem les þetta veit hvar það er. Irpuver er staðurin, og ef einhver veit hvar það er, þá þætti mér gaman að vita af hverju þetta nafn er á þessu veri, og hvað það þýðir.
Hlynur
-
AuthorReplies