Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
21.05.2008 at 21:34 #623222
Þarna er komið rétt nafn en eitthvað er dagsetning á reki. Samkvæmt mínum bókum var þetta 21 ágúst, og tel ég hana rétta, enda komu þeir í Laugafell klukkan ca 23.00 og þá var komið myrkur. Í Laugafelli var fyrir hópur frá frá Ferðafélagi Akureyrar, en ökumaður þess hóps var Angantýr, bróðir Þorláks. Sá hópur fór upp Bárðardal og nyrðri leiðina í Laugafell, og stikaði hana að einhverjum hluta. Ekki veit ég hvort þetta var fyrsta skipti sem hún var keyrð á bíl, en þarna eru menn á milli vatnaskila. Lýsing á þessu ferðalagi bendir allavega til að þarna hafi ekki verið ekið áður. Hvað ferðalag Þorláks varðar, þá lentu þeir í þoku þegar þeir komu upp Hólafjallið og síðan myrkri, keyrðu í suður þar til þeir fundu för þeirra sem voru í Laugafelli. Næsta dag fóru báðir bílarnir Hólafjallið heim, og voru líka í þoku og gátu lítið leitað góðrar leiða, og fylgdu förunum til baka. Það fylgir líka söguni að þessi hópur var sá fyrsti í Laugafell þetta sumar, líklega eftir gestabók. Síðan er líka þessi fína mynd af A 58 framan í Nónsöxl í ferðasöguni sem ég er að vitna í.
Góðar stundir
20.05.2008 at 21:45 #202458Best að koma með eina létta spurningu fyrir þá sem enn nenna að lesa spjallið.
Hver var fyrstur til að keyra upp Hólafjall og alla leið suður í Laugafell ? Ekki væri verra að fá ártalið líka og allan annan fróðleik um þessa mögnuðu leið.
Góðar stundir
17.05.2008 at 23:31 #623048Það er ágætt að komast á Mýrdalsjökul núna frá Benna sleðakappa. Rétt áður en maður kemur að skálanum er slóði útaf til hægri sem liggur aðeins til baka og svo upp í hæðina og liggur alla leið inn að jökli. Það er best fyrir jeppa að nota þessa leið og keyra ekki í sleðabrautunum hjá Benna. Það er hellingur af snjó á Mælifellssandinum og inn við Strút og jökullinn er góður yfirferðar.
Góðar stundir
09.05.2008 at 17:28 #202425Var að sörfa netið og sá þá þessa flottu myndasíðu sem er algjörlega möst fyrir jeppanörda að skoða. Þetta eru myndir frá núverandi formanni 4×4 og ég vona að hann verði ekki fúll yfir þessu, þótt hann sé í Fúlagenginu. Þarna má sjá myndir frá upphafsárum Fúlagengisins, og það merkilegasta er að þeir virðast allir vera á sömu jeppunum í dag, nema Snorri sem er á Patrol. Hinir eru enn á einhverju USA dóti.
http://www.pbase.com/sveinbjorn/root
Góðar stundir
23.04.2008 at 21:29 #620168Eigum við ekki að blása þessa sýningu bara af. Það virðist ekki vera morall í félaginu fyrir neinu núna, svo líklega er best að hætta strax við, frekar en vera með lélega sýningu.
Góðar stundir
21.04.2008 at 16:34 #620976Þegar Ella var bönnuð stóð þetta í vefreglum f4x4.is
"Hvers kyns árásir, dónaskapur og ókurteisi í garð annara er með engu liðinn (sbr. 8. lið skilmála f4x4.is). Ef menn fara út fyrir kurteisismörk mun vefnefnd veita viðvörun. Ef þeirri viðvörun verður ekki sinnt, er tímabundið lokað fyrir skrifaðgang viðkomandi að vefsíðunni".
Einhvernvegin virðist 8 liður hafa breyst, öllum að óvörum og án þess að vefnefnd hafi tekið eftir því. Núna þarf ekki að veita mönnum viðvörun áður en það er lokað á þá.
Góðar stundir
21.04.2008 at 16:24 #620996Núna verður Gísli líklega bannaður fyrir þetta stórkostlega glæpsamlega athæfi.
Hlynur
21.04.2008 at 14:22 #620954Núna er komin pistill á forsíðu um hegðun á spjalli, og þar kemur fram að þrír aðrir hafi verið settir í bann fyrir utan Tryggva og Stefaníu. Glæsileg framistaða þar í gangi. Ég las vel í gegnum skilmála vefsins fyrir stuttu og svo aftur núna. Það er búið breyta skilmálunum núna, og það segir sig sjálft að reglum sem er breytt eftir hentugleika eru ekki að virka og í raun óþarfar, þar sem stjórn og vefnefnd gerir bara það sem þeim sýnist og hagræðir svo reglunum eftir hentugleika hverju sinni. Ég er sáttur við reglur, en það vera ALLIR að fara eftir þeim, líka þeir sem búa þær til. Ef grunir minn reynist réttur og það sé búið að loka fyrir vefaðgang Skúla fyrrverandi formans 4×4, þá er ég eiginlega orðlaus, og það gerist aldrei.
Hlynur
21.04.2008 at 10:53 #620864Ég tek undir með skrifum Óla. Ritstýring af þessu tagi er ekki boðleg og er þeim sem að henni standa til skammar. Eins eru bönn á Tryggva og Stefaníu óskiljanleg með öllu, en þeir sem að þeim standa gefa auðvita engin svör um af hverju þau voru bönnuð.
Hlynur
19.04.2008 at 18:53 #620590Sæll Bazzi.
Það eru þrír að ganga úr fjarskiptanefnd núna, en þeir gefa allir kost á sér aftur. Þetta eru Simmi, Jói jeppalausi og ég. Snorri og Kjartan komu inn á seinasta aðalfundi til 2 ára en Kjartan hætti í vetur. Samkvæmt lögum 4×4 tilnefnum við sem eftir sitjum mann í hans stað, sem situr þann tíma sem viðkomandi átti eftir. Við eru búnir að fá mann í staðin fyrir Kjartan. Ef þig langar að vera með og ef við erum að fara að gera eitthvað skemmtilegt er auðvelt mál að hóa bara í þig.
Kveðja
Hlynur
18.04.2008 at 00:16 #620554Skálaverjan er víst farin og húsið læst núna. Ef menn hafa hugsað sér að droppa við og gista, er rétt að fá lykil eða taka með sér tjald. Ef manni langar að fara eitthvað, er færið aukaatriði.
Góðar stundir
13.04.2008 at 16:57 #620328Breytir hefur líka verið að flytja inn læsingar í Patrol. Um að gera að bera saman verð, það kemur okkur neytendum til góða.
Góðar stundir
10.04.2008 at 18:46 #619784Sveinbjörn Halldórsson er búinn að tala utanaf því að bjóða sig fram til formanns. Ég styð Sveinbjörn í formann og bind miklar vonir við að hann nái að safna að sér góðu fólki í næstu stjórn sem muni rífa upp andan í félaginu og hefja það aftur upp í fornar frægðir.
Hlynur
10.04.2008 at 17:52 #619782Það er komið framboð í fjarskiptanefnd. Jóns Friðgeirsson. Ég man ekki félagsnr hjá honum. Fjarskiptanefnd er því komin með framboð í öll laus sæti.
Hlynur
09.04.2008 at 22:39 #202286Var að flakka á netinu og datt um þessa flottu síðu. http://www.tradebit.com/filedetail.php/2421261-Software-Programs
Þarna er hægt að kaupa sér viðgerðabók á tölvutæku formi fyrir 10 USD, sem mér þykir ágætis verð. Þar sem minn Patrol bilar aldrei þarf ég þetta ekki, en þykir sjálfsagt að benda Toyota mönnum á hvernig alvöru bílar eru smíðaðir, fyrir litla 10 græna. Eflaust eru þeir með aðrar gerðir þarna líka.
Góðar stundir
08.04.2008 at 18:54 #619950Það er hægt að kaupa nýja Lada Sport í Þýskalandi, EURO 4, 81 ps og tómur lúxus. Grunnverð er 10950 EUR, en þá er lítið bling í honum. Ef maður fer í best útbúnu gerðina er komið fullt af blingi. Þá er krómgrind, tengi fyrir útvarp með tveimur hátölurum í hurðum og loftnet !!! Mottur á gólfið, flottari speglar og líklega límmiði á hliðina. Þá kostar græjan líka 11950 EUR. Þetta eru sko bílar með sál.
Góðar stundir
08.04.2008 at 18:36 #619942Er ekki neitt umboð fyrir Lada lengur hér á landi ? Ég veit að bílaleigan Geysir hefur verði með Lödu Sport, en ég hélt að það væri umboð á íslandi fyrir Lada. Ég er ekki frá því að mig langi bara í Lödu núna.
Góðar stundir
06.04.2008 at 23:33 #619638Hafa sem breiðasta línu af jeppum, sem spannar jeppaferðalög hérlendis frá upphafi og til okkar daga. Eins þarf að gera sögu hálendis og jeppaferða hérlendis góða skil, og það verða að vera rúllandi myndasýningar með fyrirlesurum um jeppamensku, eitthvað sem er áhugavert og fræðandi. Stórir jeppar á duga ekki lengur til að draga fólk á staðin, heldur þarf að bjóða upp á eitthvað meira. Það er aukaatriði þótt einhver drusla sé að detta í sundur af ryði, ef hún er áhugaverð fyrir fólk.
04.04.2008 at 22:31 #619158Ég er með verðtryggingu á heilanum. Þeir sem standa í vegi fyrir því að hún sé afnumin, geta fengið tegjuspottan minn til að hengja sig.
Góðar stundir
04.04.2008 at 21:26 #619288Hverjum er ekki sama. Það eru bara hommar og kellingar sem eru á svona litlum dekkjum.
Góðar stundir
-
AuthorReplies