Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
21.05.2011 at 15:09 #730223
Sælir félagar.
Bíllinn er komin í gang. Ég tek það fram að ég er nýbúin að eignast bílinn og er að læra inn á hann. Í rauninni ætti ég ekki að setja þetta inn því mér finnst þetta of kjánalegt til að segja frá þessu, en geri það samt. Þannig var að ég prófaði að losa upp á leiðsluna frá hráolíusíunni og blása, eins og Hilmar gerði á sínum, og það var eins og það væri steypa í lögninni. Ég setti litla loftdælu á og bólgnaði gúmmílögnin út. Það er sveif undir bílstjórasætinu til að láta leka úr aukatank yfir í aðaltank, ég prófaði að snúa henni og blása í aukatankinn, það bubblaði allt sem var inní honum. Lokaði ég þá fyrir og blés í aðaltankinn, það sama gerðist. Þá fattaði ég að ég hafði lokað fyrir allt flæði frá aðaltank og fram í síuna, þannig þetta var ekki meira en þetta
17.05.2011 at 22:36 #730221Sælir félagar. Þannig er mál með vexti að vinur minn vinnur hjá frammtak, hann fékk vinnufélaga sinn, til að kíkja á þetta hjá mér. Hann sérhæfir sig í olíuverkum og spíssum. Hann fann það út að aðaltankurinn væri líklegast stíflaður. Þegar bíllinn var í gangi, þá var pumpan fyrir hráolísíuna niðri, en þegar ég drap á honum seig hún hægt og rólega upp. Aukatankurinn hefur ekki verið notaður í 1 og 1/2 ár, þannig það hefur líklagast farið einhver drulla með yfir í aðaltankin. Ég get ekki tappað af aukatankinum því það er engin drentappi á honum. En ég tak þá báða undan næstu helgi og hreinsa þá.
k.V.Hjörvar Orri
16.05.2011 at 22:36 #730209Jæja, gamanið heldur áfram. Ég tappaði olíunni af aðaltankinum, setti nýja á, bætti ísvara útí skipti um hráolíusíu (bara til vara, bíllinn var smurður fyrir tæpum tveimur vikum), og ekkert breyttist. Hann gekk hægan lausagang ef það er hægt að orða það þannig, og hvítur reykur gekk aftanúr honum þegar ég gaf inn, hann fór ekki yfir 1000 sn. Hann er ekki að tapa vatni af vatnskassa, olían er svört og fín, það er ekki hvít skán á olíu tappanum(mér var bent á að tjekka á því) Þannig nú spyr ég aftur hvað getur verið að hrjá blessaðan bílinn?
Mér datt í hug olíuverk eða spíssar!
K.v.Hjörvar Orri
13.05.2011 at 20:59 #219013Ég var að versla mér diesel runner fyrir c.a. mánuði. Á fimmtudaginn síðastliðin reddaði ég félaga mínum og dróg patrolinn hans 1-2 k.m. og allt var í góðu. þegar því var lokið ákvað ég að prófa aukatankin, þar sem ég var að verða olíulaus á aðaltanknum. Ég hafði nokkru áður bætt 20 lítrum af olíu á aukatankin, og fyrir var c.a. 20-25 lítrar á honum. Ég keyrði heim og allt var í góðu. Þegar ég fór út í morgun og ætlaði að keyra, Þá fór hann ekki yfir 1000 sn. og það kom hvítur reykur aftan úr honum þegar ég gaf inn. Hvað getur verið að? Getur verið að það hafi verið svona mikill raki eða jafnvel bensín í aukatanknum? Ég ætla að prufa að skipta út olíunni á aðaltanknum og vona að það sé það sem er að hrjá hann!
Góð hugmyndir óskast
K.v. Hjörvar
17.04.2011 at 01:55 #727751Takk fyrir frábæra ferð, þetta var bara gaman, og gaman að kynnast nýju fólki.
Kv.Hjörvar úr F hópnum
06.04.2011 at 21:27 #726039Ég væri alveg til í að enda veturinn með svona rúnt. En spurningin er, má ég koma með, ég er á 38" Hilux?
18.12.2010 at 14:05 #713826Sá sem er alveg útí enda (vinstra meginn) er í Kálfshamarsvík, og einn er á skeri fyrir utan Árneshrepp (sem er ágyskun)
Þeir eru allirbyggðir fyrir stríð sem er líka ágyskun 😉
30.10.2010 at 21:33 #708442I like. Hvar fyrir norðan voruð þið?
17.06.2010 at 17:06 #696534Takk fyrir góð svör.
Þetta hljómar helvíti vel, ég ætla að tala við Eið. En Grímur, ertu þá að meina að skella hilux millikassa aftaná runner g´rkassa og rocky millikassa aftaná hilux millikassan? Eru ekki diesel hilux og runner millikassinn svipaðir eða þeir sömu?
K.v. Hjörvar Orri
16.06.2010 at 21:10 #213235Sælir félagar.
Er að spá í að setja 60 cruser rör undir diesel-runner. Ég veit að drifkúlan á afturhásingunni er hægra meginn, þannig að ef ég mundi setja hásinguna undir yrði drifskaftið skakt og ábyggilega aldrei til friðs(þótt ég viti það ekki). Er einhver búinn að gera þetta svo það þurfi ekki að fara að finna upp hjólið?Góð svör óskast.
22.03.2010 at 15:15 #687592Sæll Bjössi.
Ég hef ekki persónulega reynslu af hilux lengingum. Frændi minn Stefán Steingrímsson, var einn af þeim fyrstu sem lengdi double cab með því að setja extra cab skúffu aftaná. Honum fannst bíllinn fljóta gríðarlega vel, en aflið vantaði, þetta var fyrir svona 20 árum, og túrbínur voru þónokkuð dýrar þá 😉 En hann talaði líka um að hann ætti til að setjast á rassinn í brekkum.Kv. Hjörvar Orri
19.03.2010 at 21:03 #687578Ertu þá að tala um að lengja hann á skúffu? Ef svo er sagar þú grindina í sundur fyrir framan fjaðrahengslin að aftan og bætir 50cm. inn í grindina, og svo er það bara að lengja drifskaft og bremsulagnir.
18.01.2010 at 21:48 #677432Ég hef verið að velta fyrir mér með "44 breytingu á Hilux, er ekki eina vitið að vera með 60 eða 80 cruser hásingar eða bara Patta? Ráða Hilux-rörin við þessi dekk á "16 breiðum felgum?
18.01.2010 at 21:03 #677428Hvaða hásingar eru undir bílunum?
29.06.2009 at 21:06 #650760Sæll. Slóðinn endar hjá Búrfelli, og ætti að vera fær fyrir 38" bíl. frænka mín fór hann í fyrra á 38" tacomu. Annars hef ég bara farið yfir heiðina að vetri til.
Vonandi að þetta gagnist þér.
29.04.2009 at 19:02 #646670HEI!!!!!!
Hvað um okkur Hilux eigendur? Fáum við ekkert að vera með?
26.04.2009 at 14:24 #646550blessaður. Ég veit um eitt tilfelli þar sem var sett dana 44 undir. Ég veit ekkert hvernig það kom út.
05.03.2009 at 09:21 #642484Þar hef ég það. Þá er ég allavegana ekki að fara að ana út í neina vitleysu. Takk fyrir þessar upplýsingar.
04.03.2009 at 21:43 #203963Sælt veri fólkið. Ég var að skoða kort af Tröllaskaga og rak þá augun í litla jökla sem heita Tungnahryggjajökull, Barkárdalsjökull, myrkárjökull og Hjaltadalsjökull. Hafa menn verið að fara eithvað um þessar slóðir? Gæti maður komist upp frá Lágheiði eða Hjaltadal? Eða er þetta einhver þvæla sem ég á ekkert að vera pæla í.
25.05.2008 at 16:09 #623438Er sammála með 3.0 diesel, traust og góð. En ég væri til í að fá að heyra frá einhverjum sem er eða hefur verið með vortec í húddinu hjá sér.
-
AuthorReplies