Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
05.04.2007 at 00:14 #587042
og svo ég haldi mig nú við mitt uppáhald að þá er ekki mikið mál að skella annað hvort 1UZ-fe eða 7M-GTE eða 7M-ge ofaní hilux og hefur verið gert margoft.
1UZ-fe er hræbillegur í ameríku og alveg gull af vél allt úr áli og víst alveg snilldar vinnsla.
7M-GTE og GE komu í toyota supra 86,5-92 og toyota Cressida (stóru bílunum í USA) en GTE er turbo en hinn ekki, þarna ertu með 3000cc línusexu sem togar af þér andlitið ef túrbínan er látin vinna fyrir kaupinu sínu, og enn og aftur hefur þetta farið ofaní hiluxa og 4runnera, meirasegja einn hérna á klakanum með svona ("bóndinn" minnir mig).
sé að þú ert með 2,4 bensín hilux en 7M blokkin passar beint á kassan hjá þér og hægt að fá orginal mótorfestingar af 5M-GE og þá bara smellpassar þetta
(fyrir utan að þetta er frekar langur mótor)
..áttu hérna fyrir nokkrum árum supru með 7M-GE mótor og skildi maður ófá 305 Camarhróinn eftir, 350 var svo annað mál en þetta var samt túrbínulaus bíll hjá mér sem vigtaði 1500kg.http://www.supracharged.com/ ef þú hefur áhuga
http://www.boosted4runner.com/index1.htm og hérna fyrir 1UZ-fe.
05.04.2007 at 00:07 #587040held það sé líka miklu skemtilegra að fá aukadót í 350 (4,3 er bara 350- 2 cyl)
svo bara spurning að sleppa að fara í sexuna og fá sér bara alla 8, hef ekið slatta á bíl með 4,3 (þó ekki "vortec") og fannst ekki mikið til hennar koma þó hún hafi nú verið ágæt blessunin, en það vantaði oft uppá og eyðslan var ekkert minni en 350 (þetta var í 2 tonna 38" bíl)
03.04.2007 at 23:48 #587014Það þarf nú meira en bara góðan mótor til að gera jeppa góðan
Hef reyndar sjálfur spáð í þessu, svona þar sem það er varla þverfótandi fyrir F-250 og 350 fordum útum allar trissur og hef ég nú ekki góða reynslu af þeim búnaði (en skal ekki fara þangað)
03.04.2007 at 22:57 #587002Cummins aftur á móti eru auðvitað bara með bestu mótorum sem framleiddir hafa verið (4bt og 6bt þar fremstar)
ekki margir dísel rokkar sem þola 100 punda túrbínuþrýsting gott sem orginal (aaaaðeins að breyta heddinu og spíssum) 😛
Enn og aftur tala ég ekki af reynslu en hin ritaði bókstafur hefur þann kost að maður getur kynnt sér hlutina án þess að þurfa að vesenast í gegnum þá sjálfur 😛
03.04.2007 at 22:46 #586998jæja þetta er nú eiginlega komið út fyrir það sem ég var nú upphaflega að tala um en það er að það eru margir aðrir möguleikar í stórum mótorum en bara bandarískt, menn taka kannski það sem maður segir full alvarlega en það verður þá bara að vera þannig.
En menn hljóta nú að gera sér grein fyrir að 67 árgerð af mótor hlýtur að vera meira en lítið úreltur.
Svo heyrir maður lítið annað en sleggjudóma í garð alls asísks frá ykkur usa köllunum þannig verði ykkur bara að góðu.
03.04.2007 at 21:59 #586992aðalmálið er að það er nóg til af þeim, þær eru mjög einfaldar, ódýrar og mikið til af aukahlutum. Svona Hobbý dót og alveg prýðilegt sem slíkt.
Myndi bara aldrei vilja þurfa á treysta á bíl með svona vélakost nema vera með lítið verkstæði í skottinu.
Ekki að ég tali neitt af reynslu.
En málið er samt sem áður að mikið af þessum 8 gata rellum sem eru í gangi í dag voru alveg fínar fyrir svona 15-20 ja eða bara 40 árum síðan, en mér þykja þær ekki ýkja merkilega í dag, þó það sé búið að skítmixa innspítingar á þetta og fleirra.
03.04.2007 at 21:45 #586986hvaða toyotur eru það sem að eru með chevy vélum?
Hef aldrei á ævinni heyrt að toyota væri framleidd með chevy vél 😛
03.04.2007 at 14:26 #586972það skiptir reyndar afar littlu máli hvar þetta drasl sé framleitt, þar sem hvert fyrirtæki fyrir sig hefur ákveðna framleiðslu staðla og toyota er alltaf toyota sama hvar hún er smíðuð og af hverjum (svona næstum því)
Aðalmálið felst í hönnuninni.
Svo eiga þessar japönsku V8 vélar fátt meira sameiginlegt með þessum kanahrúgöldum en slagrýmið.
Það verður bara hreinlega ekki af þeim skafið japönunum (nissan honda toyota etc.) að þegar þeir taka sig til og gera mótora þá eru það alvöru mótorar, ekki svona einnota hobbý drasl…jæja nú fer ég og fel mig 😛
03.04.2007 at 13:02 #586966skulum bara hafa það á hreinu að stórir mótorar eru ekkert endilega amerískir
Nissan og Toyota framleiða nú slatta af vélum sem að mínu mati bera höfuð og herðar yfir kanadjöfulinn. (hvað varðar endingu og gæði)
þá er ég að tala um sambærilega mótora ekki 2000cc á móti 350Cu
skemmst er að nefna 1UZ-FE (4000cc V8) sem er búinn að fá hverja viðurkenninguna á fætur annari, skítléttur mótor sem skilar 280 hrossum og guð hjálpi þér ef þú setur á þetta túrbínur, hvort sem þær eru afgas eða reim.
Svo nýja 5.7l V8 vélinn frá toyota í tundrunni, 380 hross þar og glás af togi.
og auðvitað 5.6L V8 vélin úr Nissan Titan sem menn þarna í ameríku halda ekki vatni yfir
Bara vera með 😀
01.04.2007 at 17:52 #586758..nú er ég eiginlega kominn með nóg.
Hvaða heimska er það að halda að ef við fáum ekki stækkun á álveri að þá fari efnahagslíf landsins til fjandans??
Það er sko margt meira spennandi og betra hægt að gera við öll þessi helvítis megawött en að sprauta þeim í álframleiðslu, sem er einn orkufrekasti iðnaður sem til finnst.
Núna alls ekki fyrir löngu komu upp hugmyndir um að koma upp hérna Swarm (server Farm) fyrir erlent tölvu fyrirtæki.http://www.visir.is/article/20070329/FR … 6763833380
Þessi tölvubú eru mjög orkufrek en á móti menga þau ekki rassgat, annað en helvítis álið. (og þau skapa mörg störf)
bara benda á að auðlindin okkar er ORKAN, ekki álið! og það er sko alveg hægt að nýta hana betur.já og X-D
edit: http://www.visir.is/article/20070329/FR … 6764979865
31.03.2007 at 12:30 #586642þetta með að gera bíla og hjól upptæk er ekki eitthvað sem menn búast við að verði notað eitthvað að viti, þetta er aðalega fyrir menn sem brjóta síendurtekið af sér og þá alvarlega (munum að í dag telst það glæpur að vera 5km/klst yfir hámarkshraða)
Reyndar er mesta þvælan í þessu öllu að það varðar sviptingu ökuleyfis að vera tekinn á tvöföldum hámarkshraða…. mér persónulega finnst 30Km/klst ekki sviptingarsök, já eða 60km/klst (vistgötur með 15km hámark og svo þessi vinsælu 30km hámarka hverfi sem eru útum allt)
28.03.2007 at 14:33 #586314reyndar er kvartmílubrautin lokuð almenningi í dag og fjandanum erfiðara að fá að komast þarna inn.
Svo er nú lítið fútt að renna þessa 400 metra með allt í botni í beina línu, nema þá að hestöflin séu talin í hundruðum
27.03.2007 at 18:37 #586248http://visir.is/article/20070327/FRETTIR02/70327061
tökum nú frændur okkar dani okkur til fyrirmyndar
þetta svínvirkar sko á karlpeningin allavega 😛
27.03.2007 at 18:11 #586244Veit nú ekki betur en að allar þessar sektarhækkanir undanfarin ár hafi ekki skilað neinum markverðum árangri, menn bara borga meira í sektir ef þær hækka svo einfalt er það.
Flestir sem stunda svona gera það sem stundarákvörðun og í raun voðalega lítil hugsun þarna á bakvið þannig að sektir hjálpa lítið við að breyta þeirri ákvörðunartöku.
Bara benda á að það er hægt að gera meira en bara hækka sektir meira og meira og vonast til að þetta leysi sig.
22.03.2007 at 15:20 #585702ef þú veist um fleirri bíla sem geta tekið yfir 9 manns á 44-49" (econline) þá skaltu endilega láta mig vita
…ekki það að ég skilji mikið bílaval manna í túristaakstri…er þetta ekki mestallt á patrol lörfum? ;P
22.03.2007 at 12:05 #585698þó að 6.0 powerjoke virki sprækari veit ég til þess að t.d. menn í atvinnuakstri kjósa 7.3, mun áreiðanlegri vél, búin að sanna sig í gegnum árin, svo má alveg bæta við hana hestöflum ef mönnum vantar (en hún snýst auðvitað ekki rassgat)
21.03.2007 at 00:05 #585392Sælir, virðist vera frekar sniðugt system, eina bara að mér sýnist þeir ekki framleiða þetta fyrir meira en 12" breiðar felgur.
Þarf ekki bara að panta 4 stykki og prófa?
12.03.2007 at 20:10 #584334það efa ég nú stórkostlega að þessi mótor eigi nokkuð sameiginlegt með 350 sbc nema cubicafjöldan (vonar maður allavega), en jú þetta er framleitt að mestum hluta í usa, en auðvitað allt undir stöðlum og vinnuaðferðum toyota.
Finnst bara svon yndislegt að sjá loksins alvöru mótor í þessum bíl
12.03.2007 at 19:22 #199904Hvernig lýst mönnum á nýju Tundruna?
Komin með alvöru mótor (5.7L 381hö 404 lb/fet)
afturdrif fáanlegt í 10.5 tommum og 8.7 tommu framdrif, svo viktar þetta ekki nema 2.5 tonn þegar sverasta gerðin er valin og má draga 5 tonnin.
Motor trend prófaði hann og var hann rúmar 6 sec í 100 og háar 14 sec með 1/4 míluna.
Held að amerísku ruslahaugarnir meigi nú fara að passa sig, komin alvöru samkeppnisvo ég vitni í einn góðan
„The new Tundra isn’t so much a shot across the bow of GM, Ford and Dodge as it is a shot at point blank range.“http://www.toyota.com/tundra/index.html
12.03.2007 at 18:00 #584212engin neitt um þetta að segja?
-
AuthorReplies