Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
15.04.2007 at 00:54 #587148
Gætir athugað málið með þessar upplýsingar sem þú talar um en ég held alveg öruggleg að þú þurfir að fá vottað frá framleiðanda bílsins að hann þoli þetta með þessar hásingar.
Annars er það bara besta mál ef það þarf ekki, en miðað við reglurfarganið sem fylgir svona þá gæti ég trúað því að þetta sé ekki auðvelt.
Eða hvort nóg sé að fá eitthvað uppásrifað frá verk-tæknifræðingi eða álíka.
Endilega láta okkur vita hvernig þetta fer
14.04.2007 at 17:38 #587142veit um eitt dæmi þar sem maður byggði yfir Econline grind (E350 minnir mig) en eftir það þá varð víst þungin á framöxli of mikill skv framleiðanda, bíllinn fékk ekki skoðun nema fá vottun hjá framleiðanda að hann gæti borið meira, gekk víst ekkert alltof vel að fá Ford menn til að samþykkja þetta síðast þegar ég vissi en ég sá bílin núna um daginn á fullri skoðun þannig eitthvað hlýtur að vera hægt að redda þessu, held það þurfi bara vottorð frá framleiðanda og eitthvað pappírsflóð
14.04.2007 at 01:11 #587928"..En komum okkur uppúr sandkassanum, hvort við veljum bensín eða dísel fer mikið eftir smekk. Meðan þær koma okkur þangað sem við viljum fara (og til baka) þá skiptir engu hvað þetta er og hvað það heitir…"
.
en málið er bara að dísellinn kemur manni svo miklu betur heim 😉
nei nú er ég hættur, búinn að éta alltof mikinn sand 😛
14.04.2007 at 00:43 #587922er þetta fyrirtækið? http://www.coomadiesel.com.au/
.
Heill google!
.
ps þegar ég er að tala um stóran bensín jeppa þá er ég að meina á borð við stórabronco á 44" með 460 í húddinu, sem ég ímynda mér að framleiði ekki bensín
14.04.2007 at 00:39 #587920varðandi þyngd á 1HD (4.2 24 ventla) þá er ég ekki með það á hreinu en 12H-T (4.0 turbo) úr 60 cruiser er um 250kg ef mig minnir rétt, sem er umþb það sama og V8 með stálblokk
13.04.2007 at 22:24 #587898en er eyðslan á þessum stóru þungu bensínbílum ekki orðinn frekar mikil? maður heyrir yfirleitt bara tölur af tæplega 2 tonna V8 bílum willys og þessháttar (hef sjálfur notað mikið 2 tonna bíl með 4.3 var sá að eyða svona um 20) en lítið heyrt af stærri bílum.
.
Tölurnar sem maður heyrir frá því í gamladaga eru nefnilega nokkuð svaðalegar
13.04.2007 at 22:04 #587894Svo auðvitað eitt sem dísellinn líður fyrir, það vantar alvega svona alvöru hestaflafílka í svartolíudeildina, það er rétt farið að marka fyrir þannig nú með ónefndum F-350 sem telur hrossinn í hundruðum, þekki þann bíl ekki meira en það.
.
Málið er að fá 5-6-7-8-900 til 1000 hross í t.d. 6bt Cummins er alveg óttalega lítið mál, flestar þessara eldri dísel rokka voru yfirhannaðir svo rosalega að þeir þola alveg gríðarlegan túrbínuþrýsting, (eða endast von og viti orginal), hef "séð" 5.9 cummins sem blés 150 psi inná mótorinn, þó ekki alveg orginal 😛
.
Þessi dísel aflvakning er frekar ný af nálinni og mætir auðvitað gríðarlegu mótlæti frá steingerfðum bensínköllunum,sem neita að tengja hestöfl við olíu.
Hef lesið lengi ágætt blað sem gerir þessu öllu góð skil sem heitir því góða nafni "Diesel Power" endilega kíkja á það þeir sem ekki hafa þegar gert það.
.
En megin munurinn á því að vera með 600 hestafla dodge ram og 600 hestafla bensín bíl er að díselbílin getur þú notað dags daglega án teljandi vandræða (eyðsla, ending osfrv.) Svo má ekki gleyma því að 600 hestafla cummins togar meira en meðal flutningalest þannig þetta er í raun ekki berandi saman hvort eð er.
.
Enn og aftur, við erum ekki bara að bera saman hilux 2.4 og 350 willys.
ps. hve marga bíla yfir 3 tonn eru menn að sjá í dag með bensínvél? spyr sá sem ekki veit.
.
einsog sagt var hér að ofan, bensín dótið hentar rosalega vel í svona hobbýmennsku á léttum bílum þar sem eini farangurinn er samloka og kók.
En fyrir stóra túra (á stórum bíl) með alla fjölskylduna og hálft tonn af farangri er dísellinn "betri"
13.04.2007 at 21:27 #587888jú þessar tölur eru af toyota.is en auðvitað veit ég að þetta eru ekki rauntölur en málið er að þær eru örugglega báðar jafnvitlausar, á reyndar ekki svona bíl og hvað þá einn af hvoru þannig ég get í raun ekki sagt hve vitlausar þær eru, en geri fastlega ráð fyrir að bensínbíllinn sé samt að eyða 30% meira.
.
Svo er annað í þessu öllusaman þegar þú talar um eyðslu á 4cyl bensín og 8cyl bensín, þá er minni mótorinn örugglega bara að erfiða of mikið miðað við þyngd bílsnins og ekki í optimal vinnslusviði, selur mér ekkert að 2.4 4cyl "eyði" jafn miklu og 4.7 8 cyl. Þó það geti gerst í einstaka bílum, en það eru þá bara hönnunarmistök (of lítil vél í of stórum bíl), reyndar hélt ég að við værum meira að tala um mótora en bíla hérna.
.
Því ef menn vilja ræða um bílana þá er auðvitað bara einn kóngur, Landcruiser 😛
.
…koma svo strákar ekki langt í 100 pósta 😛
13.04.2007 at 21:02 #587880það sem magni sagði
. . . .Dísel 3.0 Bensín 4.0Hámarksafl (DIN hö/snm) -166/3400 – 249/5200
Hámarkstog (Nm/snm) -410/1800-2600 – 380/3800
.
jú hér kann að vera að bensínmótorinn hafi fleirri hesta en dísellinn torkar meira og á miklu miklu lægri snúning
.
Svo annað áhugavert við samanburð á þessum vélum
Eyðsla, blandaður akstur (l/km) 9,0 12,7
bæði með ssk. en hér eyðir bensín mótorinn 40% já 40% meira en dísel mótorinn.
.
og til að eyðileggja þetta alveg fyrir bensínköllunum þá kostar dísel bíllinn minna.
.
En þetta er auðvitað bara samanburður á einum bíl
13.04.2007 at 16:51 #587862Er það nú ekki svo líka að ssk bílar hafa almennt minna við lolo að gera en bsk bílar? ekkert bensín dísel mál þar held ég.
Og vel flestir bensín V8 bílar eru ssk, þar sem þeir eru frá lötum ameríkönum sem nenna ekki að skipta um gíra sjálfir
13.04.2007 at 16:28 #587858Ég hef nú alltaf skilið það sem svo að dísel véla togi meira, þessi staðreynd liggur bara í því hvernig dísellinn spryngur, en í dísel mótor er sprengingin í strokknum isobar, þeas það er jafn þrýstingur á stimpilin alla leið niður (í fullkomnum heimi) á meðan bensínið spryngur mun hraðar. Hægt að sjá þarna ástæðuna fyrir því að bensínmótorar snúast almennt hraðar en dísel.
Má segja sem svo að í dísel er einsog það sé ýtt með jöfnum krafti á stimplinn en í bensínmótor er kýlt á hann, þarf ekki sérfræðing til að sjá að það skapar mun, mun meira tog þegar jöfnum þrýstingi alla leið er beitt.
svo á móti þarf dísellinn auðvitað meiri kraft í að þjappa.
.
Annað að þá er orkan í dísel lítranum mun meiri en í bensín lítranum. En líter af dísel viktar 850 gr en bensín 720 gr.
En af brendum líter af dísel losna 40.9 MJ (megajoule) en ekki nema 34.8 MJ með bensíni, þannig DÍSELL ER KRAFTMEIRI!!! 😀
.
en minni eyðlsa dísel véla skýrist að mestu með þessum orkumun. og þeirri staðreynd að dísel vélar hafa betri nýtni.
.
en þess má geta að eitt megajoule er á við 239 kcal þannig að 1l af dísel er 9775kcal…. svona til að bera þetta saman við eldsneytið okkar
13.04.2007 at 12:23 #587836Semsagt, svarið við stóru spurningunni,
.
Hvort er betra bensín eða dísel ER ….. 42.
.
Geta allir ekki bara verið sáttir við það?
12.04.2007 at 21:55 #587808Skal nú alveg láta það vera að hafa prófað eitthvað meira en þú en kannski aðeins öðruvísi
Jú Lc120 dísel mótorinn er örugglega skemmtilegur þrátt fyrir aðeins 3 lítra rúmmtak, svo eru nýju tacoma mótorarnir góðir, eru reyndar 4L sléttir.
V6 3l hilux 4runner mótorinn er ekkert leiðinlegur þó honum þyki sopinn góður, léttur extracab með þannig mótor á 38" er ekkert leiðinlegur.
4bt cummins grjótmulningsvél (3.9L) alveg einsog stóribróðir, ódrepandi rella sem þolir auðveldlega 200 hö og endalaust tog
Jú og 3.4l (5VZFE) stóribróðir 3.0 hér að ofan er jú örugglega skemmtilegur mótor í léttum bíl.
.
Svona má endalaust telja upp.
.
En hver er þá eiginlega ástæðan fyrir því að gríðarlegur meirihluti jeppa í dag er dísel? er menn bara almennt svona vitlausir eða?
.
Ekki að maður hafi neitt á móti bensín rokkum sem slíkum, bara Amenin og Halelúja-in sem koma alltaf hérna þegar einhver talar um bensín eru svo svakaleg að maður verður bara að hrauna eitthvað á móti
12.04.2007 at 16:04 #587796"..En eitt er ég samfærður um: Sama hvort það er bensín eða diesel, ef vélin er undir 4L þá er hún of lítil í jeppa.."
.
Gott að reyna að forðast svona fullyrðingar, 4L og 4L er ekki það sama og jeppi og jeppi er ekki það sama.
.
Talandi um mun á 6 litra Powerjoke og 383, þá myndi 383 rellann einfaldlega deyja í húddinu á svona 4-5 tonna 49" skrímsli, væri heppinn að ná að taka af stað í lágadrifinu.
.
frekar væri berandi saman 460 og 6.0, en þá er þyngdin orðinn gott sem sú sama og eyðslan í 460 dótinu kominn fram úr öllu hófi.
.
ef verið að tala um hilux, jú þá er 350 alveg stórskemtileg örugglega, góð af mótor sem var í grunninn hannaður 1955.
.
Í stórann 3 tonna+ jeppa myndi ég hiklaust velja stóran dísel rokk, vegna togsins, ekki að það sé ekki hægt að knýja þannig bíl með bensínvél, þá erum við bara komnir aftur niður á eyðsluna.
.
við erum ekki bara að bera saman Hilux og Willys … er það nokkuð?
12.04.2007 at 13:15 #587786svo er spurning hvað menn ætla bílinn í, ef þetta er undir 5 manna fjölskyldu sem ferðast mikið allan ársins hring þá er patrol 2.8 alveg fínn kostur, fer vel með þig og alla sem eru með og eyðslan í hófi, svo horfir dæmið kannski öðruvísi við ef menn ætla bílinn aðalega bara fyrir fjallaferðir að veturlagi.
.
Svo eru þetta líka helvítis trúarbrögð
.
4.3 chevy reyndar er ekki neitt spes mótor að mínu mati, miklu frekar bara fá sér alla 8 strokkana, munar nákvæmlega engu í eyðslu en meira afl.
.
ástæðan fyrir því að allir dísel motorar eru turbo er að dísellinn tekur svo vel í túrbínuna, ekkert vesen einsog í bensínbílum með sama búnaði þar sem allt draslið stendur á suðu þegar færið þyngist örlítið og ekki skulum við einusinni tala um eyðsluna með þannig rokk.
12.04.2007 at 12:27 #587776Það er auðvitað hárrrétt að það er ekki hægt að setja 4cyl dísel mótor í sömu setningu og 8cyl bensínmótor.
.
En svo er það, ef bera á saman svipaða stærð af bensínmótor og dísel fer þetta að verða spurning um þyngd (fyrir suma allavega) V8 sbf viktar undir 300 kg ef mig minnir rétt en stóru dísel rokkarnir vikta vel á/yfir 500 kg, (6bt cummins (5.9) er að mig minnir yfir 500kg)
.
Berandi er saman kannski stóru toyotu dísel rokkana (12H-T 1HD-T osfrv.) og V8 smallblock bensín. Held það sé nú bara ekki nokkur einasti kjaftur búinn að skipta þeim út hjá sér fyrir bensínmótor, sem segir mikið fyrir þessa mótora.
.
Svo er þetta bensín Vs. dísel bara ósanngjörn spurning nema menn viti nákvæmlega hvað þeir vilji útúr bílnum og til hvers hann verði notaður mest.
.
En það selur mér enginn að bensínmótor eyði minna eða það sama og dísel í sama bíl, og hananú .:)
11.04.2007 at 13:16 #587586hérna er síða sem er með alveg hellings fróðleik um dana 60 hvort sem er dodge chevy eða ford
http://www.pirate4x4.com/tech/billavista/60_front/
05.04.2007 at 19:26 #587056held þeir geri þetta því að kalla mótor 2000 væri ekki ýkja gáfulegt þar sem það eru svona 50 2000cc mótorar í gangi hverju sinni.
Kanin hefur þetta svona einfalt því hann er jú einfaldur 😛
.
Svo eru svona fín og flott verksmiðjuheiti ekki fyrir okkur sauðsvartan almúgan að vita, bara muna hvar bensínið fer 😛
05.04.2007 at 13:55 #587052þetta er nú frekar einfalt kerfi á þessum nöfnum hjá þeim, svo eru bandaríkar vélar líka oft með tyrfin nöfn, 351M 351 Windsor 351 Clevland osfrv 😛
.
7M-GTE = 7 sería af M blokk – G = Hedd (stærri ventlar ofl. miðað við hámarks afl en ekki eyðslu), T = turbó E = electronic (innspíting)
.
1UZ-FE = 1 Sería af UZ blokk – F = Hedd miðað við hagkvæmni (economy), E = innsp
.
skelfilega einfalt alveghreint
.
En í sambandi við skiptingar þá eru mjög margar sem passa beint aftan á M blokkina (W56 og R15eikkað)
en með UZ mótorinn var eitthvað vesen því hún var víst hönnuð með sjálfskiptingunni en það er hægt að fá svona aftermarket heila sem á að redda því dóti.
Svo kom þetta auðvitað í toyota tundra of landcruiser (þá 3UZ-FE) samt sami afturendi og svona held ég.
.
Svo er bara að finna einhverja kappa í útlandinu sem hafa gert þetta og senda þeim mail, flestallir alveg himinlifandi að geta hjálpað mönnum í svona
.
En ég viðurkenni að það er örugglega einfaldar bara að henda 4,3 ofaní. But where´s the fun in that 😉
05.04.2007 at 01:52 #587046jú það er heddpakkninga vandamál aðalega í túrbó vélinni, en það eru til margar útgáfur af aftermarket heddpakkningum (t.d. Greedy) sem gera það óhætt að hækka boostið, málið var bara að orginal pakkningin þoldi ekki að fara yfir 300 hoho minnir mig. Fór allavega aldrei hjá mér í þessu 3 ár sem ég átti bíl með svona vél.
.
En 1UZ-FE er hræódýr í USA, færð lítið ekinn svona mótor á 1000-2000 dollara ef þú leitar nógu vel.
svo eru reynar nokkrar útgáfur af henni (með eða án VVti osfrv.) Bara vera dulegur á google 😉
.
7M mótorinn er samt níðsterkur (stálblokk) og myndi henta vel ég jeppa, hellings tog, bara ganga vel frá kælingunni ef þú færð þér með túrbínu 😉
.
http://www.lextreme.com góð síða um 1UZ sem ég var búin að gleyma
.
og grein um 1UZ-fe http://wardsautoworld.com/ar/auto_toyotalexus_dohc/
.
…"This new engine is everything anyone could want in a contemporary luxury/performance V-8.".. 😛
-
AuthorReplies