Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.10.2013 at 09:00 #379276
Það er nú enginn að tala um að vera í samkeppni við bílaverkstæði, ekki nema allir bílskúrar landsins flokkist sem svo.
Hefði sett þetta í innanfélagsmál en hef aldrei komist inn á þann þráð, þrátt fyrir að vera borgandi meðlimur, svo fannst mér þetta kannski ekkert leyndarmál, en þetta er rétt, þar væri betri vetfangur fyrir þetta.
08.10.2013 at 13:04 #226677Daginn.
Var á fundinum í gær og langaði að koma með smá uppástungu í kjölfar þess er viðkemur húsnæði f4x4.
Fyrst klúbburinn er á höttunum eftir nýju húsnæði, væri ekki sniðugt að mögulega fá húsnæði með sirka 2-3 iðnaðarbilum, eða rétt til að koma inn 2-3 bílum og leigja það út sem viðgerðaraðstöðu fyrir meðlimi?
Með þessu gæti skapast smá „félagsmiðstöðvafílingur“ og haldið húsnæðinu lifandi alla daga vikunar.Þetta gæti einnig virkað hvetjandi á yngri jeppamenn að ganga í klúbbinn, þar sem margir af yngri kynslóðinni hafa kannski ekki aðgang að bílskúr né hafa tök á að láta gera við/breyta bílum sínum á verkstæði. Svo væri mikill kostur að geta komist í viskubrunn reyndari manna á staðnum.
Hvernig hljómar þetta?
05.09.2013 at 12:19 #378650Já það hlaut að vera
Væri gaman að fá að vita hvaða krafta er miðað við í þessari greiningu, en hún sýnir líka mjög greinilega veiku punktana í henni (armurinn sem fer í hásinguna).
Hvað heldurru að þú sért að spara sirka mikla vigt með að hafa þetta úr áli?
05.09.2013 at 10:46 #378648Flott stöff.
En 57mm displacement á A stífunni, er það ekki fullmikið?
Þá er hásingin að ganga samtals 10cm hægri til vinstri, fer að vísu algerlega eftir því hvaða parametrar voru notaðir við greininguna, vona allavega þetta eigi ekki að gerast undir „venjulegum“ aðstæðumPersónulega myndi ég vilja hafa A stífuna nær þríhyrningi í laginu, gríðarlega mikið álag sem kemur á hana frá miðjunni að hásingu.
Hvaða ál er þetta? 7075?
05.09.2013 at 10:35 #378848Svo má auðvitað ekki gleyma littludeildinni, eru með margar og góðar ferðir yfir veturinn, hef farið sjálfur nokkrum sinnum með þeim á 38″ cruiser og ekkert nema gaman.
20.02.2013 at 15:29 #748582Er ekki hægt að koma því þannig að auglýsingar eyðist eftir einhvern tiltekin tíma?
Ef menn eru ekki búnir að selja dótið sitt á einum mánuði geta þeir bara sett inn nýjan þráð
22.10.2012 at 11:38 #759541"This video contains content from SME and EMI, one or more of whom have blocked it in your country on copyright grounds. "
:/
08.02.2010 at 23:51 #682236sendi þér mail hérna inni.
08.02.2010 at 13:53 #682232tja, ég veit fyrir víst að það eru til allavega 2 55 cruiserar þokkalega "heilir", á annan þeirra sjálfur.
40 krúsarnir eru örugglega alveg heill hellingur…
21.12.2009 at 20:50 #663484[quote:2dvudfm7]Veit einhver hvað 4 lítra turbo dísel úr toyotu crusier 60 er þung ? Þessi vél er ekki í skjalinu sem er likur á hér að ofan.[/quote:2dvudfm7]
390kg (900 pund á shipping manifesti, palleta og festingar voru um 50-75 pund).
21.12.2009 at 18:51 #671738Millikassinn er sá sami nema á sjálfskiptingunni er millistykki, á bsk bílnum kemur hann beint á kassann, bý meirasegja svo vel að eiga þetta stykki held ég ef þig vantar (setti kassa af ssk bíl á minn, sem er bsk).
12.12.2009 at 20:07 #209091http://www.youtube.com/watch?v=vrLfbG2U1Ks&feature=related
Segjið svo að það sé ekki hægt að láta gamla díselinn vinna 😛
…lifði víst ekki lengi undir þessu en það er önnur saga
03.12.2009 at 21:22 #208864Daginn.
Ekki veit einhvern hérna hvort það sé kominn einhver snjór þarna að fjallabaki?
Erum að spá í Hrafntinnuskeri í næstu viku.
Kv.
-Hjörtur
28.06.2009 at 13:12 #650604ekki að ég vilji vera neinn party-pooper, en erum við ekki að tala um einhverja tvöföldun í eyðslu við svona skipti??
3.3 línusexan getur nú ekki verið að súpa mikið og svo þegar því er skipt út fyrir 5.7 bensín V8 rokk þá held ég að þú þurfir að auka heldurbetur við tankaplássið.
…fannst líka skondið að í þessum 3 svörum hérna að ofan er ekki minnst einu orði á eyðsluna, sem er nú að verða soldið stórt issue á þessum síðustu og verstu.
en bíllinn yrði örugglega ekkert leiðinlegur með svona grip í húddinu 😉
26.06.2009 at 21:38 #650546Svo ég svari sjálfum mér.
Þá var jökullinn sunnanmegin hjá Geitlandsjökli alveg skelfilega þungur, og þungur þaðan á hábungu líka.
En svo var tekinn stefnan á íshellinn og þá léttist færið töluvert og var kvikyndið strauað á sirka 60 þarna inneftir, ekki leiðinlegt.
Hann er blár á stöku stað en ég varð ekkert var við sprungur.
25.06.2009 at 16:20 #204892Daginn.
Veit einhver hvernig færðin er frá Jaka upp á Geitlandsjökul?
02.06.2009 at 13:32 #648290Reyndar smíðuðu þeir víst gaslögn frá álfsnesi og í þessa metan stöð, enda sjáið þið ekki neina kúta lengur þarna fyrir utan. Peningarnir hafa væntanlega farið í þær framkvæmdir.
.
og finnst mér hart að væla þegar "líterinn" er á 85 kall 😛
.
En jú það er spurning hvað stóribróðir gerir líka ef þetta fer að verða vinsælt.
01.06.2009 at 17:57 #648284Kanin er mikið að gera þetta við stóru dísel pickupana.
Frekar einfalt system, en þú getur aldrei keyrt á 100% metani (compressed natural gas uppá ensku) fæstir fara yfir 70/30 hlutföll metan/dísel.
.
hérna er eitt svona kitt:
http://www.performancedieselinc.com/com … algas.html
.
En einsog alltaf með þetta metan dót þá er það helvítis kúturinn sem hleypir verðinu svo upp að sparnaðurinn sem slíkur fer fyrir lítið.
.
Svo á þetta nú að hjálpa í afl deildinni, þeas við að bæta smá metani við þá brennur dísillinn betur, svo bæta menn bara við túrbínuna ef það vantar eitthvað loft 😉
.
Ég var í sambandi við fyrirtæki úti í haust uppá svona kitt (http://www.delucafuelproducts.com/) og sagði kauði mér að komplett kit á I-6 mótor væri um $1500 fyrir utan kút þá.
.
Er einhver hérna heima sem getur smíðað kút fyrir 250 bar?.
29.05.2009 at 23:59 #648254Frúin ekur um á svona metan bíl dagsdaglega í vinnuni og aldrei neitt vesen á honum.
29.05.2009 at 17:59 #648246nei nei, það eru um 120 metanbílar í umferð í dag en sorpa segjist geta annað 3500 bílum svo það er af nógu að taka, þeas ef þú ert á höfuðborgarsvæðinu..
… aðalkostnaðurinn við þetta eru kútarnir, svo hefur vélamiðstöðin eitthvað verið að breyta svona, bara tala við þá.
http://www.metanbill.is
eða
http://www.gamur.is
.
Finnst tilfinnanlega vanta metan jeppa á íslandi
-
AuthorReplies