Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
01.06.2006 at 22:58 #553390
Það eru eitthvað um 30 búnir að staðfesta komu sína
Enn þá er séns að skrá sig, verð með opið fram að miðnætti
Kveðja,
Hrafnhildur
01.06.2006 at 20:57 #553386Ég minni á að fresturinn til að skrá sig rennur út í kvöld. Endilega hafið samband á topas@topasnet.com eða í sima 820-6851.
Kveðja
Hranhildur
31.05.2006 at 16:12 #553376Það ákeður hver og einn hvað hann ætlar að vera margar nætur. Verðið er 600 kr. per fullorðinn og frítt fyrir börn 12 ára og yngri. Gjald vegna gistingu er gert upp við staðarhaldara Þakgils þegar mætt er á svæðið.
Kveðja,
Hrafnhildur
31.05.2006 at 12:52 #553372Vill minna á að það þarf að vera búið að greiða skráningargjaldið (1000 kr.) í síðasta lagi fimmtudagskvöldið 1. júní, inn á 0101-05-739522 kt. 080774-3039. Þarf að hafa staðfesta tölu ekki seinna en föstudagsmorgun upp á matinn að gera. Svo nú er um að gera að græja þetta og mæta svo hress á laugardag
Kveðja,
Hrafnhildur
topas@topasnet.com
820-6851
30.05.2006 at 12:25 #553368Nú þegar hafa 7 bílar tilkynnt komu sína. Í fljótu bragði sýnist mér þetta vera um 13 fullorðnir og 5 börn. Um að gera að hafa samband og skrá sig þetta verður bara skemmtilegt
Kveðja,
Hrafnhildur
20.05.2006 at 22:42 #553032Rosalega var gaman að taka þátt í þessari skemmtilegu ferð með frábærum hóp og vonum við að allir hafi haft jafn gaman af henni og við. Snilldar framtak hjá Davíði að koma þessari ferð á.
Þökkum öllum styrktaraðilum kærlega fyrir þeirra framlag.
Kv, Óli, Hrafnhildur og Stefán Sverrir.
22.04.2006 at 18:26 #550532Ég sá þessa grein og er hún þrælgóð. Gaman að sjá blöðin hafa áhuga á starfi deildarinnar og benda fólki á hana.
Kv Hjólbarðinn
21.04.2006 at 17:11 #549634Það eru komnar inn myndir frá honum Jóhanni á bláa musso.
[url=http://www.aegir.is/myndir/amyndir/ld150406/:qwea13om]Myndir[/url:qwea13om]
19.04.2006 at 16:52 #550064Þetta eru mjög flottar myndir og svo sannarlega þess virði að skoða. Þetta sýnir að menn eiga að vera með góðar myndavélar þegar ferðast er um jafn falleg svæði.
Kv, Hjólbarðinn
15.04.2006 at 22:47 #549616Áhöfnin á Terrano (Litla Rauð) þakkar fyrir frábæran dag. Alltaf jafn gaman að sjá hvað litlu bílunum gengur vel og frábært að sjá yfir 20 lítið breytta bíla á jökli. Fórum upp fyrir 1000 metra hæð, og héldum svo til baka.
Ferðin gekk mjög vel. Við fengum æðislegt veður, nokkrar festur, tvær affelganir, helling af snjó og frábæran félagsskap – sem sagt allur pakkinn.
Búinn að setja inn nokkrar myndir úr ferðinn.
Takk fyrir daginn og sjáumst í næstu ferð.
Hrafnhildur, Óli og Stefán Sverrir
14.04.2006 at 17:09 #548844Það eru allir velkomnir með óháð dekkjastærð. Spáin er fín og mér skilst að það sé þónokkur snjór á þessu svæði.
Allir velkomnir, farið verður frá select kl. 9.00.
Kv, Hrafnhildur og Óli
13.04.2006 at 18:06 #548834Farið verður frá select kl 9. Við tökum stefnuna að Slunka og skoðum snjóalög þar. Miðað við veðurspána núna þá ætti að snjóa á þessu svæði fyrir helgi en ef færið er gott og allt gengur vel kíkjum við jafnvel á jökulinn, allavega er stefnan sú á finna soldinn snjó. Ég reikna nú með að það verði ágætis mæting. Við vonum bara að við fáum gott veður eins og vanalega í Litludeildarferðum.
Sjáumst hress á laugardag og höfum gaman.
Kv, Óli og Hrafnhildur
11.04.2006 at 17:04 #548822Eins og sjá má ofar í þessum þræði verður farið á laugardaginn
Kv, Hjólbarðinn
10.04.2006 at 13:53 #548818Það er líka bráðsniðugt fyrir þá sem eingöngu eru með CB stöðvar að mæta hálftíma fyrr þannig að við getum kannað sambandið milli bíla fyrir brottför. Ef einhver nær ekki sambandi ætti nú að vera hægt að finna lausn á því svo lengi sem stöðin er í lagi.
Kv, Hjólbarðinn.
10.04.2006 at 08:51 #548816Farið verður á Þingvelli og þaðan með Skjaldbreiðarhrauni. Það var nokkur snjór á þessu svæði um helgina en færið getur gjörbreyst fram að næstu helgi.
Við notum am á CB-inu þar sem eldri CB stöðvar eru eingöngu fyrir am bylgjur.Kv Óli og Hrafnhildur
09.04.2006 at 20:38 #548718Ég var að skoða vefverslanir í USA sem selja þetta og mér sýnist verðið vera hátt í 100.000 kall í einn dekkjagang með flutningi og sköttum. Þetta kostar um 200 dollara stykkið.
Getur verið að það sé hægt að finna þetta einhverstaðar ódýrara. Endilega að láta vita ef einhver finnur betra verð.
Kv, Hjólbarðinn
09.04.2006 at 20:22 #197714Farið verður á laugardag. Ætlunin er að fara línuveginn norðan Skjaldbreiðar, upp að Slunka og jafnvel kanna færið á Langjökli. Farið verður frá Select við Vesturlandsveg kl. 9 og verðum við á rásum 45 VHF og 19 CB am. Þeir sem ekki eru með talstöðvar þurfa að skrá sig hjá fararstjóra á staðnum (bíll verður með 4X4 flagg).
Svo er bara að muna eftir góða skapinu.
Kv, Hrafnhildur og Óli
topas@topasnet.com
03.04.2006 at 00:15 #547392Ég setti inn nokkrar myndir frá ferðinni.
Kv, Hjólbarðinn
02.04.2006 at 11:03 #547388Það er stefnt á að fara ferð um páskana en það er ekki búið að ákveða endanlega hvaða dag verður farið. Líklega verður farið dagsferð.
Ferðin verður auglýst hér á spjallinu þegar ákvörðun hefur verið tekin um stund og stað.
Kv, Hjólbarðinn
29.03.2006 at 20:51 #197641Er ekki einhver sem á trakk yfir þessa leið og er til í að deila með mér? Ekki væri verra að fá trakk frá Slunka í Þursaborgir líka
Kv, Hjólbarðinn
-
AuthorReplies