Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
27.10.2006 at 18:11 #565200
Ég er búinn að setja inn myndir og ferðaplan úr MapSource eins og þú stakkst upp á Stefanía, góður punktur hjá þér
Það er allveg rétt, kuldagallar og svefnpokar eiga að vera í öllum bílum sem fara á fjöll að vetrarlagi. Aldrei að vita hvenær fólk þarf að bíða af sér óveður.
Ég setti myndirnar í myndasafnið en þeir sem vilja fá myndirnar í fullri upplausn til að prenta út geta sent mér e-mail á topas@topasnet.com og ég sendi þá myndirnar til baka. Það er sniðugt að taka þessar myndir og ferðaplanið með, þá getur fólk staðsett sig á kort án GPS
Við verðum á rásum 45 VHF og 19 CB. Við ættum að vera á Þingvöllum um kl. 9
Kv, Óli
[img:wwct6p8b]http://www.f4x4.is/new/files/photo/default.aspx?file=files/photoalbums/4847/34964.jpg[/img:wwct6p8b]
26.10.2006 at 21:22 #565178Farið er á stað kl. 8.30 og yfirleitt erum við að koma í bæinn milli 7 og 8. Það er þó háð veðri og færð.
Tankurinn á að duga vel í þessar dagsferðir en það fer að sjálfsögðu eftir bílum.
26.10.2006 at 20:36 #565176Nú þegar er búið að panta 4 talstöðvar hjá klúbbnum og því aðeins 2 eftir. Við verðum að hafa regluna "fyrstur pantar fyrstur fær".
Það dugar vel að vera með CB stöð þannig að þeir sem eru með CB í bílunum þurfa ekki að hafa áhyggjur af talstöðvarmálum.
Okkur sýnist að það verði góð þáttaka og þetta verði stór og góður hópur sem fer í þessa fyrstu dagsferð vetrarins.
Minni á spjallið á vef Litludeildar, Litladeildin.net
Þar geta þeir sem eru að spá í að fara í ferðina spjallað saman. Einnig verða fararstjórar á spallrásinni föstudagskvöld og svara spurningum.Kv, Óli
25.10.2006 at 21:32 #565156Bara að minna á ferðina :=)
23.10.2006 at 21:53 #564958Farið verður á laugardag í dagsferð. Ekki er enn búið að akveða endanlega hvert verður farið en við munum auglýsa það hér á vefnum seinnipart vikunnar.
Það eru allir velkomir með í ferðina hvort sem þeir eru skráðir í klúbbinn eða ekki.
Ekki eru gerðar neinar kröfur um dekkjastærðir þannig að það er enginn á of stórum dekkjum fyrir litludeildarferiðrnar.
Nú er bara að taka laugardaginn frá og skella sér í góðan dagstúr með okkur.
Kv, Óli og Hrafnhildur
20.10.2006 at 12:05 #563988Ég held að þetta sé bíllin hans Hjálmars í Sveinsbakaríi. Svakalegur bíll sem er lítið notaður í ferðir núna. Þar sem hann hefur lítið farið á honum síðustu ár eru líklega ekki margar myndir af honum hér á vefnum. Spurning um að senda honum bara e-mail og biðja hann um að senda myndir.
Kv, Óli
26.09.2006 at 16:19 #561312Til hamingju Suðurlandsdeild
22.09.2006 at 13:03 #560456Jæja nú fer þetta að styttast og þeir sem hafa áhuga á að koma með okkur sendi póst á topas@topasnet.com
Það má líka minna fólk á spjallið á heimasíðuna okkar http://litladeildin.net/ en þar geta menn komið með spurningar um ferðina og fleira. Það verður einhver úr hópnum frá okkur þar inni í kvöld.
Kveða,
Hrafnhildur
21.09.2006 at 20:28 #560450í Setrinu um helgina
Kv.
Hrafnhildur
21.09.2006 at 16:19 #560918Það er Litludeildarferð í Setrið um helgina, um að gera að skella sér
Kveðja,
Hrafnhildur
20.09.2006 at 17:51 #56044018.09.2006 at 23:24 #560434Það er forn siður að afmælis"gamli-kallinn" bjóði til veislu á slíkum tímamótum. Enda veistu ekki hvað þú ert að kalla yfir þig ef við eigum að sjá um slíkan gjörning
Kv.
Hrafnhildur
18.09.2006 at 21:00 #560426Er bara minna á að skráning er í fullum gangi á topas@topasnet.com
Haffi, mér sýnist þetta ætla að verða ansi strembið hjá þér á laugardag, baka afmælistertu fyrir okkur og ná svo að komast tímanlega í bæinn áður en við förum. Verður þú ekki bara að vakna kl. 3 um nóttina til að ná þessu öllu, gamli minn
Kveðja,
Hrafnhildur
12.09.2006 at 17:12 #19852607.09.2006 at 17:27 #19850525.08.2006 at 20:10 #558656Til hamingju
24.08.2006 at 21:37 #558626Vafrinn þarf að vera með Java stuðning. Þeir sem eru ekki með Java geta downloadað á java.com
24.08.2006 at 20:21 #198438Nú vorum við í Litludeild að setja upp vefspjall á litludeildarsíðuna. Verið er að „prufukeyra“ kerfið og það væri gaman ef þið mynduð kikja á okkur.
Tilgangurinn með þessu spjalli er fyrst og fremst sá að fólk sem er að fara í sína fyrstu ferð með deildinni geti hist, spjallað og fengið ráð fyrir ferðina.
Heimasíða Litludeildar er: http://litladeildin.a47.net
Kv, Hjólbarðinn
04.08.2006 at 14:45 #557198Farið verður frá select kl. 17:30
Klakinn var eitthvað að rugla hér ofar í þræðinum (ekkert nýtt að hann rugli)
Sjáumst hress.
Kv, Hjólbarðinn
02.06.2006 at 17:31 #553394hæhæ
það eru 34 aðilar búnir að skrá sig í ferðina. Mér sýnist stefna í ágætis veður á svæðinu svo nú er bara að pakka niður og mæta með góða skapið í Þakgil á laugardag, þetta verður bara skemmtilegt
Kveðja,
Hrafnhildur
-
AuthorReplies