Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
26.03.2009 at 11:14 #644436
Það er hægt að fá 7" snertiskjá í N1 á 25.000 kall. Hann er svo hægt að festa í mælaborðið eða með sogskál í rúðuna. Þá losnar maður við allt fartölvu-standa-vesenið og hefur fartölvuna bara í vasanum aftaná sætinu eins og Benni sagði.
.
Ef menn vilja svo hafa lyklaborð líka þá er annaðhvort hægt að setja upp "Virtual keyboard" sem kemur á skjáinn eða kaupa gúmmí-lyklaborð í rúmfatalagernum á 1500 kall sem hægt er að rúlla upp og setja í hólfið þegar það er ekki í notkun.Það er kanski sniðugra að fara þessa leið heldur en að mixa einhvern tölvustand sem er endalaust til vandræða og kostar helling þegar uppi er staðið.
.
Svo eins og bent var á fyrr í þræðinum, þá verða menn að hugsa um öryggi þegar þeir koma þessum tölvustöndum fyrir, þeir geta verið stórhættulegir.
.
Kv, Óli
25.03.2009 at 21:25 #644408Jamm, ég hef farið ansi margar ferðir á Langjökul og einu sinni á mýrdalsjökul á 35".
.
það er hægt að ferðast heilmikið á minna breyttum bílum en ég tel nauðsinlgt að fara EINGÖNGU með góðum mönnum á öflugum bílum ef halda skal á hálendið að vetri á lítið breyttum bíl. Þá er alltaf hægt að skilja litla bílinn eftir eða fá aðstoð og bjarga sér til byggða.
.
Svo er alltaf gaman að fara ferð með Litlunefndinni, ég hef farið í ófáar ferðirnar með þeim, síðast um síðustu helgi.Kv, Óli
25.03.2009 at 21:08 #644402Ég er nú bara á 35" líka
Maður getur sko alveg lent í blindbyl á svoleiðis bílum. Sérstaklega þegar maður er að asnast upp á jökla….
.
En svo er maður með króníska tækjadellu, hehe
25.03.2009 at 20:57 #644398Gleymdi því….
.
Ef tækið sendir frá sér nmea merki (minnir að þetta sé rétt), þá getur þú notað forrit frá gpsgate.com til að tengjast nánast hvaða forriti sem er. Ég held að þú getir notað nánast hvaða tæki sem er með þessu forriti svo lengi sem það sendir frá sér merkið.
Það var bent á þetta forrit hér á spjallinu fyrir nokkrum dögum og ég prófaði þetta með Garmin nRoute og það virkar. Þú þarft samt að vera með leyfi til að aflæsa kortinu alveg eins og þegar þú notar Garmin tæki.
.
Vonandi hjálpar þetta…
.
Kv, Óli
25.03.2009 at 20:47 #644396Jú, tölvan er í raun eins og stór gps skjár. Ég keyri frekar eftir gps tækinu þegar ég keyri eftir tracki einfaldlega vegna þess að tækið er í framrúðunni og þ.a.l. mjög vel staðsett til að keyra eftir. Einnig eru skjáirnir á gps-tækjunum yfirleitt mun betri til að keyra eftir í mikilli byrtu. Ef tölvan er vel staðsett og skjárinn góður er líklega þægilegt að keyra eftir henni.
.
En fyrst við erum farnir að ræða setup á þessu dóti þá er það á planinu hjá mér að festa tölvuna einhverstaðar afturí bílinn og fá mér ca. 10" snertiskjá sem ég get fest efst í mælaborðið. Það ætti að vera mjög þægilegt að keyra eftir því.
.
Kv, Óli
25.03.2009 at 19:31 #644392Ég er allveg sammála að það borgar sig að vera með handtæki frekar en pung. Tækið þarf ekki að vera með kort eða geta gert nokkurn skapaðan hlut annað en tracka leiðina til þess að þú getir bjargað þér heim ef (þegar) harði diskurinn í tölvunni hrinur.
Ég tel það bara nauðsynlegt að vera með tæki sem trackar og að kunna að nota það ef tölvan bilar.
Óli
25.03.2009 at 09:25 #644286Ef þú ert með tvö gps-tæki, tæki A og tæki B. Þú notar UNIT ID úr tæki A til að aflæsa kortinu. Þá virkar allt vel svo lengi sem þú ert að nota tæki A
.
EN… ef þú stingur tæki B í samband við tölvuna þá læsast kortin í tölvunni aftur þangað til þú tekur tæki B úr sambandi.
.
Þú þarft að nálgast aflæsingarkóðan fyrir tækið sem þú ert að nota og setja hann í tölvuna. Þú ættir að geta nálgast þennan kóða á skráningarsíðu garmin.isKv, Óli
24.03.2009 at 08:06 #644280Líklega er þetta vegna þess að kortið í tölvunni hefur verið aflæst með öðru gps tæki en þú ert að nota. Þú þarft að aflæsa kortunum í tölvunni aftur með lyklinum sem þú fékkst fyrir gps tækið sem þú ert að nota.
Kv, Óli
21.03.2009 at 21:13 #644066Ég vil þakka Litlunefnd og öllum þeim sem voru með í dag fyrir skemmtilega ferð og vil ég þakka sérstaklega hinum frábæra hóp 3
.
Við (hópur 3) komumst upp á hábungu án vandræða en skyggnið var nánast ekkert. Á tímabili var ég hættur að trúa GPS-inum sem sagði að við værum á hreyfinguEn eins og oftast þá hafði hann rétt fyrir sér. Flestir ef ekki allir voru ánægðir að vera komnir á bunguna og vildu halda lengra en voru sammála um að réttast væri að halda niður af jökli þar sem veðrið var farið að versna.
.
Kaldidalur var skemmtileg og óvænt viðbót. Bara gaman af því. Nokkrar minniháttar festur til að liðka spottann.
.
Skipulagning ferðarinnar var að mínu mati til fyrirmyndar og er þróunin hjá nefndinni mjög góð og vel staðið að flestum ef ekki öllum hlutum.Takk fyrir daginn,
Óli og Hrafnhildur
Terranó
16.03.2009 at 17:50 #643232Óli og Hrafnhildur – Terrano 35"
Kristján – Land Rover 38"
14.03.2009 at 10:21 #643510Mér þykir líklegt að þú getir notað Ozi explorer kortaforritið með þessum búnaði. Ég mundi byrja á að skoða það.
10.03.2009 at 14:35 #642876Ég er algjörlega sammála því að ég vil að myndir úr ferðum séu í gagnagrunni klúbbsins. Ég held að menn hafi ekki gert sér grein fyrir því hversu stórt hlutfall mynda fer á aðrar síður.
Þegar ég sá margfalt fleiri myndir úr miðjuferðinni á öðrum síðum en f4x4.is þá fanst mér rétt að reyna að koma þessum myndum á einn stað þar sem menn gætu skoðað þær.
Hvort einhver heldur utan um þessar myndir eða ekki breytir ekki þeirri staðreind að myndir eru vistaðar á öðrum síðum.
.
Ef vefnefnd eða stjórn klúbbsins vill taka yfir eða leggja niður þá grúbbu sem ég stofnaði er það velkomið. Ég hef engra hagsmuna að gæta en ég taldi það góða hugmynd að halda utan um myndir eins og hægt er, en það er kanski ekki í mínum verkahring.Kær kveðja, Ólafur
10.03.2009 at 13:10 #642698Ég þakka klúbbnum og ferðafélögum fyrir frábæra ferð um helgina. Ég er ánægður með ferðina og fékk að taka þátt í ýmsu barsli sem getur fylgt því að ferðast á fjöllum að vetrarlagi. Takk kærlega fyrir mig.
10.03.2009 at 13:04 #642694Ég er nú bara að hugsa um að reyna að koma þessum facebook myndum og myndböndum á einn stað þannig að auðveldara sé að nálgast það. Eins og staðan er núna virðist fólk setja mun fleiri myndir á feisið heldur en hingað, því miður.
10.03.2009 at 10:38 #642684….. hefur verið stofnuð á facebook. Ég hvet þá sem setja ferðamyndir og myndbönd á facebook að deila þeim einnig á þessa grúbbu.
.
Ennfrekar hvet ég menn til að setja myndirnar á vef 4×4 þar sem allir geta séð þær.
.
Einnig rakst ég á grúbbu sófariddara. Kanski þeir eigi skemmtilegar myndir til að deila með okkurKv, Ólafur
10.03.2009 at 09:10 #642678Ég styð þá tillögu að stofna facebook grúbbu. Ég er búinn að sjá helling af myndum úr ferðinni á facebook en aðeins 23 hér.
Mínar myndir eru komnar á feisið en ekki hingað :/
20.02.2009 at 21:37 #641588Tek undir þetta. Fólk sem er að fara í sínar fyrstu ferðir hafa mikið gagn fyrir svona lista og einnig er alltaf gott að hafa dagsáætlunina á hreinu.
.
Einnig líst mér mjög vel á fréttaflutningin sem á að vera hér á siðunni, það er alltaf gott að geta fengið fréttir af sínum nánustu þegar þeir skila sér ekki á tilsettum tíma. Sérstaklega þegar fólk er ekki vant jeppaferðum.Ólafur Gunnarsson
18.02.2009 at 12:43 #641226Er ekki flokkur hérna á spjallinu sem heitir "Allt annað"? Ég mundi skilja það þannig að þar mætti ég pósta því sem ekki fellur í hina flokkana, þar með talið bröndurum, gátum, hetjusögum af sjálfum mér og alls kyns mis góðu efni.
.Er þetta rangt hjá mér eða þarf brandarinn að standast ákveðnar kröfum sjálfskipaðrar dómnefndar til að teljast gildur í flokkinn "Allt annað"? Þarf gátan mín að fjalla um jeppa eða fjall eða má hún fjalla um "Allt annað"? Verður þessum pósti kanski bara eytt þar sem erfitt er að skilgreina um hvað hann er?
.Mín skoðun er sú að ég megi fjalla um ýmis mál þegar mér er gefinn sá kostur að fjalla um "Allt annað" jafnvel þótt meirihluti félagsmanna þyki skrif mín drepleiðinleg þá geta þeir jú alltaf lesið hina 10 flokkana.
.Ég hef takmarkað skrif mín á vefinn mjög þar sem mér finnst "commentin" frá mönnum oft mannskemmandi. Ég styð að sjáfsögðu ekki skítkast og við því þarf að bregðast reglum samkvæmt en gamansögur og grín hlítur að flokkast sem "Allt annað" jafnvel þó smekkur manna sé misjafn.
.Ólafur Gunnarsson – sem er oftast til í að heyra fimmaurabrandara
05.12.2008 at 15:41 #634218Ég hef lent í þessu sama. Lokurnar eru sjálfvirkar og læsast þegar öxullinn snýst. Lokan getur læst hvort sem farið er áfram eða afturábak.
Mér sýnist þetta stafa af því að lokan fer í lás þegar bakkað er og svo þegar keyrt er af stað hrekkur lokan úr lás og aftur í lás, ss. smellur á milli í hvert skipti sem skipt er milli áfram og afturábak. Ég held að lokan ætti að smella um leið og bíllin er keyrður af stað, þeas áfram. Ef lokan stendur á sér gerist þetta þegar bíllinn er komin á ferð með tilheyrandi smelli.
Þetta er mikill smellur og lýsir sér eins og eitthvað hafi brotnað.
Ég tel ástæðuna vera að lokan stendur á sér og ráðið við því er að taka hana úr, taka í sundur, hreinsa og smyrja. Þá ætti lokan að læsast við minsta átak um leið og ekið er af stað.
Ef þetta er rangt hjá mér væri ég mikið til í að fá leiðréttingu. Ég er á leiðinni að taka lokurnar úr mínum og hreynsa.
Kv, Óli
09.02.2007 at 22:57 #579790Þar sem ekki er formleg skráning í ferðina er mjög erfitt á segja til með fjölda bíla. Ég veit hins vegar að 7 bílar eru "pottþéttir" með og svo sjáum við bara hvað morgundagurinn ber í skauti sér, enda um kvennaferð á ræða
Varðandi val á rás á vhf þá held ég að þetta sé bara meira orðinn vani en eitthvað annað. Spurning um að taka það til athugunar í framtíðinni.
Kveðja,
Hrabbos
-
AuthorReplies