Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
24.10.2005 at 19:37 #529840
Sýnist þetta vera gamall Wagoneer. Allavega á félagi minn Wagoneer með sama framenda en hann er reyndar rauður.
Kv Hjalti
12.10.2005 at 18:44 #457350Er komið staðfest verð á dekkin ????
Kv Hjalti
23.09.2005 at 19:56 #196306Ég vil óska Vilhjálmi Inga (Birdie) til hamingju með gríðarlega flottan bíl og velheppnaðar breytingar. Það hefur verið frábært að fylgjast með smíðasögunni og ég vona að fleiri fylgi í kjölfarið með svipuðum myndasögum.
Kv Hjalti
23.09.2005 at 18:04 #527408Ef þú ætlar að eiga bílinn þá kaupirðu Koni, langbestu dempararnir, fást hjá Bílanaust.
kv Hjalti
04.09.2005 at 13:26 #526238Takk fyrir það.
Kv Hjalti
03.09.2005 at 15:55 #196206Hefur einhver reynslu af hvort er mikið mál að skipta um legur í 9″ Ford drifi og Dana 20 millikassa? Eins hvar maður fær legurnar í þetta?
Með þökkum Hjalti
03.09.2005 at 15:51 #526230Skoðaðu betur öryggjamál, alveg örugglega einhversstaðar annað öryggjabretti, annaðhvort fram í húddi eða undir mælaborði vinstra eða hægramegin. Hef aldrei heyrt um bíl sem er ekki með öryggi fyrir parkljós og mælaborðsljós. Ekki bara horfa á öryggin heldur prófa þau með prufulampa.
KV. Hjalti
11.06.2005 at 13:24 #523910Ég er innilega sammála Sveinbirni, þessi bíll er öðruvísi og meira breyttur en aðrir sem maður veit um, hví ekki að setja punktinn yfir með öðruvísi og meiri málninarvinnu.
Ofboðslega flottur, til hamingju!!!Kv Hjalti
07.06.2005 at 23:50 #523868Mjög spenntur að sjá framhaldið.
kv Hjalti
06.06.2005 at 19:22 #196011Hvað er að frétta af þessum ofur Crusier? Maður hefur ekkert heyrt um breytingarnar hjá Birdie síðan nýja vefsíðan fór í gang.
Kv Hjalti
29.05.2005 at 19:04 #523618Ég hafði spurnir af því að Arctic Trucks væru búnir að fá tvo ganga af Dick Cepek radial 38" til prufu og væru þau með öðru munstri en gamli d.c. og virkuðu mjög breið. Ég ætla allavega að bíða og sjá hvort eitthvað er til í þessu.
Kv Hjalti
11.04.2005 at 22:05 #520908…síðan í gærkvöldi. Líst vel á breytingar á myndaalbúminu. Verður sennilega þegar upp er staðið bara nokkuð gott.
Kv Hjalti
10.04.2005 at 17:57 #520844Eftir því sem mér skilst á fréttum eru það eingöngu 38" dekkin sem eru svona gölluð en hvorki 39,5" eða 44". Allavega er ég núna á 39,5" trxus sem eru orðin töluvert slitin og hafa bara reynst vel.
Kv Hjalti
10.04.2005 at 17:51 #520758Vandamálið hjá mér er ekki að setja inn myndir heldur það að þær myndir sem ég set inn get ég ekki tekið út aftur. Svo vantar náttúrulega sárlega þann fídus að geta séð síðustu myndir sem voru settar inn og geta séð albúmið í stafrófsröð.
Kv Hjalti
08.04.2005 at 17:50 #520546Ég verð að viðurkenna að það er oftast sem ég fletti lauslega í gegnum blaðið en sé sjaldan eitthvað sem vekur áhuga minn. En ég er sammála því að nauðsynlegt er að halda áfram útgáfu blaðsins þar sem ekki eru allir jafn þröngsýnir á blaðaefni og ég. Það sem mundi vekja áhuga minn væru greinar um smíði og uppbyggingu bíla og tæknigreinar ýmiskonar. Svo finnst mér líka grátlega lítið um auglýsingar frá aðilum sem eru að selja hluti tengda ferða og jeppamennsku. Það er að öllum líkindum ekki til betri vettvangur til að koma tilboðum til jeppamanna.
Kv Hjalti
16.02.2005 at 20:10 #517178Eins og ég skil dæmið þá verða vörubílar á sömu olíu og aðrir bílar en þegar þeir fara yfir 10 tonn borga þeir líka eitthvað kílómetragjald.
Kv Hjalti
16.02.2005 at 19:46 #517174Annað sem menn virðast ekki velta fyrir sér er að kostnaður olíufélaganna eykst töluvert við þessa breytingu, s.s. að í dag geta olíufélögin sent einn bíl t.d. niðrá Hringbraut þar sem framkvæmdirnar eru og úr þessum bíl er hægt að fylla á bæði gröfur og bíla, en eftir breytingu verður að senda tvo bíla, annan með litaða olíu fyrir gröfur og tæki,hinn með venjulega olíu fyrir vörubíla og trailera.
Sama á við um bensínstöðvar ef þeir ætla að bjóða uppá litaða olíu þar. Ég verð að viðurkenna að mér finnst mjög hæpið að olíufélögin taki þennan kostnaðarauka á sig,þannig að þetta hlýtur að skila sér í aukinni álagningu frá þeim á olíuna.
Mér kæmi ekki á óvart þó að olían kostaði svipað eða meira en bensínið eftir breytingu. Vona þó að ég hafi rangt fyrir mér.Kv Hjalti
07.02.2005 at 19:28 #515638þessi Irok dekk, eru þetta þessi 13,5 tommu breiðu super swamper dekk sem verið er að tala um? Þið afsakið, ég hef bara ekki haft tíma til að fara upp í Gúmmívinnustofu.
Kv Hjalti
06.02.2005 at 12:03 #515606Hvar getur maður skoðað svona dekk, er einhver að selja þetta hérna? Væri til í að skoða þetta undir bílinn hjá mér ef þetta er sæmilega breitt og getur nýst undir léttan bíl.
Kv Hjalti
02.02.2005 at 21:39 #515248Ef þú ert að spá í innspítingu þá mæli ég með TPI. Ég er með svoleiðis í Bronco II við 305 vél. Ef þú ert að spá í hvernig er að tengja innspítinguna þá eru allar upplýsingar um það á chevythunder.com. Gríðarlega góð síða sem inniheldur allar upplýsingar um hvernig á að tengja svona.
Kv Hjalti
-
AuthorReplies