Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
04.04.2008 at 18:29 #619148
mér fannst þetta nú ekki sérlega góð auglýsing fyrir klúbbinn, var verið að mótmæla því að við erum með góðan afslátt hjá Shell á leiktækin. Eigum við ekki líka að krefjast niðurfellingar á vörugjöldum á jeppum. Eldsneytisverð hér á landi er lægra en í nágrannalöndunum.
01.01.2008 at 13:05 #607932Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég fékk Setrið var; ‘flott blað, rosa mikil vinna sem liggur bak við þetta’. Hef staðið í svona útgáfu og veit að þetta er bara endalaus vinna. Ef þetta er unnið í sjálfboðavinnu þá segi ég bara húrra fyrir þeim sem gerðu þetta. Kannski er blaðið ekki fullkomið frekan en önnur mannanna verk en eins og einhver benti á er þetta einmitt upplagt rit til að hafa í bílnum.
Mér finnst menn stundum óþarflega stórorðir og illskeyttir í skrifum sínum, bæði um þetta mál og önnur. Allt í lagi að hafa skoðun á málinu. Það er ekki skemmtilegt að hafa lagt nótt við dag til að klára verkefni og fá svo skít og skammir frá þeim sem ekkert lögðu til og/eða hafa ekki kynnt sér málið nægilega vel. (nú er ég kannski full stórorður !!)
Bestu óskir um gleðilegt (ferða) ár til allra í 4×4.
HG
22.10.2007 at 14:38 #600430Þegar maður er í 4×4, FI, Útivist og FIB er þetta nú farið að tínast saman og verður um 20.000 kall, þar af er 4×4 gjaldi langhæst en auðvitað ræður maður því sjálfur í hvað peningunum er eytt.
HG
05.01.2007 at 18:16 #573806Tek það fram að ég er ekki sérfærðingur í þessu en finnst þetta góð athugasemd hjá Izeman að hafa aukakælinn undan vatnskassakælinum ef hann er fyrir hendi. Hins vegar finnst mér 100°C ansi mikið miðað við þær tölur sem ég hef séð en eins og segir hér framar ætti ekki að fara uppfyrir 175°F sem eru um 80°C og þar segir líka að hverjar 20°F eða 11°C sem hitinn hækkar, helmingi líftíma skiptingarinna. Það er líka hárrétt að góð olía er mjög mikilvæg og getur ráðið úrslitum við mikið álag. Hér er grein um þetta og einmitt talað um F350 og einnig að ofkæla ekki. Það er þá gert með hitanema og framhjáhlaupi. Sjá nánar á:
http://www.roscommonequipmentcenter.com … s/nn15.pdf
05.01.2007 at 12:51 #573798Setja aukakæli. Mælir getur verið úttak eða inntak við skiptinguna, möguleiki að hafa ábáðum. Einnig hægt að setja mæli í pönnuna (ég er með hann þar) en passa að hann standi ekki niðurúr. Mjög mikilvægt að skiptingin hitni ekki um of.
Fann þetta:
Heat kills automatic transmissions. In fact, for every 20°F temperature increase above 175°F, transmission life is cut in half. Transmission life expectancy is directly related to how well the transmission fluid is able to disperse heat and withstand high temperatures.
HG
22.10.2006 at 22:50 #564418Til fróðleiks.
Við fórum þessa leið með lítið breytta og óbreytta jeppa, þ.e.a.s. Emstrur/Hvanngil/Álftavatn/Mógilshöfða/Landannaleið í dag, sunnudag. Ferðin gékk mög vel og án vandræða. Óskar Pajero Ólafsson hjálpaði þeim sem hjálp þurftu upp bröttustu brekkurnar.
19.10.2006 at 21:55 #564416takk, var að skoða það, datt í hug hvort einhver væri nýbúinn að fara Reykjadalina eða Mógilsh. Sennilega slæmt ef það er einhver snjór á Landmannaleið.
19.10.2006 at 21:47 #198776Veit einhver hvernig færið er frá Laufafelli norður á Landmannaleið eða hvernig færð er á Landmannaleið.
28.02.2006 at 22:31 #545068Þetta er alveg rétt athuga hjá Sveini. Jökullinn er að lækka og snjóalög að þynnast á honum. Oft er þessi leið farin í slæmu skyggni og erfitt að sjá hvort þarna eru sprungur eða svelgir.
Það væri gott að fá upplýsingar hér inn á spjallið ef einhver hefur verið þarna nýlega og séð hvernig staðan er.
HG
-
AuthorReplies