Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
30.04.2009 at 10:15 #646754
Fórum á sleðum frá Rauðskál undir Heklu síðustu helgi. Vegurinn uppeftir ekki alslæmur – auður en svolítið sundurskorinn. Töluverður þræðingur í sand og grjóti frá Rauðskál á sleðunum. Fórum á Heklu og inn í Laufafell. Þaðan var brunað niður í Helli en ferð hætt við Dómadalshálsinn vegna snjóleysins.
Dómadalurinn og í kringum helli er orðin vatnssósa en það er ennþá hægt að spóla í kringum Laufafellið og Hrafntinnusker þó svo snjórinn þar sé orðin mjög þungur yfirferðar. Mikin snjó hefur tekið upp á sl 2 vikum og ekki er núverandi veður að bæta ástandið.
06.11.2008 at 22:32 #632310Með 4-5 þúsund króna árgjaldi í FÍB hefur þú aðgang að lögfræðiaðstoð sem gæti hjálpað þér með þessa fanta. Þeir reyndust mér ágætlega til að sjá heildarmyndina áður en maður ræðst í að leigja sér einn fyrir 15þús + á tímann.
17.10.2008 at 14:41 #631274Það er líka verkstæði í Kársnesinu í Kópavogi sem ég man ekki alveg hvað heitir – þeir gerðu við tvær felgur fyrir mig í fyrra – vel gert og mjög sanngjarnir.
26.09.2008 at 20:30 #629898Félagar úr Hjálpasveit Skáta í Rvk er búnir að fara máta bæði á Langjökul sem og á Mýrdalsjökul.
Langjökull 31 ágúst
http://www.stormur.is/pages/frettir/fre … st2008.htmMýrdalsjökull 20 sept
(http://www.stormur.is/pages/frettir/myrdalsjokull.htm)Þetta er víst allt að koma fyrir ofan 1000-1200 metrana. Menn töluðu líka um að Langjökulinn væri óvanalega mikið sprunginn og væri bara fyrir vana menn að vera þvælast um á þessum árstíma.
18.06.2008 at 01:24 #202563Sælar,
Var að hugleiða að fara í Þórsmörk með óbreytt fellhýsi í eftirdragi – er sjálfur á óbreyttum krúser – hvað segja menn um slíkt? er þetta rennifæri eða á maður frekar að fara að dusta af gamla hústjaldinu.
Öll góð ráð þegin.
28.02.2008 at 11:37 #615452ég myndi prófa að kasta þessari spurningu inn á spjallið hjá Lexa – duglegir sleðamenn þar sem ættu að kannast við málið
11.01.2008 at 18:59 #605044Tek undir með síðasta ræðumanni að hér er ein frumlegasta breyting síðustu ára. Gaman væri ef eigandinn gæti frætt okkur hina öfundsjúku um helstu tölur á þessari breytingu – hvað kostar svona gripur kominn á götuna?
17.10.2007 at 11:08 #200988Varð fyrir þvi leiðindaróhappi að bíllinn minn var prófaður á bílasölu (án fylgdar sölumanns) og í prufuakstri brotnar mismunadrifið, járn kurl fer í ring og pinjónin sem og að kúpling fer úr sambandi.
Bílasalan tekur enga ábyrgð á svona tjónni, sá sem prófar bílinn segist að allt hafi gerst við eðlilega keyrslu og flestir sem ég hef talað við telja að það sé ógjörningur að sækja svona mál. Hefði bíllinn verið klesstur liti málið allt öðruvísi út en þar sem þetta er „innra“ tjón sé ekki hægt að meta þetta úr frá aksturlagi. Spurning mín er því sú.
1. Hver er réttur þeirra sem leggja bílum sínum á bílasölu?
2. Hversu gjörlegt er að brjóta mismunadrfi á þess að þjösnast á bílnum?
11.09.2007 at 10:24 #596446Það væri fróðlegt að vita hversu víðtækt þetta samstarf á sviði fjarskipta muni ná. Er þarna einungis vera að tala um tal og SMS möguleika Tetra kerfisins eða er neyðarlínan að gefa grænt á aðgengi félagsmanna að flotastjórnunarkerfinu sínu þar sem GPS hnit eru send via SMS yfir í stjórnstöð neyðarlínunar og því virk vöktun á viðkomandi farartæki? [url=http://www.trackwell.com/products/tracscape.html:iiz7wd1g][b:iiz7wd1g]sjá[/b:iiz7wd1g][/url:iiz7wd1g]
27.08.2007 at 13:07 #595492Sá skemmtilegar myndir af Wrangler með tjaldi á toppnum hjá honum Jonna sleða/hjólagaur.
Þetta virðist alveg vera gera sig í vetrarferðum [url=http://www.jonni.is/images/jeppatur22-24.09.06/pages/Picture%20046.htm:mxbqnoxd][b:mxbqnoxd]myndir[/b:mxbqnoxd][/url:mxbqnoxd]
19.07.2007 at 16:16 #591444. . . . en hvað með hlutföll – þetta er Dana 60 – bíllinn er núna á 38 – fer ég með kassann og drif ef ég breyti ekki hlutföllum fyrir 44" ?
24.05.2007 at 00:08 #591442svona öðlingur er ekki falur enda ekki hægt að biðja um betri sleðavagn. Ferðaðist áður fyrr um með tveggja sleða kerru aftaní – eilíft vandamál með kraft, hita á skiptingu og svo það að halda þessum blessuðu kerrum í standi.
Næsta mál á dagskrá hjá mér er að koma honum á stærri dekk, byggja yfir pallinn og mála og gera fínt. Mun ódýrara heldur en að kaupa sér nýja yfirbyggða kerru og líka langt um skemmtilegra
Hinsvegar veit ég af nokkrum Fordum 350 bensínbílum niður við gamla blómaval – gamlir varnaliðsbílar – ef þú hefur áhuga á slíkum gripum.
23.05.2007 at 00:03 #200348Ég bý svo vel að eiga 83 módelið af Ford F350 6,9 V8 dísel sem ég hef áhuga á að koma á stærri skó. Hvað þarf til að framkvæma verkið að því augljósa undanskildu að eiga 44″ dekk? Bíllinn er með flatpalli að aftan fyrir tvo sleða og því þarf burðargetan (fjaðrir) að haldast nokkuð óbreytt . Er nóg að lyfta boddíi (framhúsi) og snikka svo til frambrettin eða þarf meira til ? og hvað með hlutföll – hvað væri æskilegast að nota?
Einnig stendur mér til boða 351 V8 bensín vél – væri hún að skila sér betur fyrir svona hlúnk?
Öll góð ráð þegin.
29.04.2007 at 19:41 #589490hvernig er færið? hvaðan var farið og hvernig er aðkoman að jökli?
07.02.2007 at 14:12 #199611Ég er að forvitnast hvernig aðgengi sé að Langjökli upp frá Slunkaríki og Klakk – ég veit að menn eru að nýta sér þessa fallegu leið yfir vetrartímann en er þessi leið aðgengileg yfir sumarið og er þá jökullinn mikið sprunginn á þessum slóðum yfir sumartímann?
27.12.2006 at 02:47 #199236Veit einhver hvernig staðan er í kringum Skjaldbreið og Slúnka nú eftir rigningartíðina? Er hægt að bregða sér á sleða eða er allt á floti allsstaðar?
25.08.2006 at 11:53 #556996Ég átti einn á 33" 2,9 tdi 97
nýtt hedd í 125 þús
nýtt framdrif í 150 þús
Nýtt afturdrif í 180 þús
bilaður hraðamælir aðra hverja viku
biluð stýring á há og lága í 200 þús
og svo eitthvað fleira en samt sem áður hika ég ekki við að mæla með þessum bílum Því þrátt fyrir viðhald (hvaða bíll þarfnast ekki viðhalds?) þá færðu heilmikið fyrir peningin. Hvort sem hengdur var sleði eða fellihýsi aftan í þá skilaði hann alltaf sínu og fer vel með mann á leiðinni. Hef verið með Partol SE og Cruiser 90 í sömu aðgerðir og get sagt með sanni að þeirra er ekki saknað á sama hátt og Mússosins.
24.08.2006 at 12:01 #558584þetta eru víst gamlar upplýsingar á heimasíðu Vöku um kerrur sem voru seldar fyrir löngu síðan . . . því miður
27.04.2006 at 15:09 #551290Ég er með 33" bíl með 2,9 tdi vélina og lét smíða 2,5 opið púst fyrir uþb ári síðan og án þess að getað vitnað í neinar opinberar rannsóknir þá finnst mér aflaukningin vera ca 10% hverju hann skilar út í hjól. "Endahraðinn" hefur aukist töluvert (var í 90km á 2500 snún en er nú að skila sér í ca 100kmh án nokkurra annara breytinga þannig að þetta léttir töluvert á vélinni. Einnig er töluverður munur á upptaki sem og á torki.
06.10.2003 at 08:34 #192954Sælt veri fólkið
Veit einhver til þess að menn séu að setja opið 3″ púst í Musso, hver sé þá að smíða svoleiðis og þá hvort slíkt sé eitthvað að virka yfir höfuð ?
Kveðja
-
AuthorReplies