Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
31.03.2011 at 06:50 #725393
Rútan er öflug Trölli frá Trex gott væri að heyra ef einhver hefur verið á ferðinni í vikunni
30.03.2011 at 19:49 #218266Jæja félagar maður þorir nú varla að spyrja en hefur einhver farið íLangadal síðastliðna viku eða veit hvernig færðin er ég er að fara með bíl og rútu þarna uppeftir um helgina Þarf náttúrulega ekki að taka það fram að ég er Atvinnumaður 😉
04.02.2010 at 00:15 #680680Sælir félagar ekki ætla ég að kommenta á félagsgjöldin sem ég borga samviskulega til að hafa aðgang að rásunum og sleppa í leiðinni við leyfisgjaldið( er að borga 2000kr fyrir vhf í bátnum hjá mér.)En sniðugt væri nú að grípa tækifærið með þessari umræðu og uppstokkun í félaginu og fara að nota félagsnúmerið sem kallnúmer og ef menn nota það ekki er bara hægt að biðja þá um að fara af rásinni. Sjálfur er ég í tveim öðrum félaga samtökum sem nota
kallmerki og finnst mér það mikill kostur það eru tildæmis mikið fleiri sem þekkja mig í stöðinni sem FÍ DÓRI heldur en dóri. jæja nóg komið af rausi kær kveðja Ö1433
29.01.2010 at 16:41 #679914ég lenti í þessu sama bilaður nýlegur startari fór og talaði við Kidda og hann lagaði hann meðan ég beið mér að kostnaðarlausa hef aldrei fengið annað en toppþjónustu og ekki spillir verðlagningin.Það getur allt bilað bæði menn og startarar. 😉
28.10.2009 at 22:51 #664030Sæll það gengur ekki að taka 12v út af öðrum geyminum þú endar með hann ónýtan um leið og annar geymirinn er fullhlaðinn hættir altenatorinn að hlaða og neyslugeymirinn tæmist lenti í þessu veseni á trillubát ætlaði að stela neyslu af startgeymum var með 2x 170 amp það er best að nota straumbreytir 24 í 12v ef þú notar mikið símann
nmt símann þarftu sér straumbreytir á hann hann tekur það mikinn straum í sendingu að hann truflar hin tækin.
ég á þetta fyrir þig á lítinn pening. kveðja Dóri.
20.10.2009 at 00:04 #207549Sælir félagar ég er með Mussó með rafmagnsskiftingu og eru ljós að loga hjá mér af og til í mælaborðinu bæði hága og lága ljósið í einu lenti svo í því um daginn að hann festist í lágadrifinu og neitaði að fara úr því fyrr en hann var búinn að hvíla sig á Hveravöllum í ca 4 tíma þegar ég gangsetti aftur og þá var allt í lagi hef reyndar ekki þorað að nota lága drifið aftur einhver sagði mér að rafmótorinn í millikassanum gæti verið bilaður vill ekki trúa því frekar eitthvað tengingavesen álykta það útaf ljósunum sem eru að kvikna í tíma og ótíma
Ef einhver kannast vi’ð þetta eru góð ráð vel þeginn. Kveðja Dóri.
PS mig vantar líka Kastaragrind á gripinn.
03.09.2009 at 17:39 #655990okay einföldum málið eru ekki örugglega bara venjulegar gír og drifolíur á Mussó
01.09.2009 at 21:36 #206198Sælir var að fá mér Musso sjálfskiftan hvaða olíur á að nota á skiftingu, millikassa og drif.
finnst ég heyra einhvern hvin í afturdrifi ekki mikið en pirrar mig samt ,er þetta kannski bara eðlilegt
maður heyrir oft alskyns aukahljóð í þessum gömlu bílum og fer að stressast upp.Vantar líka kastaragrind
og gula kastara . kv Dóri.
30.08.2009 at 14:21 #655732Allavegana dísurnar í spíssunum og líklega olíuverk það er að segja þeir hlutir sem eru smurðir með díselolíunni.
20.07.2009 at 20:13 #651984Var að koma af Kili vegurinn eins og ætíð áður ÞVOTTABRETTI.
20.05.2009 at 15:10 #647782Fann uppí hillu hjá mér óopnaðan brúsa af þessu undraefni ef einhver vill eiga hann getur sá sami hringt í mig 8669997 sjálfur hef ég prufað þetta og ekki líkað bíllin þarf helst að vera inni í sólarhring til að bónið fullharðni lakkið á míunum varð eins og flauel eftir 2 ferðir á reykjanesbrautinni gljá efnið sem gæinn hérna að ofan var að tala um heitir Hylite svo er annað efni sem heitir Fantasy últragott á alla plasthluti inní bílnum frískar upp án þess að verða feitt. mæli hikstalaust með efnum frá Gísla Jónsyni (Málningarvörur.
Ultra glozz er frá K Pétursson Kristnibraut 29
113 Reykjavík S 5673730–6960796
http://www.ultragozz.com Ánægðir.
17.05.2009 at 13:38 #647756Mæli hikstalaust með undra tjöruhreinsi sem er góð ryðvörn líka smýgur allstaðar á milli og skilur eftir tólg( hann er búinn til úr kindamör) ef að mikil tjara er á bílnum er gott að ná henni af með hardvax frá Sonax nota það líka í falsana í sambandi við bón eru þetta mikil trúarbrögð ég er með bónstöð og er búinn að prufa allt mögulegt í þessum efnum þetta er allt mjög svipað ég nota helst efni frá Gísla Jónsyni heita Concept mjög góð lína en þetta með Metalick lakkið er þekkt vandamál verður skýjað og eins og það vanti bón á bletti hef notað bón frá Sonax sem ég man ekki hvað heitir en er gert fyrir metalic lakk
Kveðja Bónerinn!!!!!!!!
13.03.2009 at 19:13 #642994Það gæti verið var að tékka á olíunni hann virðist aðeins brenna henni var komið niður á hálfan kvarðann vona að ljósið kvikni ekki strax aftur,þetta er reyndar hentugt að hafa aðvörunina svona viðkvæma týpíst með vélstjóra að ath ekki olíu.En þá vantar bara upplýsingarnar með bensín eyðslu eða er það viðkvæmnismál hjá toyotaeigendum!!!! eins væri gaman að vita loftþrýsting í 38"ground havg á malbíkinu.
Takk fyrir hin svörin Dóri.
12.03.2009 at 11:59 #642988upp
10.03.2009 at 14:48 #204002Sælir félagar ég var að fá mér Hilux eðalvagn
það kviknar alltaf af og til gult ljós mynd af vél.
manualinn segir eitthvað rafmagnsvesen.
Mjög misjafnt hvað það logar lengi og er alltaf slökkt eftir að ég fer af stað og kviknar ekki nærri alltaf hefur einhver hugmynd hvað þetta getur verið
eins væri gaman að vita eyðslutölur hjá ykkur þetta er 4 cyl 22Re mótorinn „38 dekk 5:29 hlutföll
minn er að fara með 17-19 lítra í blönduðum akstri
mest á Reykjanesbrautinni Passa felgur af Patrol undir Hilux?
Vonandi getur einhver sagt mér eitthvað af þessu
Kveðja Halldór Hafdal.
10.03.2009 at 14:48 #204001Sælir félagar ég var að fá mér Hilux eðalvagn
það kviknar alltaf af og til gult ljós mynd af vél.
manualinn segir eitthvað rafmagnsvesen.
Mjög misjafnt hvað það logar lengi og er alltaf slökkt eftir að ég fer af stað og kviknar ekki nærri alltaf hefur einhver hugmynd hvað þetta getur verið
eins væri gaman að vita eyðslutölur hjá ykkur þetta er 4 cyl 22Re mótorinn „38 dekk 5:29 hlutföll
minn er að fara með 17-19 lítra í blönduðum akstri
mest á Reykjanesbrautinni Passa felgur af Patrol undir Hilux?
Vonandi getur einhver sagt mér eitthvað af þessu
Kveðja Halldór Hafdal.
21.10.2008 at 23:27 #203095Sælir félagar ég er búinn að steingleyma í hvora áttina má blanda bremsuvökva það á að nota dot 3 á fordinn minn er ok að nota dot 4
Kveðja af Vatnsleysuströndinni
10.09.2008 at 20:49 #629006Þetta er svolítið spennandi vitiði hvað jimny er að eyða með 32"dekkjum.Kannski leggur maður bara Discóinum og skreytir Jimnýinn.
Kveðjur úr sveitinni.
04.06.2008 at 20:19 #623982keypti í vor hjá Gísla Jónssyni loftrokk á 30000.þeir eiga líka rafmagnsrokka og allt til mössunar.
Kveðja ö1433
23.03.2008 at 14:18 #618244Þú færð allar upplýsingar um VHF á slóðinni hjá
Sigga Harðar feris.is……
-
AuthorReplies