Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
14.07.2002 at 00:35 #462318
Þegar ég segi pentium (eða hvað sem er annað) þá á ég við það eða sambærilegt í afli, (AMD, Cyrix). Ég veit ekki hvort minni vélar ganga (t.d. 486) en þar sem það er næstum því nauðsinlegt að vera með geisladrif þá setu það minni vélar út af kortinu, ég hef alla vegana ekki séð 486 með geisladrif. Hvað varða að hlaða myndurm inn úr myndavélum þá ættu sömu vélarnar pentium að virka í það, spurningin er aðalega með hvernig myndavélarnar eða kortalesarinn tengjast við, ef það er með serial eða paralell tengingu þá eru allar vélar með það, ef það er með einhverskonar diskettufyrirkomulagi (sem ég hef sjálfur prófað, Olympus) þá eru allar vélar með þann möguleika, en ef það er USB þá eru eldri vélar ekki alltaf með þann möguleika, og ég veit ekki hvort er hægt að fá USB kort (PCMCIA).
Kv. Helgi
14.07.2002 at 00:20 #462356Hef ekki farið með fellihýsi sjálfur en verið með mönnum í hóp sem hafa gert það. Það er að segja farið með þau í bása. Það voru fleiri með fellihýsi þá líka. Þetta var um Jónsmessuna og það var frekar lítið í ánum. Félagi minn fór um síðustu helgi og þá var líka lítið í ánum. Þannig að það er ekkert mál að far með fellihýsi þangað. Hvað varðar hálendið almennt er það misjafnt eftir leiðum og hvernig fellihýsið er búið fjöðrun, hæð og dekk. Sum staðar er það ekkert vandamál annars staðar allt að því óframkvæmanlegt.
Kv. Helgi
13.07.2002 at 09:15 #462314Hvað menn eru að nota fer aðalega eftir vað þeir eiga, en ekki endilega eftir hver lágmarksþörfin er. Ég er reyndar nýbyrjaður að fikta við að nota feravél við GPS, en ég er með pentium 133 og sé ekki annað en það sé full nóg. Reikna með að hvaða pentium vél sem er sé nóg. Hef prófað bæði NavTrek97 og OziExplorer, á eftir að setja Visual Navigator upp og prófa, en hann er eigilnlegað framhald af NavTrek og ég hef enga trú á að hann kalli á öflugri vél. Vandamálið er líklega aðalega það að gamlar og ódýrar ferðavélar liggja ekki á lausu að því er ég best veit.
Kv. Helgi
12.07.2002 at 12:39 #462346Síðan bönnum við 44" bílanna á þjóðvegunum og seljum þeim sem ætla með þeim farið úr bænum að Stóru Mörk fyrir ca. 30 til 40.000 þá eru allir ánægðir. Ekki satt Teddi.
Kveðja Helgi
12.07.2002 at 12:36 #462344Við venjulega aðstæður ferðu yfir Krossá á hvaða jeppa sem er. Fylgsdu með hvað aðrir gera og reyndu að meta ánna. Farðu aldrei upp í strauminn. Yfirleitt er minnst í ám snemma dags og eykst eftir því sem líður á daginn. Ég hef ekki farið í Langadal í sumar en fór yfir Krossá á leið inn í Húsadal um Jónsmennuna án vandræða, á mínum óbreytta Pajeró. Og hef farið yfir krossá bæði við Langa og Húsadal gegnum tíðina á alls kyns jeppum, mörgum þeirra ekkert eða lítið breyttum án vandræða.
12.07.2002 at 07:54 #462330Ef Freyr veit ekki að Hraftinnusker er jökull veit það enginn. Enda var hann að spurja um skafla á leiðinni ekki í skerinu sjálfu.
Kv. Helgi
11.07.2002 at 10:49 #191596Hafa einhverjir komið oðrum kortum en þeim sem fylgdu inn í Navtrek/Visual Navigator, og þá hvernig.
Kv. Helgi
11.07.2002 at 10:46 #462308Annarsvegar eru tölvunar notaðar til að setja púnkta og ferla í tækin eða taka púnkta og ferla úr tækjunum, hvað leiðarpúnkta varðar þá er þetta fljótlegra og minni hætta á innsláttarvillum en að handstimpla, það er líka hægt að gera þetta fyrir eða eftir ferðir heima og kallar ekki á ferðavél, fer eftir minnisstærð tækja og lengd ferða. Fyrir Garmin tæki er hægt að nota Mapsourch sem er windows forrit eða PCX5 sem er dos forrit (bæði frá Garmin). Fyrir PCX5 er hægt að nota hvað sem er sem keyrir dos, fyrir Mapsourch þarf windows og ég veit að allavegana hvaða pentium sem er getur keirt það.
Það eru nokkur forrit (sjá http://eva.ismennt.is/~ey4x4/gpssida.htm) í gangi til að vera með kort í sem hægt er að keyra rauntíma vinslu á, þ.e. að vera með GPS tækið tengt við tölvuna og nota hana til að sjá hvað er að gerast. Þau sem ér hef prófað eru NavTrek97 og OziExplorer bæði hafa virkað fínt á pentium 133 vél, NavTrek var á sínum tíma selt hérna ásamt kortapakka frá Landmælingum, en mér skilst að það sé ekki selt lengur, enda gekk það manna á millum, menn afrituðu pakkann. Kortin fyrir Navtrek eru á formi sem ég þekki ekki og ég veit ekki hvort einhverjir hafa sett önnur kort inn í hann en þau sem fylgdu í upphafi (öll útgefin staðfræðikortin 1:50 000, aðalkortin 1:250 000, og ferðakortið 1:500 000). OziExplorer notar bitmap form og er hægt að skanna hvaða kort sem er og aðhæfa inn í hann, ég veit að það eru til fyrir hann öll sömu kortin og fyrir Navtrek og einhver fleiri hef ég séð. Það sem þarf að athuga er með diskpláss kortin taka soldið pláss, það er hægt að hafa þau á CD en betra held ég að setja þau inn á harða diskinn. Kortin fyrir NavTrek taka 243 MB og fyrir OziExplorer 180 MB (upplausnin er ca 100 til 120 punktar á tommu).
Hvað varðar að nota tölvu til að keyra eftir þá skiftir skjárinn miklu máli, hvernig er að sjá á hann bæði gagnvart birtu og í öðru horni en beint á. Ég hef líka heyrt að það hafi komið fyrir að harðir diskar hafi skemmst eða eiðilagst þegar bílar hafa lennt í góðum holum.
06.07.2002 at 10:28 #462198Átti að vera án vandamála
06.07.2002 at 10:27 #462196Það hafa verið settar 6,5 vélarnar í Patról, að því er ég veit best með góðum árangri og á vandamála.
26.06.2002 at 12:38 #461964Um síðustu helgi var ekkert mál að fara með vagna inn í (Þórsmörk) Bása.
21.06.2002 at 12:30 #461858Það vantaði að 130 km er miðað við 3200 snúninga.
21.06.2002 at 12:29 #461856Það er eitthvað ekki í lagi við tölurnar sem þú ert með. Sjálfskiftingin gefur nálægt 1:1 í hæðsta gír, millikassinn er með 1:1 í háa og með 4,10:1 drifhlutfall á 35 tommu dekkjum er hraðinn u.þ.b. 130 km/klst, þannig að annaðhvort er einhverjar tölur snúningur, hraði eða drfhlutföll ekki rétt, eða eitthvað verulega að skiptingunni. Miðað við sömu forsendur í gírun 1:1,1:1,4,10:1, þá ætti vélin að vera að snúast rétt tæplega 2000 snúninga á 80 km/klst. Á 80km ætti 4,10 hlutfall að gefa á 35" 2000 sn., 38" 1850 sn. og á 44" 1590 sn.
-
AuthorReplies