Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
11.02.2003 at 22:28 #468286
Mig minnir að það hafi einhver tímann verið sett í reglugerð að allir bílar á 44" þurfi stýristjakk, og einhvern tímann voru það minnir mig líka tilmæli frá tækninefnd á bílar með hrútshornin á 38" eða stærri væru með tjakk. En eins og ég segi þá minnir mig þetta.
Kv. Helgi
11.02.2003 at 22:22 #468234Þetta snýst ekki bara um niðurgírun í lága drifinu, líka í háa á venjulegum götuakstri. Hlutfallið þarf að vera þannig að bíllinn sé ekki of þungur af stað og kraftlaus í venjulegum akstri. Eins og eik bendir á þá er orðið hægt að fá niðurgírun meiri í millikassann, það er líka hægt að setja aukamilligír sem hefur tölvert verið sett í Hilux týpurnar, þetta hjálpar hins vegar ekki upp á í háadrifinu. Það hafa verið settir Rocky millikassar í einhverja, hann er með niðurgírun í háa þannig að hægt er að vera með hærra hlutfall í drifi, ef ég man rétt þá hefur t.d. verið notað 4,30. Orginal millikasinn er þá notaður í milligír til að ná góðri niðurgírun í lága, en Rocky kassinn er ekki með neitt sérstakt í lága. Hins vegar held ég að það sé ekki sérstök ástæða til að vera hræddur við 5,71 hlutfallið miðað við þann fjölda sen notar það, þetta snýst líka um afl, ef það er mikið þá er það líklega ekki skinsamlegt, en org Toy vélarnar eru held ég ekki vandamál hvað það varðar. Það væri best fyrir þig að komast í að prófa eða fá að heyra frá einhverju sem er með sambærilegan bíl á 5,29 hvernig það kemur út.
Kv. Helgi
11.02.2003 at 22:08 #468348Þekki reyndar ekki hvað er hægt að fá í Patrol annað en loft, en loflásinn hefur mikla kosti fram yfir flestar aðrar, þegar hún er læst þá er hún læst og þegar ekki er læst finnuru ekkert fyrir henni t.d. þegar verið er að keyra í framdrifi á vegum eða slíkt. Ég mundi halda að þær fengjust hjá t.d. Benna og Artic Trucks. Ef þú ert að spá í hvaða týpa af lásum ganga í hjá þér þá fer það eitthvað eftir árgerðum hvað passar.
Kv. Helgi
11.02.2003 at 21:57 #468396Ef ég man rétt þá er Ramcharger til með bæði litlu og stóru gatadreifingunni. Minnir að ég hafi séð einhverntímann Ram með qudratrac með litlu og hef ekið Ram með stóru dreifingunni.
Kv. Helgi
11.02.2003 at 21:51 #468342Eins og runar segir þá dælir dælan lofti inn í pústgreinina til að valda bruna í óbrunnum hydrocarbonum. Deilirinn sem þú talar um er að öllum líkindum skiptir sem stjórnar hvort loftið fer inn á pústgreinina eða ekki, við vissar aðstæður er loftinu ekki dælt inn á pústið, annarsvegar þegar vélin er undir stöðugri þungri vinslu, hins vegar ef catalist converter er í bílnum til að koma í veg fyrir ofhitun í honum.
Kv. Helgi
09.02.2003 at 20:54 #468194Það er Toyota vél í Rocky heitir ef ég man rétt 3Y. Þessi vél kom held ég í Toyota double cab líka þegar hann kom með 2 lítra vél.
Kveðja Helgi
07.02.2003 at 10:57 #467878Ef ég man rétt þá var ástæðan fyrir þessu með ljósin ekki þróunarleysi amerískara framleiðenda heldur reglur þar í landi. Enda voru lengi vel allir evrópskir og japanskir bílar í ameríku með þessu sömu ljós, þó sami bíll hafi verið með allt önnuur ljós á öðrum markaðssvæðum.
Kveðja Helgi
25.01.2003 at 20:35 #192052HVernig hefur gengið að nota usb-serial breyta til að tengja GPS tæki við tölvur sem eru ekki með serial.
Kv. Helgi
25.01.2003 at 20:33 #466970ef þú finnur ekki none/NMEA þá notaru NMEA/NMEA.
Kv. Helgi
13.12.2002 at 10:42 #465368Biðst afsökunar á að hafa farið rangt með.
Kv. Helgi
12.12.2002 at 23:48 #464748Þau tæki sem ég hef skoðað sem eru Garmin 45XL, 12XL og eTrex Legend, senda öll hæðina út á tölvutengið, en það virðist ver misjafnt hvort að forritin nota hæðina. Visual Navigator Nav Trek) virðist ekki gera það, OziExplorer notar hæðina, sýnir hana og vistar í feril skrána, MapSourch virðist ekki sýna hæðina ef tækið er stillt á NMEA en ef tækið er stillt á Garmin þá sýnir það hæðina. Þetta á allt við um rauntímavinslu/ferlun.
Ef að verið er að taka ferilskrár úr þessum tækjum eftir á þá er það bara nýjustu tækin sem geyma hæð í ferilskrám, eTrex og væntanlega önnur nýjustu tækin.Kv. Helgi
12.12.2002 at 23:36 #191895Veit einhver hvaða pinni er hvað í Magellan Color Trak tækinu. Þetta ro kringlótt tengi mað aðeins flötu á einum stað í hringnum og fimm pinnum.
Kv. Helgi
12.12.2002 at 23:32 #465362Þessar tilhneigingar Bjarna koma ekki á óvart þegar litið er til þess að hann byrjaði sinn jeppaferil á grútarbrennara, en Bjarni átti í den IH Traveler með Bens hreyfli í.
Kv Helgi
08.12.2002 at 16:17 #191864Á einhver upplýsingar um NMEA0183 2.0 staðalinn sem væri hægt að fá. Ég á uppl. um ver. 1.5 en hef áhuga á að fá 2.0 ef einhver á og er til að láta.
Kv. Helgi
helgi.valsson@isl.is
05.12.2002 at 23:23 #461630Þessi umræð kom upp fyrir all nokkrum árum þegar Cheerokee kom án sjálfstæðrar grindar, þá voru margir sem sögðu það er ekki hægt að breyta þessu og er handónýtt. Ég sé ekki betur en að það sé verið að nota þessa bíla ennþá í dag þó þeir séu ekki með sjálfstæða grind án vandamála. Þannig að hvort Pajeró eða aðrir jeppar eru á sjálfstæðri grind eða ekki hefur eitt og sér ekkert að gera með hentugleika þeirra til breytinga.
Helgi
05.12.2002 at 23:05 #464884Eldri patrólinn er með frekar stutt á milli framleganna og mér er sagt að það sé enn styttra í milli þeirra á nýja bílnum sem er þá mjög stutt. Þetta hefur vafalaust áhrif á endingu leganna til hins verra.
Helgi
24.10.2002 at 15:12 #191738Ég vil endilega benda mönnum að setja spjallþræðina sem þeir starta undir viðeigandi spjall hóp. T.d. skálamál undir skálamál, það auðvelda mjög að finna þræði sem ekki eru meðal 10 nýjast uppfærðu.
Helgi Valsson
24.10.2002 at 14:56 #463708Flest þessi forrit og kortadiskurinn er örugglega eins, notast við NMEA staðal til að tala við tækin í rauntímavinnslu. Það þýðir að interface á tækinu er stillt á NMEA 0183, þá eiga tölvan og tækið að geta talað saman. Tegund tækis skiptir þar engu máli. NMEA 0183 er alþjóða staðall í samskiptum milli siglingatækja og öll GPS tæki bjóða upp á hann. Það eru væntanlega einhverja leiðbeiningar um hvað þarf að gera í forritinu til að tengingin verði virk í tölvunni.
Helgi Valsson
29.08.2002 at 11:10 #462868Ef miðað er við kr 87 dollarinn, þá ættið dæmið að vera eitthvað nálægt þessu: Dekk $ 300 = kr 26.100-, flutningur á 40 feta gám (skvm. gjaldskrá Eimskip á netinu) $ 4.606 = kr 400.722-, það þýðir að 15 gangar (60 dekk) gera 1.566.000+400.722=1.966.722*10%*24,5%=2.693.426- sem gerir kr 44.890- dekkið. 20 gangar mundi gera kr 42.604 dekkið. Til viðbótar kæmi sennilega flutnings og umsýslu kostnaður úti, einhver þarf að koma dekkjunum í gáminn og koma þarf dekkjunum að gámnum eða gámnum að dekkjunum, það af þeim kostnaði sem kemur fram er síðan líka með vörugjöldum og vsk. eins og allur kostnaður þar til varan er komin á bakkan hérna heima. Ég er ekki að skrifa þetta til að draga úr mönnum heldur benda á að það þarf að skoða málið ofan í kjölinn til að fá ekki eitthvað óvænt inn sem ekki var reiknað með í upphafi. Ég veit ekki hvað komast mörg dekk í gáminn. Fjöldi ganga hefur náttúrulega áhrif á verðið og ef hægt er að fá flutninginn ódýrari eða magnafslátt á dekkjunum.
Helgi
14.07.2002 at 00:46 #462320Það sem ég gleymdi áðan var að hvað Makkan varðar þá þekki ég þá ekkert og ekki þau forrit sem eru til í hann svo ég get ekkert sagt um þá.
Til viðbótar þá er ég eingöngu að benda á það sem ég veit að er nóg fyrir þetta. Þannig að menn eru ekki tilbúnir að eyða miklum pening í vél, og geta fengið gamla vél fyrir lítið einhversstaðar eða eiga sem er hægt að nota. Svo fer þetta að sjálfsögðu eftir hvað á að gera við vélina, eingöngu þetta eða t.d. spila DVD myndir þegar komið er í skála eða setið er fastur í skafli eða óveðri. þá hef ég ekki hugmynd um hvað þarf öfluga vél í það, og menn verða bara að sníða sér stakk eftir vexti.Kv. Helgi
-
AuthorReplies