Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
28.04.2003 at 09:12 #472810
Þetta með 1 L á hver 100kg, átti við um bensínbíla hér áður fyrr, með þróun í vélaframleiðslu hefur þetta breist og bílar eru komnir niður fyrir þetta mark. Þetta hefur hins vegar aldrei átt við díselbíla þeir hafa yfirleitt alltaf verið tölvert undir þessu.
Kv. Helgi
10.04.2003 at 23:41 #472268Var helst til fljótur á mér, það kemur einmitt fram í þræðinum að Gufunes hkustar ekki á SSB ið sem við geturm haft í bílunum.
Stöðvar færðu ekki nema notaðr en ég efast um að það sé góð fjárfesting.Kv. Helgi
10.04.2003 at 23:37 #472266Síðasta sem er skrifað í þræðinum sem bent er á er skrifað fyrir rúmu ári síðan, það getur mikið hafa breyst síðan. Það er takmarkað gagn í SSB-Gufunesstöðvunum ef enginn ákveðinn hlustar á þær, nú veit ég ekki hvernig er með það í dag hvort Gufunes er með hlustun á þær stöðvar núna en ég skal kanna það.
Kv. Helgi
04.04.2003 at 23:14 #471874Til viðbótar má benda á að það sem sumum finnst kanski mest spennandi að hlusta á, lögregla og slökkvilið er að mestu komið eða á leiðinni í tetra sem ekki er hægt að hlusta á, nema hugsanlega með mjög miklum tækjabúnaði.
Kv. Helgi
04.04.2003 at 23:00 #471872Ég held að þetta sé ekkert til að hafa áhyggjur af eða velta sér upp úr. Í fyrsta lagi geta ekki nema þeir sem geta forritað stöðvarnar sjálfir sett þetta inn í stöðvarnar. Öðru lagi held ég að flestum þyki það verulega óspennandi að hlusta á flest sem fram fer á hinum ýmsu rásum. Þar sem að þetta væri líka bara að hlusta en ekki að senda á rásum sem maður hefur ekki aðgang að þá væri mun einfaldara að fá sér skanner sem tekur allt vhf tíðnibandið, þeir eru reindar ólöglegir en hafa að ég held verið seldir hér samt. Þeir sem eru í mikilli þörf fyrir að hlusta á aðra færu frekar þá leiðina heldur en að vera með talstöð. Svona listar eru heldur ekkert nýtt fyrirbrigði ég átti svona lista fyrir meira en 10 árum sem gekk þá á milli manna, þannig að þetta er ekkert sem er að koma með vhf væðingu jeppamanna og verður heldur sennilega aldrei stöðvuð.
Kv. Helgi
04.04.2003 at 11:39 #471994Það er rétt þetta er gömul Buick vél hitt var misminni hjá mér.
Kv. Helgi
04.04.2003 at 11:38 #471992Það er rétt þetta er gömul Buick vél hitt var misminni hjá mér.
Kv. Helgi
03.04.2003 at 13:38 #472010Þetta er líklega sú spurning sem ólíklegust er til að fá einhver einhlít svör sem hægt er að byggja á, svörin eru eins mörg og bílarnir eru margir.
Fyrst þarftu að gera upp við þig hvernig bíl viltu, bensín/dísel (kom reyndar fram), hvað má hann kosta, 4/2 dyra, má vera pallur eða ekki, hvað sættiru þig við í krafti, hversu stór cirka, hversu gamlann.Kv. Helgi
03.04.2003 at 10:06 #471986Ef ég man rétt þá er 3,5 vélin í rover gömul Chevy vél þannig að Crysler mótor passar ekki framan á skiptinguna.
Kv. Helgi
19.03.2003 at 13:33 #471092Almennt ætti það ekki að virka neitt að skrúfa upp olíverkið á túrbó lausum bíl, nema til að fá meiri svartann reik. Nema þá að vélin sé einhverra hluta vegna svelt af olíu. Til að auka olía gefi meira afl þarf líka meira loft, þetta snýst allt um hlutfall lofts og eldsneitis.
Kv. Helgi
19.03.2003 at 13:27 #471122Hún var ekki tekin af árið 2000 vegna Persaflóastríðsins heldu vegna hinnar ástæðunnar sem Lalli nefnir.
Hins vegar var hún tekin af í Persaflóastríðinu fyrir ca 10 árum en sett á aftur eftir það.
Kv. Helgi
19.03.2003 at 13:24 #471120Tækin sýna ekki hver skekkjan er þá gæti tækið alveg eins leiðrétt sig. Tækin sýna væntanlega skekkjumörk sem tækið er innan sem kemur til vegna afstöðu GPS tunglanna. Ef SA yrði sett á aftur geta tækin ekki séð það nema hafa einhverja ytri viðmiðun, leiðréttingakerfi t.d. eins og notað ef fyrir skipin hér við land, WAAS eða eitthvað slíkt.
Það er hins vegar ekki ástæða til að ætla að SA verði sett á aftur fyrir nokkrum árum gaf Bandaríkjaforseti út yfirlýsingu um að SA yrði tekin af og ekki sett á aftur, minnir mig.
Hérna eru tilvitnanir af vef Bandarísku flugmálastjórnarinnar:
Q. What is the status of Selective Availability (SA)?
A. By order of the President of the United States, the use of Selective Availability was discontinued on May 1, 2000.
Q. Will SA ever be turned back on?
A. It is not the intent of the U.S. to ever use SA again. To ensure that potential adversaries to do not use GPS, the military is dedicated to the development and deployment of regional denial capabilities in lieu of global degradation through SA.
Q. How can civil users depend on a system controlled by the U.S. military?
A. GPS is owned and operated by the U.S. Government as a national resource. DOD is the "steward" of GPS, and as such, is responsible to operate the system in accordance with the signal specification. The March 1996 Presidential Decision Directive, passed into law by Congress in 1998, essentially transferred "ownership" of GPS from DOD to the Interagency GPS Executive Board (IGEB). The IGEB is co-chaired by members of the Departments of Transportation and Defense, and comprised of members of the Departments of State, Agriculture, Commerce, Interior, and Justice as well as members from NASA and the Joint Chiefs of Staff. It allows for both civil and military interests to be included on all decisions related to the management of GPS.
DOD is required by law to "maintain a Standard Positioning Service (SPS) (as defined in the Federal Radionavigation Plan and the Standard Positioning Service Signal Specification) that will be available on a continuous, worldwide basis," and, "develop measures to prevent hostile use of GPS and its augmentations without unduly disrupting or degrading civilian uses." These strict requirements and current augmentation systems should actually make DOD use of the system transparent to the civil user. (Note: There will, necessarily, continue to be localized testing of the system by military and development teams but the testing will fall under strict notification guidelines of safety-of-life users such as Coast Guard and FAA).U.S. transportation, public safety, economic, scientific, timing, and other users rely on GPS extensively. In aviation and maritime transportation, GPS is used for "safety of life" navigation and it is a critical system for these applications. DOD is the steward of the system, responsible to maintain the signal specification; the IGEB provides management oversight to assure that civil and military needs are properly balanced.
Kv. Helgi Valsson
19.03.2003 at 10:40 #471106Átti að vera vefspjall en ekki vefsíðan.
Kv. Helgi
19.03.2003 at 10:39 #471104Ferð fyrst í vefsíðan smellir á þann lið sem passar, undir heiti spjalls, þá er efst á síðunni hefja nýjann þráð.
Kv. Helgi
19.03.2003 at 10:16 #192372Ég vil endilega benda mönnum á að þegar nýr þráður er hafinn að staðsetja hann undir réttum lið. Þegar maður ætlar kanski að reyna finna eldri þráð um t.d. breytinar á bílum þá er frekar langsótt að þurfa að leita undir GPS málum eða einhverju öðru algjörlega óskildu. Vöndum til verks.
Kv. Helgi
19.03.2003 at 10:08 #471078Passaðu þig á að spara ekki of mikið við þig í viftumálunum svo þú sitjir ekki uppi með eitthvað sem bilar eða virkar ekki þegar á reynir. Það ku víst skipta soldlu máli að kælingin virki. Þetta hefur verið gert það mikið í gegnum tíðina að það hljóta að vera einhverjir hér á spjallinu sem geta ráðlagt um hvernig best er að búa um hnútana.
Kv. Helgi
19.03.2003 at 10:02 #470652Það sem ég átti við er ekki að kortavörpun skýrði skekkjur í kortum heldur það þegar tvö samlyggjandi kort eru sett saman. Þetta sést mjög vel þegar farið er á milli korta í Visual Navigator. Ég ætla reyndar ekki að hengja mig upp á að þetta sé rétt hjá mér en minnir að ég hafi heyrt þetta hjá einhverjum sem átti að hafa vit á þessu.
Hvað varðar skekkjur í korunum sjálfum þá eru flest kort af Íslandi byggð á mælingum sem danir gerðu á fyrri hluta síðustu aldar, reyndar endurskoðað seinna, en það skýrir að ég held skekkjurnar í teikningu kortanna.
Í framhaldi af þessari umræðu um kortavörpun ætla ég að stinga því að stjórninni að fá fyrirlestur um kortavarpanir og kortamál á mánudagsfundi.
Kv. Helgi
18.03.2003 at 22:22 #470646Eitt sem virðist gleymast í þessu öllu er að kortin á Landmælingadisknum eru í mælikvarðanum 1:250000, en kortin sem er verið að nota í Visual Navigator (Nobeltec) og OziExplorer eru 1:50000. Sem er náttúrulega verulegur munur í upplausn kortanna og er kanski aðalástæðan fyrir því að diskurinn frá Landmælingum er ekki nothæfur nema til að sína gróft hvar maður er, kom reyndar ágætlega fram í erindi frá Landmælingum á fundi í vetur.
Hvað varðar kort fyrir Ozi þá er verið að nota sömu kortin og fyrir Visual Nav. bara í öðru formati. Það á að vera hægt að taka Visual Nav. kortin og importa inn í Ozi, en svo ganga þau á milli manna eins og kortin fyrir Visual Nav.
Aðalkorturinn við Visual Navigator 4 og nýrri er að hann skeytir kortin saman þegar farið er milli korta, reyndar sér maður þá skekkjurnar á milli kortanna sem eru vegna vörpunar mála (hvernig kúla er flött út). Ozi aftur á móti hoppar á milli svipað og Navtrek 97 (eldri útgáfa af Visual Nav.) gerir.
Kostir Ozi fram yfir Visual Nav. eru líklega þeir helstir á hann notar kort í venjulegum bitmap formum (bmp, png, tif o.fl.) sem þýðir að það er hægt að skanna inn önnur kort og aðhæfa inn í forritið. Ég er t.d. með nokkur Atlaskort í Ozi (1:100000) sem einhver hefur skannað inn. Hitt er síðan að hann vinnur með hæð sem Visual Navigator gerir ekki. Ef t.d. trakkað er í Visual Nav. Þá geymir hann ekki hæðina í trakk skránni, sem Ozi gerir.
Kv. Helgi
26.02.2003 at 23:23 #469280Rétt er það að fyrir tilkomu Ferðaklúbbsins þá var verið að setja jeppa á stærri dekk og á upphafsárum hans. Einhver tímann á fyrstu árum klúbbsins þá ætluðu yfirvöld að setja reglur um breytingar og dekkjastærðir á jeppum. Ekki man ég alveg hvernig þeirra hugmyndir voru, en allavegana ef ég man rétt þá voru þær þannig að það mátti litlu breyta og lítið stækka dekk. Á þeim tíma vann tækninefndin í því að hafa áhrif á þessar reglur og ef ekki væri fyrir þá vinnu þá værum við ekkert að eiga við jeppana og akandi í snjó. Þessar reglur eru lítið eða óbreyttar í gildi ennþá.
Það hefur kanski verið einn af höfuð málum klúbbsins að standa vörð um "réttindi" jeppamanna.
Fyrir allmörgum árum stóð til að gefa út reglugerð sem bannaði alveg allan akstur utan vega, fyrir tilstuðlan umhverfisnefndar var komið inn í þá reglugerð að mætti aka utan vega svo fremi sem jörð væri snævi þakin.
Það hefur alltaf þurft að vera vakandi yfir ýmsum svona málum svo að ekki verði lokað á okkur.Kveðja Helgi
13.02.2003 at 12:22 #468552Kosturinn við aukamillikassann umfram lægra lága drif er að þannig fæst meiri breidd í gírhlutföllinn. Eins og Emil bendir á þá getur færi verið þannig að ekki er hægt að keyra í háa (bíllinn nær sér ekki af stað í háa) en hægt að keyra í háum gírum í lága. Ef lága drifið væri orðið mjög lágt þá gæti staðan verið sú að verið sé að keyra hægar en ella. Hins vega þekki ég ekki hvað er til í Patrol.
Kv. Helgi
-
AuthorReplies