Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
16.02.2004 at 13:20 #488928
Það sem græðist á að vera með lokur er:
Bíllinn er léttari í akstri.
Eyðir minna eldsneiti.Einn af göllunum er hins vegar sá að drifskaftið er lengi í sömu stöðu og dragliðurinn vill slitna meira og ójafnt.
Hvað varðar slit á drifum og hjöruliðum þá held ég að það hafi sáralítil áhrif.
Kv. Helgi
16.02.2004 at 13:20 #494841Það sem græðist á að vera með lokur er:
Bíllinn er léttari í akstri.
Eyðir minna eldsneiti.Einn af göllunum er hins vegar sá að drifskaftið er lengi í sömu stöðu og dragliðurinn vill slitna meira og ójafnt.
Hvað varðar slit á drifum og hjöruliðum þá held ég að það hafi sáralítil áhrif.
Kv. Helgi
12.12.2003 at 10:59 #482592Talaðu við Atla ef ég mað rétt þá er hann með doublecab með 3 lítra toy vél. Þannig að hann veit hversu mikið mál er að koma henni í.
Kv. Helgi
07.12.2003 at 08:48 #482122Samkvæmt þeim uppl. sem ég hef þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um útgáfu á 1:50000 kortunum á geisladisk, sá sem ég spurði reiknaði með að næst mundu þeir gefa út ýmis sérkort. Líklega munu þeir ekki gefa 1:50000 kortin á geisladisk fyrr en þeir eru tilbúnir að gera það með nýja stafræna kortagrunninum sem verið er að vinna í.
Kveðja Helgi
04.12.2003 at 22:14 #482114Kortin sem mest hafa verið notuð hér bæði í Nobeltec og Ozi eri 1:50.000, en atlaskortin sem eru á nýja disknum eru í 1:100.000. Þannig að nákvæmnin er meiri í kortunum sem er verið að nota, hins vegar eru þau ekki til yfir allt landið, vantar t.d. norð/austur hálendið. Þannig að það er engin ástæða til að vera að koma atlaskortunum inn í hin forritin vegna nákvæmni. Ég hef séð einhver atlaskort í Ozi, þar sem einhver hefur greinilega skannað þau inn og sett í Ozi.
Helgi
22.09.2003 at 00:32 #476502Það sem Ólsarinn vitnaði í vélstjórann var ekki að gera lítið úr gildi millikæla til að auka afl heldur að þeir hefðu lítið gildi hvað afgashita varðaði.
Ef ég man túrbó/millikæla fraæðin rétt þá þenst loft út við hita þannig að þegar loftið hitnar í túrbínunni þá verður rúmmál þess meira, við að kæla það minkar rúmmál sama loftsins (sameindanna sem loftið er gert úr) og hægt er að koma meira lofti (fleiri súrefnis sameindum) inn í vélina.
Afgashitinn er væntanlega í beinu samhengi við brunahitann og hiti loftsins sem kemur inn á vélina hefur engin eða mjög lítil áhrif á hann. Hins vegar ræðst brunahitinn frekar af súrefnis/eldsneitis blöndunni, of veik blanda (of lítið eldsneiti miðað við súrefni) verður til þess að brunahitinn verður of mikill, það er t.d. þekkt að þegar vélar hafa verið sveltar af eldsneiti þá hafi ventlar brunnið og jafnvel milli strokka.Kv. Helgi
18.09.2003 at 13:26 #476446Það að bíllinn er góður í akstri bendir til þess að þetta hafi ekkert með titring frá skafti eða krossum.
Kv. Helgi
18.09.2003 at 13:24 #476444Gerist þetta eingöngu þegar rétt þegart tekið er af stað. Er bíllinn bein eða sjálfskiptur.
Hef lent í því á beinskiptum bíl að titra og skjálfa þegar tekið er af stað, vandamálið var kúblingin.
NoSpin í afturdrifi getur líka verið leiðinda þegar tekið er af stað.Kv. Helgi
18.09.2003 at 13:21 #476508Hvort stöðin er 25 eða 50 wött er ekkert stóratriði nema hvað það er bannað að hafa stærri en 25w. Það sem hins vegar er kanski aðalmálið og ég reikna með að Póst og fjarskiptastofnun hafi meiri áhyggjur af er að í gangi eru stöðvar sem notandi getur sjálfur prógramerað hvaða tíðnir er verið að nota þannig er hægt að hlusta á og senda á tiðnum sem hlutaðeigandi meiga ekki nota.
Aflið hefur ekkert að gera með hávaða, suð og brak í sendingu, það er eitthvað annað sem er að hrjá, hugsanlega uppsetningar í stöðinni eða bílnum.Kv. Helgi
09.09.2003 at 23:55 #47620044 cm loftnet gæti verið 1/4 bylgju net stillt fyrir 174 MHz.
Kv. Helgi
09.09.2003 at 23:52 #476198Ef um 1/2 bylgjunet er að ræða ætti það að vera91,5 cm en ef þetta er 5/8 net þá á það vera 121 cm. Samkvæmt því sem Siggi Harðar sagði á síðasta fundi þá eru mest af 5/8 netum í umferð á jeppunum. Gormurinn neðst á netunum er mældur með í lengdinni.
Kv. Helgi
09.09.2003 at 22:45 #476194Lengd á loftnetum skiptir öllu máli, þ.e. að hún sé rétt. Yfirleitt er byrjað á að klippa þau í ca lengd annaðhvort útreiknað eða eftir forskrift sem fylgir netinu og síðan notaður standbylgju mælir til að setja það rétt. Það að hafa standbylgju sem minsta er mikið atriði annars tapast mikið af útsendu afli í loftnetinu og fer aldrei út í loftið.
Flöturinn sem loftnetið er festur á er í raun hluti af netinu (jarðnet/ground plane) og hefur áhrif á útgeislunina frá netinu, þess vegna er best að hafa málmflöt í ákveðinn radíus hringin í kringum netið. Það eru reyndar til net sem ekki þurfa jarðnet, Siggi Harðar minntist m.a. á eitt fyrir vhf ið sem hann ætlaði að fara að prófa á bíl á síðasta fundi í Rvík.
Loftnet geta verið í misjöfnum stærðum þ.e. hlutfalli af bylgjulengd. Algeng hlutföll eru: 1/4, 1/2, 5/8 af bylgjulendinni. Mér skilst að algengustu netin í vhf inu hjá okkur séu 5/8, löngu fiber stangirnar sem voru nokkuð algengar í cb áður fyrr eru t.d. 1/4 ca 2,6 m byljulengdin í cd er um 11 m.
Sum loftnet eru með spólum í til að stytta físiska lengd þeirra án þess að stytta raffræðilega lengd, þetta er frekar gert þar sem bylgulengdin er löng og t.d. 1/4 loftnet yrði mjög langt. Gufunes loftnetin eru dæmi um það, þar er bylgjulengdin um 150 m.
Bylgulengd er fundin út með því að deila tíðninni upp í ljóshraða 300000000/tíðni=bylgjulengd, til að fynna út rétta lengd þarf síðan að margfalda með stuðli sem er aðeins fyrir neðan 1.
Besta leiðin til að fá bestu virkni er að láta einhvern sem þekkir og hefur til þess tæki mæla og stilla loftnetið, en trúlega er þekkt hvað áhveðnar gerðir loftneta eiga vera langar fyrir okkar not.
Hvað varðar það sem Lúther sagði um að ná frá Hveragerði upp í Setur, varstu ekki á einhverri endurvarparásinni.Kv. Helgi
05.09.2003 at 14:42 #476038Ef ég man rétt þá er fjörunin undir þessum bláa sem var á sýningunni sérsmíðuð, gorma/demparaturninn er smíðaur eftir forskrift þess sem smíðaði bílinn. Þá er sett upp hvað fjöðrunin á að vera slaglöng, hvaða stífleika, hversu mikið á að bera og þess háttar. Þetta er gert tölvert í ýmsa keppnisbíla m.a. þekkt í rallý bílum.
Kv. Helgi
05.09.2003 at 14:37 #476036Þegar sett er eingöngu fjöðrun þar sem gormur er utan um dempara (McPherson fjöðrun), þá eru allar festingar smíðaðar með það í huga. Venjulegar demparafestingar eru ekki smíðaðar fyrir burð heldur til að þola álagið af demparanum sem er mun minna. Auðvitað er hægt að styrkja eða endursmíða festingarnar svo þær þoli burð. En ég mundi halda að það væri mun vænlegri kostur að finna einhverja fólksbílagorma og setja á milli hásingar og grindar.
Kv. Helgi
22.07.2003 at 08:40 #47491411.06.2003 at 09:59 #192641Er einhver sem getur frætt mig um styrk riðfrírra bolta í samanburði við 8.8 stál. Einnig hver er munurinn á A2 og A4 riðfríu.
Kv. Helgi
29.04.2003 at 12:55 #472726Þegar rennt er yfir þennan þráð þá virðist eitthvað vera um það að blandað sé saman drifhlútföllum og mismunadrifum. Það breytir engu um styrk hlutfallsins að setja læsingu í stað mismunadrifs, hins vegar ef mismunadrifið er veikt þá kemur læsingin í staðin fyrir það.
Kv. Helgi
29.04.2003 at 12:44 #472970Er ekki minna mál að menn taki sjálfir út upplýsingarnar heldur en að vera að loka á þær, mönnum er í sjálfsvald sett hvaða upplýsingar þeir setja inn.
Kv. Helgi
29.04.2003 at 09:49 #472792Ef skrif Patrolmans eru skoðuð þá kom ekki stakt orð af viti upp úr honum, og er hann augljóslega að gantast með okkur. Ef menn vilja hætta ú félaginu þurfa þeir að sjálfsögðu ekki að tilgreina ástæður þess af hverju. Og er reyndar virðingarvert að menn láti vita ef þeir vilja hætta í stað þess að sleppa bara að greiða næsta gíróseðil, sem hefur verið nokkuð algeng leið í gegnum tíðina, sem kostar félagið sendingar og prentkostnað.
Kv. Helgi
28.04.2003 at 09:30 #462760Ódýrasta og einfaldasta leiðin er líklega að setja fjaðrir, það þarf að fá heppilegar fjaðrir sem passa þyngdinni. Gormar og loftpúðar kalla á meiri smíði, en mjög hvort sem um púða eða gorma er að ræða.
Fjaðrir geta virkað fínt ef þær eru góðar, ég hef t.d. keyrt á eftir fellihýsi inn í Þórsmörk sem búið var að skipta um fjaðrir undir, er með afturfjaðrir undan Scout, og virkaði það fínt, fjaðraði mjög vel. En eins og flestir líklega vita þá eru fjaðrir undir flestum fellihýsum ekki gerðar úr fjaðrandi efni, og henta eingöngu á malbiki.
Sjálfur er ég með loftpúða undir tjaldvagni, ein af ástæðunum fyrir því að ég valdi púða en ekki gorma er til að geta lækkað hann þegar ég tjalda, stækkaði dekkin þegar ég breytti, fór úr 8" felgum í 13". Líka er hægt að hækka hann tölvert ef aðstæður kalla á það. Stærri dekk eru alltaf líka kostur þar sem þau detta ekki eins langt ofan í holurnar.
Eitt til viðbótar er líka að setja dempara sama hvaða fjöðrun verður fyrir valinu.Kv. Helgi
-
AuthorReplies