Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
10.06.2012 at 22:14 #755007
Sæll Gísli og takk fyrir þetta.
Mig grunar að slöngur séu eitthvað vitlaust tengdar það sem difflockið fer ekki af og flöktir stundir (ljósið þar að segja) ég ætla að prófa þetta sem þú segir og athuga hvort að það sé málið.takk kærlega.
09.06.2012 at 22:33 #223680sælir.
Veit einhver hvað þessi tvör loft rör í original difflockin á Patrol Y60 gera ?
Það er rafmagnssnúra sem liggur í diffið og setur það af og á.Annað rörið brotnaði um daginn og ég skipti um bæði (þ.e.a.s litlu járn bútana
sem tengja slöngurnar saman) spurning hvort að ég hafi svissað þeim, skiptir það máli ?kv Haukur.
03.01.2008 at 22:11 #608580Ég var að berjast við svipað vandamál í Patrol ¨92 einsog þú og fannst í fyrstu ekkert vera að skaftinu en þegar að ég skoðaði þetta betur þá gat ég hreyft tvöföldu krossana í sitthvora áttina, ég reif skaftið undan og sá þá að kúlan sem tengir tvöföldu krossana saman var ónýt en krossarnir í fínu lagi. Ég skipti að vísu um alla krossa í skaftinu og kúluna líka og þessir dynkir (högg) hættu.
17.12.2007 at 23:03 #201405Hefur einhver keypt lokur af E-bay ?
Er eitthvað sem þarf að varast ? ef einhver gæti sagt frá reynslu góðri eða slæmri.Var að skoða manual lokur fyrir Patrol „92 og þær eru bara á fínu verði.
07.12.2007 at 22:50 #605924Það er einsog mig grunaði, það hefur ekki staðið á svörunum hér.
Þó að fóðringar í stífunum sé ekki upp á sitt besta þá held ég að Helgi hafi hitt naglan á höfuðið, hann er góður ef að ég spyrnu keyri hann og svo spurðist ég fyrir í dag með legurnar og það var útskýrt fyrir mér þetta með "pollinn" sem myndast í þeim og það passar alveg. Ég ætla allavega að kíkja á þetta.
En ég veit ekki með felgurnar, hvort þær séu orginal. Skiptir það máli ?
kv Haukur
07.12.2007 at 10:25 #605918Þá fremri hásing út í stífu ?
07.12.2007 at 09:54 #201336Jæja nú þarf ég hjálp ! málið er að ég er með Patrol „92 á 35“ dekkjum og er að berjast við skjalfta í stýri og ekki þetta týpiska slag sem að er nokkuð stöðugt heldur byrjar þetta í kringum svona 60 km hraða og stigmagnast þangað til ég snarstoppa. Ég er búinn að skipta um stýrisenda og stýrisdempara, er með ný dekk sem að voru ballenseruð sérstaklega vel.(skipti líka um gorma og dempara þó að það skipti ekki máli.)Spindilhallinn er ekki nema 5,5 gráður og það er búið að hjóla stilla hann og allt í góðu lagi þar.Er með 2-3 ára SKF legur sem að eru í fínu lagi og nýbúið að herða uppá.Veit ekki hvort að það tengjist þessu eitthvað en ég var að setja fremra drifið á aftur eftir að það hafi vantað í þónokkurn tíma og það eru skruðningar þegar að ég beygji eða bremsa þegar að ég er með hann í fjórhjóla drifinu. Hvað getur þetta verið ??
Vona að ég heyri í einhverjum af öllum þessum snillingum þarna úti, þar sem ég er orðinn alveg ráðþrota.Tími ekki að fara að gefast upp á bílnum núnaþ
kv Haukur T.
-
AuthorReplies