Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
27.01.2010 at 20:27 #679624
Ég hef aðeins verið að grenslast fyrir um þetta í dag. Get ekki séð olíusmit neinstaðar í nágrenni við túrbínuna eða slöngurnar úr henni. Líklega hefur gefið sig ventill sem hleypir af ef þrýstingur verður of hár frá pústreininni eða pakkning eins og Ágúst nefndi. Þarf að skoða hvort hann sótar þegar þetta kemur. Kíki betur á þetta í kvöld.
27.01.2010 at 11:38 #210253Jæja. Mig langar að athuga hvort þetta klingir einhverjum bjöllum hjá mönnum hér, er því miður sjálfur hálf þroskaskertur þegar þegar kemur að vélum. Málið er að ég fór með bílinn (’98 Pajero 2.5 diesel) í mengunarmælingu hjá Aðalskoðun í Hafnarfirði. Mengunarmælingin var vegna verkefnis sem vinur minn stendur í og kemur málinu í sjálfu sér lítið við. Í mælingunni þandi maðurinn sem framkvæmdi hana bílinn og lét hann standa í hvínandi botni í nokkurn tíma, ýtti á olíugjöfina með hendinni og virtist ekki skoða snúningsmælinn neitt sérstaklega. Allt í góðu svo sem með það nema bíllinn kom ekki vel út úr mælingunni (ég var ekki búinn að þenja hann neitt áður eða á leiðinni).
Svo er ég á leiðinni heim gef bílnum ákveðið inn (í gír) og í 2500 snúningum kemur nokkuð hátt hljóð sem svo dettur út aftur þegar ég fer niður fyrir 2500 snúninga. Hljóðið er líklega einhverskonar blásturshljóð, frekar há tíðnði, hélt fyst að þetta leiddi út í útvarpið. Ég stöðvaði svo bílinn og hljóðið heyrist ekki þegar ég þen bíllinn í hlutlausum, aðeins þegar það er áreynsla á mótorinn.
Veit einhver hvað þetta getur verið? Er túrbínan farin? Eða er þetta einhver slanga/leiðsla sem er farin í sundur? Ég get keyrt bílinn eins og áður og ef ég held mér undir 2500 snúningum myndi ég ekki vita af þessu.
Kveðja, Hrannar
29.11.2009 at 00:25 #666978Jú Haffi ég bý á Akranesi.
Ég fór núna í dag ásámt hóp út á Snæfellsnes og lenti mikilli ófærð og skítaveðri. Kom sér vel að vera kominn á góð dekk, dró bíla úr sköflum hægri, vinstri. Aldrei í vandræðum og þurfti ekki einu sinni að hleypa úr.
Er ekki enn búinn að skera úr brettunum enda ekki til vandræða nema að ég leggi á hann í botn og bakki.
Hér er svo mynd af bílnum á 35".
[img:1raau40y]http://farm3.static.flickr.com/2729/4141575239_08ec081266_o.jpg[/img:1raau40y]
Kv. Hrannar
19.11.2009 at 01:36 #666970Takk fyrir svörin.
Athuga með púst við tækifæri.
18.11.2009 at 11:15 #666964Jæja 35" dekkin komin undir. Var gert hjá Dekkjaverkstæði Sigurjóns fyrir 10.300 (umfelgun + 4 nýjir ventlar).
Miðað við snögga skoðun þarf ég að skera 2-3 sentimetra innan úr aftanverðum frambrettunum annað ekki. Ég finn mjög lítinn mun á hvernig er að aka bílinn, nema að nýju dekkin eru betur balanseruð og því bara betra að keyra bílinn en áður ef eitthvað er. Finn ekki mun á afli í fljótu bragði.
Spurning með hluti eins og opið púst, verður bíllinn ekki leiðinlega hávaðasamur?
Kv. Hrannar
18.11.2009 at 01:47 #66696017.11.2009 at 22:35 #666952Jæja keypti 35-12.5-15 DC dekk af spjallinu áðan. Stefni að því að setja þetta undir á morgun.
Hvar er best að láta henda þessu undir, bæði hvað varðar verð og almennilega balanseringu?
Kv. Hrannar
17.11.2009 at 10:03 #666948Bíllinn er beinskiptur. Ég var að skoða þetta og hlutfallið er 4.88. Hversu mikil aðgerð er að breyta hlutfallinu?
16.11.2009 at 11:45 #666938Takk fyrir svörin!
2.5 bíllinn er lengi upp í 100 en togar ágætlega, engin vandræði að halda hraða upp Hvalfjarðargöngin. Hann verður nú ekkert verri á þokkalegum 35" heldur en þessum ónýtu 33" sem eru á honum núna. Annars er þetta alger gullmoli var í eigu föður míns áður og ekki ekinn nema 155 þús. Skelli mér bara á 35 tommu og sé hvað gerist
Takk, Hrannar
16.11.2009 at 10:36 #208324Ég á Pajero 2.5 ’98 á 33″ dekkjum og þarf að fara að skipta út dekkjunum. Ég hef lesið hérna á spjallinu að það sé fremur einfalt að set 35″ undir 33″ breyttan Pajeró. Getur einhver lýst fyrir mér gróflega hvað þarf að gera, hvar þarf ég að skera? Ég nota væntanlega bara slípirokk í þetta? Þarf eitthvað meira? Skilst að brettakantarnir á bílnum séu fyrir bæði 33 og 35 tommu breytingu. Hann er nú á 33×12.5×15 þannig að ég hafi hugsað mér að setja hann á 35×12.5×15. Nú er 2.5 bíllinn ekkert sérlega kröftugur, finn ég mun á hvað bíllinn erfiðar á 35″ m.v. 33″? Get ég gert eitthvað til að bæta hestum við (helst án þess að auka eyðsluna of mikið)?
Hér er bíllinn:
Kveðja, Hrannar
16.09.2009 at 12:57 #657532Takk fyrir þetta. Nú er bara að bíða og sjá hvernig viðrar.
15.09.2009 at 14:25 #206515Er að spá í að fara þessa leið frá Skorradal og yfir í Flúðir á föstudag. Veit einhver hvernig ástandi er á þessum vegum. Er á 33″ breyttum Pajero en verð líklega einbíla.
Kv. Hrannar
-
AuthorReplies