Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
27.02.2014 at 22:44 #453381
Þessi í miðjunni er gamla brúin yfir Haffjarðará. Stærst, í merkingunni lengsta spönn, hlýtur að vera Hvítárbrúin.
20.02.2014 at 01:12 #452606Líklega svolítið seinfærari, en ekkert sem þú kemst ekki, a.m.k. Stóri sandur. Krákshraunið er svo tæpara ef þú ætlar alla leið inn á Kjöl. Þingmannaheiðin er býsna runnin og stórgrýtt á kafla austan meginn. Hef reyndar bara farið þá leið á reiðhjóli.
15.08.2013 at 12:18 #767035Ég keyrði þessa leið á Suzuki Jimny á 31" nú undir lok júlí. Þetta er erfiðast fyrst, svolítið runnið úr vegi á "röngum" stöðum þannig að ég var nokkuð sáttur við að bíllinn væri lítill og fyrirferðarlítill. En allavega svolítið 1 lága brölt framan af.
Myndi halda að flestir óbreyttir myndu þó sleppa ef varlega er farið.
10.04.2013 at 18:56 #765151Keyrði frá Jaka (reyndar úr Klaka ef út í það er farið) á mánudaginn. Það eru einhverjir smáskaflar í veginum þar sem hann er niðurgrafinn. Annars er nokkuð runnið úr honum og þarf því að fara með gát. Keyrði mest á hliðarsköflunum (vestan vegar) upp við Okið. Annars nóg af drullu en ekkert sem sekkur. Fór veginn þegar hann sker einn Hrúðurkarlinn, þar var hliðarhalli og ögn óþægindi í skalfinum sem var sunnan meginn. Veit ekki hvort að betra hefði verið að fara sléttuna undir.
Var á 33" Jimny og reikna með að þetta ætti að geta gengið á óbreyttum bíl með því að fylgja veginum og fara ekki út í skaflana.
26.03.2013 at 16:37 #764873Var þarna sunnudaginn 17 mars. Á sléttunum í Kringlu voru 31" (í 3 pundum) Jimny og 35" Terrano (sem er á einhverjum rugl dekkjum sem neita að fletjast út) í vandræðum en 33" Jimny og 36" pallbíll voru ekki í vandræðum þegar búið var að hleypa úr. Dómadalshálsinn sjálfur var fær á veginum, en sjálfsagt auðveldari upp en niður á vegi. Fórum Dyngjuleið út en Dómadal til baka.
22.12.2012 at 10:48 #761847Goðafoss þarna rétt fyrir ofan en svo Aldeyjarfoss og Hrafnabjargarfossar.
21.12.2012 at 18:38 #761791Ok, þegar ég er búinn að átta mig á því að það vantar flugvelli, þá er auðvelt að beita útilokunaraðferðinni og sjá að það vantar Þingeyrarflugvöll. Fannst fyrirfram ómögulegt að það væri svona mikið undirlendi í Dýrafirði.
20.12.2012 at 22:00 #761787Aðaldal, (vantar flugvöllinn) Skutulsfjörður (vantar Ísafjörð), Egilsstaðaflugstöð (vantar völlinn) og Vopnafjörð (veit ekki hvað vantar þar) þykist ég þekkja. Mér gengur hins vegar illa að staðfesta þetta reisulega fjall í breiðri sveit.
12.12.2012 at 21:02 #761375[quote="jökli":avoe7q40]Mér vitalega hefur einungis verið gerð ein ransókn á tjóna hlutfalli breitra jeppa og annara faratækja og voru breittir jeppar undir meðatali þar[/quote:avoe7q40]
Það kæmi mér ekki að óvart ef að ástæðan fyrir því væri að þeir eru minna keyrðir en aðrir bílar í umferðinni, bæði absalút og hlutfallslega (þ.e. minna keyrðir en aðrir bílar og hlutfallslega minna keyrðir í umferðinni þar sem stærri hluti aksturs þeirra fer fram á öræfum.). Þessu varpa ég fram án þess að hafa kynnt mér rannsóknina. Sé svo snýst ábatinn fyrst og fremst í því að vera lítið keyrðir (bæði almennt og þá sérstaklega í umferð).
12.12.2012 at 20:54 #758357Bjarnalækjarbotnar? Stefni á að gista þar aðfaranótt laugardags.
12.12.2012 at 10:20 #761371[quote="HSB":3tphwddd]Get nú ekki skilið að breyttir jeppar séu að valda einhverju meira tjóni í umferðinni “bara“ af því að þeir eru á stórum dekkjum kv Heiðar U-119[/quote:3tphwddd]
T.d. jeppaveiki sem veldur því að þeir hoppa á milli akreina, bremsubúnaður hannaður fyrir dekk með hverfitregðu upp á brot hverfitregðu 44" felgna+dekkja og talvert minni þyngd, hækkaður þyngdarpunkur og persónulega væri ég meira til í að lenda í árekstri við óbreyttan jeppa en 44" jeppa á yarisnum, en ábyrgðatryggingin fer í að borga fyrir skaða sem maður veldur öðrum. Þá held ég að gamlir bílar séu aldurs síns vegna ekki öruggari í umferðinni en aðrir bílar.
Megin breytan fyrir því að fornbílar fá betri kjör eru að þeir eru lítið keyrðir. Það gefur auga leið að bíll sem er sjaldan á götunum hefur færri tækifæri til að lenda í árekstri en sá sem er notaður meira. Það gerir akstur í fornbíl ekki öruggari á meðan á honum stendur. Það ætti því fyrst og fremst að vera kappsmál að sína fram á bílarnir séu lítið notaðir.
11.12.2012 at 14:18 #76136725 ára aldur bifreiða hefur, eftir því sem ég bezt veit, eingöngu merkingu gagnvart bifreiðagjalda innheimtu ríkisins. Tryggingarfélögum er alveg í sjálfsvald sett hvaða afslætti þau kjósa að gefa sínum kúnnum.
Málið snýst um að sína tryggingarfélögum fram á að bílar séu mjög lítið eknir og öll áhætta í kringum þá lítil og þá fá menn einhverja afslætti.
Ég skil vel að tryggingarfélög séu að gefa góðan afslátt á 50-70 ára bílum sem eru viðrarðir tvisvar á sumrin, en þau eru ekki skildug til þess (bara slæmur bisness að missa slíka gullkúnna yfir til hinna).
Ef ég ræki tryggingarfélag gæti ég alveg ímyndað mér að einhverjir jeppar á risadekkjum séu líklegri til að valda slysum í umferðinni en flestir aðrir bílar, jafnvel frekar ef þeir eru orðnir 25 ára, og biði þeim iðgjöld eftir því (að teknu tilliti til ætlaðs akstursmagns).
11.12.2012 at 08:57 #761545Snæfell
11.12.2012 at 08:56 #761575Einhver Rauðkúlan af Snæfellsnesinu?
03.12.2012 at 18:05 #761241Til þess að gæta sanngirni, þá er ekki hægt að fullyrða útfrá framlögðum gögnum að Toyotur séu verztu bílarnir. Annar möguleiki er t.d. að Toyota bílstjórar séu verstu bílstjórarnir, og svo getur þetta vissulega verið samblanda af hvoru fyrir sig.
03.12.2012 at 12:19 #761227Takk fyrir eðalferð!
Hins vegar held ég að stjórn 4×4 verði að taka það upp, hvort það yfir höfuð gangi að leyfa Toyotur í svona ferðir, a.m.k. þeim sem ekki eiga að teljast til dráttar- og viðgerðaræfinga!
Með kveðju,
Haukur (Jimny 33")15.11.2012 at 10:26 #760697Þetta hlítur að vera útgerðarstaður Kútter Haralds
-
AuthorReplies