Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
18.01.2005 at 22:26 #513856
Sæll.
Ég fékk svona til prufu í fyrra í LC 90 án Intercoolers. Ég fann ekki merkjanlegan mun á vélarafli, hins vegar minnkaði olíueyðsla um allt að 2 lítra á hundraðið. Það munar um minna.
HB
23.01.2004 at 21:02 #193560Hefur einhver farið í mörkina undanfarna daga? Þarf að skjótast með nokkra „útlendinga“ í bíltúr og þætti gott að vita af ástandinu fyrirfram.
12.09.2003 at 13:32 #192864Kæru félagar.
Til stendur að fara í Setrið. Veit einhver ykkar um stöðuna á vegum og vöðum á Gljúfurleitaleiðinni eða Klakksleiðinni??
HB
R-2484
04.09.2003 at 18:49 #475832Það er svosem skiljanlegt að þessir drullusokkar brjótist oft inn í jeppana okkar þegar þeir eru hver öðrum flottari og allir stútfullir af dýrum græjum. Hins vegar finnst mér alltaf jafn sérkennilegt að menn sem skrá sig á þessa heimasíðu skuli telja upp í löngu máli allar græjurnar sem þeir hafa í bílunum sínum. Það kæmi mér ekki á óvart ef einhverjir fingralangir fávitar eru að skoða þessa síðu til að leita uppi vel búna bíla.
Heilræði mitt er þetta. Ekki vera að auglýsa hvað þú ert með góðar og flottar og dýrar græjur. Passaðu þig á því að skilja ekkert verðmætt eftir í bílnum, hafðu gott og öflugt þjófavarnakerfi til öryggis og leggðu bílnum alltaf þannig að þú eða einhver sem þú treystir geti fylgst með bílnum.
Svo eitt til viðbótar. Ef menn myndu nú sammælast um að kaupa ekki notaðar græjur eða aukahluti af einhverjum tortryggilegum mönnum eða undir grunsamlegum kringumstæðum þá myndi kannski minnka markaðurinn fyrir svona góss.
Kveðja,
HB
17.07.2003 at 21:58 #474906Sæll.
Ég hef bæði prófað NavTrek (Nobletec) og Oziexplorer. Það má segja að hvort forritið hafi sína kosti og sína galla. Í heildina er Ozi einfaldara í notkun, þægilegra og talsvert ódýrara. Það á líka auðveldara með að tala við GPS tæki. Það er ekki vandasamt að setja inn kort í það og ef þú hefur grundvallarþekkingu í siglingafræði þá ætti ekki að vefjast fyrir þér að setja upp kort með réttum punktum. Það er hægt að setja upp allt að 10 punkta (minnir mig) á hverju korti þannig að nákvæmnin getur verið talsverð. Útprentun korta er einnig betri í Ozi en öðrum forritum sem ég hef komist í að skoða.
Þegar frá er talin þessi grunnvinna og komið er á fjöll finnst mér betra að keyra eftir NavTrek.
Ef þú ert til í að splæsa 75$ og sækja þér Ozi þá kemstu fljótt að því hvort það hentar þér, en ef kortið er rétt sett upp í forritinu þá er ekkert mál að taka út punkta og plotta leið sem þú færir inn í GPS tækið þitt.
Ég minni hinsvegar á að svona dót er aldrei hægt að stóla á 100% og ég myndi ekki fara á ókunnar slóðir á fjöllum nema hafa "gömlu góðu" kortin með, kompás, sirkil, plotter og blýant. Þá þarf maður engan GPS!!!
Bestu kveðjur,
HalliB
R-2484
07.07.2003 at 15:38 #474686Talaðu við Aron hjá Jeppaþjónustunni s. 587-2930. Hann getur eflaust hjálpað þér, enda öðlingur hinn mesti.
HB
19.06.2003 at 21:59 #192665Sælir félagar.
Ég er kominn í vandræði með stýrismaskínuna í bílnum mínum (ef maskínu skyldi kalla). Þetta er 97 árgerð af LC90. Bilunin lýsir sér þannig að það er slag í stönginni sem kemur út bílstjóramegin og tengist við innri stýrisliðinn. Stýrisgangurinn er þekktur veikleiki í þessum bílum er mér sagt og spurning hvort þið vitið um einhver ráð önnur en að kaupa nýja fyrir tæplega 140 þúsund.
Kveðja,
HB
R-2484
18.06.2003 at 15:39 #474230Sælir.
Ég er stoltur eigandi 90 bíls með öllum tiltækum breytingum. Þessi umræða vekur óneitanlega athygli mína og áhugi á 120 bílnum hefur aukist til muna. Getur einhver sagt mér hvað bílinn kostar fullbreyttur frá umboði? Er það rétt sem ég hef heyrt að verðið sé yfir 7 milljónir??
HB
R-2484
15.06.2003 at 15:29 #474174Sæll aftur Bazzi.
Ég setti ferðasögu inn á linkinn "færð á hálendinu" ef þú vilt kynna þér færðina í skerið.
HB
12.06.2003 at 18:29 #474172Sælir allir saman og takk fyrir upplýsingarnar.
Við verðum á a.m.k. tveim bílum og förum á morgun. Það verður svo bara að koma í ljós hvernig þetta gengur.
Vegagerðin var að birta nýtt kort í dag og mér sýnist að þetta svæði sé allt orðið "grænt". Það segir mér að svæðið sé orðið snjólétt og að miklu laust við aurbleytu.
Kveðja,
HB
R-2484
11.06.2003 at 15:56 #192642Sælir félagar.
Hef verið beðinn að trússa fyrir Laugavegsgönguhóp sem ætlar að gista í Hrafntinnuskeri. Veit einhver hvernig ástandið er á slóðanum þangað og hvort maður kemst yfir höfuð á staðinn án þess að lenda í vandræðum eða valda skemmdum?
Kveðja,
HB
R-2484
16.05.2003 at 09:46 #473366Sæll Eyjólfur.
Ég er nýbúinn að skipta um dempara. Skoðaði KONI og leist ágætlega á þá fyrir utan verðið. Þeir eru rúmlega tvöfalt dýrari en orginal þannig að ég keypti orginal undir allan bílinn. Það þarf væntanlega að breyta dempurunum aðeins vegna hækkunar (ef þú ert á 38") og ég mæli með því að þú talir við Aron í Jeppaþjónustunni vegna þess. Þú getur líka keypt breytta dempara hjá Toyota ef þú vilt gera þetta sjálfur.
Þegar ég var í þessum pælingum heyrði ég af því að okkar ágæti fyrrum formaður og fyrrum LC90 eigandi, Björn Þorri, hafi keypt KONI undir barbíinn sinn og verið mjög óánægður með þá. Menn hafa væntanlega misjafnar skoðanir á þessu, en ég mæli með orginal dempurum. Einnig mæli ég með því að þú látir skipta um gorma ef þeir eru orðnir gamlir.
Kveðja,
HalliB
R-2484
16.05.2003 at 09:37 #473390Sæll Hjalti.
Ég er með LC90 sjálfur. Tékkaði á þessu fyrir u.þ.b. ári síðan og þá var kostnaðaráætlunin í kring um 500 þúsund og var sparlega reiknað. Án þess að kanna það nákvæmlega þá sýndist okkur að Hi-lux hásing gæti passað undir bílinn en þá þarf að snúa henni með tilheyrandi kostnaði og smíðavinnu. Einnig gæti LC80 hásing passað með svipuðum tilfæringum en hún er dýrari.
Fyrir utan hásingu þarf m.a. að breyta stýrismálum algerlega og setja upp maskínu, það þarf að búa til nýja fjöðrun, breyta boddíhækkun ef hún er til staðar og ýmislegt fleira. Eftir þessa athugun tók ég þá ákvörðun að fara ekki út í þetta.
Kveðja,
HalliB
R-2484
13.05.2003 at 14:41 #473326Sælir.
Athygliverð umræða sem er komin hér af stað. Af því að Vals var að vísa í umferðarlögin þá langaði mig að koma því á framfæri að umferðarlögin gilda skv. 1. gr. fyrst og fremst um umferð á vegum. Þau geta einnig "eftir því sem við á" átt við um umferð á lóðum, lendum, afréttum og almenningum. Hvort menn túlka jökla sem almenninga í skilningi laganna skal ósagt látið en það er ljóst að hraðatakmarkanir eiga fyrst og fremst við um akstur á vegum.
Ég minnist þess ekki að reynt hafi á hraðakstur á jöklum í dómskerfinu. Ef við gæfum okkur að lögreglan hefði öfluga jeppa í sinni þjónustu og myndi standa að hraðamælingum á jöklum þá er ég ekki viss um að kæra vegna hraðaksturs myndi ná fram að ganga eins og lögin eru.
Hvort sem almennar hraðatakmarkanir gilda á jöklum eða ekki þá er ljóst að meginreglur umferðarlaganna um skyldu ökumanns til að "sýna tillitssemi og varúð svo að eigi leiði til hættu eða valdi tjóni" gildir fullum fetum um alla þá sem stýra vélknúnu ökutæki, hvar sem það er. Þannig er ekki útilokað að maður sem ekur á jökli á miklum hraða og skemmir bílinn sinn eða annarra fái á baukinn hjá tryggingafélögunum og þurfi að bera tjónið sjálfur. Einnig getur slíkur ökumaður átt yfir höfði sér ákæru ef hann veldur öðrum líkamstjóni með ógætilegum og óeðlilegum akstri á jökli.
Ég efast um að menn hafi áhuga á því að fá sérstaka löggjöf eða öflugt umferðareftirlit á jöklum eða við snjóakstur á hálendinu almennt. Til þess að þetta ómissandi frelsi haldi áfram þurfa allir sem aka á snjó að sýna sér, sínum, samferðamönnum og nágrenninu hæfilega tillitssemi. Hæfilegur umferðarhraði og aksturslag hverju sinni er matsatriði hvers og eins, en það er gott að hafa á bak við eyrað að þótt menn séu staddir innan um jökla og fjöll þá er þetta ómissandi frelsi þrátt fyrir allt ekki ótakmarkað.
Ferðakveðja,
HB
R-2484
02.05.2003 at 20:55 #473040Sæll Hjalti.
Það eru alls ekki allar felgur sem passa undir LC90 þótt menn hafi vaðið með slípirokkinn í bremsudælurnar að framan. Ég er með orginal stálfelgur undan gömlum krúser (14" breikkaðar) og þær passa án þess að fikta í bremsunum. Sammála BÞV um að þú ráðfærir þig við Arctic Trucks eða einhverja aðra fagmenn, t.d. Aron í Jeppaþjónustunni eða Auðunn hjá Bifreiðaverkstæði Kópavogs. Það er nefnilega auðvelt að slípa aðeins of mikið og þá getur allt farið í steik þegar síst skyldi, t.d. niður Kambana.
Kv.
HB R-2484
02.05.2003 at 11:37 #472748Sælir.
Fannst athygliverð frásögn kollega míns BÞV af LC90 með skriðgír. Einhver hafði logið því að mér að svoleiðis græjur væru ekki til fyrir LC90. Hvar get ég leitað upplýsinga um þetta?
Önnur spurning til Barbímanna. Er betra eða verra að vera með stífa gorma undir bílnum og henda orginal dótinu? Ég barðist við mjög ósléttan Vatnajökul um páskana og mér fannst bíllinn minn full mjúkur fyrir svoleiðis böðulgang. Það voru alls 3 barbíkrúserar í ferðinni, allir með orginal gorma, og samsláttarpúðarnir hjá okkur öllum voru í bullandi yfirvinnu.
kv.
HB R-2484
27.04.2003 at 00:51 #192531Sælir.
Barbíkrúserinn minn er voða góður en mætti hafa örlítið fleiri hesta á réttum stað. Bíllinn er ekki með intercooler og undir honum er orginal púst. Spurningin er sú hvort 3″ púst breytir miklu í afli? Veit einhver hvað svoleiðis dót kostar?
Í öðru lagi er spurning hvort einhver veit um vandvirka aðila sem geta tekið að sér að intercoolervæða bílinn fyrir sanngjarnt verð?
Kveðja,
HB
R-2484
27.04.2003 at 00:20 #472702Sæll Vífill.
Aron í Jeppaþjónustunni, sá öðlingspiltur og sæfari, reddaði þessu fyrir mig. Lásinn var keyptur hjá Bílabúð Benna ásamt loftdælu, lúmi og lögnum. Þetta kostaði mig 169.000 með öllu efni, vinnu og skatti, í komið og tilbúð til notkunar. Mér þótti það skrambi ódýrt miðað við það sem boðist hefur, þ.e. þessar sérsmíðuðu læsingar, sem hafa kostað 100 – 150 þúsund meira.
Það er hægt að kaupa þetta beint frá USA og spara þannig einhvern pening en ég veit ekki hvernig það kemur út í raun þegar skattar og skyldur eru taldar með. Lásinn held ég að heiti RD-90 og er smíðaður fyrir þetta framdrif (sama framdrif og í ameríkutípunum Tacoma og T100). Annars getur Aron eflaust svarað þessu betur.
Það er frekar stutt síðan ég fékk lásinn en hingaðtil hefur hann virkað mjög vel og sannaði gildi sitt á Vatnajökli um páskana. Frágangurinn er mjög flottur, bæði undir bílnum og inni í honum. Ég mæli með þessu.
Krúserkveðja,
HalliB
R-2484
26.04.2003 at 23:57 #472874Sama hér. Ég fæ bara meldingu um að ég sé ekki búinn að skrá mig inn. Væntanlega bilað.
HB
26.04.2003 at 15:45 #472698Sælir.
Ég hef ekið á LC90 á 38" í rúm 2 ár. Mín reynsla er sú að framdrifið á þessum bílum dugar varla meira en 70 – 80 þúsund kílómetra með 4,88 hlutföllum. Bíllinn minn er ekinn 170 þúsund og það er búið að skipta tvisvar um kamb og pinjon. Þetta er bara ákveðinn fórnarkostnaður við að aka á 38" dekkjum. Nú síðast splæsti ég í ARB loftlás að framan og það á að styrkja drifið eitthvað.
Kv.
R-2484
-
AuthorReplies