Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
13.02.2008 at 20:13 #613844
Enn er ekki alveg full ljóst með fjölda en allavega hafa um 30 manns staðfest við Ragga og svo eru einhverjir sem hafa lagt inn til staðfestingar. Vitum meira á morgun. En þetta verða sennilega um 20 bílar. Það er ekki pláss fyrir mikið meira í gistingu þar sem nýjustu tölur af plássi eru 40 manns.
kv,
Formaðurinn
12.02.2008 at 23:35 #613832Það er rétt hjá Ella að ég er ábyrgur fyrir þessum mistökum sem voru gerð með kennitölu deildarinnar. Ég tek ábyrgð á mínum undirmönnum og ég nefni engin nöfn í því sambandi. En það verður farið nánar yfir þetta þegar hákarlinn verður borinn á borð. Vona að engin hafi lagt inn á rangann reikning
kv,
Formaðurinn
12.02.2008 at 15:57 #613826Held að skálinn taki um 40-50 manns. En var að fá þær gleðifréttir að þeir Víðikersbræður stefni á að fara á 54" Land Cruiser monsterinu. Auglýsi hér með eftir laghentum mönnum til aðstöðar við að klára þetta dæmi. Þeir sem hafa áhuga ættu að setja sig í samband við Baldur því það verður unnið í kvikindinu öll kvöld fram að helgi. Það væri gaman að sjá hvernig þetta virkar. Það er búið að klippa svo mikið úr að bíllinn er ryðlaus og nokkrum kílóum léttari. Eru að stefna á að vera innan við 3 tonn á 54".
kv,
Fomaðurinn
12.02.2008 at 08:53 #613822Já Erlingur…þú veist að formaðurinn er friðhelgur og er rétt að árétta það við Sidda. Þeir Víðikersbræður ætla að fara á Laugardagsmorgun frá Leirunesti kl. 09:00 og er ætlunin hjá þeim að aka frá Svartárkoti og þaðan inn í öskju um Jónsskarð ef færð leyfir. Ég vona að þið Ragnar séuð með stjórn á fjöldanum, svo maður þurfi ekki að sofa á hliðinni alla nóttina, þvílík er stemmningin fyrir þessu blóti. Þetta verður skemmtilegt og veður samkvæmt spá virðist ætla að vera hið ágætasta.
kv,
Formaðurinn
06.02.2008 at 14:21 #612412Þetta er gaman að þessu þegar menn stíga skrefið til fulls hvort sem það er gert á breytingaverkstæði eða í breytingaskúr. Laglegur bíll og kemur örugglega til með að gera góða hluti. Menn eru að ítreka það hér að þetta sé ekki gert á breytingaverkstæði og framfarir séu úr skúrum komnar. Ég veit ekki alveg hvaða viðkvæmni þetta er þar sem mjög gott samstarf er þarna á milli. Fyrir utan annað hitt að flestir sem vinna á breytingaverkstæðum eru skúra kallar. Varla versna þeir við það að vinna við þetta. Að sjálfsögðu fer þróun mikið fram líka á breytingaverkstæðum og hefur gert það líka að verkum að bílskúrsmennirnir gera meiri kröfur til sjálfs síns. Það líður vart sá dagur að menn deili ekki upplýsingum sín á milli hvort sem þeir eru atvinnumenn eða amatörar. Svo má ekki gleyma 4×4 klúbbnum sem hefur komið að málum í sambandi við reglugerðir o.s.f.v.
Þegar út í svona stór verk er farið, eins og þessi RAM, þá eru bara mjög fáir sem ráða við það að láta gera það á verkstæði. En kæmi mér samt ekki á óvart þó einhverjir færu samt fljótlega út í það. Eins og Helgi Rúnar minntist á þá er ekkert nýtt að nota Unimog hásingar. En það sem er nýtt á Íslandi eru þessi 54" dekk. T.d. er töluvert síðan að einhver í US setti þetta undir Nissan Titan.Kv,
HG
21.01.2008 at 08:54 #610892Það er gott af því að vita að matarhléum hefur verið tekið af alvöru enda ekki gott að vera svangur á fjöllum. Það var eins gott að þið voruð ekki að klúðra málum Erlingur þar sem ég ber nú ábyrgð á ykkur og setti ykkur það verkefni að vera fararstjóra. Hvenær voruð þið annars komnir heim?
kv,
Formaðurinn
20.01.2008 at 20:07 #610874Pétur! Elmar, Kristinn og Ellarnir hafa sem sagt farið á miðjuna? Við vorum á 6 bílum frá Eyjafjarðardeild, fórum upp Kjöl og tókum beint strik frá Hveravöllum í Kerlingafjöll í frekar þungu færi í gær Laugardag. Gísli braut afturdrif ekki langt frá Hveravöllum og skildum við bílinn eftir þar. Komum í Kerlingafjöll um 17:30. Vorum síðan fengnir til að fara á móti stóra hópnum að sunnan og mættum fyrstu bílum á Innriskúta og vorum komnir til baka í Kerlingafjöll um 21:00. Mistökin sem við gerðum var að hirða ekki matinn, sem var í bíl aftarlega í röðinni, af sunnanmönnum því það var ekki farið að nærast fyrr en rétt undir miðnætti. Morguninn eftir fórum við af stað 9:00 og fórum slóðina okkar til baka þangað til við fundum bílinn hans Gísla og tveir fylgdu honum til byggða eftir Kjöl en þrír héldu inn á miðju. Komnir til Akureyrar um 16:00.
Skemmtilegt ferðalag, erfitt færi á köflum en gott veður oftast nær.kv,
Formaðurinn
16.01.2008 at 08:17 #610176Við förum í tveim hópum frá Akureyri. Það vantar fararstjóra fyrir seinni hópinn sem leggur af stað um hádegi eða þar um bil. Sá hópur færi þá upp í Laugafell og gistir þar. á sunnudag komið inn að miðju og hitta alla þar.
Látið heyra í ykkur sem hafa áhuga.
kv,
Formaðurinn
16.01.2008 at 08:12 #609936Þarna var mikil gleði, 24 bílar, á sjötta tug fólks og 3 manna hljómsveit. Þarna var myndarleg brenna, flugeldasýning, söngur og gleði. Þetta var mikil gleði og voru Ellarnir þar fremstir í flokki.
kv,
HG
15.01.2008 at 17:27 #610174Eins og Frú Agnes sagði þá er allt fullt í Kerlingafjöllum. En nóg af skálum til að gista í eins og Ingólfskáli, Hveravellir, Laugafell og fl. Einnig geta menn farið á sunnudeginum frá Akureyri og rennt inn að miðju og það eru allar líkur á að einhverjir héðan að Norðan geri það. En það er líka hægt að fara seinnipartinn á Laugardag og gista í Laugafelli og síðan á sunnudeginum fara inn að miðju og síðan heim. Held að það væri skynsamlegra ef færið er þungt. Minni menn á að hafa pening fyrir skálagjöldum.
kv,
Formaðurinn
15.01.2008 at 15:33 #610170Það hafa allir sín takmörk hvað matarpláss varðar en það sem ég átti við var pláss í skála og fjöldi við borðhald.
Ferðaplan er eftirfarandi:
Lagt af stað frá Leiru Laugardagsmorgun kl. 09:00.
Vatnahjalli-Bergland-Laugafell-Ingólfskáli-Kerlingafjöll. Förum Norður og vestur fyrir Hofsjökul til að koma okkur í Kerlingafjöll. Þar er sameiginleg máltíð og verður gist þar. Á sunnudag höldum við svo inn að miðju og eftir það annað hvort niður Vatnahjallann eða Kerhólsöxl.kv,
Formaðurinn.
14.01.2008 at 22:31 #201619Sælir félagar Eyjafjarðardeildar.
Þeir sem ætla að koma með inn að miðju næstu helgi eru beðnir um að staðfesta komu sína helst á email halldor@kliptrom.is eða símleiðis til undirritaðs. Athugið takmarkað matar og gistipláss.kv,
Formaðurinn
11.01.2008 at 00:18 #609890Það er ekki vit að tengja þetta svona eins og þú ert að pæla. Þú verður að hafa ARB þrýstiloka(pressustat) og þú byrjar á því þegar þú leggur á stað á fjöll að kveikja á dæluni og hún slekkur síðan sjálfkrafa á sér þegar réttur þrýstingur er komin. Þá ertu alltaf tilbúin ef þú þarft að nota lásin og þarft ekki að býða eftir neinu. Ef þú aftur á móti ætlar ekki að nota þrýstirofa þá veistu ekki hvort þú ert með réttan þrýsting og lásin getur farið af við smá átak og þá getur hann auðveldlega skemmst. Ef þú ætlar að láta lásin síga inn hægt og rólega þá er hættan að loftið haldi honum ekki. Það þarf alltaf að vera 70-100 psi þrýstingur á meðan lásinn er í notkun. Pressustatið á tengjast þannig að það rjúfi straumin eða jörðina á Relayinu fyrir loftdæluna.
kv,
HG
09.01.2008 at 00:29 #609698Skemmtilegar pælingar hjá þér Ofsi. Svo má bæta við þetta með að bíllinn sé ný sprautaður. Hummm hvað er verið að fela? En það virkar alltaf að sparka í dekkin…þá veit maður allt.
kv,
HG
29.12.2007 at 00:12 #607784Sæll Bjössi,
Ef þú heyrir í Þórði aftur þá væri gaman að fá fréttir. Það er sjálfsagt þá fljótlegra að fara Svartárkots leiðina.
kv,
HG
28.12.2007 at 22:52 #607776Það hefur verið til siðs að menn taki allavega eina spýtu með. Lágmarksstærð er tomma-sex (1"X6")ca 35-40cm, við erum ekki með smámunasemi og gott væri að hún væri þokkalega þurr svo hún brenni vel. Ef ekkert er haft meðferðis þá er yfirleitt varadekkið eða aftursætið tekið með valdi og sett á köstinn.
kv,
Formaðurinn
28.12.2007 at 16:15 #607764Það virðist ætla að vera nokkuð góð þátttaka í ferðinni eins og undanfarin ár. Það er engin skilda að taka efni hjá Jörundi. Ef menn hafa eitthvað timbur í garðinum þá er sjálfsagt að taka það með. Nokkrir ætla að gista þannig að þetta verður bara gaman.
Minni aftur á stað og tíma. Timbur hjá Jörundi í Tætingu, kl. 09:00, brottför áætluð kl. 10:00.kv,
Formaðurinn
27.12.2007 at 14:45 #607750Sælir félagar,
Svona er dagskráin. Mæting hjá Jörundi í Tætingu kl. 09:00 að morgni 29. des. Jörundur er með fullt af efni og er hann staðsettur hjá öskuhaugunum. Mæli með að menn hafi stöðvarnar opnar, á rás 52 VHF, fyrir kl. 09:00 ef einhverjar spurningar eru.
Áætluð brottför úr bænum er þá 10:00.
Takið með ykkur sög ef þarf að búta eitthvað niður. Atvinnumenn í smíðum hljóta að eiga svona nýmóðins græjur eins og batterys hjólsög.kveðja,
Formaðurinn
25.10.2007 at 10:36 #600710Nú er bara að semja lag við þessa snilld. Ég heyri fyrir mér að hafa þetta í fimmunda feeling svona frekar þjóðlegt og með þungu yfirbragði þar sem þetta er frekar alvarlegt mál. Mikið hefur greinilega verið innbyrt að göróttum drykkjum.
kv,
HG
22.10.2007 at 23:04 #600694Við Erlingur hljótum að hafa verið saman og svolgrað í okkur sama drykknum því ég man bara ekki neitt. Gott ef fleiri sem þarna voru gætu kannski rifjað þetta upp með okkur. Vorum við ekki skemmtilegir eða vorum við kannski til vandræða…
kv,
HG
-
AuthorReplies